Tíminn - 24.11.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Tilkynning
til eigenda búfjármarka
Vegna útgáfu markaskráa árið 1988, skv. lögum
nr. 6/1986 um afréttamál, fjallskil o.fl. og reglugerð
nr. 224/1987, og tölvuskráningar á mörkum hjá
Búnaðarfélaginu, beina markanefnd og Búnaðar-
félag íslands þeim tilmælum til allra eigenda
búfjármarka (annarra en frostmerkinga), að þeir
tilkynni viðkomandi markaverði mörk sín til birting-
ar í markaskrá sýslunnar, eigi síðar en 10. janúar
1988.
Markanefnd,
Búnaðarfélag íslands.
Skógræktarfélag
íslands
Staða framkvæmdastjóra félagsins er laus til
umsóknar. Háskólapróf í skógrækt er áskilið.
Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra náttúru-
fræðinga. Umsóknarfrestur er til 20. desember
1987.
Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu félagsins,
s. 91-18150.
Rannsóknaaðstaða við Atóm-
vísindastofnun Norðurlanda (nordita)
Við Atómvísindaslofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaupmanna-
höfn kann að verða völ á rannsóknaaðstöðu fyrir íslenskan eðlisfræð-
ing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar
við stofnunina. Auk fræðilegra atómvísinda er við stofnunina unnt að
leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri eðlisfræði og
skal staðfest afrit prófskírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinar-
gerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA,
Blegdamsvej 17, DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 12. desem-
ber n.k. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til Nordita.
Menntamálaráðuneytið,
20. nóvember 1987.
Oska eftir traktor
með ámoksturstækjum t.d. B414 eða B275 Inter-
national eða B276, 434 NAL eða aðrar tegundir
t.d. Ferguson. Þarf að vera húslaus eða með húsi
sem hægt er að taka af.
Upplýsingar gefur Þórarinn í síma 91 -666179 milli
kl. 18 og 19.
f
VÉIAR&
íWÓNUSTAHF
Járnhálsi 2. Sími 673225 -110 Rvk
Pósthólf 10180
BÍLALEIGA
Útibú í krmgum landið
REYKJAVIK:... 91-31815 686915
AKUREYRI:..... 96-21715 23515
BORGARNES: ...... 93-7618
BLONDUOS:...... 95-4350/4568
SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJORÐUR: ..... 96-71489
HUSAVIK: ..... 96-41940 41594
EGILSSTAÐIR: .... 97-1550
VOPNAFJORÐUR: . 97-3145/3121
FASKRUÐSFJORÐUR: . 97-5366 5166
HOFN HORNAFIRÐI: . 97-8303
interRent
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
Séð á íslenska básinn á Fish Expo sýningunni í Bandaríkjunum, en básinn vakti mikla athygli fyrir frumlega hönnun.
Fish Expo sýningin í Bandaríkjunum:
fSLENSKUR BÁS
VAKTIATHYGLI
Fyrir stuttu var haldin í Banda-
ríkjunum sýningin Fish Expo og var
hún sú stærsta sinnar tegundar í ár.
Yfir 25.000 manns heimsóttu sýning-
una og er það metaðsókn, en sjávar-
útvegur er í miklum uppgangi á
vesturströnd Bandaríkjanna.
Níu íslensk fyrirtæki tóku þátt í
sýningunni, en það voru Plastein-
angrun hf., Sæplast hf, Vélsmiðjan
Oddi hf., Sjóklæðagerðin hf. og
Skipasmíðastöðin Hörður hf., en
saman mynda þessi fimm fyrirtæki
einn útflutningshóp á vegum Út-
flutningsráðs, Marel hf., Traust hf,
Sjóvélar hf. og Rafagnatækni hf.
íslenski sýningarbásinn vakti
mikla athygli. Hann var byggður úr
stillansaefni úr stáli og gnæfði yfir
sýningarsalinn. Básinn varhannaður
af Steinari Sigurðssyni arkitekt í
Seattle og er ekki að efa að frumleg
hönnun bássins hafi dregið athygli
að vörum íslensku aðilanna.
Fyrirtækin fengu öll mörg tilboð
og sum þeirra seldu vörur þær sem
þeir buðu upp á á sýningunni,- SÓL
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins:
Áætlun gerð um
upphitun gatna
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins lagði það
til á fundi borgarstjórnar á fimmtu-
dagskvöld að gatnamálastjóra yrði
falið að gera áætlun um í hvaða
götur og gangstéttir æskilegt væri að
koma fyrir hitalögnum miðað við
gatnakerfi borgarinnar í dag. Einnig
að gatnamálastjóra verði falið að
athuga og hanna hitalagnir í brattar
götur við skipulagningu nýrra
hverfa.
Þessi tillaga Sigrúnar kom í kjölfar
svars gatnamálastjóra við fyrirspurn
Sigrúnar í borgarráði um hvað hefði
verið gert í hálkuvörnum samhliða
áróðri gegn notkun nagladekkja. í
skýrslu gatnamálastjóra kom fram
að aukin hálkueyðing hefur nær
eingöngu falist í auknum saltaustri,
en ekki í upphitun gatna og gang-
stétta, nema þá í gamla bænum. í
skýrslunni kom einnig fram að í
nýjum hverfum sé erfiðleikum bund-
ið að nota heitt afrennslisvatn til
gatnaupphitunar og að ekki sé í dag
til heitt umframvatn til upphitunar
gatna. Hins vegar segir gatnamála-
stjóri að þegar Nesjavallavirkjun
væri komin í gagnið yrði nóg vatn til
upphitunar.
í máli Sigrúnar kom fram að hún
telji nauðsynlegt að undirbúa upp-
hitun gatna í nýjum hverfum með
því að leggja hitalagnir í þær götur
sem lagðar verða í framtíðinni þann- að tillögu Sigrúnar yrði vísað til
ig að hægt sé að hita þær upp þegar borgarráðs til nánari athugunar og
Nesjavallavirkjun kemst í gagnið. var það samþykkt.
Davíð Oddsson borgarstjóri lagði til _ HM
Nýtt bakarí í Kópavogi
Nýtt bakarí hefur verið opnað í Snælandi. að Furugrund í
Kópavogi. Um er að ræða útibú frá bakaríinu Gullkorninu, sem bætist
við þjónustumiðstöðvarkjarnann sem þarna er. Fyrir var í Snælandi
söluturn. ísbúð og vídeoleiga.