Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 19

Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 19
Laugardagur 19. desember 1987 Tíminn 19 í Bjargós. Veiðar og annað útilíf var hans yndi og alltaf var það blandað glaðværð ogleik. Marðarnúpsfjölskyldan flutti á braut og varð því vík á milli vina. En sambandið slitnaði þó ekki við hina fyrri nágranna. Oftast var komið við á Stóru-Giljá, þegar farið var til Blönduóss og oft gist, þegar á þurfti að halda, og allir voru velkomnir. Þótt það yrði hlutskipti mitt síðar að flytjast í annan landsfjórðung, héldum við lítt breyttu sambandi. Við heimsóttum hvor annan, er færi gafst, og þar gilti hið sama með konur okkar. Með þeim tókst ágæt vinátta. En líður tíminn. Guðmundur og Ingibjörg flytja á býli sitt, Öxl í Þingi, og hefja þar búskap. Kom þá glöggt í Ijós, að þótt megin áhugamál Guðmundar hafi fyrri hluta æfi hans, verið smíðar og önnur tækni, hefur bóndinn og hið almcnna sveitalíf alltaf átt sínar sterku rætur innra með honum. Þarna fær sá eiginleiki notið sín, sérstaklega í tengslum við allar skepnur, er hann sýndi einstaka umönnun. Þau hjón, Guðmundur og Ingi- björg, höfðu óvenjulega hæfileika til að laða að sér fólk. Hvort heldur þau bjuggu að Stóru-Giljá, Öxl og svo síðar að Hnitbjörgum, var alltaf gestkvæmt hjá þeim. Þau voru bæði mjög ræðin og skemmtileg og áhugamál þeirra víðtæk.Áttu þau því auðvelt með að blanda geði við fólk og alltaf var þar sömu alúðinni að mæta. En snögg urðu umskiptin í lífi Guðmundar. Hann, sem aldrei hafði kennt sér meins, fram yfir sjötugs aldur, verður án nokkurs fyrirvara að mæta þeim örlögum að þurfa að lifa síðustu sex árin lítt sjálfbjarga í hjólastól. Ekki bilaði kjarkurinn og aídrei var kvartað, svo að nokkur af hans vinum vissi. Hann sagðist alltaf vera í framför og braut svo upp á léttara umræðuefni. Jú, nokkur árangur varð vegna óbilandi vilja- krafts, en bati ekki. En þá kom annar sjúkdómur, er ekki varð við ráðið. Fylgjum við honurn því til grafar í dag. Ég kom til Guðmundar í all mörg skipti, er hann lá á Landspítalanum í Reykjavík. Hann var þá lengst af mjög þjáður. Brátt varð honum Ijóst að hverju stefndi og gekk því á sinn lækni með að segja sér sannleikann í því efni. Hann tók þeim sannleika með ótrúlegu jafnaðargeði og sagði mér hvar komið væri. Hann bjóst þó við að fá að lifa eitthvað lengur en raun varð á. Sjálfsagt hefur hann þó fagnað hinum óhjákvæmilegu lokum, er þau komu. svo þjáður var hann. Það verða margir, sem sakna Guð- mundar Bergmann. Hann átti marga vini. sem hann brást aidrei hvorki í orði né verki. Við Lára færum Ingibjörgu konu hans og börnum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og þökkum þær samveru- stundir, sem við áttum með þeini og aldrei gleymast. Haukur Eggertsson. Hrólfur Ingólfsson Fæddur 20. desember 1917 Dáinn 31. maí 1984 Mín elsta minning um Hrólf er trúlega úr frumbernsku: Þeir standa í hálfhring við orgelið heima í Tungu, Hrólfur, Kiddi heitinn bróð- ir hans og Heimir bróðir, varla nema táningur, í jakkafötum einsog hinir. Pabbi stígur hljóðfærið og syngur ótrúlega háan en þó hæverskan tenór. Hrólfur drynur bassann með hökuna undir og hendur á bak og efst gellur Kiddi frændi sinni tæru og þróttmiklu röddu sem er full af innlifun. Þeir syngja hvert lagið eftir annað: Inga Té, Fúsa, Fjárlögin - Stein Stefánsson sjálfan. Og svo koma mamma heitin og Olla heitin hans Hrólfs blaðskellandi inn í minninguna með kaffið. í stofunni ríkir eftirvænting og gleði; menn eru heitir eftir sönginn og háværir. Frændfólkið kom öðru hvoru í heimsókn í dentíð fyrir 1960. Ég hlakkaði sérstaklega til heimsókna Hrólfs. Þau Olla áttu 4 krakka og við Bryndís vorum mestu mátar, hún bara árinu yngri en ég. Auðvitað voru þessar heimsóknir alltof fáar enda bjó fólkið í Vestmannaeyjum. En það er einhver birta yfir þeim í minningunni, næstum einsog að fá sólina beint í augun. Og mikill söngur inni á skrifstofu, söngur sem ennþá ómar inni í kollinum á mér. Seinna varð Hrólfur frændi bæjar- stjóri heima á Seyðisfirði. Það rhun hafa verið laust fyrir upphaf bítlaald- ar. Ég man hvernig hann smeygði sér úr bæjarstjórajakkanum, hengdi upp bæjarstjórahattinn og skaut sér inn í eldhúskrókinn með kaffið og laus axlaböndin. Þá sagði hann sögur, fór með vísur, sagði brand- ara, hló svo að skríkti f honum, góðlega stríðinn, húmorískur andi. Frændi var þá giftur seinni konu sinni, hinni góðu konu Hrefnu Sveinsdóttur. Þau höfðu sest að á Túngötunni og bjuggu þar allan tímann sem þau gistu Seyðisfjörð. Við Bryndís vorum ennþá mestu mátar, nú í stretsbuxum og bítla- skóm. En tíminn leið og beið ekki eftir neinum. Eftir að mamma dó varð Túngatan mitt annað heimili. Þar var ég alltaf velkominn og ég sótti í Túngötuna. Hjá Hrólfi var dálítið svipuð semmn- ing og í kringum mömmu - enda systkin. Það var þulurinn sem spinn- ur stemmninguna eins og gamlar konur spunnu band - áreynslulaust, ósjálfrátt. Einu sinni sagði frændi við mig í eldhúsinu í Túngötunni: „Já.það er nú með þig frændi,“ sagð’ann, Þú ert svona eins og kötturinn sem fór sínar eigin leiðir. “ Ég hló, því að glettnin var komin í augun á frænda mínum aftur. En oft varð mér hugsað til þessara orða hans síðar. Hann skildi svo vel þörfina fyrir að breyta til, stokka upp, reyna nýjar leiðir yfirgefa allt - nema óöryggið. Seinna þegar undirritaður var að látast vera listamaður og þótti all- óborgaralegur orðinn, sagði Hrólfur frændi og skellti í góm: „Uss strák- urinn er bara að gera það sem okkur langaði alla til að gera!“ Og þarmeð var það afgreitt mál. Löngu seinna þegar ég var að fara mínar eigin leiðir undir tíðarmerkj- unum: Friður og ást, þá var ég mikið til hættur að heimsækja frændfólk mitt og raunar fjölskyldu yfirhöfuð. Það var einsog maður hefði ein- hverja þörf fyrir að losa sig undan áhrifunum. Að leita að sjálfum sér hefur þetta stundum verið kallað. Æ síðan hefur samband mitt við skyld- fólkið sem eitt sinn bjó á Túngötunni verið í öfugu hlutfalli við væntum- þykju mína í þann garð. Þegar ég hitti Hrólf frænda á ættarmótinu í fyrra lét sú hugsun mig ekki í friði að þetta væri síðasta tækifærið mitt að tala við hann í þessu lífi. Og ég lét það ganga mér úr greipum. Þegar ég var að kveðja hann langaði mig til að faðma hann að mér þar sem hann sat óbugaður f hjólastólnum og þakka honum fyrir allt. En hver vill vera með hrakspár? Þess í stað muldraði ég eitthvað, líklega að við ættum nú eftir að hittast oft aftur. Frændi glotti stríðn- islega og nikkaði til mín. Og nú er hann farinn. En mynd hans stendur í spegli mínum. Myndin af litlum dreng á Vakurs- stöðum í Vopnafirði sem er að kljást við Stóra bola, þann sem mamma sagði mér svo oft frá. Myndin af ungum bankamanni á Seyðisfirði sem stífgreiðir upp og er spretthlaupari, fljótastur allra að hlaupa. Myndin af forstjóranum í Eyjum sem kom í heimsókn með fjölskyld- una og söng við orgelið heima. Myndin af bæjarstóranum á Seyð- isfirði sem tók lítinn móðurlausan frænda undir sinn verndarvæng og lagði það á sig að tjónka við hans torræðu kenjar, alltaf í góðu - merkilegt nokk. Myndin af sveitarstjóranum í Mosfellssveit sem missti heilsuna og lá fyrir dauðanum dögum og vikum saman en náði sér aftur - þó aldrei alveg. Ertu nú farinn, frændi minn, fyrirgefðu ræktarieysið. Er nú horfinn andi þinn, yfir í holds og jarðarleysið. Eilífðin þykir ekki verst, andans vegir margir, breiðir. Þar mun frænum finnast best að fara sínar eigin leiðir. San Francisco, sumarið 1984 Ingólfur Steinsson. E.S. Af sérstökum ástæðum birtist þessi grein aldrei á sínum tíma. 20. des hefði Hrólfur heitinn orðið sjötugur og birtist hún í tilefni þess. Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna óskar eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu á sviði hagfræði, viðskiptafræði, tölfræði eða talnavinnslu. Um getur orðið að ræða ráðningu í hlutastarf eða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1988. Umsóknum skal skilað til: Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna b/t. fjármálaráðuneytið Arnarhvoli Reykjavík TIL AFGREIÐSLU STRAX STEVR 8090 OG STEVR 8070 BOÐIf Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800 FLUGMÁLASTJ ÓRN Ritstjóri orðabókar Nefnd sem samgönguráðherra hefur skipað til þess að undirbúa útgáfu nýyrðasafns úr flugmáli óskar að ráða ritstjóra til að starfa með nefndinni að þessu verkefni. Gert er ráð fyrir að verkið taki a.m.k. tvö ár. Ritstjóri verður ráðinn frá 1. febrúar 1988. Umsækjendur um starfið þurfa að hafa góða háskólamenntun í málfræði, vera sérstaklega vel að sér í íslensku og ensku og hafa reynslu af orðabókarstörfum og tölvuvinnslu. Skriflegar umsóknir ásamt greinargerð um mennt- un og starfsferil þurfa að berast flugmálastjóra fyrir 1. janúar 1988. Nánari upplýsingar veitir Pétur Einarsson flug- málastjóri. Rafvirkjar - Rafeindavirkjar Okkur vantar rafvirkja eða rafeindavirkja nú þegar eða hið allra fyrsta. Starfið felst einkum í viðhaldi og viðgerðum á rafkerfum og rafeindabúnaði ýmiskonar. Mikil vinna, fæði á staðnum. Upplýsingar veitir Ágúst Karlsson í síma 681100 eða á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík. Olíufélagið hf. Dagvist barna Staða forstöðumanns Forstöðumannsstaða á leiksk./dagh. Foldaborg, Frostafold 33, Grafarvogi er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. íbúðir óskast Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir tveggja og fjögurra herbergja íbúðum til leigu, sem fyrst í Hafnarfirði og nágrenni. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 53444

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.