Tíminn - 31.10.1987, Síða 15

Tíminn - 31.10.1987, Síða 15
Laugardagur 31. október 1987 Tíminn 15 llllllllllllllllilllllll TÓNLIST .... ;........................................ Við rætur skiln- ingstrésins Kammermúsíkklúbburinn hefur verið þekktari að öðru en daðri við nútímamúsík: þar hefur gullinsnið jafnan setið í fyrirrúmi í verkefna- vali, Bach, Beethoven, Brahms. En líkt og forðum í aldingarðinum Eden hlaut freistarinn að koma sínu fram á endanum, og eins og þá, og endranær, var kvenþjóðin örlög- valdur: mig grunar nefnilega sterk- lega að Guðný Guðmundsdóttir hafi átt mestan þátt í því að félagar Kammermúsíkklúbbsins fengu að heyra nýlegt tríó Karólínu Eiríks- dóttur ásamt með Mendelssohn og Beethoven. Félagar Kammermúsíkklúbbsins bitu í epli nútímatónlistarinnar á tríótónleikum í Bústaðakirkju sunnudaginn 25. október, fyrstu tón- leikum þessa starfsárs. Tríóið skip- uðu Halldór Haraldsson (píanó), Guðný Guðmundsdóttir (fiðla) og Gunnar Kvaran (knéfiðla), öll á „stuttum lista“ (svo talað sé Nóbels- verðlaunamál) okkar fremstu tón- listarmanna. Tríó þetta hefur starfað um nokkurra ára bil og komið víða fram, m.a. hjá Kammermúsík- klúbbnum, enda eru þessir mjög svo ólíku listamenn farnir að spila afar vel saman, og raunar miklu betur en undirritaður hefði búist við af hley pi- dömum sínum að þeir gætu gert. Að sumu leyti tókst tríó Karólínu best - frá mínu sjónarmiði hennar skemmtilegasta verk sem ég man eftir, en stíllinn nokkuð margvísleg- ur, ef slíkt skiptir máli. Tríóið byrjar með fimmundarhljómum í strengj- unum, síðan kemur píanóið inn með strófur sem minna á „alligator crawl“ Fats Waller og loks koma 6-7 mínút- ur af „hefðbundinni" tónlistarskóla- nútímatónlist. En það er ekki sama hvernig þetta er gert, og almennt féll þetta áheyrendum afar vel í geð. Næst kom Mendelssohn, tríó nr. 1, op. 49 í d-moll. Mendelssohn er í niðursveiflu þessi árin, og satt að segja eru kaflar í þessu tríói sem jaðra við væmni. Schubert sveiflar sér yfirleitt yfir slíkt, en Mendels- sohn ekki, þótt báðir semji óhemju „falleg lög“. Síðast kom svo „Erkihertogatríó" Beethovens (nr. 7, op. 97 í B-dúr), meiri háttar verk, og auðvitað aðal- réttur tónleikanna ef svo má að orði komast. En alltaf skal það sannast, að með hljóðfæraleiknum standa verkin og falla, og þrátt fyrir ágæt tilþrif reis turn þessi ekki eins hátt og hæst hefði getað orðið. Og þó var þessi spilamennska ekkert venjuleg. Ekki þótti mér minnst um leik Halldórs Haraldssonar sem í raun- inni hélt uppi rómantísku tríóunum tveimur, því hlutur píanósins er langstærstur í þeim báðum, og er í rauninni virtúósastykki á köflum. Eins og fram hefur komið, byrj- uðu tónleikarnir á nýjasta verkinu og enduðu með því elsta. Venjulegra er að hafa verk í sögulegri tímaröð, og skal ég ekki dæma um það hvort um hefð sé að ræða eða einhver dýpri sjónarmið. Hins vegar eru einstök tónverk iðulega byggð upp eftir vissum reglum, t.d. hratt-hægt -hratt, væntanlega með sama sjón- armið í huga og austurlensk 26 rétta máltíð, þar sem hver réttur ræðst að áður ólömuðum hluta bragðlauk- anna en hvílir jafnframt þann hluta tungunnar sem var örmagna orðinn. Frá því sjónarmiði ætti það að vera almennt rétt, ef öll verk sem flutt eru á einum tónleikum eiga að njóta sín, að hafa þau frekar í réttri sögulegri tímaröð en öfugri. Því þrátt fyrir allt hafa orðið „framfarir" í tónlistinni: hin nýrri verk spanna iðulega fleiri víddir en hin eldri - tónspil, „dýna- mík“, taktæfingar og hvaðeina - þannig að eftir að hafa hlýtt á nútímaverk virðast eldri stykki iðu- lega ekki ná eyrum manna almenni- lega. Sálin er orðin lúin og ófær um að greina hin fíngerðu blæbrigði klassíkurinnar. Svo kannski þess vegna þótti mér Mendelssohn frekar væminn en fallegur, og Beethoven ekki eins og hann gæti bestur orðið, þótt afarvel væri spilað. Sig. St. Nokkrir félagar Kammermúsikklúbbsins á æfíngu. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öidungadeiid Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í Öldungadeild M.H. býðst nemendum, 20 ára og eldri, menntaskólanám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað starfslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar Þú getur lært: Tungumál: Ensku Dönsku Þýsku Frönsku Spænsku ítölsku Latínu Rússnesku Esperanto Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun, bæði grunnám og fyrir lengra komna: forritun, ritvinnsla, MULTIPLAN og DBASE lll+(P.C. og BBC tölvur). í boði er nám í íslensku: ritþjálfun og bókmenntalestur, almennar bókmenntir, heimspeki, trúfræði, o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun nýnema og valkönnun fyrir vörönn 1988 dagana 2. til 5. nóv. kl. 17-19. Innritunargjald er kr. 1000. Kennslugjald, sem greiðist í upphafi vorannar, er kr. 4.800. Fyrir það getur þú stundað nám í eins mörgum greinum og við verður komið. Rektor Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Jarðfræði Félagsgreinar: Félagsfræði Mannfræði Stjórnmálafræði Hagfræði Sálfræði Sögu Listfræði E LANDSVIRKJIIN Forval Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til forvals á verktökum vegna byggingar stjórnstöðvar við Bústaðaveg 7 í Reykjavík. Nær verkið til upp- steypu hússins og að gera það fokhelt. Húsið verður á þremur hæðum samtals 1.997 m2 að flatarmáli og 8.354 m3 að rúmmáli. Áætlaðar helstu magntölur eru: Mót 5.900 m2 Steypustyrktarstál 145tonn Steypa 1.220 m3 Auk þess skal koma fyrir lögnum, blikkstoðum og innsteyptum pípum vegna raflagna. Miðað er við að útboðsgögn verði tilbúin í janúar 1988 og að verkið geti hafist 15. febrúar 1988 og að því verið lokið 15. júní 1988. Forvalsgögn verða afhent frá og með fimmtudegin- um 29. október 1987 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 13. nóvember 1987. Reykjavík 29. október 1987. FLUGMÁLASTJÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöður eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíó- deilda. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja námskeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskiptatækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun | og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987. Blöndalsætt Blöndalsættin efnir til hátíðar að veitingahúsinu Broadway í Reykjavík sunnudaginn 1. nóvember og hefst hún kl. 3. e.h. Þar verða á boðstólum kaffiveitingar. Halldór Blöndal stjórnar samkom- unni, Svala Nielsen og Sigurður Blöndal leiða söng við undirleik Karls Jóhanns Sighvatssonar. Guðrún Gísladóttir leikkona les upp. Þá verður þeirra Guðrúnar og Björns Blöndals sýslumanns minnst í upphafi. Húsið verður opnað kl. 2.30 e.h. Barnagæsla á staðnum. Fjölmennið! Refabændur - lífdýr Til sölu góðar blárefslæður, sem eru tveggja ára. Ennfremur höfum við gotkassa og læðubúr. Upplýsingar í síma 10067 Blárefur h.f. Dráttarvél Vil kaupa nýlega dráttarvél 50 til 65 ha., helst með ámoksturstækjum. Upplýsingar í síma 97-88988.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.