Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 Illlllllllllllll DAGBÓK Jólasöngvar í Bústaðakirkju Að venju er allri fjölskyldunni boðið til sérstakrar guðsþjónustu í Bústaðakirkju fjórða sunnudag í aðventu. Börnin flytja sig úr barnaguðsþjónustunni yfir á tíma hinnar almennu messu, kl. 14:00, og er áhersla lögð á undirbúning jólanna og höfðað til allra aldurshópa. Kórinn úr Breiðagerðisskólanum flytur nokkur verk og börnin úr Fossvogsskóla sýna helgileik. Einar Örn Einarsson tenórsöngvari syngur, en við hljóðfærið er Jónas Þórir. Almennur söngur verður og lesin saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Félag eldri borgara Opið hús verður á morgun, sunnudag- inn 20. desember í Goðheimum, Sigtúni 3 . Kl. 14:00 - Frjáls spilamennska Kl. 17:00 - Upplestur - Svava Jak- obsdóttir rithöfundur. Kl. 17:30 - Söngur. Kl. 20:00 - Dans til kl. 23:30. Jólasöngvar í Neskirkju Sunnudaginn 19. desember verður barnasamkoma kl. 11:00 í Neskirkju, en síðan kl. 14:00 er samverustund mcð efni fyrir alla fjölskylduna. Þar leikur Skólahljómsvcit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar, Kór Melaskólans syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Eðvarð Ingólfsson rit- höfundur spjallar við viðstadda, helgileik- ur verður íluttur og auk þess verður almennur söngur og orgelleikur. Fjölskylduguðsþjónusta í Laugarneskirkju Kl. 11:00 sunnud. 20. des. verður fjölskylduguðsþjónusta í Laugar- neskirkju, en þá er síðasti sunnudagur í aðventu, - þá er líka vígsludagur kirkj- unnar. Kveikt verður á öllum kertum aðventu- kransins við hátíðlega athöfn. Barnakór kirkjunnar syngur og fermingarbörn að- stoða í guðsþjónustunni. Jólaguðsþjónusturnar í Laugar- neskirkju verða þrjár. Á aðfangadag kl. 18:00 mun barnakór kirkjunnar ganga syngjandi inn í kirkjuna með kertaljós. Einnig munu Inga Þóra Geirlaugsdóttir og Laufey G. Geirlaugsdóttir syngja tvísöng. Á jóladag kl. 14:00 flytur kirkjukórinn kantötuna In Dulce Jubilo eftir Buxtehu- de. Og í messunni annan jóladag kl. 14:00 mun Kristinn Sigmundsson syngja. Kirkjukórinn syngur í öllum guðsþjónust- unum undir stjórn organistans Ann Toril Lindstad. Á aðfangadag mun organistinn leika á orgel kirkjunnar í 25 mín. áður en hátíðin gengur i garð. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. Aðventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju Kirkjudagur Háteigskirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Ný- stofnuð kammersveit Háteigskirkju mun setja sérstakan svip á helgihald og hátíð dagsins. Kl. 14:00 flytur kammersveitin Missa brevis eftir Mozart ásamt kirkjukór Há- teigskirkju ogeinsöngvurunum Elínu Sig- urvinsdóttur, Hrönn Hafliðadóttur, Vikt- ori Guðlaugssyni og Halldóri Vil- helmssyni. Kl. 21:00 verða aðventusöngvar við kertaljós. Þá mun kammersveitin flytja tvo jólakonserta, Ensk jólamessa Ensk jólamessa verður í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudaginn 20. desember kl. 16:00. Sr. Karl Sigur- björnsson predikar. Mótettukórinn syngur. Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem fengiö hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til aö gera skil hiö fyrsta. Úrdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komiö upp: 1. des. nr. 2638 2. des. nr. 913 3. des. nr. 1781 4. des. nr. 1670 5. des. nr.4676 6. des. nr.2933 7. des. nr. 5726 8. des. nr. 7205 9. des. nr.4714 10. des. nr. 6297 11. des.nr. 5952 12. des. nr. 3213 13. des. nr.3184 14. des. nr. 6371 Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 24480. 15. des. nr. 2659 16. des. nr. 1658 17. des. nr. 3048 18. des. nr. 8018 19. des. nr. 8092 20. des. nr. 1614 Stjórn SUF t Faðir okkar Guðmundur Valdimar Ágústsson Sunnuhvoli, Vatnsleysuströnd andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 18. desember. Börnin t Ástkær móöir okkar, Guðrún H. Steingrímsdóttir Nýlendu, Miðnesi andaöist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 15. desember. Jarösett verður aö Hvalsnesi þriöjudaginn 29. desember kl. 14.00. Steinunn G. Magnúsdóttir Hákon Magnússon Einar M. Magnússon Gunnar R. Magnússon Bára Magnúsdóttir Sólveig Magnúsdóttir t Móðir okkar Ingibjörg Jónsdóttir frá Vaðbrekku andaðist í sjúkrahúsinu á Egilsstööum 17. desember. Guðrún Aðalsteinsdóttir Jóhanna Aðalsteinsdóttir Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson Sigrún Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Hákon Aðalsteinsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Sveinn Snorrí Fríðríksson við uppsetningu á sýningu sinni. Málverkasýning Snorra Sveins Friðrikssonar hjá Vöku-Helgafell: - Myndir úr Sögunni af brauðinu dýra Opnuð hefur verið sýning á málverkum eftir Snorra Svein Friðriksson listmálara í nýjum sýningarsal í tengslum við for- iagsversJun Vöku-Helgafells að Síðumúla 29 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar stórar vatns- litamyndir Snorra Sveins sem hann gerði fyrir viðhafnarútgáfu bókarinnar „Sagan af brauðinu dýra“ eftir Halldór Laxness. Bókin er gefin út í tilefni af 85 ára afmæli nóbelsskáldsins á þessu ári. Nú á dögun- um kom bókin út á ensku í þýðingu Magnúsar Magnússonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, undir titlinum „The Bread of Life“. Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðárkróki 1934. Hann stundaði nám við myndlistarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi. Snorri Sveinn veitir nú for- stöðu leikmyndadeild Sjónvarpsins, en hann hefur starfað sem leikmyndateiknari við Sjónvarpið frá 1969. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Einnig hefur Snorri gert veggskreytingar á opinberar byggingar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 09:00-18:00 fram að áramótum. Kristín Steinsdóttir, Ármann Kr. Einarssson og Guðmundur Ólafsson. Verðlaunuð fyrir barnabækur Vaka-Helgafell gefur út þrjár barnabækur eftir íslenska verðlaunahöf- unda á þessu ári. Bækurnar er eftir þau Ármann Kr. Einarsson, Guðmund Ólafs- son og Kristínu Steinsdóttur. en þau Guðmundur og Kristín hafa bæði hlotið verðlaun „Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka", sem Ármann Kr. Einarsson stofnsetti ásamt Bókaútgáfunni Vöku 1985. Ármann sjálfur er svo þriðji verð- launahöfundurinn og hefur bæði hlotið verðlaun hérlendis og í Noregi fyrir barna- og unglingabækur sínar. Eftir Ármann Kr. Einarsson kemur út bókin Leitin að gullskipinu, eftir Guð- mund Ólafsson kemur út bókin Klukkuþjófurinn klóki. Kristín Steins- dóttir fékk verðlaun fyrir fyrstu bók sína, sem kom út á þessu ári, en hún heitir Franskbrauð með sultu. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar. Fjölskylda Ármanns og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins. Undirbúningur að samkeppni Verð- launasjóðsins fyrir næsta ár er þegar hafinn og er skilafrestur fyrir handrit í samkeppnina til 31. desember næstkom- andi. Jósep Sigurðsson og Þórður Bogason Rokkbúðin ÞREK Rokkbúðin ÞREK heitir ný hljóð- færaverslun sem hefur verið opnuð að Grettisgötu 46 í Reykjavík. Rokkbúðin býður upp á umboðssölu fyrir notuð hljóðfæri, ásamt nýjum hljóðfærum og fylgihlutum. Söngkerfisleiga verður á staðnum. Eigendur verslunarinnar eru Jósep Sig- urðsson og Þórður Bogason. Harmoníkumúsík í Kringlunni Harmoníkufélag Reykjavíkur leikur í Kringlunni laugardaginn 19. desember kl. 17:00-18:00. Mjög fjölbreytt dagskrá: Einleikur, stór harmoníkuhljómsveit o.fl. Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudag 20. des. 1987. Árbæjarprestakall Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sigurbjörn Einarsson biskup segir frá jóíum. Börnin syngja og leika jólalög og söngva. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Jólasöngvar fjölskyldunnar í Breiðholts- skóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sóknarprestur. Bústaðakirkja Jólasöngvar allrar fjölskyldunnar kl. 14:00. Helgileikir, barnakórar o.fl. Org- anisti Jónas Þórir. Jólafundur æskulýðs- félagsins mánudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. Digrancsprcstakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Börnin úr kirkjuskólanum sýna helgileik. Lúðra- sveit Laugarnesskóla leikur undir stjórn Stefán Stefensen. Auk þess verður al- mennur söngur og rætt við börnin um jólin. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella- og Hólakirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. KórFella- skóla kemur í heimsókn. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Fríkirkjan í Reykjavík Aðventustund kl. 15. Heimilisfólk sambýlisins í Skaftholti Gnúpverjahreppi sýnir helgileik um fæðingu frelsarans í tali og tónum. Aðstandendur flytjenda bjóða upp á kaffisopa að sýningu lokinni. Sr. Gunar Björnsson. Grensáskirkja Jólasamkoma kl. 11:00. Jólasöngvar, jólaleikir og góðir gestir koma í heim- sókn. Sr. Halldór S. Gröndal. Háteigskirkja Kirkjudagur Háteigskirkju. Kl. 11:00 - Fjölskylduguðsþjónusta. Kl. 14:00 - Messa, tónlist: Missa brevis eftir Mozart. Einsöngvarar: Elín Sigurvinsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Viktor Guðlaugs- son og Halldór Vilhelmsson, Kirkjukór Háteigskirkju og kammersveit Háteigs- kirkju, stjórnandi Orthulf Prunner. Kl. 21:00. Aðventusöngvar við kertaljós. Kammersveit Háteigskirkju flytur tvo jólakonserta annan eftir Manfredini og hinn eftir Corelli eins mun hljómsveitin flytja Adagio eftir Albinoni. Guðrún Ásmundsdóttir. leikari flytur efni, tengt jólahátíðinni. Kirkjukórinn syngur að- ventulög og Guð verður lofaður í almenn- um söng í tilefni dagsins. Prestarnir. Kársnesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. árdegis. Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs í Kópavogs- kirkju kl. 16:00. Sr. Árni Pálsson. Laugamesprestakall Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur. Fermingarbörn að- stoða. Mikill söngur. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldraðra kl. 15. Jólafundur: Gestir eru félagar úr Skagfirsku söngsveitinni, Jón ísfeld o.fl. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14. Ræðumaður: Eðvarð Ingólfsson, rithöfundur. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Kór Melaskóla syngur og helgi- leikur verður fluttur. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja Barnaguðsþjónusta ki. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði syngur jólalög. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Seltjarnarneskirkja Jólasöngvar allrar fjölskyldunnar kl. 14. Jólasaga lesin. Skólakór Seltjarnarness leikur helgileik og syngur jólalög. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Keflavíkurkirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18:00. Blásarakvintett leikur frá kl. 17:30. Aftansöngur kl. 23:30. Kór Keflavík- urkirkju syngur. Organisti og stjórnandi er Siguróli Geirsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 10:30. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14:00. Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta á Hlévangi kl. 10:30. Skírnarguðsþjónusta kl. 14:00. Sóknarprestur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.