Tíminn - 31.03.1988, Page 14

Tíminn - 31.03.1988, Page 14
14 Tíminn' Fimmtudagur 31. mars 1988 FRÉTTAYFIRUT JERÚSALEM - ísraelskir arabar og Palestínuarabar á hernumdu svæðunum héldu sérstakan mótmæladag gegn yfirráðum Israela í gær. Dagur- inn byrjaði á þvi að ísraelar lokuðu palestínskri fréttastofu og ísraelskir hermenn skutu fimmtuga palestínska konu til bana. Palestínsku fréttastof- unni sem miðlað hefur erlend- um fréttamönnum megninu af þeim uplýsingum sem koma frá Palestínumönnum á her- numdu svæðunum var skipað að loka og hætta starfsemi næstu sex mánuði. NIKÓSIA - Mannfall varð þegar I rakar skutu þremur flug- skeytum á írönsku borgina Isfahan í gær. BEIRÚT - Skæruliðar sem hallast að írönum sögðust í gær hafa hrakið hersveitir fsra- elsmanna til baka er þær hugð- ust ná á vald sitt þorpi sem liggur rétt utan þess svæðis í suourhluta Líbanon sem ísra- elsmenn hafa lýst sem öryggis- svæði. Samkvæmt heimildum í bænum Marjeyoun sem er á öryggissvæðinu, þá voru harð- ir bardagar milli ísraelskra hermanna og líbanskra her- sveita annars vegar og músl- ímskra skæruliða hins vegar. Yfirvöld í Tel Aviv neituðu því að ísraelskir hermenn hafi tek- ið þátt í bardögunum, en sögðu að liðsmenn líbanskra her- sveita sem Israelar styðja hafi leitað að byssumönnum á svæðinu. MOSKVA - Áhrifamenn í kommúnistaflokki Sovétríkj- anna heimsækja nú heimili Armena sem lagt hafa niður vinnu í Nagorno-Karabakh oa hvetja þá til að hefja störf að nýju. ISLAMABAD - Skæruliðar múslíma í Afganistan höfnuðu . tilboði Najibullah forseta Af- ganistans þar sem gert var ráð fyrir að skæruliðar og stuðn- ingsmenn núverandi stjórnar ■ skipti með sér völdum þegar1 Sovétmenn hverfa með herlið sitt á brott frá Afganistan. Gul- buddin Hekmatayar leiðtogi bandalags sjö múslímskra skæruliðahreyfinga í Afganist- an sagði að þetta tilboð um valdaafsal myndi í engu draga úr árásum skæruliða á stjórn- arherinn og hermenn Sovét- i ríkjanna í Afganistan. ÚTLÖND Þýsk geimskutla á teikniborðinu Nú er í undirbúningi framleiðsla á evrópskri geimskutlu sem mun ekki þurfa hjálparflaugar til að komast á braut um jörðu, heldur mun geta hafið sig á loft frá venjulegum flugvöllum. Er gert ráð fyrir að geimskutlan geti flutt fjögur tonn af varningi eða þá tíu farþega og tvö tonn af farangri út í geiminn. Geimskutla þessi er þýsk hug- arsmíð og nefnist Sánger II. Hún er í grundvallaratriðum byggð á hugmynd þýska geimvélafræðings- ins Eugens Sangers sem lést árið 1964. Að sjálfsögðu var tæknin á dögum Sángers ekki næg til að smíða geimskutlu sem þessa, en nú sjá menn fram á að hugmyndir hans nái fram að ganga. Það eru verkfræðingar Messer- scmitt-Bölkow-Blohm sem unnið hafa grunnteikningar að Sánger II, geimskutlan er enn á teikniborð- inu. Gera menn reyndar ekki ráð fyrir að jómfrúferð hinnar þýsku geimskutlu verði fyrr en eftir fimmtán til tuttugu ár. Svona mun hin þýska geimskutla líta út. Hún á að geta hafið sig á loft frá venjulegum flugvelli. Vegna þeirra eiginleika að geta hafið sig á loft frá venjulegum flugvöllum þá mun hin þýska geim- skutla ekki aðeins vera tilvalin til að flytja búnað út í geiminn, heldur mun hún gefa möguleika á farþega- flutningum sem áður voru ekki til staðar, eins og að skjótast til Ástralíu á þremur tímum í stað fjórtán til sextán tíma sem flugið tekur í dag. German Featurs/hm Austur-Þýskaland: Sumarbúðir ístað kjarnaflauga Austur-þýsk yfirvöld sjá sér nú leik á borði eftir að Sovétmenn tóku niður kjarnaflaugar sínar af SS-12S gerð sem staðsettar voru í útjaðri Waren, sem er 160 km norður af Berlín, og hyggjast breyta herstöð- inni í sumarbúðir fyrir austur-þýska verkamenn. Herstöðin var byggð fyrir aðeins fjórum árum og voru þá byggðar nútímalegar íbúðablokkir fyrir eitt þúsund manns. Sovéskir hermenn yfirgáfu íbúðir sínar við eldflauga- stöðina um leið og kjarnaflaugamar voru fjarlægðar, svo austur-þýska ríkið fékk ágæta aðstöðu fyrir sumarbúðir fyrir ekki neitt. Mun austur-þýskur almenningur geta haldið í tveggja vikna sumafrí til Walden fyrir 120 mörk sem samsvar- ar 2800 íslenskum krónum. Sovétmenn og austur-þýsk stjórn- völd fjarlægðu kjarnaflaugarnar til að sýna friðarvilja sinn þrátt fyrir að samningur um meðaldræg kjarnork- uvopn hafi ekki tekið gildi. Persafíóastríðið heldur áfram af fullum krafti: íranar ráðast á herstöð Kuwaita Mikhael Dukakis fylkisstjóri í Massachussett rétti út kútnum í forkosningunum í Connecticut í gær. Dukakis réttir úrkútnumáný Michael Dukakis sigraði með yfir- burðum í forkosningunum í Conn- ecticut í gær og hefur því rétt nokkuð úr kútnum eftir að hafa orðið illilega undir í forkosningun- um í Michigan á laugardag þegar blökkumaðurinn Jesse Jackson vann yfirburðasigur. Dukakis hlaut 59% atkvæða í Connecticut á meðan aðalkeppi- nautur hans Jackson náði aðeins 27% atkvæða. Dukakis hefur því styrkt nokkuð stöðu sína á ný og munu næstu forkosningar eflaust skera úr um hvort hann nær að halda dampi og tryggja sér örugga forystu í baráttunni fyrir útnefningu sem forsetaefni demókrata. Næstu forkosningar fara fram í Wisconsin 5. apríl og sýna skoðana- kannanir að mjótt sé á munum milli þessara tveggja keppinauta. Par á eftir verða forkosningar í New York fylki og gætu niðurstöður þar ráðið úrslitum um hver verður útnefndur forsetaefni demókrata. Hjá repúblikönum sigraði George Bush örugglega í forkosningunum í Connecticut, hlaut 70% atkvæða, enda hafði Robert Dole dregið sig út úr baráttunni fyrir útnefningu. Nú virðist ekkert nema kraftaverk geta komið í veg fyrir að Bush verði valinn forsetaefni repúblikana. Þrír íranskir fallbyssubátar réðust í gær á herstöð á hernaðarlega mikilvæga eyju í Kuwait. Mannfall varð ekkert, en þrír óbreyttir her- menn í her Kuwaitmanna særðust. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kuwait lýsti því yfir að Kuwaitar áskilji sér allan rétt til að hefna árásarinnar. Þetta er fyrsta árás írana á Kuwait Kínverjar hafa hvatt hermenn sína til að taka að sér aukastörf annars staðar en í hernum vilji þeir auka tekjur sínar. Kemur þetta í á þessu ári, en á seinni hluta síðasta árs skutu íranar sex sinnum silki- ormaflugskeytum á olístöðvar og olíuskip í Kuwait. íranar hafa ítrekað fordæmt meintan stuðning arabaríkjanna við Persa- flóa við íraka í stríðinu við írana sem eru ekki af arabísku bergi brotnir. Ekkert lát er á átökum íraka og kjölfar þess að kínversk stjórnvöld reyna að halda niðri útgjöldum til varnarmála og veita fjármagninu þess í stað til uppbyggingar á al- frana í Persaflóastríðinu og halda stríðsaðilar uppi eldflaugaárásum hvorir á annars borgir, auk þess sem hvorir tveggja ráðast á olíuskip á Persaflóa. Arásin á Kuwait mun óneitanlega auka spennu á svæðinu og ef íranar halda uppteknum hætti gæti endirinn orðið sá að fleiri ríki drægjust inn í átökin. mennu atvinnulífi í landinu. í Kínverska dagblaðinu í gær var viðtal við hershöfðingjann Jang Sjangkun sem er varaforseti kín- verska herráðsins. Þar segir 'Jang að hermenn geti ekki vænst þess að laun þeirra hækki á næstunni þar sem útgjöld til hermála muni ekki hækka og tiltækir sjóðir verði nýttir til tækniuppbyggingu í Kína. Þessar fréttir verða að líkindum ekki vinsælar hjá kínverskum her- mönnum þar sem þeir hafa kvartað undan lágum launum sem rýrna stöðugt í verðbólgunni. Jang benti því á þá lausn að kínverskir hermenn tækju að sér störf annars staðar jafnhliða hermennskunni til að drýgja tekjur sínar. Líkur eru á að kínverskir hermenn eyði minni tíma í heræfingar á næstunni þar sem þeir munu verða að fá sér aukavinnu til að drýgja tekjumar. Kínverskir hermenn hvattir í aukastörf

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.