Tíminn - 24.11.1987, Side 6

Tíminn - 24.11.1987, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 24. nóvember 1987 Bæjarfógetar og sýslumenn: Telja kjördæmagjaldheimtur fráleita hugmynd og dýra Sýslumenn og bæjarfógetar telja hugmyndir um stofnun sérstakra gjaldheimtna í öllum kjördæmum landsins vera fráleitar, og eingöngu til þess fallnar að skerða þjónustu við almenning og auka á kostnað ríkis og sveitarfélaga við innheimtu opinberra gjalda. Þeir benda m.a. á að embætti innheimtumanna ríkissjóðs séu vel í stakk búin til að bæta innheimtu sveitarfélaga við innheimtu ríkissjóðs án þess að það hafi í för með sér kostnaðar- auka svo nokkru nemi. Um þetta mál var fjallað og afstaða tekin á aðalfundi Sýslu- mannafélags íslands sem nýlega haldinn í Reykjavík og beinir stjórn félagsins þcssari samþykkt til fjármálaráðherra og annarra sem þetta mál varðar. Bent er á að innheimta allra ríkissjóðstekna hafi verið mjög umfangsmikill þátt- ur í starfi embætta sýslumanna og bæjarfógeta. Hjá þessum embætt- um séu því allir hlutir til staðar til að annast áfram þessa innheimtu, þótt eðlilegt væri að tryggja jafn- framt sveitarfélögum íhlutunarrétt um og eftirlit með innheimtunni. Fyrirhugaður aðskilnaður fram- kvæmdavalds og dómsvalds hjá embættum sýslumanna og bæjar- fógeta var annað aðalumræðuefni sýslumannafundarins. Miklar um- ræður urðu um málið, enda telja fógetar og sýslumenn að það mundi valda mjög mikilli röskun á um- fangi og þýðingu embætta þeirra, ef dómsmálin yrðu tekin frá þeim og jafnvel stofnaðir nokkrir stórir dómstólar, t.d. í hverju kjördæmi landsins, til þess að fara með öll dómsmál, eins og hugmyndir hafi heyrst um. Slík fækkun dómstóla mundi auk þess raska núgildandi varnarþingsreglum og lengja leiðir fólks í dreifbýlinu, sem leita þarf réttar síns eða mæta fyrir dómstól- um. Með tilliti til þess að það geti naumast samrýmst Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins að sami embættismaður fari með lögreglu- stjórn og dómsvald í opinberum málum töldu fundarmenn rétt og nauðsynlegt að skoða þessi mál gaumgæfilega og leita leiða til ásættanlegrar lausnar. Var því kos- in fimm manna nefnd til þess að skoða málið og gera um það tillögu til stjórnar Sýslumannafélagsins. í nefndinni eiga sæti Jóhannes Áma- son sýslumaður og bæjarfógetarn- ir: Ásgeir Pétursson, Sigurður Giz- urarson, Jón Eysteinsson og Már Pétursson. Málefnið „Fógeta- og sýsluskrif- stofa á upplýsingaöld" var tekið fyrir á fundi sem SKÝRR hélt fyrir félagsmenn sýslumannafélaesins í tengslum við aðalfundinn. Á þeim fundi voru flutt nokkur fræðsluer- indi, m.a. um breytingar á tollalög- um og áhrif þeirra á störf tollstjóra, um notkun bókhalds og áætlunar- kerfis ríkisins og um staðgreiðslu- kerfi skatta og áhrif þess á störf innheimtumanna ríkissjóðs. Sömuleiðis áttu fógetar og sýslu- menn fund með forráðamönnum Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem fjallað var um tryggingaum- boðin. Rúnar Guðjónsson sýslumaður var kosinn formaður Sýslumanna- félagsins og aðrir stjórnarmenn bæjarfógetarnir Halldór Þ. Jónsson, Sigurður Helgason, Elías I. Elíasson og Ríkharður Másson sýslumaður. -HEI Hólmavík Nýtt verslunarhús í sumar hófst bygging nýs versl- unarhúss Kaupfélags Steingríms fjarðar á Hólmavík. Húsið er nú að verða fokhelt, og er stefnt að því að taka það í notkun næsta haust. Nýja verslunarhúsið er 672 m2 að stærð á cinni hæð. Pað mun hýsa verslun og vörugeymslur kaupfélags- ins, en síðar verður húsið hugsanlega stækkað og byggð skrifstofuálma í nágrenni þess. Nýja húsið stcndur yst í þorpinu, í grennd við söluskála kaupfélagsins. Það kemur í stað verslunarhúsa í elsta hluta bæjarins, en þau hús voru byggð á árunum kringum 1930. Par er orðið mjög þröngt og öll vinnu- aðstaða starfsfólks í lágmarki. Nýja húsið markar því tímamót í verslun Hólmvíkinga. Nýja verslunarhúsið á Hólmavík var teiknað hjá Nýju teiknistofunni hf. Byggingarmeistari er Benedikt Grímsson á Hólmavík. Stefán Gíslason. Nýbygging Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Einkaleyfin endurskoðuð Nú er í undirbúningi endurskoðun á lögum um einkaleyfi en núverandi einkaleyfalöggjöf er frá árinu 1923. Stefnt er að nýtt frumvarp þessu lútandi sjái dagsins Ijós fyrir lok þess þings er nú situr. Iðnaðarráðherra hefur samið við þrjá sérfræðinga að gera úttekt á málinu og leggja fram fyrstu tillögur varðandi endurskoðun einkaleyfis- laganna. Áhersla er lögð á að endurskoðun- in verði gerð í nánu sambandi við samtök t' iðnaði og öðrum starfs- greinum sem mestra hagsmuna eiga að gæta, aðila í stjórnkerfinu sem fara með eða tengjast framkvæntd einkaleyfalaga og stofnanir sem fjalla um og veita tækni- og ráðgjafa- þjónustu við fyrirtæki og hugvits- menn. Nauðsyn á nýjum einkaleyfalög- um er mjög brýn þar sem nú eru að koma inn ný svið sem ckki er gert ráð fyrir í hinum gömlu einkaleyfa- löguni. Má þar nefna tölvutækni og líftækni. -HM Stjórnmálaflokkur Krists EF GUD LOFAR Flokkur Krists mun í byrjun næsta árs hefja undirbúning að stofnun formlegra stjórnmálasamtaka og ef Guð lofar er stefnt að því að stilla upp framboðslistum um mitt næsta sumar. Þetta kemur fram í þriðja hluta nýlcgrar bókar eftir Loft Jóns- son forstjóra í Reykjavík og var staðfest af honum í samtali við Tímann. Þessar vikurnar stendur yfir undir- búningstími fyrir tíma reglulegra fundarhalda og ákveðinnar forystu. Undirbúningstíminn er notaður til að bíða eftir því m.a. að væntanlegir frambjóðendur finni hjá sér að Guð hafi valið þá til þessara starfa eða annarra í þágu flokksins. Hreyfingin er m.ö.o. karismatísk að grunni til og hefur ekki á stefnuskrá sinni að eignast annan leiðtoga en Drottinn sjálfan. Þess vegna er ekki unnið að undirbúningi venjulegra kosninga eins og tíðkast hjá venjulegum stjórnmálaflokkum, heldur beðið þess að Drottinn kalli menn til ábyrgðar. Slíkt tæki auðvitað nokk- urn tíma, en betra færi á því að bíða þess að hann gefi hreyfingunni ákveðnara form og krafta til starfa. Samkvæmt upplýsingum Lofts Jónssonar er góður hljómgrunnur fyrir Flokki Krists og eru að sögn um 20-30 manns í sambandi við hann vegna flokksins. Sagði Loftur að útgáfa bókarinnar væri lykillinn að þvf að fólki gefist tími til að íhuga þessi mál í réttu samhengi og velta því fyrir sér hvernig best megi vinna Drottni gagn með þeim verkfærum sem tiltæk væru í þjóðfélaginu. Bók- inni er dreift ókeypis og þarf ekki annað til en að hafa samband við Loft á fjórðu hæðinni í JL-húsinu, eða hringja þangað. Ekki sagðist Loftur Jónsson starfa í beinum tengslum við þá trúarvakn- ingahópa og sértrúarsöfnuði sem mikla athygli hefðu vakið að undan- förnu. Hreyfingin ynni í anda Krists og samkvæmt lögmálum hans. Vit- anlega væri margt líkt með ýmsum þáttum í Flokki Krists og öðrum hreyfingum og söfnuðum sem leitast við að starfa í anda hans. Grund- völlurinn væri sá sami, en það er Drottinn Guð. Hann sagðist fara í kirkju til sr. Braga Friðrikssonar í Garðabæ, enda ætti Itann kirkjusókn þangað. Sagði hann að sömu sögu væri að segja um flesta þá sem sæktu óreglulega til fundar að Hringbraut 121. KB Bræðrunum afhent verðlaunin. Tímamynd öþ. Norðurland vestra: Sigursælir bræður Frá Emi Þórarínssyni fréttaritara Tímans í Fljótum Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar bar sigur úr býtum á bridsmóti sem fram fór í Fljótum dagana 14. og 15. nóvember sl. Mótið var sveitakeppni Norðurlands vestra og tóku átta sveitir þátt í því. Tvö efstu sætin gefa þátttökurétt á íslandsmótið í brids sem fram fer síðar í vetur. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar, Siglufirði, 154 stig. 2. Sveit Valtýs Jónassonar, Siglufirði, 130 stig. 3. Sveit Aðalbjörns Benediktssonar, Hvammstanga, 122 stig. 4. Sveit Ingibergs Guðmundssonar, Skaga- strönd 104 stig. 5. Sveit Guðlaugar Maríusdóttur, Fljótum, 104 stig. 6. Sveit Einars Svavarssonar, Sauðár- króki, 87 stig. 7. Sveit Reynis Péturs- sonar, Fljótum 67 stig. 8. Sveit Þórarins Thorlasíus, Sauðárkróki, 62 stig. Þetta var í þriðja skiptið sem slíkt mót er haldið og sveit Ásgríms hefur sigrað í öll skiptin. Sigursveitina skipuðu bræðurnir Ásgrímur, Anton, Bogi og Jón Sigurbjörnssyn- ir, en þeir bræður hafa verið mjög sigursælir á mótum norðan lands undanfarin ár. Það var Bridsfélag Fljótamanna sem hélt mótið en keppnisstjóri var Albert Sigurðsson frá Akureyri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.