Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 19. desember 1987 Hún er 43 ára, grennri og glæsilegri en nokkru sinni. Aðeins nýtískuleg líkamsræktar- áhöld á grasflötinni framan við húsið, eru merki þess að við séum ekki stödd í löngu liðinni tíð, er komið er heim að húsi Diönu Ross í Connecticut í Bandaríkjunum. Að öðru leyti er húsið sjálft og umhverfi þess eins og gerist á gömlum mál- verkum. Að vísu eru sterkar girðingar umhvcrfis og öryggisverðir á hverju strái, en lítt áberandi. Þegar svo húseigandinn birtist brosandi, í blá- um gallabuxum og bómullarskyrtu, er ekki hægt að hugsa lengur um neitt neikvætt. Að innan ber heimilið þess glögg merki, að eigandinn hefur verið í skemmtiútveginum í 27 á. í anddyr- inu hanga allar gull- og platínuplötur Diönu Ross í röðum, í stofunni eru margar myndir af henni í félagsskap annarra stjarna við upptökur á „We are the world“ og stór mynd af Diönu prinsessu í brúðarskartinu hangir á einum veggnum. Diana Ross giftist í febrúar 1985 hinum norska Arne Næss, sem er fjórum árum eldri en hún. Áður var hún gift Robert Silberman og á með honum þrjár dætur, Rhondu 15 ára, Tracee, 14 ára og Chudney 12 ára. Næss á einnig þrjú börn frá hjóna- bandi sínu og Filippu hinnar sænsku: Christopher 18ára, Kathinku lóára og Leonu, 12 ára. í október í haust stækkar fjöl- skyldan enn, því Diana, sem nú er 43 ára, gengur með fjórða barn sitt. - Hvernig í ósköpunum er hægt að vera ófrísk og hafa jafn mikið að gera og þú? spyr blaðamaður. - Ég hef verið svolítið lasin, en ég er sterk og heilsugóð. Það versta við þetta er að ég er alltaf glorsvöng og vil alls ekki fitna um gramm. Þreyta segir líka til sín, en það er bara eðlilegt. - Seinustu árin hljóta að hafa verið viðburðarík? - Já, mikil ósköp - og hamingju- rík. Þið megið í öllum bænum ekki trúa því, sem sum blöð segja. Diana á hér við allar stórfyrirsagningar um að snurða sé komin á þráðinn, m.a. vegna eyðslusemi hennar. Hún hlær og hristir höfuðið. - Meira að segja börnin eru forviða á að ábyrgt og fullorðið fólk, sem ég vona að blaða- menn séu, geti fengið af sér að skrifa svona dellu. Ef ég skyldi einhvern- tíma skrifa bók, sem ég tel ólíklegt, yrði það fyrst og fremst til að börnin fengju að vita, hvað væri satt og hvað logið. Þau þekkja mig sem allt aðra manneskju en blöðin vilja gera mig að. Börnin lásu til dæmis, að ég ætlaði að eignast barn til að bjarga hjónabandinu. Þvílík fjarstæða. En hvað geta þau ekki haldið, sem eru í Sviss, svo langt í burtu... Móðir Arnes, sem býr í Noregi, er alltaf að lesa einhverjar furðufregnir um okkur, til dæmis að ég hafi rokið burt í fússi úr fjallakofa tengda- mömmu. Sannleikurinn er sá, að ég hef aldrei komið þangað. Líf ið með Arne er ævintýri - segir Diana Ross, sem á von á barni í haust og vísar öllum snurðusögum harðlega á bug Það sem er satt, er að ég er hamingjusamlega gift. Við Arne höfum átt saman tvö alveg ótrúlega innihaldsrík ár og við eigum von á barni íhaust. Það gleðurmig sannar- lega. Þó ég hefði viljað halda því leyndu aðeins lengur, er ekki allt hægt. - Hvernig er Arne eiginlega? vill norski blaðamaðurinn gjarnan vita. - Það má segja að við séum frá tveimur ólíkum heimum. Hann veit lítið um skemmtiútveginn og mér finnst það hressandi. Þegar við spjöllum saman, er það ekki um slúðrið frá Hollywood og þess háttar. Ég kann vel við að hann sveipar um sig nokkurs konar leynd- ardómshulu. Hann hefurlifaðævint- ýralegu lífi og komið með ævintýrið inn í líf mitt. Ég hef heimsótt fjölskyldu hans í Noregi og finnst hún mjög athyglisverð. Nú finnst mér ég upplifa eitthvað alveg nýtt og jafnframt getur hann lagað sig að lífi mínu, sem ekki er hægt að segja, að sé tilbreytingarlaust heldur. Saman gerum við hluti, sem ég hefði aldrei gert ein, hvort sem það er að opna nýtt safn cða fara í safari til Afríku. - Hvernig leist þér annars á það ferðalag? - Það var blátt áfram ólýsan- legt.Ég hafði aldrei komið til Afríku og bjóst ef til vill við að ég fyndi til einhverrar samkenndar með íbúum þar, en þeir tóku mér sem utanað- komandi manneskju. Mér finnst mikilvægt að vita, hvar rætur manns liggja, en svertingjar Afríku eru allt öðruvísi en þeir í Bandaríkjunum. Við höfum ekkert til Afríku að gera, bara vegna þess að við höfum sama hörundslit. Diana hlær. - Við eigum ekki heima þar - heldur. Þess vegna fannst mér mest koma til dýranna. Ég hef aldrei séð villt dýr frjáls eins og þar. Diana snýr sér aftur að sambandi þeirra Arne: -Ég er á þeirri skoðun, að þegar mann- eskja verður svona gjörsamlega heilluð, eins og ég varð, þá hljóti allt að fara á besta veg, annað sé útilok- að. Sú er líka raunin. Nefna má að samband mitt við fyrri eiginmann er Diana og Arne á brúðkaupsdaginn. Þau voru bæði auðkýfingar fyrir. prýðilegt og sama má segja um fyrri konu Arne. Báðir foreldrar verða að ala börnin upp í sameiningu, svo nauðsynlegt er að geta talað saman, til dæmis um skóla og menntun í framtíðinni. - Ætlarðu að setjast að hér í Connecticut? - Ekki væri ég því mótfallin, það segir ég satt. Arne þarf þó að vera mikið í Evrópu vegna starfs síns. Hann er alveg einstakur maður. Ekki bara að hann reki skipafélag, heldur klífur hann líka fjöll og gerir svo margt ævintýralegt. Auk þess er hann eins og alfræðibók sérstaklega í sagnfræði. Ég hef lært alveg ótrú- lega mikið af hor.um. Arne hefur til dæmis bent mér á að ég hafi átt drjúgan þátt í að skapa sögu svertingja. Þegar ég ólst upp, átti ég mér engar fyrirmyndir, það var ekki fyrr en seinna, sem þær komu fram, til dæmis Lena Horne. Rhonda dóttir mýn heyrði nýlega Oprah Winfrey segja í sjónvarpinu, að við í Supremes hefðum verið henni mikils virði, þegar hún var unglingur. Það var notaleg tilfinn- ing. -1 sjónvarpsþætti þínum fjallarðu gjarnan um bernskuárin í Detroit... Móðir mín er hins vegar af baptist- afjölskyldu í Suðurríkjunum og fyrsta tóniistin, sem ég kynntist var gospeltónlist, sálmar og slíkt. - Hafði móðir þín mikil áhrif á tónlistarlegan þroska sinn? - Ekki bara hann, heldur líf mitt allt. Hún lést fyrir tveimur árum og ég get sagt, að hún hafi alltaf verið mér til reiðu með allan sinn stuðning. Bar að ég gæti komist í hálfkvisti við hana sem móðir. - Þegar Motown og Supremes var að byrja, óraði þig þá fyrir, hvernig það ætti eftir að verða? - Nei, við fundum bara að okkur miðaði áfram, en vissum ekki að hverju. Samt held ég að Berry Gordy hafi jafnvel séð það fyrir sér. Hljómplötufyrirtækin voru alltaf að leita að hvítu fólki, sem gæti sungið soul eins og svertingjar. Barry ákvað að finna manneskju eins og mig, sem get sungið eins og hvít. Honum fannst hvítu söngvararnir ekki hafa nægan innileika, þá vantaði andann, ef segja má svo, þegar þeir sungu svertingjasöngva. Ég bar mikla virð- ingu fyrir Gordy. - Þú varðst stjarna mjög ung. Hvernig tókst þér að forðast mis- notkun áfengis og fíkniefna, sem urðu svo mörgum að fótakefli á þeim tíma? - Ég gat valið, eins og raunar allir geta. Ég kaus einfaldlega að láta þetta vera og þegar ég giftist og eignaðist börn, hjálpaði það til við að skapa jafnvægi á tilveruna. — Verður auðveldara að ala nýja barnið upp, nú þegar hin geta hjálpað? - Ég hef hugsað um það. Já, það er best að þau fái bara að ala það upp. Diana skellihlær. - Eldri telp- urnar hjálpuðu mér með þá yngstu, því ég var alltaf á ferðinni og af því urðu börnin auðvitað sjálfstæð. Læknirinn þeirra í Kaliforníu sagði að þær væru í ótrúlega góðu jafnvægi og skorti ekki ástúð og umhyggju af neinu tagi. - Hvernig sem þú ferð að þessu, skaltu halda því áfram, sagði hann og mér féll það vel, þó mér fyndist ég ekki hafa gert mikið. Börnin mín hafa ekki látið sam- búð við Diönu Ross hafa nein áhrif á sig. Þau vita, að ég er þekkt, en hvert þeirra hefur sinn eigin per- sónuleika. Rhonda hefur mikinn áhuga á ritstörfum og Ijósmyndun, Tracee vill hanna föt og læra eitthvað í tískuútveginum, en Chudney er ennþá bara eftirlæti allra hinna. Við erum góðir vinir, allar saman og styðjum hver aðra. i - Hefur ekki verið erfitt að hafa þær svo langt 1 burtu? - Jú, spurðu þær bara, hvað ég hafi oft flogið til Sviss. Það er alls ekki auðvelt að ala upp börn í gegnum síma, en mér finnst þetta hafa gengið framar öllum vonum. Við tölum um allt, þær hafa sínar skoðanir og ég mínar. Ég legg mikla áherslu á að þær hugsi sjálfar um hlutina, tileinki sér ekki annarra skoðanir, síst mínar. Díana lítur á Rhondu. - Hún segir mér oft þessi, hvað ég á að gera og hvað ekki. - Nú var ekki dregin upp skemmti- leg mynd af þér í sjálfsævisögu Mary Wilson, þar sem hún skrifar um ykkur í Supremes. Hefur þig ekki íangað til að mótmæla. - Við Mary vorum bestu vinkonur í uppvextinum og ég varð satt að segja alveg ringluð, þegar ég las bókina. Auðvitað má hún hafa sína skoðun á þessu öllu og hafi hún upplifað þetta eins og hún segir, verð ég að segja, að þá þekki ég hana ekki fyrir sömu manneskju og hún var. En þetta erekki eina bókin, sem hefur sært mig, en ég reyni að vera víðsýn og það styrkir. - Að lokum: Ferðu nokkurn tíma inn til dætra þinna og biður þær í guðs bænum að lækka svolítið niður í hljómflutningstækjunum? - Spurðu þær. Diana hlær hjartan- lega. - Sjálf vil ég gjarnan hafa allt í botni og þar á ég líklega fátt sameíg- inlegt með öðrum foreldrum. Rhonda grípur fram í: -Égfór inn til þín um daginn, mamma og lækk- aði. Diana kinkar kolli. - Arne er ekki alinn upp við tónlist allan sólarhring- inn, svo þetta getur verið erfitt fyrir hann. Stundum bíð ég satt að segja eftir að hann fari fram, svo ég geti hækkað í tækjunum, eins og mér hentar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.