Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 Póst- og síma málastofnunin RAFEINDAVIRKJANÁM Samkvæmt heimild menntamálaráðuneytisins getur Póst- og símamálastofnunin nú boðið rafeinda- virkjanemum, sem lokið hafa 4. önn í iðnskóla, til náms á 5. önn í fjarskiptasviði í rafeindavirkjun. Útskrifast þeir þá með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Póst- og símaskólanum eftir 7. önn og eftir að hafa lokið starfsþjálfun. Ennfremur er hægt að bæta við nemum er lokið hafa 6. önn en þeir munu eftir nám og starfsþjálfun útskrifast með sveinspróf í rafeindavirkjun eftir 13 mánuði. Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu og viðhaldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerfum, fer fram í ýmsum deildum stofnunarinnar í Reykjavík og víðsvegar um landið. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, berist Póst- og símaskólanum fyrir 8. janúar 1988. Gert er ráð fyrir að nám hefjist eigi síðar en 20. janúar 1988. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum síma 91-26000. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og síma- skólanum, hjá dyravörðum Landssímahússins við Austurvöll og Múlastöðvar við Suðurlandsbraut og ennfremur á póst- og símstöðvum. Reykjavík, 16.12. 1987. Skólastjóri. VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgðir: igurjonsíon Þórsgata 14 - sími 24477 fFÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilisþjónusta Starfsfólk vantar til starfa í hús öryrkjabandalags Islands í Hátúni. Vinnutími ca. 2-4 klukkustundir á dag, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. i|S FÉLAGSMÁLASTOFNUN * REYKJAVÍKURBORGAR Matráðskona Matráðskona óskast í fullt starf á lítið vistheimili í Breiðholti. Einnig aðstoðarstúlku í eldhús í hluta- vinnu. Laust frá 1. jan. 1988. Upplýsingar í síma 75940. MINNING Guðmundur Bergmann bóndi Öxl Fæddur 18. mars 1909. Dáinn 13. desember 1987. Árið 1874 fluttu að Marðarnúpi í Vatnsdal hjónin Björn Leví Guð- mundsson frá Síðu í Vesturhópi og Þorbjörg Helgadóttir frá Gröf í Víðidal. Voru þau mikil snyrtimenni í búskap sínum. Hann góður smiður en hún ljósmóðir. Börn áttu þau er báru foreldrum sínum gott vitni. Var elstur þeirra, er upp komust, Guðmundur landlæknir og skáld. Höfundarnafn hans var „Gestur". Dætur eru nefndar þær Jóhanna í Víðidalstungu, Ingibjörg á Torfalæk og Halldóra á Geithömrum, allar merkar húsfreyjur og ættmæður. Fjórða systirin Elísabet var um skeið ráðskona hjá Guðmundi bróður sínum, en giftist ekki. Sjötta systkin- ið var svo Jónas sem tók sér ættar- nafnið Bergmann. Varð kona hans Kristín systir Guðmundar Guð- mundssonar á Þorfinnsstöðum og voru þau hjón bræðrabörn. Þau Jónas og Kristín tóku við búi á Marðarnúpivorið 1909 og bjuggu þar til vorsins 1930 að þau seldu jörðina og og fluttu að Stóru-Giljá, með börn sín fjögur, Guðmund þá 21 árs, Björn, Oktavíu og Þor- björgu, sem var þeirra yngst. Var mikið skarð í raðir Vatnsdælinga við brottflutning Marðarnúpsfjölskyld- unnar, sem þó varð ekki eins tilfinn- anlegt vegna þess að leiðir þeirra lágu um hlaðið á Stóru-Giljá, þar sem sjálfsagt þótti að koma við og njóta gestrisni og sálufélags við fyrri sveitunga og vini. Höfuð orsök þess að Marðarnúps- fjölskyldan flutti sig um set að Stóru- Giljá mun hafa verið sú að Jónas, sem var mikill smiður og synir hans hneigðir til hins sama, sáu möguleika á að nýta raforku frá vatnsaflstöð sem þeir Stóru-Giljár bræður Jó- hannes og Sigurður Erlendssynir höfðu reist við Giljána. Heilsu Krist- ínar, hinnar sinnumiklu húsmóður var og farið að hraka og hún fann vanmátt sinn að standa fyrir umsvifa- miklu heimili. Um sama leyti og Marðarnúps- systkinin uxu úr grasi vorum við systkinin í Þórormstungu mjög á sama reki. Barnaskólinn var í Þór- ormstungu og það var stutt fyrir Marðarnúpssystkinin að skokka þangað niður eftir. Eru frá þessum barnsárum ógleymanlegar minning- ar við nám og leiki undir handleiðslu okkar elskaða kennara Kristjáns Sig- urðssonar á Brúsastöðum. Nágrenn- ið milli Marðarnúps og Þór- ormstungu var, að ég held, eins gott og hægt var að hugsa sér. Daglegar samgöngur voru milli bæjanna, sam- vinna og við krakkarnir lékum okkur saman. ÞeirMarðarnúpsbræðurfóru snemma að smíða bæði tré og járn og Guðmundur smíðaði handa mér forláta skauta, sem nú eru safngripir. Guðmundur hafði gjarnan forustuna í leikjum okkar. Hann var nokkuð elstur, þrekmikill og hafði gaman af strákapörum, umfram okkur hin. Veiðináttúru hafði hann líka mikla og hreif aðra með sér til þeirrar íþróttar, með veiðistöng, net eða jafnvel byssu. Um kindur, kýr og hesta talaði Guðmundur lítið á þess- um árum og áttu smíðamar hug hans, sem lífsstarf. Hann og þeir bræður báðir fóru til náms í Lauga- skóla og síðar varð Guðmundur meistari í trésmíðaiðn. Stundaði hann húsasmíðar í sveitum sýslunnar og var forstöðumaður Byggingasam- taka Búnaðarsambands Austur- Húnavatnssýslu á tímabili. Þá stund- aði hann iðn sína á nýsköpunarárun- um á Skagaströnd og síðar á Kefla- víkurvelli. Heima á Stóru-Giljá var svo verkstæði þeirra feðga, stundað eftir því sem ástæður voru til. Á fyrra tímabili refaræktar á landinu rak Guðmundur refabú, staðsett í hvamminum sunnan við Giljána í landi Litlu-Giljár og veiðiskapurinn var stundaður þegar tækifæri buðust. Á Jónsmessu vorið 1938 urðu mikil þáttaskil í lífi systkinanna frá Marðarnúpi. Gengu þá þrjú þeirra í hjónaband heima á Stóru-Giljá. Kristín móðir þeirra var þá rúmföst orðin, en brúðkaupið fór fram inni hjá henni. Maður hennar leiddi dæturnar sitt við hvora hlið sína á brúðarbekkinn en Jón Jónsson alþm. í Stóradal leiddi brúði Guð- mundar Ingibjörgu Hjálmarsdóttur uppeldisdóttur sína, afkomanda Bólu-Hjálmars í fjórða lið. Oktavía giftist Halldóri Jónssyni frá Brekku, síðar bónda á Leysingjastöðum en Þorbjörg Hallgrími Eðvarðssyni á Helgavatni. Voru á þessum degi mikil örlög ráðin. Það sama ár 1938 keyptu ungu hjónin Guðmundur og Ingibjörg hálfa jörðina öxl í Þingi en engin hús fylgdu í þeim kaupum. Reistu þau fljótlega hús yfir fólk og fénað og efndu til bústofns. Fór svo að þau fluttu sig alfarið að Öxl og voru þá foreldrar Guðmundar bæði látin. Að lokum fór svo að þau systkini öll áttu heimilisfang í Sveins- staðahreppi því að Björn bróðir þeirra átti einnig heimili í Öxl eftir að hann hætti kennslu á Blönduósi. Þeim Guðmundi og Ingibjörgu bún- aðist vel í öxl og svo virtist sem smiðurinn hefði vikið fyrir bóndan- um, en veiðimaðurinn hélt velli meðan byr hélst. Guðmundur fór vel með allar skepnur og hafði af þeim arðsemi. Hann varð umtalaður hrossabóndi. Sóttu margir eftir hrossum hans, sem urðu honum mikið hugðar- og umræðuefni. Hann tók þátt í málefnum Sveins- staðahrepps og sat, á tímabili, í sveitarstjórn. Hann tók að fara í göngur á Grímstunguheiði og Sauðadal og naut þess að sjá bú- smala sinn koma af fjalli. En snögg urðu umskipti í lífi Guðmundar Bergmanns. Á útmán- uðum fyrir nokkrum árum var hann í fóðurskoðun í Sveinsstaðahreppi með öðrum manni. Nokkrum dög- um fyrr sagði hann við þann er þetta ritar við eldhúsborðið heima í Öxl að hann hefði í raun aldrei kennt sér nokkurs meins. Hann hljóp uppi lambhrút í fjallinu fyrir ofan bæinn og bar á herðum sér heim að öxl. Hinn roskni bóndi naut lífsins í starfi sínu. Þennan dag í fóðurskoðuninni kenndi Guðmundur lasleika en trúði ekki á neitt óvenjulegt. Hann lauk dagsverkinu en innan skammst tíma var hann lamaður á hægri hlið. Þannig taka örlögin stundum í taum- ana. Hlutskipti sínu tók Guðmundur með mikilli karlmennsku og þol- gæði. Hann var staðráðinn í því að ná kröftum sínum aftur og hann sagði eitt sinn er hann fór út úr húsi mínu á Blönduósi og hægri fóturinn var honum óþægur: „Þetta kemur.“ Viljafesta hans og karlmennska lýstu sér í svarinu. Á síðast liðnu sumri fór Guð- mundur ásamt konu sinni og fleira fólki suður yfir Kjöl, um sveitir Suðurlands, með viðkomu á BÚ ’87 og til baka sömu leið. Var þetta mjög ánægjuleg ferð. Þau Guðmundur og Ingibjörg sáu strax hvernig líf þeirra hlaut að breytast við fötlun Guðmundar. Þau förguðu jörð sinni og bústofni, að mestu. Fósturdóttir þeirra Borgey Ragnheiður Jónsdóttir var burtflutt og búsett á Reyðarfirði, gift Sigfúsi Guðlaugssyni rafveitustjóra og oddvita þar á staðnum og sonur hennar Guðmundur Viðar Arnarson var alinn upp hjá þeim Axlarhjónum en kaus ekki að taka við búinu af „afa og ömmu“. Þau Axlarhjón fluttu til Blönduóss er hér var komið og fengu íbúð í Hnitbjörgum þar sem þá aðstoð var að fá er þau þörfnuðust. Á því varð furðu lítil breyting að fólk kom til þeirra, sem verið hafði á Stóru-Giljá og Óxl. Gamlir vinir og sveitungar brugðu lítt vana sínum í þeim efnum. Guðmundur Bergmann var hjálp- samur og traustur vinur vina sinna en bar ekki vinmál á vörum sér frekar en faðir hans hafði gert. Æskukynni við okkur systkinin mundi hann vel og sýndi systrum mínum er þær urðu fyrir veikindum og ástvinamissi. Slíkt gleymist ekki. Ekki heldur aðkoma að Öxl á ferð- um mínum milli Vatnsdals og Blönd- uóss. Hross mín lærðu fljótt að þar var sjálfsagður áningarstaður og sjálfur vissi ég að þar var vinum að mæta. Á nýliðnu sumri varð ljóst að Guðmundur Bergmann hafði tekið þann sjúkdóm sem ekki varð við ráðið og leiddi til dauða hans árla sunnudagsins 13. desember. Rósemi hans, æðruleysi og karlmennska ent- ist honum til lokadægurs. Við vinir Guðmundar Bergmanns fögnum því að hann hefir fengið lausn frá mikilli þraut og vottum eiginkonu hans, fósturbörnum, systrum og öðrum venslamönnum innilega samúð. Guðmundur Bergmann verður jarðsettur að Þingeyrum í dag. Grímur Gíslason. Er ég nú með nokkrum orðum kveð minn forna vin, Guðmund Bergmann, í hinsta sinn, eru þær 'minningar, sem hér eru raktar, settar fram í ljósi þess, að megin lífsferill hans og æfistarf er rakið af öðrum hér í blaðinu. Ég mun því aðeins halda mig við okkar persónulegu kynni og tengsl, sem staðið hafa næstum óslitið í hálfan sjöunda ára- tug. Barnaskólinn í Þórormstungu var miðdepill sameiginlegra athafna okkar krakkanna í „Fram-Dalnum“. í fjögur ár komum við þar saman á hverjum virkum degi, síðari hluta vetrar, til náms og leikja. Hinir fyrstu skóladagar eru mér sérstak- lega minnisstæðir. ekki aðeins náms- ins vegna, heldur og verðandi skóla- félaga. Tvö af Marðarnúpssystkin- unum, Björn og Oktavía, voru reglulegir nentendur, en Guðmund- ur, sem var fjórum árum eldri en ég, hafði þá lokið sinni skólagöngu þar. Kom hann þó líka af og til. bæði til að njóta fekari kennslu, og sennilega einnig vegna félagsskaparins. því stutt var á milli bæja. Mér eru Marðarnúpssystkinin sér- staklega minnisstæð frá þeim tíma; þessi íturvöxnu, þróttmiklu börn, voru alltaf fremst í leik og öðrum ærslum. Guðmundur bar þar af um atgervi og hugmyndaauðgi í hvers konar uppátækjum. Enginn stóðst honum snúning. Hann gat verið óvæginn við hvern þann, er reyndi að skáka hans yfirburðum, en þó drenglyndur. Ég dáði hans mest, enda var hann alltaf leiðtoginn. Aldrei gerði hann á minn hluta; ég var víst of lítill til þess að á því þyrfti að halda að bægja mér frá. En með okkur tókst þegar vinátta, sem hald- ist hefur síðan. Árin liðu. leikir og athafnir breytt- ust, Við hittumst oft undir hinum ólíkustu kringumstæðum. Við vor- um saman við veiðar. stundum í ánni, stundum fram á heiði, og svo síðar fór ég með honum til selveiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.