Tíminn - 12.03.1988, Side 8

Tíminn - 12.03.1988, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 12. mars 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGtslason Skrifstofur: Stðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Afstaða Sigrúnar í borgarstjórn Borgarfulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista í Reykjavík tóku upp á því á dögunum að ganga út af borgarstjórnarfundi, þegar rætt var um byggingu ráðhúss, sem ætlað er að rísa í norðvesturhorni Tjarnarinnar. Útganga af þessu tagi á að sýnast eitthvert hetjuverk í blaðafrásögnum, en er helst í ætt við það þegar menn til forna hleyptu upp þingum eða brugðu fyrir sig öðrum frumstæðum þingsköpum. Þeim, sem þannig hegða sér á þjóðkjörnum samkomum á 20. öld, duga ekki venjulegar fundarreglur, hvorki hvað varðar almennt málfrelsi né atkvæðagreiðslur með handauppréttingum, heldur skal einnig tekið til fótanna og marsérað út úr fundarsal til frekari áherslu afstöðu sinni. Það var með þessum hætti sem borgarfulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista hegðuðu sér á borgarstjórnarfundi nýlega og þykjast miklir af. Einn borgarfulltrúi minnihlutans, þ.e. Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokkn- um, tók ekki þátt í þessari sérstæðu fundarhegðun. Kom þar hvort tveggja til að hún setur sér ekki sín eigin fundarsköp og hefur auk þess nokkuð aðra skoðun á ráðhúsmálinu heldur en Alþýðubanda- lagsmönnum, Krötum og Kvennalistakonum er þóknanlegt. Sigrún Magnúsdóttir tók þá afstöðu varðandi ráðhúsbygginguna að samþykkja staðarvalið við Tjörnina og stóð að því að teikning sú sem hlaut 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um ráðhús í Reykjavík skyldi lögð til grundvallar ráðhúsbygg- ingunni. Þessi afstaða er hrein og klár og þarf ekki að valda neinum misskilningi. Hins vegar hafði Sigrún Magnúsdóttir þá sérstöðu um málsmeðferð og framkvæmd ráðhúshugmyndarinnar, að ekki væri tímabært að hrinda smíðinni af stað að svo komnu. Þessi sérafstaða um framkvæmdatímann er einnig auðskilin og þarf ekki að valda neinum misskilningi. Sigrún Magnúsdóttir leggur áherslu á það í störfum sínum í borgarstjórn að vinna þar sjálfstætt að málum og taka málefnalega afstöðu til borgar- mála. Hún hefur látið svo ummælt um afstöðu sína að hún eigi sinn hlut að því að minnihlutaflokkarnir hafi sem nánasta samstöðu gegn Sjálfstæðisflokkn- um í ýmsum veigamiklum málum. Það hefur m.a. komið fram í samvinnu minnihlutaflokkanna við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Sigrún Magnúsdóttir hefur látið það skýrt í ljós að þrátt fyrir slíka samstöðu minnihlutans í mikilvægum málum, þá geti einstakir flokkar ekki skuldbundið sig til þess að vera sammála í öllum greinum eða í hverju máli sem upp kann að koma. Enginn minnihlutaflokk- anna hefur gengist undir þess háttar skilyrði, enda er óhugsandi að samstarf þessara flokka geti byggst á svo afdráttarlausri meginreglu. liðnum árum virðist þjóðfélag okkar hafa verið í einskonar viðvarandi heljar- stökki í menningarlegu og efna- hagslegu tilliti með þeim af- leiðingum, að það er eins og sjónin hafi horfið því í bili. Þessi líking styðst við margar stað- reyndir. Ein er sá ógnarhraði sem þarf að vera á öllum hlutum, ákvörðunum jafnt og verkum ýmiskonar. Annar er sú menn- ingarlega upplausn sem felst í skorti á sjálfsaga, kröfugerð og heift út í þá sem gjarnan eru nefndir „hinir“, en enginn veit raunar hverjir þeir eru. Verð- bólga og dýrtíð sem hleypt hefur verið af fullum krafti á einstak- linga hefur steypt mörgum heim- ilum í gjaldþrot, en á föstudag- inn í fyrri viku kom Lögbirtingur út og boðaði 52 gjaldþrot í Reykjavík. Ekki virðist um það að ræða að fólk vilji hægja á sér í eyðslu. Um það bera vitni þau fjörugu viðskipti sem eru á bíla- markaði, markaði hljómflutn- ingstækja, útvarpa, sjónvarpa og heimilistækja. Við liggur að á síðasta ári hafi útvarp verið keypt á hvert heimili í landinu. Hinn almenni æsingur, kaup- gleði og kjaratal hefur Ieitt sam- félagið út í blindgötu, sem ekki virðist hægt að komast út úr nema með því að gefa enn einu sinni eftir, hleypa nýrri verð- bólguskriðu af stað, fella gengið enn meira en orðið er og fjölga um leið gjaldþrotum. Sú gífur- lega kaupmáttaraukning, sem varð á árinu 1986 og þar á undan hefur beinlínis elft verðbólgu- kröfuna og vaxtaskrúfuna, nú þegar skynsemi býður mönnum að fara hægar um sinn. Efnahagsspá sem ekki stóðst í raun er það alveg ljóst, að kaupmáttaraukning verður ekki ákveðin með launasamningum. Henni ræður m.a. hagstæður viðskiptajöfnuður og almenn hagsæld í landinu, sem mótast af verðlagi afurða á erlendum mörkuðum. Henni ræður líka, að atvinnuvegirnir fái tíma til að draga andann þótt ekki sé nema stund og stund, í stað þess að þurfa stöðugt að taka við nýjum efnahagsdæmum, sem spýtast svo ört út úr maskínum, að blekið nær aldrei að þorna. Við þessar aðstæður virkar samfélagið oft og tíðum eins og það sé stjórnlaust. Jafnvel spár okkar standast ekki deginum lengur vegna þess að forsendur þeirra geta breyst með svo snöggum hætti að það minnir á veðurfarið og frægt lægðakerfi okkar. Sem dæmi um þetta ástand er vert að vitna til fréttar í DV, þar sem sagt er frá því að norræn verkalýðsfélög hafi gert spá um þróun efnahagsmála á Norðurlöndunum, sem kynnt hafi verið á Norðurlandaráðs- þingi í Osló. Spáð var um efna- hagsþróun á íslandi á þessu ári: „Þar kemur fram að spáð er 18% verðbólgu á árinu, að at- vinnuleysi hér á landi verði það sama og á síðasta ári og að ’ viðskiptahallinn verið 4,4% af þjóðarframleiðslu, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Birni Arnórssyni, hagfræðingi BSRB. Björn sagði í samtali við DV að íslenski kaflinn í skýrslunni væri ómerkilegur, enda hefði hann verið saminn í janúarmán- uði (í ár)“. Sem sagt að fyrir rúmum mánuði var gerð efna- hagsspá, sem er orðin ómerkileg í dag. Þetta mætti kannski taka sem nokkra lýsingu á því viðvar- andi heljarstökki samfélagsins, þar sem svifið er endalaust í stóru bakfalli. Hugarfar eyðslunnar Nú mætti álíta að þeir hag- fræðingar, sem fást við efna- hagsspár hefðu þann metnað í atvinnulegu tilliti að vilja heldur búa til spár byggðar á líkum og lögmálum heljarstökksins í stað þess að framfylgja fyrri spám og segja síðan að þær séu ómerki- legar þegar þar er komið í heljarstökkinu, að ekkert stenst af því sem sagt hefur verið. A.m.k. er ástæðulaust að láta norræn verkalýðsfélög vera að prenta þetta eftir okkur. Það hvarflar nefnilega að manni að íslenskar efnahagsspár séu ekki hæfar til útflutnings. Önnur lönd virðast geta gert efnahagsspár sem standast eitt ár eða svo, enda eru kjarasamningar þar gerðir á lægri nótum en hér. Og þó er eins og kjarasamningar hér hitti sjaldnast á staðreyndir í greiddum launum hjá miklum fjölda launafólks, en í staðinn koma launaskrið og yfirborgan- ir. Einnig er þess ógetið hverju fólk fær haldið eftir þegar búið er að draga frá skatta og útsvör og önnur launatengd gjöld. Lægstu laun taka ekki á sig stórar fjárhæðir í sköttum og í raun má segja að eini umtals- verði launajöfnuðurinn í land- inu hafi hingað til náðst fram í gegnum gjöldin. Með réttu hefur verið bent á, að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eigi ekki að stuðla að þenslu í samfélaginu með ótímabærum framkvæmd- um. Framkvæmdagleði okkar hefur verið mikil og hér á landi er flest nýtt bæði í húsum og tækjum. Stjórnunin sem áður var á fjármagni fór að mestu í gegnum bankana og opinbera sjóði. Þeirri stjórnun verður ekki lengur við komið að neinu ráði. Um það sjá fjárfestingar og kaupleigufélög, sem byggja starfsemi sína m.a. á erlendu fjármagni. Með því eyðslu- hugarfari sem hér ríkir, nýj- ungagirni og framkvæmdagleði, er varla von til þess að óskir um samdrátt í framkvæmdum beri teljandi árangur. Hvergi hafa þó dæmin orðið stærri og umfangs- meiri en í Reykjavík, enda er þaðan skemmst í kjötkatlana • bæði inglenda og erlenda. Stjörnur með 250 þús. í Reykjavík einni eru nú nær fjögur hundruð þúsund fermetr- ar undir verslun og rúm þrjú hundruð þúsund fermetrar undir skrifstofum. Þegar Kringlan hef- ur verið tekin inn í dæmið nemur þetta samtals, fyrir þjónustu- greinarnar, um 780 þúsund fer- metrum. Til viðmiðunar má benda á að iðnaðurinn hefur um 580 þúsund fermetra. Hverri íbúð í Reykjavík fylgja um 12 fermetrar í verslun, eða eins og eitt herbergi. Þegar þess er gætt að launaskrið er almennt í þjón- ustugreinum er auðséð hvar helsti vandi þenslunnar liggur. Þegar horft er til fjölmiðla og helstu auglýsingaþátta í sjón- varpi og útvarpi, þá bera auglýs- ingar með sér, að umsvif eru mest í þjónustugreinunum. Þær auglýsa mest, og eins og verðlagi er háttað á auglýsingum fjöl- miðla, einkum sjónvarps, virðist eins og hin margvíslega þjónusta sé helsta lifibrauð landsmanna. Ef staldrað er við og hugleitt hvað það er, sem hefur leitt okkur út í slíkan ofvöxt þjónust- unnar verður kaupgetan fyrst á blaði. Hún gæti ekki þrifist nema vegna mikilla viðskipta. Starfs- fólk í tölvubransanum mun yfir- leitt ekki hafa mikið undir hundrað þúsund króna mánað- arlaunum. Nýlega varð hér mik- ið umtal um laun forstjóra í Bandaríkjunum, sem er allt ann- að launasvæði og ekki sambæri- legt við það sem hér gildir. Þessi bandarísku forstjóralaun voru kinnroðalaust borin saman við lágmarkslaun síðustu kjara- samninga, sem nú hafa verið felldir víðast hvar. Þeir sem stóðu að þessum samanburði hafa sumir hverjir ekki undir tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónum á mánuði af því þeir eru fjölmiðlastjörnur. En þeir ástunduðu ekki að bera saman þessi laun og láglaunin í fiskiðn- aði. Hér er þó um marktækan samanburð að ræða, enda sama verð og launasvæði. Fleiri skrautleg dæmi væri hægt að tína til úr þjónustugreinunum. Þá er ógetið þeirrar afsiðunar, sem þjónustugreinar geta haft í för með sér, einkum þær sem starfa á jöðrum svonefndra list- greina. Þar er margt með sama hætti og í nafngiftum verslana og veitingastaða. Mest lagt upp úr óskiljanlegum erlendum orðum. Á ferð um Laugaveg eru menn ýmist staddir í París, Kína, London eða Japan. Slíkur er hinn erlendi vindgangur orð- inn á gamalli slóð reykvískra kvenna inn í þvottalaugar. Æskubissnes Stór hluti þjónuststarfans snýr að æskunni í landinu. Langt er síðan að æskubissnesinn varð drjúgur atvinnuvegur hér á landi. Það var um það leyti sem upp var tekinn sá siður að telja æskunni trú um að hún ætti ekki að skera hár sitt líkt og Samson forðum, og að hún ætti að ganga þannig til fara að hún liti helst út fyrir að vera á eilífri safari. Hvítar skyrtur þóttu þá hin mesta ósvinna og er svo raunar ‘enn, þótt ungir karlmenn sjáist stundum í þannig skyrtum, eink- um þegar þeir eru að kynna fegurðarsamkeppnir í sjónvarpi. Ungar stúlkur fóru mikið betur út úr þeim æskubissnes sem leiddi unga pilta út í mórautt og grátt á mórautt og grátt ofan. Konur hafa alltaf kunnað að snúa hverri bissnes-aðför sér í hag, og æskubissnesinn gerði lítið annað en auka fjölbreytni þeirra í klæðaburði, oft svo að hreint öfundarefni hlýtur að.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.