Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 31. október 1987 Tíminn 17 !!|!llll!!lll MINNING Jóhanna Stefánsdóttir Fædd 24. júlí 1897 Dáin 21. október 1987 f dag, laugardaginn 31. október, þegar Jóhanna Stefánsdóttir verður til moidar borin frá Stykkishólms- kirkju, langar mig að minnast henn- ar með nokkrum orðum, sem þakk- lætisvott fyrir allt það góða sem ég hef frá henni þegið. Fyrir rúmum 90 árum, þ.e. 24. júlí 1897, leit fyrst dagsins ljós lítil stúlka, þriðja barn ungra hjóna, þeirra Maríu Jóhannsdóttur og Stef- áns Gíslasonar þá bónda á Galtará í Kollafirði, Gufudalssveit. Litla stúlkan fékk nafn afa síns Jóhanns Guðmundssonar, en kona hans var Guðrún Pálína Einarsdóttir ættuð úr Skáleyjum. Á þessum árum voru búferlaflutningar fátæks fólks al- gengir, þar sem annars staðar. Bræð- ur hennar eldri voru Vigfús Sigur- björnsson fæddur 1890 að Barmi og Steingrímur 1895 að Hofsstöðum. A Galtará bættist við barnahópinn Jó- fríður fædd 1900 nú húsfreyja að Stafni Reykjadal og Ásgerður Sigur- björnsdóttir fædd 1903. Næstur í barnahópinn bættist Ólafur, jóla- barn ársins 1904, og þá á Kleifastöð- um, næsta bæ utar með firðinum og lestina rekur Jakob Alfreð fæddur 1907 á sama stað. Kleifastaðir voru í Jóhönnu huga hennar æskuheimili og þaðan tölti hún með fermingar- kjólinn og skóna í pokaskjatta yfir hálsinn að Gufudal til að staðfesta skírnarheit sitt og efalaust er þar upprunnin sú mikla og staðfasta trú sem hún ræktaði með sér ætíð síðan Hvernig æskuárin liðu hjá ungri stúlku þá, veit ég ekki. Hún mun hafa verið lánuð til aðstoðar á ýmsa bæi í sveitinni, t.d. að Stað á Reykja- nesi, sem hún minntist oft á síðar. í stríðslokin fyrri, þá í blóma æskunn- ar er hún hjá Vigfúsi bróður sínum á Gróunesi til aðstoðar við búskap- inn. Þangað kemur einnig ungur Bjarneyingur bróðir húsfreyju, Steinþór Einarsson, fæddur29. sept- ember 1895, sunnan yfir fjörðinn alvanur sjó af áraskipum og skútum. Þetta vor leggja þau grunn- inn að Iífshlaupi sínu, því um haustið 19. október 1918 ganga þau í hjóna- band í Stykkishólmi og hefja þar búskap. Hvers þau hafa vænst af lífinu veit ég ekki. Hjá þeim tók við hörð lífsbarátta eins og flestra ann- arra úr alþýðustétt þessa tíma. Hús- bóndinn til sjós á skútum, bátum og togurum þegar best gekk, að heiman meiri hluta ársins en konan og börnin í húsmennsku við misjöfn kjör og atlæti húsráðenda eins og gengur. Þá mátti ekki nota stóru orðin en trúmennskan og hjartahlýj- an gaf betri ávöxt. Svo fór einnig fyrir þeim hjónum. Allt fram til ársins 1934 máttu þau sæta hús- mennsku hlutskiptinu í ýmsum eyj- um Breiðafjarðar, og þó húsmanns- konan sæti ekki háan sess í þjóðfé- laginu þótti „betri borgurum" oft gott að koma í „Kamesið til hennar Jóhönnu minnar" og fá kaffisopa eftir kaldan barning á opnum bátum milli eyjanna. Árið 1934 fá þau til ábúðar fimm jarðarhundruð úr Bjarneyjum og búa þar uns byggð leggst þar af. í Bjarneyjum lifðu þau sitt blóma- skeið og þar telja börnin þeirra sitt æskuheimili. Þaðan lá leiðin til Flat- eyjar við búskap og almenna land- vinnu meðan þess var kostur. Við hrun útgerðar þar brást einnig lífsaf- koman og 1953 flytjast þau í Stykkis- hólm og dvöldu þar síðan meðan líf og kraftar entust, lengst af að Tanga- götu 1. Börn þeirra hjóna urðu sex, fjórir synir og tvær dætur. Soninn Ragnar Fjeldsteð misstu þau ungan af slys- förum, en hin lifðu öll. Þannig var í hnotskurn líf tengdaforeldra minna. Sameiginlega börðust þau fyrir sér og sinni fjölskyldu af einurð, hug- rekki og góðvild sem aldrei brást, þrátt fyrir ólíkt eðlisfar. Sagt er „að hver dragi dám af sínu sessunaut" og er ekki náttúran ein af okkar stóru sessunautum? Hví skyldi ekki ungur maður, sem elst upp við hafið, ókyrrð þess og ógn, og má síðan ala þar aldur sinn, þar sem taka verður réttar ákvarðanir án hiks en vita þó að ofdirfsku má aldrei beita, mótast af þeim sessunaut? Einnig getur kyrrð og friður fjalldalanna, þar sem jafnvel er hægt að fá afdrep fyrir verstu veðrum um stund, mótað manninn. í litla húsinu í Tanganum byggðu þau upp heimili sitt af þeirri hlýju og umhyggju börnum sínum og okkur tengdabörnunum og barnabörnun- um sem erfitt er að þakka. Bág var mörgum sú páska- eða hvítasunnu- helgi ef ekki var hægt að fara í heimsókn í Tangann. Eftir að Jóhanna missti mann sinn 12. júní 1968 dvaldist hún áfram í húsinu sínu þar til Dvalarheimili aldraðra tók til starfa á staðnum. Þar bjó hún sér sitt heimili uns æfina þraut. Jóhanna var næm kona á öll mál alþýðunnar og mig undraði oft hvað hún hafði glöggan skilning á vanda- málum hins tæknivædda þjóðfélags nútímans. Hún var ljóðelsk enda sjálf vel fær á því máli eins og hún átti kyn til, þó það væri ekki borið á torg frekar en annað frá hennar hendi. Mig langar til að enda þessar Vigfús Magnússon Skinnastöðum Það er alltaf sárt að kveðja vin sinn, ekki síst þegar manni finnst hann fara fyrir aldur fram, hafa átt svo mörg ár eftir ólifuð. Þessi orð eiga vel við Vigfús á Skinnastöðum, sem er til moldar borinn að Þingeyr- um í dag. Vigfús er fæddur í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi 25. sept. 1923. Foreldrar hans voru Magnús Vigfús- son frá Vatnsdalshólum og Guðrún Jóhannesdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum fram að fermingu. Eftir það var hann mikið í Haga og víðar í Sveinsstaðahreppi. Um tíma vann hann í ofnasmiðjunni í Reykja- vík, og eitt sumar í brúarvinnu. 1945 fór hann að búa með eftirlifandi eiginkonu sinni Lucindu Árnadóttur í Vatnsdalshólum, en vorið 1952 fluttu þau að Skinnastöðum og stofn- uðu það nýbýli en þá jörð átti Landnám ríkisins. Komu þau með fjölskyldu sína þangað að öllu húsalausu. Sem bráðabirgða húsnæði byggði Vigfús skúr að stærð á við meðal stofu í húsum nú til dags. f Þessu húsnæði voru þau í rúm 6 ár. Undrar menn hvað þar rúmaðist og maður skilur vart dugnað húsmóðurinnar að þurfa að vera með bala af bamaþvotti á kolaeldavél í eldhúsinu ásamt mat- seld á stóru heimili. Raunar hafði hún rennandi vatn en enga skólplögn. Þess minnist Lucinda að þröngt hafí verið þegar 8 karlmenn voru við matborðið sem kom fyrir þau ár meðan Vigfús var að byggja. Fyrsta árið þeirra á Skinnastöðum byggði hann fjós, fjárhús og hlöðu, en íbúðarhúsið síðar. Þetta var mikið átak fyrir efnalítið fólk og mun hafa verið þröngt í búi hjá þeim fyrstu árin. Nú er sonur þeirra a Vignir búinn að ljúka bygg- ingu á myndarlegum fjárhúsum með tilheyrandi haughúsi og hlöðu. Vigfús vann mikið að öllum þess- um framkvæmdum sjálfur, enda var hann laghentur og afkastamikill til allrar vinnu. Við á Torfalæk voru mjög forvitin þegar það fréttist að hjón framan úr Sveinstaðahreppi væru að taka ný- býli á Skinnastöðum. Það kom fljótt í ljós að þar eignuðumst við góða nágranna og myndaðist fljótt vinátta milli heimilanna sem haldist hefur alla tíð. Vigfús var mjög greiðvikinn og hjálpsamur, skiptumst við oft á verk- um og þótti mér alltaf jafn gaman að vinna með honum fyrir verklagni hans og dugnað. Þótt Vigfús v æri dálítið hlédrægur eða feiminn eins og hann orðaði það sjálfur þá lék hann á als oddi í kunningjahópi með glas í hönd, söngvinn var hann þá enda kunni hann mikið af dægurlögum. Var hann mörg ár í Karlakór Vöku- manna. Vigfús var góður hestamaður og stundaði dálítið tamningar. Átti hann j afnan góða hesta og sat þá vel. Ég starfaði með honum í hrepps- nefnd um árabil og lagði hann þar ætíð gott til mála. Mörg ár var hann deildarstjóri K.H. deildar Torfa- lækjarhrepps og í fleiri störfum inn- an sveitarinnar. Þau hjón eignuðust 5 börn og eru 3 eftirtalin á lífi: Árni lögregluvarðsstjóri í Reykja- vík, giftur Björk Kristófersd. hús- móður. Anna Guðrún, vinnur við verslunar- störf, gift Kristofer Sverrissyni mjólkurfræðingi. Vignir sem er bóndi á Skinnastöð- um. Þá ólust upp hjá þeim tvö börn Lucindu frá fyrra hjónabandi, þau Alda Þórunn og Haukur Viðar. ég vissi af eigin raun að Vigfús unni þeim eins og sínum bömum, enda kunna þau það að meta. Vigfús hugsaði mjög vel um heim- ili sitt og bú, fór litið frá, hefur víst fundist að þá væri hann að svíkjast um. Gestagangur hefur alltaf verið mikill hjá þeim hjónum, bæði af fjölskyldunni, vinum og kunningum, enda voru þau bæði mjög gestrisin. Fyrir tveim til þrem árum fór hann að finna fyrir sjúkdrhi, sem læknar réðu ekki við. Það er ákaflega sárt að sjá vin sinn tærast upp og bíða síns skapadægurs, en það gerði Vig- fús með mikilli hugprýði enda vissi hann sjálfur fyrir nokkru að hverju stefndi. Nú veit ég að hans þjáningu er lokið og hann kominn til sinna heimkynna í sól og sumarblíðu. Konan hans hún Dadda og fjölskyld- an öll hafa borið hans veikindi með stakri hugprýði og gert allt sem þau gátu til að létta honum lífið í hans veikindastríði. Með þessum línum fylgja frá okk- ur öllum á Torfalæk hugheilar sam- úðarkveðjur. Torfi Jónsson. línur með versi langafa Jóhönnu Einars Ólafssonar frá Skáleyjum. Mitt skal trúartraust ávallt til míns drottins skarta þótt ég fái ekki allt sr mitt girnist hjarta. Ég veit að við öll aðstandendur, minnumst Jóhönnu með söknuði og trega. Sérstakar þakkir viljum við færa Guðlaugu Vigfúsdóttur, for- stöðukonu Dvalarheimilisins og starfsfólkinu öllu fyrir frábæra um- önnun og góðvilja við Jóhönnu. Einnig vottum við öll Jófríði, sem . ein lifir systkini sín, samúð okkar. Þær systur voru alltaf mjög sam- rýmdar og héldu sambandi sínu við til síðustu stundar. Hvíl í Guðsfriði kæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Þorsteinn ATHUGASEMD Svo gengur það til ( heimlnum að sumir hjálpa erroribus (þ.e. vitleysum) á gang, og aðrir leitast sfðan vlð að útryðja aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverirtveggju nokkuð að iðja. (Árnl Magnússon) Hinn 14. okt s.l. birti Tíminn eftir mig stutta minningargrein um Gest Guðbrandsson frá Kaldbak. Nokkur orð höfðu þó fallið niður í prentun svo að greinargerð um næstu forfeð- ur Gests brenglaðist. Ég bað um að þetta yrði leiðrétt, og í gær, 22. okt., hefur það verið reynt. En þá tókst svo til að bætt hefur verið við einum Jóni í langfeðgatal okkar frænda, þ.e. milli feðganna, Guðna í Þver- spyrnu og Brynjóls á Kaldbak. Var þó enginn hörgull á Jónum meðal forfeðra okkar og alger óþarfi að búa til einn í viðbót. Vitaskuld á ég að vera þakklátur fyrir aðstoð við þá barnalegu við- leitni mína að halda upp minningu frænda míns. En það ergir mig óneitanlega að Tíminn skuli með þessu gefa ættingjum mínum, sem blaðið Iesa, í skyn að ég kunni ekki að fara rétt með faðerni langafa míns, þótt flestum megi e.t.v. á sama standa. Og vonandi tekst blað- inu betur að fara rétt með þá hluti sem meira máli skipta. Laugarvatni, 23. okt. 1987 Krístinn Kristmundsson. III REYKJKJÍKURBORG HH l* __________________ ■*» *** Stödun, Félagsráðgjafar: Félagsmálastofnun Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu sérfulltrúa við fjölskyldudeild. Fulltrúinn fer með ýmis sérverkefni einkum á sviði barnavernd- ar, t.d. vistanir barna á vistheimilum.ráðgjöf við Mæðraheimilið og fjölskylduheimili. Áskilin er starfsreynsla á sviði barna- og fjölskylduverndar. Uppl. gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur til 20. nóvember n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. REYKJkMIKURBORG Acuc&an Stödíci Stöður á dagheimilinu Bakkaborg v/Blöndubakka. Staða forstöðumanns er laus til umsóknar. Fóstru- menntun áskilin. Einnig staða yfirfóstru. Upplýs- ingar gefa framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvista barna, sími 27277. Laus staða Staða sérkennslufulltrúa í menntamálaráðuneyt- inu er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir25. nóv. n.k. Menntamálaráðuneytið. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig ,á 60 ára afmælisdaginn minn. Guð blessi ykkur öll og bænheyri. Haildór S. Gröndal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.