Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 ___^piíb'/TvXÍtXdXgÓB ÓTGWUOtóUB/' 10.11^*2^ -úfSSfCÉGm**° 6767 'gbÉ®*^ sToASil!5I ■^mBmGjÁLDÓÁGÁÍ^ 10 »nqY®1?5— 26823^045^90 5725^8502^. --- ^fbobgÚn 2325.J35*Í5- ásss^fS 30226*761^5— SAMTALbOHLlH -^CdÓÍg^Ómeb 6 TEG VlS'TÖLL! 19 hlÚtTvísítöu) vÁxtÁpbósenta 8.454 vísvt5íX)ST'g 1517TL841 MAFNNUMEB bankanúmeb afbobgun 356^158»!!- ---- vÍXTlB 2751^969x90. 1968^976x1?- koÍtnaðub TiL GBEIÐSLU 5077x105.40 oagvextib TdbÁttabvextib "götunh. staðgb. \ w Ito BBEFNB_ FL \ X ' TEGGB. banki teg.vax. hb DB.VX.B. gjalooagi_ 30226x761x5—1 Þessi innheimtuseðill sýnir að lán, sem tekið var 1981 upp á 6,7 milljón- ir króna, var orðið rúmar 30 milljón- ir í nóvember 1986. Alltaf hefur verið staðið í skilum. Bókin lifir Öll jól á íslandi á síðari hluta þessarar aldar hafa verið eins- konar bókajól. Þegar mest gekk á í menningarefnum í kringum 1968 kom tímaritið Time í Bandaríkjunum með stóra spurningu á forsíðu: Is God dead?, Er guð dauður? Jól sanna okkur mörgu fremur að Guð lifir í brjósti hvers manns og er hans hald og traust þegar annað bregst. Spurningu tímaritsins var eflaust varpað fram vegna þess að um tíma virtist eins og blómafólkið og skólakynslóðir þess tíma hefði tekið að sér þau hlutverk, sem kristindómur og menning reist á honum hafði gegnt áður. Nú um tuttugu árum síðar er þetta gítarfólk farið að skrifa endurminningar sínar og nefnir sj álft sig og annað umróts- fólk týndu kynslóðina. Þetta á eflaust að vera dramatískt en er ekki annað en ómerkileg sjálfs- fróun þeirra sem kusu að týna hinum almennu gildum og fót- festunni um leið, eins og nýlegt’ dæmi sýnir í sjónvarpsþætti um krakka á götum New Yorkborg- ar. Guð lifir, en kynslóðir geta kosið að týnast ef þær eru þá nógu merkilegar til að einhver taki eftir því. Eins var sagt um bókina á sama tíma: Er skáld- sagan dauð? voru menn að spyrja, og höfðu þeir mest gam- an af að varpa fram þessari spumingu sem höfðu lifað á skáldsögunni, en töldu af ein- hverjum ástæðum að hún ætti að deyja eftir þeirra dag. í ljós hefur komið að skáldsagan og bækur yfirleitt lifa nú fjölskrúð- ugra lífí en áður og sækja stöð- ugt í sig veðrið. Þetta er áber- andi hér á landi, þar sem bóka- titlar hafa þrefaldast á þrjátíu árum, en samt sem áður seljast bækur í líkum upplögum og fyrr og þær söluhæstu í mikið meira magni. Það er ástæða til að benda á þetta nú vegna þess að um þessar mundir er bókavertíð í hámarki, ekki einungis á Is- landi heldur um alla vestrænan heim. Bækur og samkeppni Fyrir einhvern misskilning hafa íslenskir höfundar og bóka- útgefendur hópað sig saman og gerst talsmenn bókarinnar. Sú talsmennska gerir litla stoð ætti bókin sér ekki lesendur, sem yfirgefa hana ekki og hafa margt til hennar að sækja eins og til guðstrúarinnar. Fámennisklík- urnar í menningarlífinu hafa ekki náð þeim árangri að geta fengið lesendur til að trúa að frá þeim sé bókin komin. Það er nefnilega Ijóst að meginstraum- ar bókmennta þjóðarinnar hafa alltaf legið utan þeirra áhrifa- sviðs. Þess vegna hlustaði eng- inn þegar tilkynnt var að skáld-. sagan væri dauð hér á árunum. Þess vegna hlustar enginn nú, þegar atlögur eru gerðar að ríkisvaldinu út af söluskatti á bókum, og það hlustar heldur enginn á upplýsingar um smell- ina í bókaútgáfunni, sem til- kynntir eru fyrir hver jól með tilheyrandi einkunnagjöf og sölulistum, sem búnir eru til fyrir sameiginlegt átak bóksölu, útgefenda og fjölmiðla. Bókin lifir þetta allt af vegna þess að hún er fyrst og fremst vinur og félagi lesandans. Ungir kennimenn íslenskt menningarlíf virðist oft lifa mest á ergelsi. Margvís- legar deilur hrjá það, og eftir að einn stjórnmálaflokkur tók að sér að reka menningarlíf eins og hluta af stjórnmálabaráttunni hófust upp hinar undarlegustu umræður og pex. Þessi pólitíska menningarstarfsemi hófst í litl- um mæli skömmu fyrir síðara stríð, en komst í algleyming um það bil sem Ameríkumenn héldu að þeir væru búnir að týna Guði og hér var rætt um að skáldsagan væri dauð. Nú hefur fjölmiðlafárið drepið menning- arslagnum eitthvað á dreif, enda er hann varla eins miðstýrður og hann var. Engu að síður ganga aftur innan fjölmiðlanetsins ungir kennimenn gamals siðar. Þeir hafa þann starfa fyrir jól að segja lesendum hverjir afbragðs- menn ákveðnir höfundar eru, og er þá ekki dregið úr vilji svo til að þessir sömu höfundar hafi verið á framboðslistum hins menningarpólitíska flokks eða kosið hann. Einnig er gott að hafa setið á þingi fyrir sama flokk. Þá eru þessir ungu kenni- menn alveg öruggir um kosti verka. Engu að síður lifir bókin af því hún á sér lesendur. Þeir þurfa að slást Af því menningarmálin eru pólitísk þurfa menn að slást, líka á aðventunni. En slagsmál meðal menningarhópa er gömul saga, og má í því efni vitna til nýrrar bókar, annars bindis æviminninga séra Emils Björns- sonar, sem hann nefnir Litríkt fólk. Þar segir frá veislu sem haldin var til að fagna endur- heimt menningarstofnunar úr höndum setuliðs á stríðsárun- um. Það var ekki fyrr en rjúk- andi púnsbolla var borin í veislu- salinn sem menningarfólkið tók við sér. Leið skömm stund áður en stærðarkarlmaður flaug aftur á bak út úr salnum, „hnefi annars fylgir honum eftir af þvílíku heljarafli, að maðurinn í loftinu fellur á hnakkann í gólfið að fótum okkar, og blóðbuna stendur úr nösum hans. “ Þennan mann varð síðan að sprauta niður og setja í bönd. Ekki munu svona lýsingar vera eins- dæmi um menningarsamkomur. Gunnar M. Magnúss var staddur í samkvæmi rithöfunda og rifust tveir um ræðustólinn. Jafnframt var verið að stympast annars staðar í salnum og þjónn var að leiða einn ofurölvi til dyra. Þá varð Gunnari að orði: Þetta er eins og í lúkar á skútu. Hann gat trútt um talað, maður sem hafði verið á skútum. Þetta sýnir eitt með öðru, að menningarmenn eru ekki heilagir. En þeir eru duglegir í klíkum sínum og í þeim samsærum sem bitna fyrst og fremst á lesendum. Gleðileg jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.