Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 31. október 1987 Opið bréf til formanns BSRB Kæri Kristján Eftir að hafa lesið grein þína um lífeyrismál í Morgunblaðinu föstu- daginn 23. október síðastliðinn, finnst mér það vera skylda mín að rita þér bréfkorn og kynna þér skoðanir mínar í þessu máli. Þú margendurtekur í grein þinni, að lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna séu tryggð með hinu nýja frumvarpi og bráðabirgðaákvæði sem með því fylgir. Betur að svo væri. En sífelld endurtekning rangra fullyrðinga gerir þær ekki réttar. Þú tiltekur í grein þinni þrjú meginatriði sem þú telur að bráða- birgðaákvæðið tryggi; (1) að lífeyrir verði áfram miðaður við laun eftirmanns eða bestu 10 ár í starfi (óbein verðtrygging), (2) að 95 ára reglan gildi áfram og (3) að tekið verði tillit til allra þátta lífeyrisréttinda opinberra starfs- manna við ákvörðun iðgjalda. Þú hnykkir síðan á ofangreindum atriðum og fullyrðir; „menn greiða hér eftir sem hingað til iðgjöld í 32 ár, nema þeir sem vilja vinna sér rétt til 95 ára reglu svo þeir geti hætt 60 ára. Menn geta áfram ákveðið að hætta störfum 65 ára á óskertum lífeyri eða að vera í starfi til 70 ára aldurs og bæta við sig réttindum eins og nú er heimilt". Kæri Kristján, lestu bráðabirgðaákvæðið aftur. Það sem ég vitna til hér að ofan úr grein þinni, stendur alls ekki í bráða- birgðaákvæðinu. Þar er hvergi sagt að öll ofangreind réttindi verði við lýði áfram, heldur er þar mjög skýrt tekið fram að þessi réttindi sem þú tiltekur, ásamt ýmsum öðrum atrið- um, skuli meta til viðbótariðgjalds sem vinnuveitandi skuli greiða eftir gildistöku laganna. Ég sé ekki staf- krók í ákvæðinu um að réttindin skuli vera óbreytt frá því sem nú er. Aftur á móti tilgreinir bráðabirgðaákvæðið að áunnin rétt- indi skuli ekki raskast heldur haldast óbreytt. Ef slík röskun ætti sér stað væri það vitaskuld stjómarskrárbrot og slíkt gerir auðvitað enginn. En lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna í framtíðinni eru aftur á móti undir því komin að okkur takist að semja við ríkisvaldið um eðlilegt mat á núverandi réttindum til hækkunar iðgjaldsgreiðslna. Ef ekki semst, þá skal, skv. bráðabirgðaákvæðinu setja niður gerðardóm sem skal meta réttindin eins og þau eru nú, til iðgjalda og þú veist eins vel og ég, að slíkum gerðardómi er ekki treyst- andi frekar en kjaradómi, sem aftur og aftur dæmdi BSRB og BHMR lúsarlaun þrátt fyrir rækileg gögn sem lögð voru fram í dómnum. Á sínum tíma var vafalaust gert samkomulag við ríkisvaldið, um að starfsmenn þess fengju lægri laun en greidd væru á hinum almenna mark- aði, gegn því að fá betri lífeyri að lokinni starfsævi og betra atvinnu- öryggi en gengur og gerist. Þessi stefna kostaði ríkisvaldið lítið sem ekkert í upphafi, en nú þegar lífeyr- isþegum hefur fjölgað og menn sjá fram á að þeim muni enn hlutfalls- lega fjölga, þá á að fjarlægja réttind- in. Til hvers hafa ríkisstarfsmenn þá sætt sig við lúsarlaun í áratugi? Ég vil einnig benda þér á, að jafnvel þó gerðardómur eða samn- ingur hætti iðgjöld vinnuveitenda, þá samrýmast núverandi lífeyrisrétt- indi ríkisstarfsmanna, samt sem áður ekki nýju lögunum. Ef svo skyldi fara að mat þetta yrði að öllu leyti réttlátt, verða afleiðingar frum- varpsins samt sem áður eftirfarandi: 1. Ríkisstarfsmenn halda ekki ríkis- ábyrgð á lífeyri. 2. Ríkisstarfsmenn fá ekki verð- tryggðan lífeyri, eða jafngildi hans nema ávöxtun lífeyrissjóðsins leyfi það. 3. Ríkisstarfsmenn fá ekki lífeyri miðað við laun eftirmanns. 4. Ríkisstarfsmenn geta ekki hafið lífeyristöku samkvæmt núgildandi 95 ára reglu. 5. Ríkisstarfsmenn þurfa að greiða iðgjald lengur en í 32 ár, eins og reglan er nú. Hvaða réttlæti er það að ríkis- starfsmönnum skuli nú þröngvað til þess að semja aftur um lífeyrisrétt- indi sem þeir hafa verið í áratugi að vinna að. Ert þú tilbúinn að taka þá áhættu sem þessu fylgir? Hversvegna gátu fulltrúar í 17 manna nefndinni ekki fellt sig við upprunalegu tillöguna okkar, sem var að lögin giltu ekki um lögbundna lífeyrissjóði svo sem lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins? Af hverju var það ekki í lagi ef bráðabirgðaákvæð- ið gerir sama gagn? Þetta fæ ég ekki skilið á annan veg en þann, að bráðabirgðaákvæðið geri ekki sama gagn, og að fulltrúar í 17 manna nefndinni viti það mæta vel. Þú endar grein þína á umræðu um þörfina á almennum umbótum í lífeyrismálum. Þar erum við sam- mála. Þörfin á úrbótum í þessum efnum hefur aldrei verið meiri en nú, en úrbætur verða að standa undir nafni. Frumvarp það sem nú liggur fyrir er afrakstur 11 ára vinnu fjölda manna, en þrátt fyrir það þá hafa þeir aðeins skilað litlum hluta af því verkefni sem fjármálaráðherra fékk þeim í hendur í júlí 1976. Þeir hafa ekki búið til samfellt lífeyriskerfi allra landsmanna og jafnframt hafa þeir ekki með frum- varpinu nálgast það að öllum lífeyr- isþegum verði tryggður viðunandi heildarlífeyrir sem fylgi þróun kaup- gjalds. Þeir hafa heldur fjarlægst þetta. Ef frumvarpið verður samþykkt, hafa þeir að vísu nálgast það markmið að auka jöfnuð meðal landsmanna, en þá með því að rýra réttindi ríkisstarfsmanna og færa þá niður á við, í átt til hinna. Þannig verða allir illa settir. Þetta má líklega kalla jöfnun lífeyrisréttinda. Að lokum. Það er ljóst að allir ríkisstarfsmenn meta núverandi lff- eyrisréttindi mikils. Þessvegna má ekki á nokkurn hátt tefla þessum réttindum í tvísýnu. Það er mat lögfræðinga að bráðabirgðaákvæði frumvarpsins, sem þú staðhæfir að tryggi öll réttindi ríkisstarfsmanna, geri það því miður ekki. Ýmis vafa- atriði eru til staðar og hvergi er í bráðabirgðaákvæðinu afdráttarlaust tekið fram að lífeyrisréttindi rfkis- starfsmanna verði eftir gildistöku laganna, óbreytt frá því sem nú er. Þess vegna getum við ekki samþykkt þessa lagasetningu og þá aðferð sem þar er viðhöfð við mat á lífeyrisrétt- indum okkar. Svo lengi sem nokkur vafi leikur á að réttindin verði að fullu virt, er það skylda okkar að spyrna við fótum, mótmæla og verja réttindi okkar. Með vinsemd og virðingu, Júlíus K. Björnsson Formaður BHMR Illlilllllllll BÆKUR lllllllllllllilll Stormfuglar - ný ljóðabók Út er komin ljóðabókin Stormfuglar eftir Birgi Svan Símonarson. Bókin er 64 síður og er prentuð í Letri. Verkið skiptist í tvo kafla: Stormfugla og Fylgifiska. í Stormfuglum er fjaUað um líf og starf sjómannsins, en í Fylgifiskum eru almennari hugleiðingar. Stormfuglar fást í öllum helstu bókaverslunum. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar 150 REYKJAVÍK - SÍMI 686095 V erkstj óranámskeið fískvinnslunnar eru nú í fullum gangi. Starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar hefur skipu- lagt námskeið fyrir verk- stjóra í fiskvinnslu og verða þau haldin nú í haust og í vetur. Námskeiðin verða haldin í Borgarnesi og standa samtals í sex kennslu- daga sem skiptast í tvær þriggja daga annir. Þátt- takendur mæta í Reykja- vík á miðvikudagskvöldi og eftir stuttan kynning- arfund er ekið þaðan með rútu í Borgarnes. Á laugardagseftirmiðdegi erekiðtil Reykjavíkur og lýkur námskeiðs- önnunum þar með kvöldverði í boði sjávarútvegsráðherra 40 verkstjórar í tveim 20 manna hópum geta set- ið hverja námskeiðsönn. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvora önn. Inni- falið í gjaldinu er greiðsla á öllum kostnaði, þar með töldum ferðum til og frá Borgarnesi ásamt öll- um uppihaldskostnað! í Borgarnesi. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi tímum: 1. önn, nr. 2: 4.-7. nóvember 1987 og vikulega eftir það, eftir þörfum. 2. önn, nr. 1: 20,—23.janúar 1988 og vikulega eftir það, eftir þörfum. Ekki verður bókað á seinni námskeið fyrr en fullbókað er á hin fyrri. Fram til þessa hefur framboð á námskeiðum fyrir verkstjóra fisk- vinnslunnar verið lítið en þau námskeið sem nú er boðið upp á eru gerð sérstaklega fyrir þá. Meðal leiðbein- enda á námskeið- unum verða: Álfheiður Steinþórs- dóttir sálfræðingur, Guðfinna Eydal sálfræðingur, G.unnar Aspar verkstjóri, Magnús Ólafsson sjúkraþjálfi, Þórður M. Þórðarson tæknifræðingur, Á fyrri önn verður lögð megináhersla á samstarf og samvinnu á vinnu- stað, líkamsbeitingu og stjórnun og skipulagn- ingu starfsþjálfunar. Magnús H. Ólafsson mun fjalla um líkamsbeit- ingu við vinnu og þá möguleika sem verk- stjórar hafa í dag til að viðhalda góðri heilsu starfsfólks. Guðfinna Eydal og Álf- heiður Steinþórsdóttir munu kenna verstjór- um markvissa sam- skiptatækni og fjalla um samstarf og samvinnu á vinnustað. Þórður M. Þórðarson og Gunnar Aspar munu síðan fjalla um starfs- þjálfun og skipulagningu hennar, en í dag, með aukinni tækni í fiskiðnaði og takmörkuðu framboði af starfsfólki, er þessi þáttur mikilvægari en nokkru sinni áður. Á seinni önn verður áfram fjallað um sam- starf og samvinnu á vinnustað, en einnig um stjórnunarhlutverk verk- stjórans, túlkun kjara- samninga og ýmsa aðra þætti tengda verkstjóra- starfinu. Á kvöldin á báðum önn- um verður leitast við að fá sérfræðinga til að halda fyrirlestra og stjóma umræðum um nútíma verkstjórn, fram- leiðnimál, tækniþróun í fiskiðnaði, markaðsmál o.fl. Verkstjórar eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta á skrifstofu starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.