Tíminn - 19.12.1987, Síða 2

Tíminn - 19.12.1987, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 Fjölmenni var á Hótel íslandi ug reyndu gestir að treina sér samkvæmið og varð að lokum að fá lögreglu í spilið, Tímamynd Pjefur ögreglan lokar á Hó tel ísland! Opnunarhátíð nýjasta skemmti- staðarins á Islandi, Hótels íslands, var á fimmtudagskvöld og var mikil og góð mæting. Mikið var um dýrðir og var útvarpað í beinni útsendingu frá hátíðinni. Einn galli var samt á gjöf Njarðar, því staðurinn hafði ein- ungis leyfi til að hafa opið til klukkan 01, en einum og hálfum tíma eftir að leyfilegum opnunar- tíma lauk, eða klukkan 02.30 var lögreglunni hins vegar nóg boðið og kom á staðinn og lokaði. Gerð var skýrsla um atburðinn og verður hún síðan send fulltrúa þeim sem sér um leyfisveitingar, sem tekur ákvörðun um hvort staðnum ber að loka helgina eftir, eða seinna. En eins og sagt er, fall er farar- heill. " " - SÓL ■ITA Jólatilboð: Verðið á öllum okkar hjólum er eins og eftir fyrirhugaða tollalækk- un (án gengisbreyt- 4 inga). JÓUUUÓL _ _ Reióhjólaverslunin ,— Sérverslun í meira en 60 ár ORNINN Spítalastig 8 við Óóinstorg simar 14661,26888 Víkurbergið í heimahöfn Frcttaritari Timans í Fljótum Örn Þórarinsson: Fyrir skömmu kom nýr 9,5 tonna bátur, Víkurbergið SK 72, til Haga- nesvíkur. Eigendur er Sveinn og Hilmar Zófaníassynir í Fljótum. Víkurbergið er plastbátur. Skrokk- urinn framleiddur hjá Trefjaplasti hf. á Blönduósi. Þaðan var báturinn fluttur til Siglufjarðar þar sem fyrir- tæki og einstaklingar sáu um innrétt- ingar, raflagnir, frágang á vélum og ýmsum öðrum búnaði. Víkurbergið var til sýnis á sjávar- útvegssýningunni í Laugardalshöll og vakti þar mikla athygli þrátt fyrir að ýmsum frágangi væri ólokið og síðan hafa fjölmargir áhugamenn um útgerð komið og skoðað bátinn, sem er allur hinn glæsilegasti. Fjöldi Fljótamanna tók á móti bátnum þegar hann kom og fór með honum í skemmtisiglingu um Haga- nesvík í blíðskaparveðri, en þetta er stærsti bátur sem Fljótamenn hafa eignast hingað til, en þeir hafa til þessa aðeins gert út 2-3 tonna trillur. Víkurbergið er útbúið til línu-, neta- og handfæraveiða. Einnig má stunda á því togveiðar með litlum breytingum. Frá komu Víkurbergsins til Haganesvíkur á dögunum. Tímamynd öi> Vitleysa í jólaplötuflóðinu: Rangfeðrað hjá Nýlega kom út plata með söng Ríó Tríósins. Á plötunni eru sung- in gömul og gild íslensk þjóðlög, þ.e.a.s. lög sem allir kunna og hafa gert lengi. En Sigríður Pétursdóttir hefur komið auga á vitleysu í feðrun eins lagsins. „Meðal laga sem þeir flytja er Erla góða Erla eftir Pétur Sigurðs- son frá Sauðárkróki. Þetta lag eigna þeir Sigvalda Kaldalóns. Þrátt fyrir uppgötvun vitleysunnar gerðu þeir hvorki að láta líma yfir á plötunum né leiðrétta mistökin hjá útvarpinu og var lagið spilað í Ríó ýmsum þáttum þar og rangkynnt" segir Sigríður um þetta mál. Hún segir það vissulega rétt að Sigvaldi hafi gert lag við þennan texta og lögin hafi verið samin um líkt leyti, en lag Péturs hafi verið fyrr á ferðinni, eða fyrir 1930. „Mörgum hcfur fundist þessi lög keimlík og er þessi hroðvirkni tríósins þeim mun meinlegri. Nú vil ég hvetja alla þá sem eignast þessa plötu til að líma yfir og leiðrétta villuna þótt með því mætti segja að verið væri að hengja bakara fyrir smið“ sagði Sigríður. - SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.