Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 14
14 Tíminn
Laugardagur 19. desember 1987
LUNDÚNIR - Bandaríkja-
dalur varö stöðugri á mörkuð-
um í Evrópu i gær en viðskipti
voru reyndar heldur lítil.
Olíuverð hækkaði dálítið aftur
eftir að hafa lækkað verulega
á fimmtudag.
MOSKVA - Skæruliðar í
Afganistan komu fyrir sprengju
í borginni Herat í vesturhluta
landsins og lést einn maður og
átta slösuðust þegar hún
sprakk. Það var sovéska frétta-
stofan Tass sem frá þessu
skýrði i gær.
KAIRO - Egypskur skurð-
læknir sagði að svo gæti verið
að hann hefði fundið nýtt lyf
sem læknaði sjúkdóminn
eyðni. Hann sagði lyfið hafa
verið prófað á 33 eyðnisjúkl-
ingum í Zaire og gefið góðan
árangur.
BONN - Ráðamenn í sjö
helstu iðnríkjum heims hafa
rætt alþjóðleg efnahagsmál ít-
arlega sín á milli undanfarna
daga og má jafnvel búast við
tilkynningu frá þeim um helgina
að því er heimildarmenn í
Tokyo sögðu. f Bonn voru
viðræðurnar staðfestar og
heimildarmenn þar sögðu að
möguleiki væri á því að gjald-
miðla- og efnahagssáttmálar
ríkjanna yrðu endurskoðaðir.
SEOUL - Lögreglan í Suð-
ur-Kóreu barði niður mótmæli
vegna forsetakosninganna í
landinu og Chun Doo Hwan
forseti sagðist ætla að halda
uppi röð og reglu þangað til
hann lætur völdin formlega í
hendur hinum nýkjörna forseta
Roh Tae-Woo í febrúar.
DUBAI -iranskir byltingar-
verðir réðust á tvö olíuflutn-
ingaskip í suðurhluta Persa-
flóans og herflugvélar íraka
skutu á eitt skipa irana sem
flytur olíu frá Khargeyju og til
mynnis flóans.
TEL AVIV - israelskar her-
sveitir skutu þrjá aðra palest-
ínska mótmælendur til bana í
átökum á hinu hertekna Gaza-
svæði. Stjórnvöld höfðu vonast
til að átökin væru að hjaðna en
atburðirnir í gær bundu enda á
þá von.
NAIROBI - Daniel Arap Moi
forseti Kenya sakaði Uganda-
stjórn um að vera að undirbúa
stríð, skipaði tveimur helstu
stjórnarerindrekum Uganda úr
landi og lét loka sendiráði Líb-
ýumanna í Nairobi.
WASHINGTON - Banda-
rískar neysluvörur hækkuðu
um 0,3% í nóvember eftir að
hafa hækkað um 0,4% í októ-
ber.
ÚTLÖND
lllllllllllllli
■IIIlllllllllli
Kaddafí Líbýuleiðtogi:
Filippseyjar:
Segir ísraela
undirbúa árás
Muammar Kaddafí Líbýuleiðtogi: Sakar ísraelsmenn um að undirbúa
árásaraðgerðir.
Muammar Kaddafí leiðtogi Lí-
býu endurtók í gær fyrri ásakanir
sínar að ísraelskar herflugvélar
hefðu brotið líbýska lofthelgi og
sagði að gyðingaríkið væri að
undirbúa árás á land sitt.
„Aðgerðir ísraelskra herflugvéla
yfir Líbýu, sem njóta aðstoðar
sjötta flota Bandaríkjanna og kom-
ast yfir egypska lofthelgi, eru fyrstu
skrefin í árásaraðgerðum gegn
okkar landi,“ hafði líbýska frétta-
stofan Jana eftir leiðtoga sínum.
Fréttastofan hafði áður skýrt frá
því að líbýskir embættismenn í
Tripóli hefðu kallað sendiherra
Arabaríkjanna á sinn fund þar og
sagt þeim að ísraelskar herflugvél-
ar hefðu flogið yfir austurhluta
Líbýu og innan sjólandhelginnar
norðaustur af Al-Abraq.
Talsmaður ísraelska hersins í
Tel Aviv sagði hins vegar að hann
kannaðist ekkert við slíkar flug-
ferðir.
Líbýumenn hafa tengt ásakanir
um hernaðarumsvif ísraelsmanna
við þá ákvöfðun níu Arabaríkja að
taka aftur upp stjórnmálasamband
við Egypta. Á fundi Arabaríkj-
anna í Ámman í síðasta mánuði
var hverju ríki leyft að ráða því
sjálft hvort það tæki að nýju upp
stjórnmálasamband við Egypta
sem Arabaríkin slitu eftir friðar-
samkomulag þeirra og ísraels-
manna árið 1979.
„Það var þetta sem við óttuð-
umst og við Jsessu bjuggumst við“,
sagði í tilkynningu Lfbýustjórnar
til annarra Arabaríkja. hb
Bretland:
Glæpir í
uppleið
Ofbeldis- og kynferðisglæpum fer
fjölgandi í Englandi og Wales og
raunar jókst fjöldi þessara glæpa
mjög á þriðja fjórðungi þessa árs
þ.e. júlí, ágúst og september borið
saman við þetta tímabil í fyrra.
Líkamsárásir og aðrar ofbeldisað-
gerðir gegn fólki sem tilkynnt var
um jukust um 20% og fékk lögreglan
nú um 38.600 slík mál í hendurnar.
Kynferðisglæpir jukust jafnvel meira
eða um 24%. Fékk lögreglan 7.200
slík mál að fást við á þriðja fjórðungi
þessa árs.
Sé hinsvegar tekið tillit til allra
glæpa sem tilkynnt var um á þessu
tímabili samanborið við þriðja fjórð-
ung síðasta árs er aukningin ekki
eins mikil, nánartiltekið um 2%. hb
Blökkumaöurinn Desmond
Tutu biskup í Suöur-Afríku:
Grípum til
ofbeldis
ef allt
annað
þrýtur
„Gringo“ fyrir rétt
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja skipaði hermálayfirvöldum í
gær að reka Gregorio „Gringo"
Honasan ofursta og þrettán aðra
foringja úr hernum fyrir þátt þeirra
í uppreisnartilrauninni fyrir fjórum
mánuðum þar sem litlu munaði að
stjórn Aquino yrði steypt af stóli.
„Hann verður að koma fyrir rétt,“
svaraði Aquino þegar blaðantenn
spurðu hana hvort hún hyggðist
náða Honasan.
Honasan var leiðtogi þeirra sem
reyndu að bylta stjórn landsins þann
28. ágúst. Hann hefur síðan verið í
felum en var handtekinn fyrr í
þessum mánuði og hafðist þá við í
húsi í úthverfi Maniluborgar.
Urn tvö þúsund hermenn voru í
flokki uppreisnarmanna en flestir
þeirra voru handteknir í átökunum í
ágústmánuði. Hermálayfirvöld segja
að um hundrað hermenn úr þessum
hópi séu enn á flótta.
Konur og börn uppreisnarher-
mannanna sem í haldi eru söfnuðust
saman fyrir utan aðalstöðvar hersins
í gær og kröfðust þess að fangarnir
fengju frelsi yfir jólin.
Fidel Ramos yfirmaður hersins
sagði í jólaávarpi til manna sinna að
hann vonaðist til að ekkert yrði um
uppreisnartilraunir, sprengingar né
byssubardaga á næsta ári.
„Þjóðarskútunni var siglt um
krappan sjó á árinu 1987... þetta var
ár áfalla fyrir Filippseyinga,“ sagði
Ramos.
Á sama tíma og Ramos flutti ræðu
sína börðust stjórnarhermenn við
skæruliða kommúnista í frumskóg-
um Zabales héraðs í norðurhluta
landsins og í Manilu var tilkynnt að
herinn hefði komist að áætlun skæru-
liða um röð sprengjutilræða yfir
jólin. hb
Corazon Aquino forseti Filippscyja: Vill ekki taka mjúklega á manninum
sem reyndi að steypa henni af stóli
Desmond Tutu erkibiskup í
Höfðaborg og einn af leiðtogum
blökkumanna í Suður-Afríku sagði
í vikunni að hann' myndi styðja
ofbeldisaðgerðir gegn stjórn hvíta
minnihlutans í landi sínu ef allar
friðsamlegar leiðir hefðu verið
reyndar til þrautar og ekki tekist.
Tutu sagði á blaðamannafundi í
Nairobi í Kenya að ef viðskipta-
þvinganir gegn Suður-Afríku heppn-
uðust ekki þá neyddist fólk sitt til að
segja að allt hefði verið reynt til að
koma óréttlátu kerfi á kné á friðsam-
legan hátt. Nú væri ofbeldið aðeins
eftir.
Tutu var spurður að því hvort
hann myndi styðja ofbeldisaðgerðir
á slíku stigi og svaraði hann óbeint
á þann hátt að það myndi hann gera.
Biskupinn tók hins vegar fram að
hann teldi að ekki hefðu verið farnar
allar friðsamlcgar leiðir sem til væru
og benti sérstaklega á viðskipt-
aþvinganir í þessu sambandi.
Tutu, sem hlotið hefur friðarverð-
laun Nóbels, er staddur á kirkjuráð-
stefnu í Nairobi þessa dagana. hb
ÚTLÖND