Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 23

Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 23
Laugardagur 31. október 1987 Tíminn 23 MARIE LISA I íkist pabba Lisa Marie Presley er orðin 19 ára og líkist föður sínum meira með hverjum deginum. Nú er hún flutt frá móður sinni og vill lifa lífinu upp á eigin spýtur. Hvað hún ætlast frekar fyrir, er óráðið. Priscilla er ekki alls kostar ánægð með að veita dóttur sinni fullt frelsi og íhugar meira að segja að hætta í Dallas til að hafa betri tíma fyrir börnin. Einkum vill hún vernda Lisu Marie fyrir „ljótu körlunum" í skemmtanaút- veginum, sem alla dreymir um að græða stórfé á nafni hennar. Priscilla hefur sjálf þurft að standa í slíku. Hún segir, og kannske með réttu, að án ráða og leiðbeininga geti hæglega farið svo, að Lisa Marie verði eftirsótt af „hák- örlunum,“ aðeins vegna nafns síns og auðæfa. Lisa Marie er hins vegar ákveð- in ung kona og finnst kominn tími til að yfirgefa hreiðrið, einkum eftir að hún eignaðist lítinn bróð- ur fyrir tæpu ári. Fram til þessa hefur vinahópur Lisu Marie ekki verið stór. Hún gekk í verndaðan skóla og aðeins fáar myndir af henni hafa birst opinberlega. Undanfarið hefur hún allnokk- uð sést með Eddie Murphy, sem hefur á sér orð sem kvennabósi hinn mesti. Hann hvetur Lisu Marie til að þroska hæfileika sína og er þegar sagður hafa boðið henni hlutverk í næstu mynd sinni. Ekki kemur að sök, að stúlkan hefur allgóða söngrödd. Priscilla veit að hún getur ekki haldið áfram að vernda dóttur sína um aldur og ævi og neitaði henni því ekki um eigið heimili. Ibúð Lisu Marie er í fjölbýlishúsi, þar sem verðir gæta íbúanna. Hún býr með vinkonu sinni, en hringir heim daglega. Húsaleigan er um 80 þúsund ísl. á mánuði, en það eru bara smápeningar fyrir Lisu Marie. Árið 1993, þegar hún verður 25 ára, erfir hún ein hin gífurlegu auðæfi, sem faðir henn- ar lét eftir sig, en hún verður ekki á neinu nástrái þangað til heldur. LINN Á HVITA TJALDIÐ? Linn Ullman og Liv móðir henn- ar eru mjög samrýndar og starfa báðar meira og minna fyrir barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. En það er ekki bara þar, sem Linn fet- ar í fótspor móður sinnar, þó hing- að til hafi hún aðeins sést í örlitlum aukahlutverkum í kvikmyndum, kornung að aldri. Nú er hins vegar útlit fyrir að hún ætli að reyna fyrir sér af alvöru í kvikmyndaheiminum. Talað er um að Liv Ullman muni leika Guðríði í sögu Veru Henriksen „Rúnakross- inn“ og hvað er þá eðlilegra en að dóttir hennar leiki Guðríði á unga aldri? Hinn viðurkenndi leikstjóri Malcolm Clarke hyggst gera mikla mynd eftir Rúnakrossinum og ljúka henni fyrir áramótin 1990. Aldrei að vita, nema frumraun Linn á hvíta tjaldinu verði undir verndarvæng mömmu. Kristín og tvíburarnir. DEILT UM son Rickys Nelson Sam litli Nelson. Þrætuepli móður sinnar og móðurbróður. KEYPT FEGURÐ Söngvaranum Billy Idol finnst hann alveg ómótstæðilega fallegur, með þetta sérlega ljósa hár. Að hárið sé í rauninni skollitað, viður- kennir hann alls ekki. Þess vegna er það bara hárgreiðslumeistari í London, sem fær að hafa hendur í hinu einstaka hári hans. Billy lætur sig ekkert muna um að skreppa til hans, þegar fer að dökkna í rótina. Þó sjálf aflitunin kosti ekki nema 5000 krónur eða svo, er snöggtum dýrara að skreppa yfir Atlantshaf- ið, frá New York, þar sem Billy býr að mestu. Það kostar því sitt að halda dýrmætum háralit við. Söngvarinn Ricky Nelson lést í flugslysi fyrir tveimur árum og börn hans fjögur hafa síðan búið hjá Kristínu, sem var fyrrverandi éig- inkona hans. Engin launung hefur verið á, að söngvarinn var háður kókaíni og öðrum vímuefnum, en nú kveður bróðir Kristínar, leikar- inn Mark Harmon, upp úr með að systir hans sé ekki hæf til að sjá um yngsta barnið, Sam Nelson, sem er 13 ára. Harmon vill að drengurinn búi hjá sér og konu sinni, leikkonunni Pam Dawber. Málið kom til kasta dómstólanna og þóttu réttarhöldin í bitrasta lagi, en niðurstaðan varð sú, að Sam skyldi vera hjá móður sinni. Seinast þegar fjölskyldan hittist á nokkurn veginn friðsamlegan hátt, var þegar systir Sams litla, Tracy, giftist Billy nokkrum Moses, sem leikur í Falcon Crest. Þess má geta, að bæði Kristín Nelson og tvíburasynir hennar, Gunnar og Matthew, léku á móti Mark Harmon fyrir nokkrum árum, í sjónvarpsþætti, sem ein- mitt hét Sam. DÝR- NUREJEV fimmtugur - Það er erfiðara að dansa nú orðið, viðurkennir Rudolf Nur- ejev, sem verður fiirimtugur innan skamms. Hann er meira að segja farinn að tala um að hætta og setjast í helgan stein á eftirlaunum. - Eg á búgarð í Virginíu, sem mig langar tiLað starfa við, segir hann. Ég held að ég verði sæll og glaður við það, enda hef ég farið þangað um árabil, þegar ég þarf að byggja mig upp fyrir ný hlutverk og sýn- ingar. Þó árin séu farin að færast yfir, hefur Nurejev feykinóg að gera, en það eina sem skyggir á lífsgleði hans, er að hann varð að skilja móður sína eftir í Sovétríkjunum, þegar hann vatt sér yfir járntjaldið 1961. Hann hefur reynt allt til að hún geti komið í heimsókn, en yfirvöld daufheyrast við bænum hans. - Öldruð móðir á skilyrðis- laust að fá að heimsækja son sinn, segir hann fastmæltur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.