Tíminn - 31.10.1987, Side 20

Tíminn - 31.10.1987, Side 20
20 Tíminn Laugardagur 31. október 1987 Akranes Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Akranesi verður haldinn mánudaginn 2. nóvember n.k. kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. L.F.K. Viðtalstímar Ásta R. Jóhannesdóttir formaður utanríkismálanefndar Framsóknar- flokksins verður til viðtals þriðjudaginn 3. nóv. n.k. kl. 10-12 1 Nóatúni ,21. Framkvæmdanefnd L.F.K. Framsóknarmenn Kópavogi Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamra- borg 5, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Önnur mál. Nýir félagar eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofuna Hamraborg 5, sími 41590. Stjórnin Kópavogsbúar Skrifstofa Framsóknarfélaganna, Hamraborg 5, 3. hæð er opin alla virka daga kl. 10-12, sími 41590. Opið hús alla miövikudaga kl. 17-19. Starfsmaður: Einar Bollason Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstarf. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Framkvæmdastjóra, umsýsiu og fjármáia- deildar hjá stofnun verklegra framkvæmda. Krafist er menntunar og/eða reynslu á sviði viðskipta. Stjórnunarreynsla ásamt mjög góðri enskukunnáttu nauðsynleg. Deildarstjóra í eldsneytisdeild birgðastofnun- ar Varnarliðsins. Starfið felur í sér daglegan rekstur og stjórnun deildar, er sér um dreifingu og móttöku eldsneytis. Krafist er ýtarlegrar þekkingar á dreifikerfum og meðferð flugvélaeldsneytis. Stjórnunarreynsla ásamt mjög góðri enskukunnáttu nauðsynleg. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síðar en 17. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973 TVÖ FALT S/F Ódýrari hús Betri hús Varanleg hús Sumar-hús og geta verið gróðurhús um leið. TVÖFALTS/F síml 46672. DAGBÓK llllllllllllllllllllllllll Atriði úr sýningunni: Sóknamefndin í Vedersö að afhenda Kaj Munk afmælis- gjöf á þrítugsafmæli hans. Leikhúsið í kirkjunni: Síðustu sýningar á leikritinu um Kaj Munk í Hallgrímskirkju Mjög góö aðsókn hefur veriö aö sýning- um á leikritinu um Kaj Munk, sem sýnt er í Hallgrímskirkju. En nú fer sýningum senn aö fækka. Veröa aðeins örfáar sýningar í viðbót. Næstu sýningar veröa sunnud. 1. nóv. kl. 16:00 og á mánudagskvöldið 2. nóv. kl. 20:30. Miðasala er hjá Eymundsson og við innganginn í kirkjunni. Einnig er hægt aö panta miöa í símsvara allan sólarhringinn í síma 14455. Aðalfundur Náttúruverndarfélags Suðvesturlands Aðalfundur Náttúruverndarfélags Suð- vesturlands verður haldinn í dag, laugard. 31. okt. kl. 14:30 í Félagsheimilinu Festi í Grindavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kaffihlé 3. kl. 15:30 - Erindi Ingva l’orstcinssonar náttúrufræðings um gróð- urkortagerð og ástand gróðurs á Reykja- nesskaga 4. Félagsmál. Stjórnin Fundur Samtaka gegn astma og ofnæmi I dag, laugard. 31. okt. verður haldinn félagsfundur í Samtökum gegn astma og ofnæmi að Norðurbrún 1 kl. 14:00. Magnús Ólafsson læknir fjallar um nálarstungumeðferðina. Kaffiveitingar á eftir. Stjórnin Fjárðflunardagur Kvenfélags Kópavogs Fjáröflunardagur félagsins verður sunnud. 8. nóvember. Tekið á móti munum í félagsheimilinu - vestursal - þriðjudaginn 3. nóv. og föstudaginn 6. nóv. eftir kl. 20:00 og á laugardaginn kl. 14:00-19:00. Upplýsingar hjá Margréti í síma 41949, Þorgerði í síma 42372 og Stefaníu í síma 41084. Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 1. nóvember f félagsheimili kirkjunnar að aflokinni messu kl. 14:00. Stjórnin Nýtt námskeið RKÍ á þriðjudag Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands- heldur námskeið í almennri skyndihjálp, sem hefst þriðjud. 3. nóv kl. 20:00 og stendur í 5 kvöld. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu láti skrá sit í síma 28222. íslensk píanótónlist í Kristskirkju Snorri Sigfús Birgisson tónskáld ogpíanó- leikari mun flytja eigin verk á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju á tónleikum í Safnaðarheimilinu Hávalíagötu 16 í dag, laugard. 31. okt. kl. 16:00, og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Verkin sem Snorri mun leika eru: Æfingar (etýður), sem hann frumflutti 1981 á vegum Musica Nova og Píanólög fyrir byrjendur, sem var á sínum tíma pantað af Nemus, þ.e. nefnd um norræna tónlist. Píanólögin eru nýkomin út á prenti. Þetta er 25 stuttir þættir, sumir eru fyrir fjórhentan píanóleik og mun Anna Guðný Guðmundsdóttir aðstoða Snorra við flutning þeirra. Einnig eru tvö laganna fyrir píanóeinleik og segulband. Tónlistarfélag Kristskirkju mun gang- ast fyrir fjölbreyttum tónleikum í vetur. Félagið safnar nú áskrifendum og geta væntanlegir áskrifendur á tónleikana fengið upplýsingar í síma 26335. Áritun félagsins er: Tónlistarfélag Kristskirkju, Hávallagötu 16, Sunnudagsferð F.Í. Kl. 13:00 Helgafell sunnan Hafnar- fjarðar Sunnud. 1. nóv. kl. 13:00 verður ekið í Kaldársel og gengið þaðan á fjallið, sem er 338 m hátt. Munið hlýjan klæðnað. Farmiðar við bílinn (500 kr.), en frítt er fyrir börn innan 15 ára, sem eru í fylgd með fullorðnum. Ferðafélagið notar sjálft allt gistirými í Skagfjörðsskála um helgina. Enn er allmikið af óskiladóti úr sælu- húsunum á skrifstofunni. Ferðafélag íslands Sunnudagsferð Útivistar 1. nóv. Kl. 13:00 Helgafell-Skammaskarð. Létt ganga á Helgafell í Mosfellssveit og um nágrenni. Brottför frá BSÍ, bensín- sölu. Farmiðar við bíl (600 kr.) Frítt fyrir börn með fullorðnum. Haustblót í Skaftártungu 6.-8. nóv. Haustblót Útivistar verður haldið á slóðum Jóns Steingrímssonar eldklerks. Gist í nýja félagsheimilinu Tunguseli. Fjölbreyttar skoðunar- og gönguferðir. Afmælisveisla á laugardagskvöldið. Far- arstjórar: Þorleifur Guðmundsson og Kristján M. Baldursson. Pantið tíman- lega. Upplýsingar og farmiðar á skrifstof- unni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Mál- fríðar Jónasdóttur og Ragnars Karlsson- ar. Munið skólabílinn. Sóknarprestur Neskirkja - fræðslufundur Fræðslufundur verður á morgun, sunnudaginn 1. nóv., í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjórrílStu, kl. 15:15. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson fjallar um nokkra valda texta úr Gamla testa- mentinu. Umræður að loknu erindi. Framhald verður næstu sunnudaga á sama tíma. Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist Húnvetningafélagsins verð- ur spiluð á laugardag 31. okt. kl. 14:00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Verðlauna- veitingar. AUir velkomnir. Skemmtifundur Félags harmonikuunnenda Menningarstofnun Bandaríkjanna: Myndlistarsýning og fyrirlestur 1 dag, laugard. 31. október kl. 14:00 verður opnuð sýning á myndverkum Fred‘s Boulter í sýningarsal Menningar- stofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16. Fred Boulter er sjálfmenntaður en sækir sinn efnivið til andlegra sviða. Hann er fæddur í Louisville, Kentucky í Bandaríkjunum og hefur fengist við myndlist sl. tíu ár. Hann hefur tekið sér listamannsnafnið Friðríkur, og hefur áður sýnt tvisvar á höfuðborgarsvæðinu. í tilefni af sýningunni mun listamaður halda fyrirlestur um hlutverk listsköpunar í hinu komandi þjóðfélagi, séð í nýju Ijósi andlegra vísinda Martínusar. Fyrirlestur- inn nefnist „Gleðidans Einfaldleikans" og verður haldinn sunnud. 1. nóv. í sýningarsalnum á fyrstu hæð Menningar- stofnunarinnar og hefst kl. 14:00. Sýningin verður opin um helgar kl. 14:00-20:00 og virka daga til 17:30, en fimmtud. 5. nóv. til kl. 20:00. Sýningunni lýkur sunnud. 8. nóv. Félag harmonikuunnenda verður með sinn mánaðarlega skemmtifund í Templ- arahöllinni við Skólavörðuholt sunnudag- inn 1. nóvember. Boðið verður upp á veitingar sem konur félagsmanna sjá um. Harmonikuleikur o.fl. Allir eru velkomn- ir. Skemmtinefnd F.H.U. Hádegisverðarfundur presta Hádegisverðarfundur presta verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju á mánu- dag 2. nóvember. Fundur Þjóðfræðafélagsins Þjóðfræðafélagið heldur fund mánud. 2. nóv. kl. 20:00 í stofu 308 í Árnagarði við Suðurgötu. Elsa E. Guðjónsson og Hallgerður Gísladóttir munu greina frá ráðstefnum er þær hafa setið í sumar um þjóðfræða- rannsóknir er varða textíla og mataræði. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur verður í Kvenfélagi Háteigs- sóknar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:30 í Sjómannaskólanum. Húsmæðra- kennari kemur með kynningu á réttum frá Osta- og smjörsölunni og kaffi verður drukkið. Sala handunninna muna á Hrafnistu Árleg sala á handavinnu vistfólks á Hrafnistu í Reykjavík verður í dag, laugardaginn 31. okt. kl. 13:30-17:00. Margt fallegra muna verður á boðstólum. Nokkrar vistkonur á Hrafnistu i Reykja- vtk ásamt ýmsum munum sem eru þar til SÖIu í dag. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.