Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 24. nóvember 1987 Hallgrímskirkjuturn endurbættur: Pallasmiðir fá heilt misseri til aðlögunar Turnspíran á Hallgrímskirkju er ekki ónýt vegna alkalískemmda. Verið er að kanna ástand turnsins og er Ijóst að kollarnir á stuðlum turnsins eru nokkuð frostsprungnir í toppinn. Strax á næsta vori verða reistir verkpallar út frá 45 m hæð útsýnispallsins og upp í topp og er í ráði að bjóða verkið iljótlega út til að væntanlegum verktaka vinnist tími til að venja mannskapinn við loftfimleikana sem fylgja þessum vinnuskilyrðum. „Ég hef beðið vcrkfræðistofu okkar, það er Sigurðar Thoroddsen. um að ganga frá faglcgri umsögn um ástandið, þannig að allt of margir verði ekki of leiðir yfir því að turninn sé ónýtur," sagði Hermann Þor- steinsson, formaður bygginganefnd- ar Hallgrímskirkju, og bar aftur þær fréttir Stöðvar tvö, að turninn væri ónýtur af alkalískemdum. Til skýringar sagði hann að ekki hefði verið notað venjulegt íslenskt sement í steypuna nema að litlu leyti. Vegna þess að unnið var við bygginguna allt árið, varð það úr á sínum tíma að flutt var inn danskt fljótharðnandi sement til að forðast frostskemmdir eins og kostur var. Þannig eru það ekki alkalískemmdir sem hrjá kirkjuvini, heldur miklu frekar frostskemmdir. Sagði Hermann að skemmdir þessar hafi verið í skoðun hjá verk- fræðingum kirkjunnar undanfarin misseri og að ráðist verði í endurbæt-: ur strax á næsta vori. Þá verða reistir verkpallar út frá útsýnissvölunum, eða í 45 m hæð frá jörðu. Bjóst hann við að leitað yrði til Palla hf. í Kópa- vogi, eins og gert var vegna kórþaks- ins, eða hliðstæðs fyrirtækis, sem boðið gæti einsörugga álpalla. Verk- fræðistofan er nú að hanna uppsetn- ingu pallanna og er það út af fyrir sig mikið ævintýri. Plankar miklir verða lagðir út í loftið frá útsýnispallinum og verða þeir að halla inn að turnin- um. Á þessum plönkum verða síðan reistir pallar utan um turnspíruna sem ná eiga upp í topp. Brjóta verður ofan af hverjum stuðlakolli og múra það með nýju efni, sem lokar vatni leið ofan í steypuna. Þetta efni verður með teygjanlega eiginleika og til þess gert að þola miklar hitasveiflur. KB Turn Hallgrimskirkju breytir um svip á næsta vori. Út um útsýnisgötin fyrir ofan klukkuna verða lagðir plankar og á þeim grundvallast vinnupallarnir. Hver leggur í viðgerðirnar? Tímamynd gva Síldarsöltun: Rússakvóti að klárast Nú er lokið að salta í 228.f00 tunnur af saltsíld. Þar af eru 153.000 tunnur sem fara í samninginn við Sovétmenn. Aðeins á því eftir að salta í 16.000 tunnur til að Ijúka við þann samning. Þessar 19.000 tunnur sem koma ofan á 150.000 tunnurnar cru vegna þess að í Suðurlandinu, sem sökk eins og kunnugt er, var samsvarandi magn sem fara átti til Sovétríkjanna. Frestur sá sem Rússar höfðu til að staðfesta kaup á 50.000 tunnum af saltsíld til viðbótar rann út um miðjan mánuðin, en þrátt fyrir að þeir hafi enn ekki staðfest nein frekari kaup, hefur ekki verið lokað á þau. Samninganefnd er nú stödd í Sovétríkjunum til að reyna að semja um önnur viðskipti landanna, en Síldarútvegsnefnd bað nefndina fyr- irþaðerindiaðminnast á þessi kaup. Sovrybflot, sovéska fyrirtækið sem kaupir saltsíldina, hefur átt í erfið- leikum með að fjármagna kaupin, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um frekari kaup verði að ræða. -SÓLj Utanríkisviöskipti: Norrænir ráðherrar funda hér á landi Á morgun fer fram í Reykjavík óformlegur fundur norrænna ráð- herra sem fara með utanríkisvið- skipti landa sinna. Ráðherrarnir komu til landsins í gær og sátu kvöldverðarboð Steingríms Her- mannssonar utanríkisráðherra í gærkvöld. Þeir ráðherrar, sem taka þátt í fundinum eru Nils Wilhjelm iðn- aðarráðherra Danmerkur, Anita Gradin utanríkisviðskiptaráð- herra Svíþjóðar. Pertti Salo- lainen utanríkisráðherra Finnlands, Karin Stoltenberg staðgengill Kurts Mosbakk við- skiptaráðherra Noregs og Stein- grímur Hermannsson utanríkis- ráðherra, sem stýrir fundinum. Finnur tekur sæti a þingi Finnur Ingólfsson varaþingmað- ur Framsóknarflokksins í Reykja- vík tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn í gær. Finnurtekursæti Guðmund- ar G. Þórarinssonar sem nú er erl- endis. Finnur er 33 ára að aldri. Hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra síðastliðið kjörtímabil og er nú aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Finnur Ingólfsson. Skák: Þröstur alþjóð- legur meistari Þröstur Þórhallsson náði alþjóð- legum meistaratitli á alþjóðaskák- mótinu á Suðurnesjum sem Iauk á föstudagskvöld. Hannes HlífarStef- ánsson hafði náð fyrsta áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli fyrir síðustu umferð og Björgvin Jónsson náði einnig fyrsta áfanga í lokaumferð mótsins. Það var David Norwood sem sigr- aði á mótinu, hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson deildu bróðurlega með sér 2.-3.sæti mótsins, en þeir hlutu 7 'h vinning. Þá komu þeir Þröstur og Björgvin með 7 vinninga, en það var einmitt sá vinningafjöldi sem þeir þurftu til að ná áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. I síðustu umferðinni átti Þröstur í höggi við Helga Ólafsson og hafði Þröstur svart. Þröstur fékk ágæta byrjun og bauð Helga jafntefli eftir 11 leiki, en Helgi varekki áþví, enda átti hann möguleika á efsta sæti mótsins. Helgi sá sér þó ekki annað vænna en að bjóða Þresti jafntefli eftir 16 leiki þegar Þröstur var að ná undirtökunum. Björgvin lék hins vegar við Guðmund Sigurjónsson og stýrði Björgvin hvítu mönnnum. Það fór á líkan veg og hjá Þresti. Björgvin bauð jafntefli eftir 12 leiki, en Guð- mundur þáði það ekki. Guðmundur bauð hins vegar upp á jafntefli eftir 19 leiki. Þessi glæsilegi árangur þre- menninganna lofar góðu um framtíð- ina. Þröstur er 18 ára nú þegar hann nær alþjóðlegum meistaratitli, Hannes Hlífar er aðeins 15 ára þegar hann nær sínurn fyrsta áfanga og eflaust ekki langt að bíða þess að hann kræki sér í annan áfanga. Björgvin er 23 ára og tókst nú að krækja sér í áfanga sem hann náði ekki á mótinu í Ólafsvík þrátt fyrir góða byrjun þar. -HM Metsala á eggjum „Sala á eggjum virðist litlum breytingum hafa tekið við verðbreyt- inguna, þó líklega heldur aukist ef eitthvað er. Ég var t.d. með metaf- greiðslu í síðustu viku. Þá voru að vísu allar verslanir eggjalausar, en það lítur einnig út fyrir að ég þurfi að afhenda annað eins í þessari viku. Þetta virðist því allt í góðu lagi,“ sagði Einar Eiríksson í Miklaholts- helli, spurður hvaða áhrif þreföldun á útsöluverði eggja fyrir rúmri viku hafi haft. Eggjabændur hafa tilkynnt Verð- lagsstofnun að þeir falli frá að hafa samráð um verð á eggjum, en jafn- framt sóttu þeir um undanþágu frá verðlagslögunum, þannig að þeim yrði ekki bannað að koma sér saman urn verð. „Þetta þýðir að við megum ekki lengur tala saman um verðið okkar á milli," svaraði Einar spurður um þýðingu þeirrar ákvörðunar. 1 raun taldi hann að þetta muni þó ekki hafa nein afgerandi áhrif á verðið, á næstunni a.m.k. og ekki verða til þess að menn færu aftur í kapp að bjóða hver annan niður í verði. Kannski gæti munað 1-2 krónum sem einn seldi dýrara eða ódýrara en annar. Hvað varðar undanþáguna sagði Einar í lögunum um bann við samkeppnishömlum heimild til að sækja um undanþágur í vissum til- vikum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.