Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 STEFÁN JÓNSSON IBim HUi Bernskuminningar Stefáns Jónssonar fyrrverandi fréttamanns og þingmanns. „Mér er eiður sær að bók sambærileg þessari hefur ekki komið til þessarar þjóðar áður.“ Jónas Árnason rithöfundur (í útvarpsviðtali). ^vort d fwítu \ Arfur fortíðar Ný bók eftir Victoríu Holt frá Vöku-Helgafeili Vaka-HelgafeU hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Arfur fortíðar, eftir Victoríu Holt sem er einn af mest lesnu skáldsagnahöfundum hér á landi, eins og flestum löndum Evrópu. Þykir fáum betur lagið en Victoríu Holt, að setja saman rómantískar spennusögur og er skáldsagan Arfur fortiðar á meðal þess besta sem komið hefur frá Holt. 1 Arfi fortíðar er sögð saga Karólínu Tressidor sem er ung stvilka af góðum ættum, fögur og rík með gulltryggða framtíð. Allt í einu flækist hún óafvitandi inn í leyndardómsfulla atburði sem gjörbreyta lífi hennar. TU að komast að hinu sanna verður Karólína að setja sig upp á móti ströngum siðavenjum og þvi lífi sem henni var ætlað að Ufa. Loks hittir hún ungan mann, Paul Landower, sem virðist vera lykiUinn að sannleikanum. En fortíð hans er öUum huhn og í ljós kemur að ekki er aUt með feUdu. Bækur Victoríu Holt eru tUvaldar fyrir þá sem kjósa sér tU lestrar spennandi afþreyingarsögur með rómantísku ívafi. Arfur fortíðar er 356 blaðsíður, prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í BókfeUi hf. Bókin fæst í öUum bókaverslunum og kostar 1.388 krónur með söluskatti. Hringsól - örlagasaga I íslenskrar konu Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Álfrún rekur í þessari bók örlagasögu íslenskrar konu. Sagan hefst í Utlu þorpi við sjó á öndverðum fjórða áratugnum þegar söguhetjan leggur upp í sína ævireisu. Leiðin liggur tU Reykjavíkur og síðar til meginlands Evrópu, en ferðinni lýkur þar sem hún hófst - fimm áratugum síðar. Sérstæður frásagnarstíll Álfrúnnar gerir það að verkum að sagan líkist einna helst mósaíkmynd sem fullkomnast ekki fyrr en síðasta brotinu er komið fyrir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.