Tíminn - 12.03.1988, Side 3

Tíminn - 12.03.1988, Side 3
Laugardagur 12. mars 1988 Tíminn 3 Bifreiðatryggingahækkun ekki með í framfærsluvísitölunni: vængstýfð vísitala mælir 11,6 prósenta verðbólgu Framfærsluvísitalan hækkaði nú minna en 1% annan mánuðinn í röð, eða um 0,92%, milli febrúar og mars. Fara verður allt aftur til des. Borgarráo spyr: Er Aburðar- verksmiðjan hagkvæm? Allir fulltrúar í borgarráði Reykjavíkur stóðu að bókun sem gerð var á fundi ráðsins í gær þar sem því er beint til ríkisstjórnarinnar að hún skipi nefnd til þess að gera úttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, með skírskotun til þeirrar hættu sem borgarbúum stafi af verksmiðjunni í dag. Þegar í síðasta mánuði lá fyrir samþykki ríkisstjórnarinnar um að félagsmálaráðherra setti á laggirnar slíka nefnd. Ekki var á borgarráðs- fundinum í gær tekin afstaða til umsóknar Áburðarverksmiðjunnar um leyfi til að byggja nýjan ammon- íaksgeymi. Trúnaðarmenn sjö verkalýðsfé- laga sendu í gær Davíð Oddssyni, borgarstjóra, bréf vegna umræðu á fundi borgarráðs á þriðjudag, þar sem málefni Áburðarverksmiðju ríkisins voru til umfjöllunar. Er í bréfinu lýst yfir undrun á því „moIdviðri“ sem þyrlað hefur verið upp um hættuna af núverandi geymi verksmiðjunnar. „í öllum þeim stórorðu yfirlýsing- um, sem starfsmenn hafa mátt lesa, eða hlusta á í fjölmiðlum, um hvort eða hvenær leggja ætti Áburðarverk- smiðjuna niður vegna öryggis íbúa Reykjavíkur, sem ráðherra og borg- arstjórn bera skiljanlega mjög fyrir brjósti, virðist enginn láta sig skipta hvað við tæki hjá því fólki sem starfar í verksmiðjunni, en margt af því, hefur unnið þar alla sína starfs- ævi og gæti reynst þeim örðugt eða ómögulegt að fá aðra vinnu,“ segir í bréfinu til borgarstjóra. Ennfremur segja trúnaðar- mennirnir sjö að það skipti miklu máli fyrir þessa menn og fjölskyldur þeirra, sem flestir búa í Reykjavík, að Áburðarverksmiðjunni verði gert kleift að starfa áfram við viðunandi aðstæður. „Ef leggja á verksmiðjuna niður eða gera henni ókleift að starfa, jafngildir það að 150 störf við fram- leiðslu í borginni, hafi verið Iögð niður,“ segja trúnaðarmennirnir. Að lokum benda þeir borgarstjóra á, að ráðstafanir hafa verið gerðar til að hafa ammóníaksbirgðir verk- smiðjunnar í lágmarki og því teldu þeir að leyfa eigi notkun núverandi geymis með þeim skilyrðum sem Vinnueftirlitið telur viðunandi, þangað til að nýr geymir verður tilbúinn, en talið er að það muni takal8mánuðiaðreisahann. -SÓL k Spennum örfáar sekúndur - í öryggis skyni 1986 til að finna dæmi um svo litla vísitöluhækkun. Umreiknað til árs- hækkunar svarar 0,92% til 11,6% verðbólgu á heilu ári. Frá fundi borgarráös í gær. Á hinn bóginn má benda á að þótt framfærsluvísitalan hafi einmitt það hlutverk að mæla verðlagshækkanir frá mánuði til mánaðar er sú mikla Tímamynd Pjetur hækkun sem varð á iðgjöldum bifr- eiðatrygginganna nú í byrjun mán- aðarins enn ekki komin inn í fram- færsluvísitöiuna. Sú hækkun verður ekki tekin inn fyrr en í byrjun maí - enda hafi sú tilhögun tíðkast um langt árabil samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hagstofan staðfesti að iðgjaldahækkunin - sem þegar er komin er til framkvæmda - geti þýtt í kringum0,8% vísitöluhækkun. Að þeirri hækkun meðtalinni hefði vísi- talan því hækkað í kring um 1,7% sem svaraði til um 22-23% verðbólgu á heilu ári. Af 0,92% hækkun vísitölunnar milli febrúar og mars stafar um þriðjungurinn, 0,3%, af verðhækk- unum á landbúnaðarafurðum, 0,2% af verðhækkun nýrra bíla og 0,4% af verðhækkunum á ýmsum öðrum vörum og þjónustu. Verðlækkun kcmur nú cnn á liðn- um „borðbúnaður og eldhúsáhöld", sem þá hefur lækkað um rúmlega 8% frá áramótum. Um 6,5% verð- lækkun hefur sömuleiðsis komið fram á liðnum „tækjabúnaður til tómstundaiðkunar" og rúmlega 2% verðlækkun á liðnum „ferðavörur, úr og skartgripir". Margumrædd verðlækkun á snyrtivörum virðist hins vegar nær hafa „týnst“ upp í verðhækkun þjónustukostnaðar, því liðurinn „snyrting, snyrtivörur" hef- ur aðeins lækkað um 0,9% á sama tíma. Sú verðlækkun sem áður var komin fram á liðnum „húsgögn og gólfteppi" er horfin upp í verðhækk- un sama liðar nú í mars. Þessir liðir eru meðal þeirra sem verðlækkun átti að koma fram á í kjölfar tolla- lækkananna um áramótin, sem kunnugt er. Auk þeirrar 12,6% verðhækkunar sem orðið hefur á matvörum síðustu þrjá mánuðina hafa margir aðrir liðir vísitölunnar hækkað all veru- lega, og þá ekki síst innlendir liðir. „Heilsuvernd“ hefur t.d. hækkað um tæp 19%, „skólaganga" um 8%, „almenningssamgöngur“ um 7%, rafmagn og hiti um 6%. og bækur og blöð um 6%. - HEI INTERNATIONAL Mest seldu dráttarvélar á íslandi 1987 Nokkrar vélar til af- greiðslu strax. Munið að bera saman búnað, verð og greiðslukjör. Vinsamlegast gerið pantanir tímanlega fyrir vorið CASE-lnternational dráttarvélar eru viðurkenndar fyrir gæði auk þess að vera leiðandi merki í tækniþróun. Frábær aðstaða fyrir stjórnanda, svo sem demparasæti, slétt gólf, litað gler, öflug þriggja hraða miðstöð, útvarp, allir nauðsynlegir mælar, góð staðsetning stjórntækja er aðeins ein ástæða þess hve margir bændur velja um CASE-lnternational. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR ÁÞESSUM VÉLUM Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.