Tíminn - 12.03.1988, Síða 17
Laugardagur 12. mars 1988
Tíminn 17
í stað gamailar byggingar átti að rísa ný í grennd við Lundúnaturn. En aðeins á tveggja metra dýpi var komið
niður á legstað 700 manna sem orðið höfðu plágunni miklu, svartadauða að bráð um miðja 14. öld.
Kirkjugarður frá
tímum svartadauða
fundinn í London
29. janúar áríð 1348 veiktist sá fyrsti í London. Hann dó
nokkrum dögum síðar. í byrjun dó fólk svo tugum skipti á
hverjum degi. Áður en langt um leið skiptu þeir hundruð-
um og enginn hafði lengur hugsun á að kasta á þá tölu.
Plágan mikla, svartidauði, geisaði um þröng stræti Lund-
únaborgar. Talið er að um 100.000 manns hafí orðið
pestinni að bráð, meira en helmingur borgarbúa.
Þegar pestin var í hámarki voru
jörðuð 200 fórnarlömb hennar dag-
lega og lentu flestir í fjöldagröfum.
Alls létust 800.000 manns af völd-
um svarta dauða í Englandi og
margir voru látnir liggja þar sem
þeir féllu mánuðum saman.
Nú standa yfir framkvæmdir í
grennd við „The Tower“; verið er
að rífa þar gamla byggingu og á að
reisa þar nýja skrifstofubyggingu.
Til niðurrifsins voru að sjálfsögðu
notaðar stórvirkar vinnuvélar, en
þegar gröfurnar höfðu grafið niður
á tveggja metra dýpi fóru þær að
rekast á beinagrindur.
Auðvitað var strax hætt að vinna
þarna með stórvirkum vélum og í
staðinn mættu 80 fornleifafræðing-
ar á staðinn. Innan skamms höfðu
þeir leitt fram í dagsljósið grafreit
frá þeim mánuðum sem svartidauði
Þeir gáfuðu
þurfa minni
þrúgusykur
Þegar heilafrumurnar starfa af
kappi brenna þær þrúgusykri. Nú
hefur prófessor einn í Kaliforníu
gert athuganir á því hvaða sam-
band sé milli greindar fólks og
hvað það brennir miklum þrúgu-
sykri þegar það er að brjóta
heilann. Hann fór þannig að að
hann fékk fólk til að leysa ákveð-
in verkefni og mældi hversu mikill
þrúgusykurbruninn var.
í ljós kom að því hærri sem
greindarvísitala fólksins var því
minni þrúgusykur þurfti það til
að leysa verkefnin.
geisaði í London og grafið upp
beinagrindur 700 manns.
Aðeins fá líkanna voru hulin
klæðum, á flestum þeirra hafði
tímans tönn unnið. Heillegt var
aðeins lítill barnsskór og beltis-
Baráttan gegn eiturlyfjum er
löng og ströng - og vonlaus, myndu
sumir bæta við. Þeir benda á hvílík
ítök eiturlyfjasalar eiga í ýmsum
ríkjum Rómönsku Ameríku t.d.,
en þar er kókajurtin ræktuð á
stórum svæðum og afurðum
hennar, kókaíni komið í verð um
allan heim, og það er ekkert
smáverð.
En nú lítur út fyrir að lögleg
yfirvöld í þessum ríkjum hafi eign-
ast dýrmætan bandamann í baráttu
sinni við kókaræktina. Malumbia-
fíðrildið á heimkynni í Rómönsku
Ameríku, á sömu slóðum og kóka-
ræktin er hvað mest, enda nærist
sylgja úr bronsi. Flestir höfðu verið
grafnir klæðalausir.
í nokkrum grafanna lágu silfur-
peningar undir beinagrindunum,
grafargjöf frá ættingjum. Alls
fundust 100 myntir.
Nú taka læknar allar beinagrind-
urnar til athugunar. Þá verður leitt
í ljós kynferði, og aldur þeirra sem
þarna liggja, svo og á hverju al-
menningur í London nærðist fyrir
640 árum. Læknarnir gera sér líka
vonir um að finna bendingar um
ýmsa sjúkdóma svo sem gigt og
ensku veikina.
fiðrildið eingöngu á laufum kóka-
runnans fyrstu 10 daga ævi sinnar.
Laufin eru auðug að eggjahvítu-
efnum, orkugefandi efnum, víta-
mínum og kalsíum.
Fiðrildin koma í stórum skýjum,
demba sér yfir kóka-akrana og
skilja eftir sig algera auðn. Með
þessar matarvenjur er ekki von að
malumbia-fiðrildin verði langlíf,
þau ná aðeins 30-35 daga aldri.
Lögregluyfirvöld í ýmsum ríkj-
um Rómönsku Ameríku hafa nú
hafið tilraunir með ræktun á mal-
umbia-fiðrildinu í stórum stíl, til
að eyðileggja kókauppskeruna.
Ungt malumbia-fíðrildi hámar í sig eftirlætismatinn, lauf kókaplöntu!
Malumbia-fiðrildið
aðstoðar í barátt-
unni gegn kókaíni
Styrkir til rannsókna
í kvennafræðum
Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljón
tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna - kr.
1.250.000 - fjárveiting færð til Háskóla íslands til
rannsókna í kvennafræðum.
Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir
auglýsir hér með, í umboði Háskólans, eftir
umsóknum um styrki til rannsókna í kvennafræð-
um, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir
sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á
forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhorni.
Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst
þrjá mánuði og skulu þeir miðast við byrjunarlaun
lektors. Þó getur nefndin veitt styrki til skemmri
tíma ef sérstaklega stendur á.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
sem svarar til meistaraprófs eða kandidatsprófs
og/eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknarstarfa
með öðru móti.
í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsókn-
um sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá
öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda
úthlutunarnefnd framvinduskýrslu.
Áhugahópurinn vill vekja athygli á að hægt er
fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast um
rannsóknarverkefni og vill hvetja til samstarfs sem
gæti orðið upphaf að röð rita um líf og stöðu
íslenskra kvenna frá sjónarhorni mismunandi
fræðigreina.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Umsóknir sendist til:
Áhugahópurum
íslenskar kvennarannsóknir
b.t. Guðrúnar Ólafsdóttur, dósents
Raunvísindadeild
Háskóli íslands
lf| REYKJKMÍKURBORG ||1
Aau&cvi Stödtvi
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk:
Hjúkrunarfræðinga við BARNADEILD - bæði er um
fastar stöður og sumarafleysingar að ræða.
við HEIMAHJÚKRUN - sumarafleysingar.
Sjúkraliða við HEIMAHJÚKRUN - um er að ræða
hlutastarf á næturvaktir og einnig sumarafleysingar.
Ljósmæður við MÆÐRADEILD - sumarafleysingar
Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 22400.
Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar Pósthússtræti 9, Reykjavík, fyrir kl. 16.00,
mánudaginn 21. mars 1988.
Tilkynning til
söluskatts-
greiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15.
mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtu-
manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármáiaráðuneytið
Kartöfluniðursetningarvél
óskast keypt.
Upplýsingar í síma 93-47788.