Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. desember 1987 Tíminn 5 Sunnlenskir kúabændur vilja aukningu á framleiðslurétti mjólkur: MALINU VISAD TIL NEFNDAR í bréfi sem Félag kúabænda á Suðurlandi sendi á dögunum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins, kemur fram krafa þess um að fá aftur til landshlutans það fjármagn sem rennur til Framleiðnisjóðs við breytingar á fullvirðisrétti í sauðfé yfir í mjólk. 1 bréfinu segir orðrétt: „Það er krafa stjórnar FKS að það fjármagn sem fellur til Framleiðni- sjóðs vegna skipta á fullvirðisrétti úr sauðfé yfir í mjólk og ætlað er til búháttabreytinga verði notað þannig að keyptur verði fullvirðisréttur í mjólk á þeim svæðum, sem njóti minnstrar skerðingar á sauðfjárrétti en framleiða mjólk sem ekki er hagkvæmur markaður fyrir. Réttur þessi verði fluttur til úthlutunar á mjólkurframleiðslusvæðin í hlutfalli við það sem svæðið hefur látið af hendi í sauðfé". Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að þetta bréf sunnlenskra kúabænda hefði borist inn á fundarborð Fram- leiðsluráðs. Hann sagði enga sam- þykkt eða ályktun verið gerða um málið, en erindinu hefði verið vísað áfram til sérstakrar nefndar sem fjallar um framleiðslustjórnun og búmark, eins og títt væri um bréf sama eðlis. Eftir umfjöllun nefndar- innar sagði Haukur að erindið færi áfram til framkvæmdanefndar. Aðspurður um mat á erindi bréfsins, sagði Haukur að hann vildi sem minnst segja. „Það sem við munum fyrst og fremst gera er að leita eftir því við landbúnaðarráðu- neyti að áfram verði unnið út frá þeirri svæðaskiptingu sem varpað var fram í sauðfjárhópnum svokall- aða. Við viljum láta vinna þessar hugmyndir áfram, t.d. útfæra skipt- inguna á sveitirogjafnvel hvert býli. Við vitum það auðvitað að á t.d. Suðurlandi eru ákveðnar sveitir og ákveðnar jarðir sem henta best til sauðfjárframleiðslu. En á svokölluð- um sauðfjársvæðum er líka að finna jarðir sem henta best til mjólkur- framleiðslu. Það eina sem Stéttar- sambandið hefur ályktað um þetta er að óska eftir því við ráðuneyti að þessari vinnu verði fram haldið", sagði Haukur Halldórsson. óþh Sauöfjárbændur fá ekki lögboðnar greiöslurfrá ríki, en: Birta mun til eftir helgina Samkvæmt lögum áttu bændur að fá síðustu greiðslu fyrir sauð- fjárafurðir ársins þann 15. desem- ber sl. Við þetta var þó ekki staðið af hálfu ríkisins. Síðustu daga hafa verið stöðugir fundir í landbúnaðarráðuneytinu til að reyna að finna lausn á þessu máli. í gær þokaðist það þó í rétt átt, því tekin var ákvörðun um að ganga frá staðgreiðslulánum til sláturleyfishafa næsta mánudag. Um er að ræða 674 milljónir króna. Því er vonast til að hægt verði að greiða fyrir sauðfjárafurðir eftir helgina. Guðmundur Sigþórsson hjá landbúnaðarráðuneytinu sagði í gær að lengi hefði legið fyrir að frá þessum lánum yrði gengið um leið og nauðsynleg gögn væru handbær. „Það hefur farið fram uppgjör í bönkunum á stöðu eldri lána, vegna þess að greiða verður upp vanskil á þeim áður en nýju lánin fást. Sú staða ætti semsagt að liggja fyrir í bönkunum eftir helgi. Við eigum reyndar eftir að taka afstöðu til hvernig á að fjármagna eldri birgðir hjá sláturleyfishöfum að andvirði 100 milljóna með vöxt- um og kostnaði, en það verður gert um helgina", sagði Guðmundur Sigþórsson. óþh. Hækkun lánskjara- vísitölu Með tilvísun til 39. gr. laga nr. 13/1979, hefur Seðlabanki fslands reiknað út lánskjaravísitölu fyrir janúar 1988. Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 14.3%, og er lanskjarvístialan 1913 stig fyrir janúar 1988. Við umreiknaða árs- hækkun verður breytingin sem hér segir: síðasta mánuð 18.6% síðustu 3 má. 23.4% síðustu 6 má. 23.6% síðustu 12 má. 22.2% Heoinn Oilsson meiddist sem kunnugt er fyrir nokkru og komst ekki með 21-árs landsliðinu á HIVl í Júgóslavíu. Hann er nú kominn á fulla ferð aftur og er í landsliðshópnum gegn S-Kóreu. íslenska landsliöiö í handknattleik: Mæta S-Kóreu á mánudaginn Handknattleikslandslið S-Kórcu er komið hingað til lands og keppir fyrri leik sinn gegn íslenska lands- liðinu á mánudagskvöld kl. 20.30 í Laugardalshöll. í dag kl. 15.00 keppa Kóreumenn á Akureyri, gegn Akureyrarúrvali sem styrkt er mpð leikmönnum að sunnan. ísland og S-Kórea hafa tvívcgis áður mæst á handknattleiksvellin- um, í fyrra sinn á HM í Sviss í leik sem varla gleymist, 21-30 S-Kóreu í hag. Síðari leikurinn var í Seoul í ágúst sl. og lauk honum með jafntefli 24-24. S-Kóreumenn leika handknatt- leik sem er mjög írábrugðinn leik Evrópuþjóða, spila vörnina mun framar og hraðinn er allur mciri. Gaman verður að sjá hvernig fer í viðureign þcssara ólíku liða. Kristján Arason cr cini atvinnu- maðurinn scm leikur með íslenska liðinu að þessu sinni en Kristján Sigmundsson hcfur verið valinn í liðið að nýju. í hópnum cru tvcir nýliðar, Jón Kristjánsson KA og Júlíus Gunnarsson Fram. Forsala á leikinn í Laugardals- höll hcfst kl. 17.00 á ntánudaginn. - HÁ Tímamenn á tímamótafagnaöi í gær: Reisugildi í Lyng- hálsi Síðdegis í gær var lokið við að steypa upp húsið þar sem aðalstöðv- ar Tímans verða í framtíðinni. í samræmi við óskráðar byggingaregl- ur var af því tilefni efnt til mikils reisugildis með verkamönnum. Starfsmenn Tímans notfærðu sér hins vegar þessi tímamót með því að sleppa sérstakri jólaglögg starfs- mannafélagsins, en fara til fundar við byggingamenn og samfagna þess- um áfanga, borða hákarl og dreypa á íslensku brennivíni. Auk Tímans munu í hinu nýja húsi verða aðalstöðvar Blaðaprents h.f. og Alþýðublaðsins, en Þjóðvilj- inn verður í öðru húsi Krókhálsmeg- in, en það hús er mun skemur á veg komið. Þar sem fagnaður þessi hófst strax að aflokinni steypuvinnu gátu Tíma- menn ekki beðið eftir stórviðburð- um sem kynnu að hafa gerst í gærkvöldi, en við vonum að það muni ekki koma að sök. Lokið var við að steypa í sperrur í gær í blíðskaparveðri og skömmu síðar var fáni dreginn að hún. (Tímamynd: Pjelur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.