Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. desember 1987 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson: Getum ekki beöið eftir að einhver heilög hagfræðilögmál kunni að virka: RÍKISSTJÓRNIN TAKIAF SKARID Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, segir að frjálshyggjan á sviði peningamála muni sigla hér öllu í strand, ef ekki verði gripið í taumana strax. Ekki sé rétt að bíða og sjá til hvort verið geti að einhver heilög hagfræðilögmál kunni að virka eins og viðskiptaráðherra segist vilja. Slík lögmál geti ekki virkað hér á landi miðað við verðbólguástandið og því megi ekki bíða með aðgerðir þar til annað hvert fyrirtæki í landinu verði komið í þrot. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra. Tímamynd pjeiur. Raunvaxtaokrið sé slíkt á Islandi núna að engu tali taki og það hafi sýnt sig að alls ekki sé verjandi að láta, gráa“ peningamarkaðinn leika lausum hala öllu lengur. Allir helstu aðilar í bankakerfinu verði að skila strax inn tillögum til ríkisstjórnar- innar svo að hún geti bundið enda á þetta hrikalega ástand. Fylgjast þarf betur með „Ég minni á það að í umræðunni um stefnuræðu forsætisráðherra, þá gagnrýndi ég nokkuð hart skort á harðri stjórn í peningamálum. Ég tiltók þá sérstaklega mikinn vaxta- mun og háa raunvexti. Þessu var nú mótmælt strax næsta dag af seðla- bankastjóra og fullyrti hann að háir raunvextir hefðu lítil áhrif á verð- bólgu. Mér sýnist allt annað komið í ljós núna og vek ekki síst athygli á ágætri ræðu Tryggva Pálssonar hjá Landsbankanum, um skort áeftirliti með mjög mikilvægum þáttum í peningamálum landsins," sagði Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra og ráðherra utanríkisvið- skipta í viðtali við Tímann í gær. „Það þarf að fylgjast betur með mjög mikilvægum þáttum í peninga- málum landsins, eins og t.d. með kaupleigufyrirtækjunum og verð- bréfamarkaðnum o. fl. Það er alveg rétt sem Tryggvi segir að það er ekki nóg að binda fjármagn bankanna ef hitt leikur lausum hala og menn taki til dæmis erlend lán eins og þeim sýnist. Þá má færa rök að því að slík binding bankanna leiði til vaxta- hækkunnar hjá bönkum, því að það dregur úr því fjármagni sem þeir hafa til ráðstöfunar. Með þessu lenda þeir i meiri samkeppni við þennattj^gráá** markað." Verðbólga og raunvaxtaokur „Ég vil því segja að núna þegar það virðist vera orðið almennt viður- kennt að raunvextir hér á landi séu allt upp í þriðjung til tvöfalt hærri en gerist í nágrannalöndum okkar, eins og kom glöggt fram í yfirlitinu í Tímanum. Þá held ég að menn hljóti nú að fara að viðurkenna að svona getur ekki gengið. Þetta mun ríða fjölmörgum fyrirtækjum að fullu og getur ekki gert annað en að blása mjög í glóðir verðbólgunnar. Ég er því ósammála því sem kom fram hjá viðskiptaráðherra, Jóni Sig- urðssyni, að menn ættu nú að bíða og sjá til hvort þetta markaðslögmál virki. Ég er ansi hræddur um að menn bíði of lengi og skaðinn verði orðinn of mikill. Eg legg á það áherslu að þeir sem með peninga- málin fara, geri strax tillögur til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til þess að draga úr vaxtamun bankanna og draga úr þessu raunvaxtaokri, sem er að drepa hér annað hvert fyrirtæki. Heilög lögmál hagfræðinnar „Ég vek einnig athygli á því að við erum fyrir löngu búin að fá reynslu af því að í þessu litla efnahagsþjóð- Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, má ekki bíða, að sögn Steingríms. Tímumynd: BRKIN félagi okkar, scm er langt frá því að vera í jafnvægi, þar gilda alls ekki þessi hcilögu lögmál hagfræðinnar." Benti hann á að erlendis væru menn að hækka eða lækka vexti um hálfan af hundraði með vcrulcgum árangri. Hér tækju mcnn lánin án þess að spyrja um hverjir vextirnir eru. Það þyrfti ekki að spyrja marga banka- stjóra að því til að sannrcyna að ekki nema örfáir lántakendur spyrji út í vexti þegar þeir sækja um lán. Það eina sem menn spyrja um er hvort þeir geti fengið lán eða ekki. Þetta hljóta þeir viðskiptaráð- herra og seðlabankastjóri að vita, ef þeir bara vilja. Það getur vel verið að þegar verðbólgan er orðin svona 3-4 af hundraði og jafnvægi komið á efnahagsmálin, þá fari svona lögmál að gilda. Það er bara svo langt frá því að það geti gerst í dag. Frjáls- hyggjan á sviði peningamála fer með allt hér til andskotans ef ekki verður fljótlega gripið í taumana," sagði Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra að lyktum. KB Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Spá Seðlabanka er úrelt Eins og Tíminn greindi frá í gær áætlar Seðlabankinn, í nýrri spá um þróun framfærsluvísitölunnar á næsta ári, að verulega dragi úr verðbólgu á næsta ári og um mitt ár kunni hún að nema um 10 prósent- um. Tíminn leitaði í gær eftir áliti Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á verðbólguspá Seðlabankans. Þórður segir þessa spá byggða á forsendum þjóðhagsáætlunar og því sé hún í raun úrelt, þar sem að orðið hafi miklar breytingar á efnahags- horfum frá því að þjóðhagsáætlun var sett fram. Hann sagði að þar væru fjórir þættir sem mestu máli skiptu. 1 fyrsta lagi hefðu viðskiptakjör versnað vegna gengisfalls dollars, og sömuleiðis vegna hruns á verðbréfa- mörkuðum erlendis. í öðru lagi væru líkur á minni sjávarafla á næsta ári en gert var ráð fyrir. í þriðja lagi væri fyrirsjáanlegt að halli á viðskiptum við útlönd yrði meiri á þessu ári en áætlað var. í fjórða lagi væri afkoma útflutn- ingsfyrirtækja orðin mjög slæm við núverandi skilyrði. Þórður sagði að þegar búið væri að taka saman þessi atriði og önnur sem ekki væru eins veigamikil, þá væru forsendur verðbólguspár Seðlabankans brostnar og spáin þar- með úrelt. Hann sagði að þar að auki kæmi, eins og Seðlabankinn talar um, væntanleg kjarasamninga- gerð á fyrstu mánuðum næsta árs. Þórður sagði að menn hlytu á næstu dögum að taka afstöðu til breyttra efnahagsaðstæðna og í kjöl- farið að marka efnahagsmálunum þann farveg sem menn vildu stefna í á næsta ári. „Á Þjóðhagsstofnun er nú verið að vinna nýja þjóðhagsspá, þar sem verðbólguspá verður auðvit- að innifalin. En við reiknum ekki með að Ijúka þeirri vinnu fyrr en í byrjun ársins, en höfum bent á að menn verði að taka sem fyrst afstöðu til versnandi efnahagshorfa. Verð- bólguspá fyrir næsta ár hlýtur að vera háð því hvernig menn ákveða að leysa aðkallandi vandamál". Þórður sagði að með flestum mæli- kvörðum væri hægt að rökstyðja að verðbólgan væri um 30% nú. Það kom einnig fram hjá Þórði að ljóst væri að fastgengisstefnan gæti ekki staðist til lengdar miðað við óbreyttar aðstæður. „Útflutnings- greinarnar þola ekki þessa gengis- skráningu til lengdar. Þannig að annaðhvort verður að fella gengið eða gera ráðstafanir til að draga úr tilkostnaði þessara greina, þetta tvennt kemur til greina. Það er alveg Ijóst að ekki er hægt að bíða langt fram á næsta ár með aðgerðir," sagði Þórður Friðjónsson. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.