Tíminn - 20.11.1987, Síða 13

Tíminn - 20.11.1987, Síða 13
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 13 Bretland Hermcnnirnir sem ekki voru skotnir til bana á blóði drifínni æfíngunni drukknuðu þegar þeir skelfdir fleygðu sér í hafíð og björgunarvestin héldu þeim ekki. Innrásaræfíngin mistókst hræði- lega og cndaði í blóðbaði. Hún er svartur blettur á ferli striðshetjunn- ' - æasM ar Eisenhowers. D-dagur Operation Tiger" ||| Frakkland ___ Svartur blettur á stríðsheiðri Eisenhowers: Eftir æf inguna lágu 749hermenn í valnum - drepnir af félögum sínum sem hlýddu skipun hershöfðingjans Fjörutíuogþrjú ár eru liðin frá því að 749 bandarískir hermenn féllu á grýttri strönd í Devon í suðurhluta Bretlands. Þeir létu líf sitt á æfingu sem var nefnd „Oper- ation Tiger“ og átti að búa herinn undir innrás í Frakkland á svo- nefndum D-degi. Ástæður mannfallsins voru röð afdrifaríkra mistaka Ike Eisenhow- ers, hershöfðingja, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. En banda- rískum stjórnvöldum tókst að þagga harmleikinn niður. Allt þar til nú. Bandaríkin þögðu í 43 ár um morð á eigin hermönnum í þessum mánuði var hulunni svipt af hryllilegu leyndarmáli, sem bandaríska stjórnin hefur þagað um í 43 ár. f litlu þorpi í Devon sem nefnt er Torcross safnaðist af þessu tilefni saman skari kvikmyndagerðarmanna frá bandarískum sjónvarpsstöðvum, þáttagerðarfólk frá BBC sjón- varpsstöðinni bresku, sem ætlar að gera heimildarmynd um Operation Tiger, fulltrúar varnarmáladeildar- innar bandarísku, hermenn sem tóku þátt í síðari heimsstyrjöld, yfirmenn bandarísku herstöðvar- innar í Heidelberg og ótal blaða- menn, sér í lagifrá Bandaríkjunum og Bretlandi. Minnisvarði Bandarísk stjórnvöld gáfu skjöld með þeirri áletrun að á ströndinni við Torcross hafi 749 bandarískir hermenn látið lífið við æfingu sem nefnd var Operation Tiger. Minnisvarðinn var afhjúpaður hinn 14. nóvember sl. Ken Small, gistihúseigandi, hef- ur lagt dag við nótt í 16 ár að leiða hið sanna í ljós. Fyrst í stað þvertók Pentagon fyrir að hafa vitneskju um blóði drifna æfingu þar sem 749 Banda- ríkjamenn voru skotnir af liðs- mönnum sínum, vegna þess að Eisenhover hafði skipað svo fyrir að innrásaræfingin yrði eins raun- veruleg og frekast væri kostur. I stað púðurskota, sem einatt eru notuð við æfingar, voru byssurnar hlaðnarsem um stríð væri að ræða. Aftur á móti gleymdist af einhverj- um sökum að láta hermennina vita. Þeir hermannanna sem ekki féllu fyrir byssuskotum félaga sinna fleygðu sér í óðagoti af prömmun- um í hafið vitstola af skelfingu. Björgunarvestin biluðu þegar á reyndi og mikill fjöldi þeirra drukknaði. Auk þess dóu hermenn þegar þeir hiupu á virkar jarð- sprengur sem voru lagðar í fjöruna. Og enn er ekki allt talið. Tvö bresk herskip sem áttu að verja hermennina sem hlupu á land fyrir árás tundurskeytabáta af hafi komu aldrei á vettvang. í öðru skipanna bilaði vélin. Hitt hafði stillt á ranga fjarskiptarás og heyrði því aldrei neinar fyrir- skipanir. Raunveruleg skotfæri Ef Ike Eisenhower hefði farið að ráði undirmanna sinna og skipað notkun púðurskota í stað raun- verulegra skotfæra hefði æfingin verið skráð á spjöld sögunnar sem meiriháttar glundroði en ekki hörmulegt stórslys, svo sem raun ber vitni. En vegna afdrifaríkrar , . ■' Síí Bandarískir hermenn hlaupa í land á grýttri strönd í Devon við Erm- arsund og búa sig undir innrasina í Frakkland. Eisenhower vildi raun- veruleg skotfæri í stað púðurskota. 749 hermenn féllu í valinn, skotnir af félögum sínum. engjum umhverfis Torcross. Kona sem þáði bílfar með bandarískum vöruflutningabíl eftir hina örlaga- ríku æfingu hinn 20. apríl 1944 minnist enn hryllingsins þegar hún uppgötvaði að bíllinn var fullur af líkum bandarískra hermanna. En enginn minntist orði á það. Um slíkt er þagað þegar geisar stríð. Árið 1954 reistu Bandaríkja- menn minnisvarða við ströndina þar sem heitir Slapton Sands til að þakka þorpsbúum fórnfýsi í stríð- inu. Ekki var minnst á þá 749 menn sem þar létu lífið þegar þeir æddu gegn kúlnaregni félaga sinna og áttu sér einskis ills von. Þessi grafarþögn um atvikið vakti athygli Ken Small, málgefins manns með úfið grátt hár, þegar hann fluttist til Torcross 1968. Þá var enn hvíslað um þessa örlaga- nótt. En stjórnvöld í Bandaríkjun- um viðurkenndu ekki hvað gerst hafði. Eftir miklar samningaumleitanir fékk Small loks árið 1984 keyptan bandarískan stríðsvagn sem hafði sokkið utan við Torcross meðan á Operation Tiger stóð. Hann greiddi 50 Bandaríkjadali fyrir hann. Á sama tíma og fjölmiðlar heimsins fylgdust með Reagan forseta og Thatcher forsætisráð- herra halda innrásardaginn í Frakkland hátíðlegan á Utah Be- ach í Frakklandi minntist Ken Small ásamt dagblaðinu í Torcross hinna 749 ungu manna sem voru skotnir af félögum sínum á söndun- um við Slapton Sands á æfingu undir innrásardaginn, sem átti að færa þeim heiður og virðingu. Þá var opinberaður sannleikurinn um hina miklu stríðshetju, Eisenhow- er hershöfðingja. Shermanvagni Smalls hefur ver- ið stiilt upp á þeim stað sem æfingin fór fram og hann málaður svartur. Einkasafn Ken Small hefur sankað að sér talsverðum bunka bréfa og pappíra úr skjalasafni Pentagons. Þar eru viðtöl við þá sem komust lífs af úr æfingu Eisenhowers, staðfestingar og viðurkenningar hinna og þess- ara stjórnarmanna í Bandaríkjun- um og hljóðbönd með viðtölum við lækna sem sóru þess eið að segja aldrei frá vitneskju sinni en telja nú, 43 árum síðar, tíma til kominn að sannleikurinn komi í ljós. Það vekur furðu að þrátt fyrir hve margir þekktu til sögunnar flýtur hún ekki upp á yfirborðið fyrr en nú. - Það var stríð og þess vegna þaggað niður. Þegar loks komst á friður vildu menn gleyma hörm- ungunum. Síðar varð Eisenhower forseti Bandaríkjanna og enginn vill bera á forseta og stríðshetju fjöldamorð, segir Ken Small. Fjöldagrafir Ken Small neitar að skýra frá hvar fjöldagrafirnar séu nákvæm- lega. Honum finnst sem her- mennirnir hafi þegar hvílt í þeim svo lengi að ómannúðlegt væri að grafa þá upp nú. - Ég vil að bandarísku her- mennirnir, sem létust í blóma lífs síns, fái að hvíla í friði, segir Ken Small. - Éggathreintekkisættmigvið að ganga um strendur Devon þar sem svo margir ungir menn voru drepnir án þess að nokkur yrði látinn svara til saka fyrir öll mistök- in. - Nú verður þeim einnig reistur minnisvarði. Ég hef sjálfur gefið þann granítstein sem skjöldurinn var festur á. Ken Small er nú 53ja ára gamall og rekur gisthús. Hann hefur eytt sextán árum ævi sinnar við að leiða hið sanna í Ijós. Pentagon vildi þaga í hel æfínguna, sem kostaði 749 bandaríska hermenn lífið. Hér sýnir Ken hluta skotfæranna sem hann hefur fundið á ströndinni. fyrirskipunar hans létust tífalt fleiri bandarískir hermenn á þessari tveggja daga æfingu en þegar loks var ráðist inn í Frakkland. Ættingjar hinna látnu í Banda- ríkjunum fengu þær upplýsingar að drengir þeirra hefðu dáið í Ermarsundi. Þeir héldu vitanlega að mennirnir hefðu fallið í átökum við óvininn. Eisenhower og menn hans hót- uðu þeim læknum herrétti, sem gerðu að særðum liðsmönnum eftir æfinguna, ef þeir spyrðu þá um atburðinn. Hótuðu herrétti Sömuleiðis áttu þeir hermenn sem lifðu af æfinguna yfir höfði sér herrétt ef þeir segðu frá. Ef vitnað- ist að einhverjir ræddu þetta mál yrði lífeyrir þeirra eftir vist í hern- um dreginn af þeim. Eisenhower minnist hvergi á Op- eration Tiger t æviminningum sínum. En æfing Eisenhowers er greypt í huga hinna eldri íbúa í Devon. Sjónarvottar tóku þátt í að taka hundruðum bandarískra hermanna fjöldagrafir á ökrum og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.