Tíminn - 31.10.1987, Síða 11

Tíminn - 31.10.1987, Síða 11
Laugardagur 31. október 1987 Tíminn 11 VETTVANGUR iiiiiiiiiiiniiiiii Bolli Héðinsson: Markaðslögmálin; Trúarbrögd eða tæknilegar útfærslur John Kenneth Gailbraith á alþjóðaþingi frjálslyndra flokka í Kanada Hreinskiptin og opinská umræða um lögmál markaðarins, hvar hag- nýting þeirra eigi við og hvar ekki; tilgangur ríkisins og umfang opin- berra afskipta eru víðar deilumál en á íslandi. John Kenneth Gail- braith hinn kunni prófessor við Harvard-háskóla lagði sitt af mörk- um til þeirrar umræðu á alþjóða- þingi frjálslyndra flokka sem hald- ið var í Kanada fyrir skömmu. í ávarpi sínu til fundarins var hann ómyrkur í máli og tók málefnin fyrir með skýrum og skorinorðum hætti. í ávarpi sínu á þinginu sagði Gailbraith m.a.: „Á seinniárum, sérlega íBanda- ríkjunum og Bretlandi, hefurstað- ið yfir herför hins frjálsa markaðar á hendur ríkinu. Markaðurinn er álitinn eiga að ráða gangi mála, í orði og á borði. Afskipti hins opinbera eru álitin af hinu illa og vinna gegn þjóðarhag. Afskipti þess eru ekki lengur álitin leysa aðsteðjandi vanda, hið opinbera er álitið vera það vandamál sem við er glímt.“ Flestir geta fallist á að frjáls markaður geti þjónað okkur á sviðum atvinnulífsins bæði í þjón- ustu- og frumvinnslugreinum. Þar sem markaði verður ekki við kom- ið verði a.m.k. leitað leiða til að „herma“ eftir honum, t.a.m. í framleiðslu og sölu landbúnaðar- afurða. Skort hefur á að menn skiptust hreinskilnislega á skoðun- um um hvar lögmál markaðarins ættu við og hvar ekki. Þannig virtust menn komast upp með, án teljandi umræðu, að rekstur sjón- varps- og útvarpsstöðva væri fyrst og fremst atvinnurekstur sem falli eins og annar atvinnurekstur undir lögmál markaðar. Er þá litið fram hjá menningarhlutverki starfsem- John Kenneth Gailbraith í ræðustól á alþjóðaþingi frjálslyndra flokka sem haldið var í Kanada fyrir skömmu. Bolli Héðinsson innar sem að annarra áliti skiptir þar meira máli. Markaður og ekki markaður Skólar og heilbrigðisþjónusta munu að líkindum verða þær grein- ar sem markaðshyggjumenn telja að brýnast verði að lúti lögmálum þeirra næst. Þó að þessi svið veiti fjölda manns atvinnu, þá eru þau ekki starfsemi með sjónarmið hefðbundins atvinnurekstrar að leiðarljósi. Því eru þau ekki at- vinnurekstur í þeim skilningi að markaðurinn eigi þangað nokkurt erindi né að hann geti með nokkru móti tryggt markmið þjónustunn- ar. Hið misskilda „frelsi“ til at- vinnurekstrar hefur nú þegar haft sitt að segja á öldum Ijósvakans og er brýnt að vera á varðbergi á öðrum sviðum. Á sviði uppeldis- og skólamála skiptir miklu að allt megin skóla- starf sé í höndum hins opinbera til að tryggja jafnrétti til náms og þannig gert við stofnanirnar að þær séu vel færar um að skila sínu mikilsverða hlutverki. Heilbrigð- ismál eru einnig málaflokkur þar sem skiptir miklu að fjárráð ein- staklinga fái aldrei ráðið gæðum þeirrar þjónustu sem heilbrigðis- kerfið lætur þeim í té. Um „trúboð“ markaðshyggju- mannanna sem borið hefur hátt á síðustu árum hafði Gailbraith þetta að segja: „Frjálslyndir virða markaðslög- málin af tæknilegum ástæðum en ekki trúarlegum. Þar sem íhalds- menn halda þvf fram að ekki megi grípa inn í lögmál markaðarins þá gerum við okkur ljóst að hér er um að ræða málefni sem er stöðugum breytingum undirorpið. - Það eru hlutir sem markaðurinn tryggir ekki, vörur og þjónusta sem mark- aðurinn sér ekki fyrir. Af völdum frjáls framgangs markaðslögmál- anna viðgengst óréttlæti, sársauki og harðlyndi sem ekkert samfélag geturlátið viðgangast. Þettagerum við okkur Ijóst og hér ætlum við ríkisvaldinu hlutverk. Þetta hlut- verk ríkisvaldsins styðjum við heilshugar, vel meðvitaðir um nauðsyn þess og yfirburði. “ Nú ber hinsvegar að líta til þess að á sviði íslenskra ríkisfjölmiðla, skóla- og heilbrigðismála hefur um margt ríkt stöðnun og viðvarandi áhugaleysi stjórnvalda um vöxt og viðgang þessara mikilsverðu opin- beru stofnana. Þetta hefur gert þær að ákjósanlegum skotspæni and- stæðinga ríkisrekstrar. Vitanlega verða handhafar hins opinbera valds að vera stöðugt á varðbergi fyrir því sem betur má fara í opinberum rekstri og vera fyrstir til að tileinka sér hverjar þær nýjungar sem gera reksturinn hag- kvæmari og betri. Gailbraith hafði þetta að segja um andófið gegn starfsemi ríkisins: „Nú á tímum þegar fordæmd er hverskonar mismunun, hvort sem er vegna kynferðist eða kynþáttar, þá gætir aukinnar tilhneigingar til að finna blóraböggla í hópi opin- berra starfsmanna. Frjálslyndir andmæla slíkum tilburðum. Við leitumst hinsvegar við að gera opinbera þjónustu sem hagkvæm- asta. Okkur eru Ijósar stöðnunar- tilhneigingar í stórum stofnunum hvort sem þær eru reknar af ríkinu eða einkaaðilum. Við virðum störf þeirra og þökkum þeim sem helga líf sitt störfum í almannaþágu. Opinberir starfsmenn eru hvorki meiri menn né minni, en þeir sem starfa hjá einkaaðilum. “ Enn er verið að Nýjasti skotspónn andstæðinga ríkisrekstrar eru ríkisbankarnir. í sjálfu sér er ekkert sem mælir gegn því að bankar lúti stjórn ríkisins í einni eða annarri mynd, svo fremi að þeir sem bönkunum stjórna séu sér vel meðvitaðir um tilgang þeirra og hlutverk. Eftir að vaxta- ákvarðanir voru fluttar frá seðla- banka og fyrirséð er að bankar í einkaeign verði með drjúgan hiut bankaviðskiptanna í framtíðinni, er enn síðri ástæða til að draga úr eignarhaldi ríkisins á bönkum meir en orðið er. Þeir sem þeim stjórna verða hinsvegar að gera sér full- komlega ljósa ábyrgð sína og sem gæslumenn opinberra eigna að gæta þess að þær skili ríkinu, eigendum sínum, hagnaði en ekki tapi. Niðurlagsorð hins virta fræði- manns var hinsvegar viðvörun til allra sem láta sig stjórnmál nokkru skipta: „Ég myndi vilja gera að umtals- efni hættulegt valdatafl sem teflt er um þessar mundir. Þar er að verki það afl sem verður til við sam- steypu ríkisins, hermálayfirvalda, fyrirtækja og vísinda, en þetta eru þeir sem mynda nútíma hernaðar- vélar. Þetta er það afl, sem Eisen- hower Bandaríkjaforseti varaði við á sfnum tíma. Þessu afli verða frjálslyndir menn, sérstaklega í Bandaríkjunum, að vera á varð- bergi gagnvart. Þetta afl á sér bakhjarl í hernaðarvél Sovétríkj- anna. Nýjungar og framfarir í hernaðartækni hjá öðrum aðilan- um, leiða til svörunar af hálfu hins. Verði þessi þróun ekki stöðvuð mun þetta leiða til eyðingar beggja landa, og að sjálfsögðu beggja hagkerfanna. Hvorki frjálslyndis- né íhaldsstefna, eða kapítalismi né kommúnismi munu verða áleitin viðfangsefni í eftirleik kjarnorku- stríðs.“ Við umræðu sem þessa leyfum við okkur að gera ráð fyrir að friður haldist og að vopnabúr stór- veldanna fái að standa óhreyfð áfram. Hinsvegar ættu menn ekki að láta sér þetta úr huga líða of lengi í senn, því án þessarar for- sendu er öll önnur umræða til einskis. Bolli Héöinsson Rochester, New York BILASYNING Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00 NISSAN NISSAN Fólskbíla og pick-up x Verið velkomin - Jlf1957^1987% Alltaf heitt á könnunni % 30 M ára^ Sll INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Ríiuðcigerði, simi 33560

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.