Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 31. október 1987 Illllllllllllllllll VETTVANGUR 11111 lllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar: Átak í starfsfræðslu fiskvinnslufólks Á síðastliðnu hausti hófst á veg- um Starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunnar mikið átak í starfs- fræðslumálum fiskvinnslufólks. Undirbúningur þessa máls hafði verið nokkuð langur. Bæði meðal forvígismanna verkalýðshreyfing- arinnar og vinnuveitenda hafði í mörg ár verið áhugi á að leggja grunn að skipulagðri fræðslu fyrir fiskvinnslufóík sem hefði það að markmiði að bæta vinnubrögðin við vinnsluna svo þau skiluðu af sér auknu verðmæti sem aftur skiluðu sér í hærri launum til starfsfólksins. Til þess að svo gæti orðið þyrfti að taka á ölium þáttum vinnslunnar í fræðsluefninu, gefa starfsfólkinu heildaryfirsýn yfir gæðamál, lík- amsbeitingu, kjaramál, mark- aðsmál, öryggismál á vinnustöðum o.fl. Fyrri hluta árs 1984 áttu fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands og sjávarútvegsráð- herra Halldór Ásgrímsson fund um fræðslumál fiskvinnslufólks. í kjölfar þessa fundar skipaði ráð- herra starfshóp til þess að undirbúa og koma af stað námskeiðahaldi meðal fiskvinnslufólks. Starfshóp- urinn var skipaður fulltrúum frá sjávarútvegsráðuneyti, Fisk- vinnsluskólanum og Verkamanna- sambandinu. Starfshópurinn vann áfangaskýrslu um málið, efndi til tilraunanámskeiðs í febrúar 1985 í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði og í framhaldi af því til tilrauna- námskeiða á níu stöðum á landinu þá um sumarið. Markmið þessara námskeiða var að prófa sig áfram, kanna hvaða efni þyrfti að taka fyrir á námskeiðunum, hvernig umbúnaður þess þyrfti að vera og' á hvaða efnisþætti ætti að leggja mesta áherslu. Á þessum námskeiðum kom í Ijós að mikill áhugi var meðal fiskvinnslufólks á fræðslu og menntun í fiskvinnslustarfinu. Þá sáu menn einnig að samfara auk- inni þekkingu og bættum vinnu- brögðum sem skapaði af sér fram- leiðsluaukningu hjá fyrirtækjunum ætti að vera hægt að greiða starfs- fólkinu hærri laun þegarnámskeið- unum væri lokið. Skipan starfshópsins var breytt í framhaldi af þessu enda þörf á að rödd og hugmyndir vinnuveitenda kæmu fram við skipulagningu nám- skeiðanna. Starfshópurinn hlaut nafnið Starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar og er nú þannig skipaður að formaður nefndarinn- ar er Finnur Ingólfsson fyrrv. að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra og fulltrúi sjávarútvegsráðuneytis- ins sem og Gylfi Gautur Pétursson deildarstjóri. Frá Verkamanna- sambandi íslands sitja í nefndinni Jón Kjartansson formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Karl Steinar Guðnason alþm. og vara- formaður VMSÍ. Frá Vinnuveit- endasambandi íslands, Ágúst Elíasson framkvstj. Sambands fiskvinnslustöðvanna og Svavar Svavarsson framleiðslustj. Granda hf. í kjarasamningunum í febrúar 1986 gerðu vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin meðsérsam- - AD VINNA BARAIFISKI - eftir Gissur Pétursson verkefnisstjóra G.issur Pétursson. komulag um þetta námskeiðahald fiskvinnslufólksins þar sem m.a. kom fram að starfsfólkinu yrðu greidd laun gegnum atvinnuleysis- tryggingasjóð meðan á námskeið- unum stæði, sjávarútvegsráðuneyt- ið stæði straum af kennslukostnaði og námsgagnagerð, skilyrði fyrir setu á námskeiðunum væri það að starfsfólkið hefði gert fastráðning- arsamning og unnið við fiskvinnslu í minnst þrjá mánuði og eftir að námskeiðunum lyki fengi starfs- fólkið tveggja launaflokka hækkun. Námsgagnagerð og þjálfun leiðbeinenda Fyrir Starfsfræðslunefndinni lá nú að ganga frá námsgögnum fyrir hin eiginlegu starfsfræðslunám- skeið (kölluð grunnnámskeið) sem þarna var samið um og raunar hafði það verk hafist strax eftir að tilraunanámskeiðum lauk sumarið áður. í þessu fólst gífurleg vinna þar sem nánast ekkert aðgengilegt námsefni var til scm hægt var að grípa til og þurfti því að semja nánast allt frá grunni. Leitað var til fjölda sérfræðinga og stofnana. Höfð samvinna við verkalýðshreyf- inguna, sölustofnanir fiskfram- leiðendanna SÍS, SH og SlF, Vinnueftirliti ríkisins, rannsóknar- stofnanir fiskiðnaðarins ofl. Gert var ráð fyrir að þessu verki yrði lokið um vorið 1986 og þá væri hægt að byrja námskeiðin en sök- um þess hversu mikið verk þetta var lauk samningu námsefnisins ekki fyrr en um haustið. Verulega var vandað til námsgagnanna, bæði hvað varðaði efni og frágang enda það ráðið miklu um hversu nám- skeiðunum hefur verið vel tekið. Samhliða þessu þurfti Starfs- fræðslunefndin að standa fyrir þjálfun þeirra sem leiðbeina áttu á námskeiðunum og kynna þeim námsefnið. Petta fólk kom úr öll- um áttum. Verkstjórar úr fisk- vinnslustöðvunum, prestar, sál- fræðingar, líffræðingar, sjúkra- þjálfar, forvígismenn verkalýðsfé- laga, framkvæmdastjórar fisk- vinnslustöðva ofl. ofl. Alls sóttu um 120 manns svokölluð leiðbein- endatækninámskeið sem stóðu í þrjá daga hvert. Fyrirkomulag námskeiðanna Námskeiðin hófust svo af fullum krafti í september 1986. Ákveðið var að fyrirkomulag námskeiðanna yrði með þeim hætti að fiskvinnslu- fólkinu er gert að sækja tíu, fjög- urra klukkustunda námskeið og auk þess tveggja vikna starfsþjálf- un í vinnslustöðvunum. Námskeiðin eru eftirtalin: SF 01 Hráefnið - Meðferð þess og gæði SF 02 Vinnuvistfræði SF 03 Öryggi á vinnustöðum SF 04 Hreinlæti og gerlagróður SF 05 Skipulögð verkþjálfun í fiskvinnslu SF 06 Kjarasamningar og lög SF 07 Launakerfi við fiskvinnslu SF 08 Vinnslurásir og verkunarað- ferðir SF 09 Afurðir og markaðir SF 10 Samstarf og samvinna á vinnustað Eins og þarna má sjá er reynt að láta efni námskeiðanna spanna allt svið fiskvinnslustarfsins. Starfsþjálfunarvikurnar skiptast í sérhæfíngu og önnur störf. f sérhæfíngarvikunni er starfs- fólkið þjálfað í svokallaðri verk- þáttagreiningu, þ.e. að ákveðin verk er brotin niður lið fyrir lið. Með þessu er verið að reyna að fá fólk til að líta á sérsvið sitt líkt og kennari og það eigi eftir þetta auðvelt með að kenna nýliðum starf sitt. í vikunni sem kallast önnur störf er fólkinu gert kleift að vinna öll helstu framleiðslustörf í fyrir- tækinu ekki skemur en hálfan dag í hverju starfi. Hugmyndin er að með þessu fái starfsmaðurinn yfir- sýn yfir alla vinnslu fyrirtækisins frá móttöku hráefnis til afgreiðslu á fullunnri vöru. Þegar námskeiðunum tíu er lok- ið og starfsmaður hefur lokið starfsþjálfuninni hlýtur hann starfsheitið, sérhæfður fisk- vinnslumaður, og hækkar í launum um tvo launaflokka eins og áður er nefnt. Geysileg eftirspurn var eftir námskeiðunum allan síðasta vetur og meðan verkfallið stóð yfir í janúarmánuði sl. voru allir 120 leiðbeinendurnir við kennslu hér og hvar um landið og náðist samt ekki að verða við ölium óskum. Starfsfræðslunefndin hafði gert áætlanir um kennslu síðasta vetur sem öll riðlaðist vegna hinnar miklu eftirspurnar og nú er svo komið að búið er að halda á einu ári, tæp tvö þúsund námskeið og um 2500 fastráðnir fiskvinnslu- menn hafa lokið öllum námskeið- unum tíu. Um 500 fastráðnir fisk- vinnslumenn sitja nú á námskeið- um víðsvegar um landið. % Um 4500 fiskvinnslumenn eru fastráðnir í landinu og Starfs- fræðslunefndin vonast til að geta orðið við óskum þeirra sem enn hafa ekki setið námskeiðin, nú í vetur. Þessi gífurlegi fjöldi námskeiða hefur kallað á mikla skipulagningu bæði af hálfu Starfsfræðslunefndar- innar og verkalýðsfélaganna og fiskvinnslustöðvanna á nám- skeiðsstað. Verkalýðsfélögunum og fiskvinnslustöðvunum er gert að útvega hentugt kennsluhús- næði og kennslutæki en eins og áður er nefnt stendur sjávarútvegs- ráðuneytið straum af öllum öðrum kostnaði. Þess má geta að Starfsfræðslu- nefndin efndi síðan í maímánuði til ráðstefnu með leiðbeinendunum sem á flestum námskeiðunum höfðu kennt, til að yfirfara náms- efnið og gera tillögur að enn frekari betrumbótum á því. Verkstjóranámskeið Þrátt fyrir að upphaflega hafi Starfsfræðslunefndfiskvinnslunnar verið skipuð til að undirbúa og Um 4500 fiskvinnslu- menn eru fastráðnir í landinu og Starfs- fræðslunefndin vonast til að geta orðið við óskum þeirra sem enn hafa ekki setið nám- skeiðin, nú í vetur. koma á starfsfræðslunámskeiðum fyrir verkafólk í fiskiðnaði, þá hefur Starfsfræðslunefndin sett á laggirnar sérstök starfsfræðslu- námskeið fyrir verkstjóra í fisk- vinnslustöðvunum. Þau hófust í Hótel Borgarnesi nú í vikunni. Ástæða þessa er sú að lítið framboð er á slíkum námskeiðum fyrir fisk- vinnsluverkstjóra og Starfsfræðslu- nefndin taldi rétt að reyna að verða við óskum þar að lútandi. Þessi námskeið taka alls sex kennsludaga en er skipt í tvær annir. Fyrri önn verður haldin nú á haustdögum og hin síðari í janúar og febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði þátt- tökugjald en sjávarútvegsráðu- neytið stendur straum af kennslu- kostnaði. Móttaka nýliða Af öðrum verkefnum Starfs- fræðslunefndarinnar má nefna að verið er að vinna á vegum nefndar- innar bækling sem fiskvinnslu- stöðvarnar eiga að afhenda hverj- um þeim sem er að hefja starf við fiskvinnslu. í bæklingunum er fisk- vinnslustarfið kynnt í stórum dráttum, uppbygging fyrirtækisins og skipulagning þess fræðslustarfs sem starfsmanninum stendur til boða þegar hann hefur gert fast- ráðningarsamning. Sömuleiðis er verið að vinna kvikmynd sem fjallar um svipað efni og á að sýna nýliðanum fyrsta daginn og hann hefur starfið. Þetta • verkefni Starfsfræðslu- nefndarinnar er einkar mikilvægt því nauðsynlegt er að taka vel á móti nýjum starfsmanni svo hann fari jákvæður heim að loknum fyrsta starfsdeginum. Kynningarstarf Geysileg eftirspurn er eftir starfskröftum frá fiskvinnslustöðv- unum sem erfitt hefur reynst að svara. Starfsfræðslunefndin hefur af þessum sökum útvíkkað starfssvið sitt í samráði við sjávar- útvegsráðherra, og vinnur nú að tillögum til kynningar á sjávarút- veginum og ekki síst fiskvinnslu- starfinu í skólum og fjölmiðlum. Markmiðið með þessu er að reyna að hafa áhrif á æskufólk til að sækja til þessarar undirstöðuat- vinnugreinar þjóðarinnar og sýna fram á að þar bíði þeirra fjölbreytt atvinnutækifæri. Framhald starfs- fræðslunnar Þessu átaki í starfsfræðslumálum fiskvinnslufólks hefur verið geysi- lega vel tekið af fiskvinnslufólkinu og forráðamönnum fiskvinnslustöðv- anna. Vitað er að þetta átak hefur skilað mikilli framleiðniaukningu, starfsfólkið er mun meðvitaðra um starfið, t.d. um gæðakröfur og gerla og hreinlætismál. Áfram verður haldið með grunnnám- skeiðin sem nú er orðið samnings- bundið að eiga að standa fastráðnu fiskvinnslufólki til boða. En jafnframt hefur komið fram mikill áhugi á frekara fræðslustarfi í greininni. Þarna eru komnar spurningar sem Starfsfræðslu- nefndin hefur velt mikið fyrir sér hvernig skuli svara. f skýrslu upphaflega starfshóps- ins komu fram hugmyndir um að bjóða þyrfti upp á sérnámskeið í einstökum greinum fiskvinnslunn- ar sem stæðu í 10-15 daga og að grunnnámskeiðin væru aðfaranám að sérnámskeiðunum. Hins vegar er óljóst hvaða réttindi slík sér- námskeið gefa og hvort og þá hvernig tengja bæri þau við hið almenna skólakerfi. Hitt er ljóst að þessum óskum þarf að sinna svo halda megi þeim jákvæða hug til starfsfræðslunnar sem er að finna bæði meðal ríkis- valdsins, hagsmunaaðila í greininni og ekki síst verkafólksins sjálfs. Eins er það ljóst að námskeiðahald þetta hefur undirstrikað hversu mikilvægt er að veita starfsfólki starfsmenntun jafnvel þó viðkom- andi hafi unnið við starfið árum saman. Því svo lengi lærir sem lifir. Höfundur er starfsmaður sjávarút- vegsráðuneytisins og verkefnissjóri Starfsfræðslunefndar flskvinnslunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.