Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Bjartsýnisspá
með fyrirvara
Seðlabankinn hefur samið greinargerð um hugs-
anlega þróun framfærsluvísitölunnar á næsta ári.
Slík greinargerð er gjarnan kölluð spá sem eftir
almennum skilningi merkir forsögn um óorðna
hluti. Allar spár eru þó þeim annmarka háðar að
spámennirnir geta ekki tryggt fyrirfram að þær
rætist. Þetta á ekki síst við um þá nútímaspá-
mennsku sem iðkuð er af þjóðhagsfræðingum, eins
og mörg dæmi sanna, enda ber að geta þess að
efnahagssérfræðingar láta ævinlega fylgja spádóm-
um sínum ýmsa fyrirvara á þeim og viðurkenna að
forsendur þeirra fyrir spádómnum geti brugðist.
Hin nýja vísitöluspá Seðlabankans er að sjálf-
sögðu haldin sömu annmörkum sem aðrar slíkar
spár. Forsendur hennar eru vísar með að bresta.
Spá Seðlabankans nú er varla mikið meira en
bjartsýnisálit um það hvað gerst gæti, ef almenn
launaþróun versnar ekki frá því sem sýnist vera, að
launaskrið verði innan viðráðanlegra marka, að
gengið haldist óbreytt og erlent verðlag hreyfist
lítið.
Ýmsar af þeim forsendum, sem hér er gengið út
frá, virðast því í rauninni mjög valtar. Hins vegar
hefur spáin það gildi að vera vísbending um að með
vilja og samstilltu átaki sé möguleiki til þess að
halda verðbólgu í skefjum á næsta ári. Ef spá
Seðlabankans verður til þess að auka vonir manna
í því efni og reynist ráðandi öflum utan þings og
innan hvatning til þess að haga þannig samstarfi
sínu að slíkar vonir geti ræst, þá er nokkuð unnið
með því að birta slíka bjartsýnisspá.
En frá öðru sjónarhorni séð eru horfur í efnahags-
málum ekki bjartar. Þróunin allt þetta ár hefur
verið með þeim hætti að ekki er hægt að búast við
öðru en að gera verði efnahagsráðstafanir sem ekki
eru í samræmi við forsendur Seðlabankaspárinnar.
Enn er allt í óvissu um hvernig semst um
launakjör. Þótt vafalaust verði hægt að sameinast
um það meginsjónarmið að miða almenn launakjör
við það að kaupmáttur geti haldist, þá hefur ekki
verið gengið frá því hvernig slíkt má gerast. Síður
en svo er nein vissa fyrir því að sömu uppsveiflu sé
að vænta á næsta ári í efnahags- og atvinnumálum
eins og verið hefur allra síðustu ár. Miklu fremur
er ástæða til að óttast að til nokkurs samdráttar geti
komið.
Þegar liggur fyrir að hagur útflutningsgreina og
samkeppnisiðnaðar hefur farið versnandi. Verð-
bólguvöxturinn sem nú er yfir 30% hlýtur að rýra
samkeppnisaðstöðu undirstöðugreinanna, sem eiga
sitt undir mörkuðum þar sem verðbólgan er í
lágmarki. Útflutningsatvinnugreinar geta ekki til
langframa tekið á sig kostnaðarhækkanir sem leiða
af innlendri verðbólgu og óhagstæðri gengisþróun.
Þá getur það heldur ekki staðist að raunvextir hér
séu langt ofan við það sem gerist í viðskipta- og
samkeppnislöndum.
Vísitöluspá Seðlabankans er bjartsýnisspá sem
taka verður með fyrirvara.
A,
.Ð UNDANFORNU
hefur gengið á ýmsu á Alþingi,
en þingmenn hafa þó fengið
málhvíldir, m.a. í boði forseta á
Bessastöðum nú á aðventunni
samkvæmt venju sem rekja má
allt aftur til Sveins Björnssonar,
fyrsta forseta landsins. Minnir
þessi aðventuveisla ekki svo lítið
á veislur Jóns Sigurðssonar, sem
hann hélt íslendingum í Kaup-
mannahöfn á þeirri einörðu tíð,
þegar bæði var ort og barist fyrir
réttindum landsins og sjálfstæði.
Sá var þó munurinn, að hjá Jóni
var boðið upp á harðfisk, en á
Bessastöðum er veislukosturinn
fjölbreytilegri ef marka má sjón-
varpsmyndir af síðasta sósu-
partíi á staðnum. Ósköp var
án ægj ulegt að sj á þingmenn og
konur þeirra samankomna undir
friðsælu þaki þjóðhöfðingjans
eina stund úr degi eftir nokkurt
hnútukast á Alþingi, þar sem
sagt var að kýr myndu ekki að
þær hefðu verið kálfar - eða
þannig. Og einn þingmaður hót-
aði að byrja að lesa íslendinga-
sögur heldur en hlusta á sam-
þingmenn þylja öllu lengur lang-
rolluna úr fjárlagafrumvarpinu
Lá við að nærstaddur segði
stundarhátt: Það var þá mál til
komið. Til allrar lukku lét hann
það ógert því hver veit nema þá
hefði leikurinn æst og lestur
fslendingasagna hafist.
Jólabókin á þingi
Tímahrakið á Alþingi nú fyrir
jólaleyfi þingmanna er eftirtekt-
arvert, en alltaf er hætt við
nokkru málþófi hjá stjórnar-
andstöðu, þegar þannig hagar
til. Stjórnarandstaðan veit þó að
málþóf leiðir ekki til annars en
vökunótta og jafnvel skerðingar
á leyfi. Stjórnarandstaðan er
náttúrlega saman sett af mönn-
um eins og annar hluti þing-
heims, sem kom hvað best fram
í hláturrokum þegar Svavar
Gestsson var á dögunum að
viðra höndlun bænda með vél-
bindingu og söluskattsskyldan
bindikostnað. Tímahrakið má
að nokkru leyti rekja til skipu-
lagsbreytinga í kjölfar fjárlaga-
gerðar, óeðlilegs málþófs út af
kvótafrumvarpi og tafsams róð-
urs við að koma fram frum-
varpi félagsmálaráðherra um lán
til húsnæðiskaupa. Þá bíða tolla-
lög afgreiðslu. Þau eru sögð bók
upp á einar þrjú hundruð síður
og hefur a.m.k. Stefán Valgeirs-
son lýst því yfir að ógerlegt sé að
lesa slíkan doðrant svo mynd
verði á þann stutta tíma sem er
til jóla. Þannig nýtur jólabókin
á þingi ekki einróma hylli og er
varla við því að búast. Þá virðist
eins og lagafrumvarp félags-
málaráðherra hafi valdið nokk-
urri geðshræringu. Ráðherra
sætti sig ekki við að formaður
félagsmálanefndar fylgdi frum-
varpinu úr hlaði frá nefnd, sem
er venjan, og vildi að einhver
annar nefndarmanna gerði það.
Ekki varð ráðherra að þessari
ósk sinni. Hann var orðinn svo
órólegur út af seinlegri af-
greiðslu frumvarpsins, að hann
tilkynnti forsætisráðherra að
hann myndi ekki sitja ríkis-
stjórnarfúndi. Næsti fundureftir
tilkynningu ráðherra átti að
verða klukkan 9 að morgni, en
forsætisráðherra tilkynnti að fél-
agsmálaráðherra myndi sitja
fund ríkisstjórnar þennan dag.
Hins vegar hefði honum verið
frestað til kvölds. Þetta gekk allt
eftir, og situr félagsmálaráð-
herra enn stjórnarfundi. Hann
hefur hins vegar tilkynnt, að
verði frumvarp hans um hús-
næðislánin ekki samþykkt fyrir
jólaleyfi muni hann fara úr ríkis-
stjórn. Formaður félagsmála-
nefndar las nefndarálitið undir
ströngu eftirliti félagsmálaráð-
herra. Lét frúin vísifingur fylgja
línum til að fylgjast með því
hvort nefndarformaður færi að
skjóta upp neyðarblysum utan
samkomulags. Hann hélt sig við
textann og er þó ekki hlýðnastur
manna.
Vextir og verðbólga
Þannig gengur þetta nú fyrir
sig í þinginu. En utan þess er
fólk í óðaönn að taka út á
kreditkortin sín, sem eru að
verða að sannkölluðum jóla-
kortum af því kaupmenn láta
þau liggja í einhvern tíma, svo
þau komi ekki til innheimtu í
byrjun janúar eins og venja er
heldur í byrjun febrúar. Það er
því mikill jólabragur á verslun-
inni. Þess er hins vegar óskandi
að kaupmenn fari ekki að fikta
við jólin sjálf heldur treysti á
útsölur sínar á útmánuðum.
Verslunin virðist lífleg og bendir
það til góðrar afkomu hvort sem
fólk notar kort eða peninga. En
nú eru margvíslegar blikur á
lofti, og margur óttast um sinn
hag á úthallanda vetri. Ber þar
hæst að gengisfall dollarans
veldur miklum erfiðleikum í
fiskiðnaði, jafnvel svo að helstu
aðilar innan hans orða gengis-
fellingu. Það hlýtur að vera
hæpin lausn um þessi áramót
þegar stefnir í strangar viðræður
við launþegahreyfinguna. En
auðvitað verður fiskiðnaðurinn
að lifa, því þaðan hefur þjóðfé-
lagið hitann úr. Erfiðleikarnir
eru öllum ljósir. Hækkandi vext-
ir og vaxandi verðbólga eru
einkenni sem við könnumst allt-
of vel við. Við þjáðumst undan
þessum tveimur okum alveg ný-
verið og sjáum ekkert nema illt
eitt við endurtekningu uppvaxt-
ar tvíbura efnahagslegs ófarnað-
ar. Síðasta ríkisstjórn bar gæfu
til að ná tangarhaldi á verðbólgu
svo um munaði. En það var eins
og kosningaárið, þegar ríkis-
stjórn á erfitt með að beita sér
og ný stjórn hefur ekki verið
mynduð, hafi reynst mikið ör-
lagaár í þessu efni. Verðbólgan
verður að nást niður og vextirnir
um leið. Þau fjármögnunarfyrir-
tæki sem efla starfsemi sína með
hverjum degi, halda uppi ákveð-
inni vaxtaskrúfu, og það eitt og
sér auðveldar ekki að fást við
verðbólguna. Vaxtafár hlýtur
fyrr en síðar að eyðileggja for-
sendur fyrir margvíslegum
rekstri og þá um leið forsendur
atvinnulífs. Dæmi um það er
voldugt fyrirtæki sem tók sex
milljónir króna að láni árið 1981.
Það hefur staðið í skilum með
afborganir síðan. Nú stendur,
skuld þessa fyrirtækis í þrjátíu
milljónum króna. Það er áreið-
anlega eitthvað brýnna að vinna
í landi þar sem svona hagar til
en efna til gengisfellingar.
Hvorki þjóðfélag eða fyrirtæki
og stofnanir þola svona
meðferð. Sú aðferð að freista
þess að hafa stjórn á peninga-
málum með ofurbeitingu á vöxt-
um til hækkunar á sama tíma og
opinberir aðilar keppa við
fjármögnunarfyrirtækin um
sparifé með því að hækka stöð-
ugt innlánsvexti, hefur ekki bor-
ið árangur svo vitað sé. Einstakl-
ingar og fyrirtæki taka peninga
að láni hvað sem þeir kosta,
einfaldlega af nauðsyn sem er
skynseminni og venjulegri rök-
fræði yfirsterkari að lokum.
Vaxtastefna undanfarinna ára
hefur sannað þetta og frekari
tilraunir eru óþarfar. í vaxtamál-
um verður að finna milliveg, og
hann verður ekki fundinn nema
fyrir atbeina stjórnmálamanna.
Bankamenn hugsa um þessi mál
út frá öðrum forsendum. Þeir
eru umsjármenn peninga.
Hver ræður
ríkisbanka?
Og fyrst minnst er á ríkis-
banka þá hafa verið uppi undar-
legar hræringar út af banka-
stjórastöðum við Landsbank-
ann. Blöð hafa verið að tala við
menn og spyrja þá hvort þeir
væru að verða bankastjórar.
Síðan eru spurningar blaða-
manna gerðar að svörum við-
mælenda svo mál hlaupa í hrúts-
horn og verða nánast óskiljan-
leg. Staðreyndin er að tveir af
bankastjórum Landsbankans
nálgast nú fullan starfsaldur eftir
gifturík og farsæl störf í stærsta
ríkisbanka landsins. Bankaráð
ríkisbanka sem kosin eru af
Alþingi ráða bankastjóra. Um
sinn hefur verið lenska að láta
sem ráðningar á bankastjórum
hjá ríkisbönkum komi hvorki
bankaráðum eða stjómmála-
flokkum við. Þetta er einhver
misskilningur, sem birtist m.a. í
því að starfsfólk banka er öðm
hverju að gera kröfur til þess að
bankastjórar verði valdir sam-
kvæmt óskum þess og sjónar-
miðum, og eru þá að bera við
starfsaldri og hæfni, sem auðvit-
að er fyrir hendi. Á sama tíma
vilja starfsmenn ríkisbanka ekki
láta breyta ríkisbönkum í hluta-
félagabanka, heldur halda við
þeirri skipan sem hér hefur gilt
góðu heilli. Menn sem kjörnir
em af almannavaldinu í landinu
til að fara með yfirstjórn ríkis-
banka geta ekki eðli málsins
samkvæmt hætt allt í einu að
skipta sér af ráðningu í störf
bankastjóra. Bankaráð getur
auðvitað ráðið starfsmann
banka í bankastjórastöðu ef það
telur það bestu ákvörðun og það
hefur verið gert. En vilji starfs-
fólk og aðrir þeir sem um mál
ríkisbanka fjalla, þeirra á meðal
bankastjórar, halda því fram að
þar megi pólitík hvergi nærri
koma, eiga þeir einfaldlega að
ganga fram fyrir skjöldu og
segja: Seljið bankann minn
einkaaðilum, svo við losnum við
þessa ógurlegu pólitík. Sé þetta
ágæta fólk ekki reiðubúið til
þess á það ekki að hafa hendur
á lofti gegn ákvörðunum banka-
ráðs hverju sinni.