Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. apríl 1988 Tíminn 9 ■ AÐ UTAN llllllllllllll lllllllllllll Irsk lexía fyrir Ameríkana - Bandarískir stjórnmálamenn teknir í karphúsið í bresku blaði Kosningar fara fram í Bandaríkjunum í haust og eru margir frambjóðendur komnir með kosningahroll. í Bandaríkjunum býr sem kunnugt er fólk af mörgum þjóðernum og leggja margir frambjóðendur sig í fram- króka til að höfða til kjósenda sinna með tilvísun í ástandið í gamla landinu sem forfeður þeirra yfírgáfu. Ekki eru allar þessar viðkvæmnislegu athugasemdir byggðar á mikilli þekkingu eða skilningi á viðkomandi landi, stundum eru þær fyrst og fremst reistar á fordómum sem Bandaríkja- menn hafa búið sér til sjálfír. Bretum hefur oft verið ami að því hvernig vandamál Norður-ír- lands eru túlkuð í Bandaríkjunum. Og nú þykir breska blaðinu The Sunday Times nóg komið þegar pólitískir frambjóðendur bera á borð ýmsar athugasemdir um fram- ferði Breta í Ulster, þegar þeir ætla að veiða atkvæði írskra Amerí- kana. Blaðið setti nýlega ofan í við ýmsa þessara stjórnmálamanna og var tilefnið orð sem Michael Duka- kis, ríkisstjóri í Massachusetts sem nú keppir að tilnefningu demó- krata til forsetaframboðs, lét falla og gagnrýndi stefnu bresku stjórn- arinnar í máiefnum Norður- írlands. Spilað á blygðunarlausa andbreska tilfinningasemi Það er ekki þess virði að endur- taka orð ríkisstjórans í Massachu- setts. Það sem skiptir máli er að sá, sem gæti orðið næsti leiðtogi Vest- urlanda, skuli vera reiðubúinn til að veiða atkvæði með því að spila á blygðunarlausa andbreska til- finningasemi, sér þess fyllilega meðvitandi hvað hann er að gera nánasta bandamanni lands síns. Auðvitað er stefna Breta í Ulster ekki hafin yfir gagnrýni, jafnvel ekki þó að í hlut eigi óupplýstur amerískur pólitíkus sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í framaleitinni. En mikilvægi samskipta Breta og Ameríkana, og það mikilvægi er gagnkvæmt, leggur sérstaka skyldu á herðar gagnrýnendum að athuga vel hvernig þeir setja gagn- rýni sína fram. Þegar allt kemur til alls eru þeir að gagnrýna lýðræðis- þjóð og góðan vin sem býr við aldagamalt og sennilega óleysan- legt vandamál, en ekki að ráðast á einræðishneigðu Sovétríkin fyrir að kúga Austur-Evrópuþjóðirnar, hjáleigur sínar. Tónninn í athuga- semdum hr. Dukakis gefur tilefni til alvarlegra efasemda um að hann eigi minnsta erindi í Hvíta húsið. Annar bandarískur stjórnmála- maður, líka frá Massachusetts, hafði líka ýmsar hraustlegar at- hugasemdir fram að færa um stefnu Breta í Ulster fyrir skömmu. Þing- maðurinn Joe Kennedy er ekki enn farinn að gefa kost á sér til forsetaembættis, þó að hann hafi vafalaust áætlanir um að feta í fótspor föðurbróður síns og föður einhvern tíma. Nærtækasta vanda- mál hans er að ná endurkosningu til bandaríska þingsins í nóvember og vel auglýst ferð til írlands er hluti af kosningaherferð hans, vegna þess að írskir Ameríkanar eru fjölmargir í Massachusetts. Áður en hann kom í heimsóknina kvartaði hann undan því að breski herinn í Ulster hefði „tekið á sig mynd dauðasveitanna í Mið-Am- eríku“. Þegar hann hélt aftur heim á leið fordæmdi hann veru breska hersins í Ulster og talaði þar um „hernámslið". Það er augljóst að hr. Kennedy vissi ekkert áður en hann kom og lærði ekkert á meðan hann var hér. Olíaáeld IRA Það skiptir engu máli hversu ákaft Joe Kennedy heldur því fram að hann hafi andstyggð á ofbeldi, orð hans eru sem olía á eld IRA. Orð hans sýna líka meðfæddan misskilning á vandamálum Ulster, sem er svo algengur meðal pólitík- usa og fjölmiðla í Bandaríkjunum. Amerískir fréttamenn eru þeirrar einföldu skoðunar að þar sé fyrst og fremst um nýlenduvandamál að ræða, sem auðvelt sé að leysa ef bara Bretar kveddu heim „her- námslið" sitt. Bretarhrista höfuðið daprir og segja að þeir vildu óska að þarna væri bara nýlenduvanda- mál á feðrinni, vegna þess að þá væri vissulega fólgin lausn í því að katla herinn heim. En þetta er ekki nýlenduvandamál. Það er ekki heldur fyrst og fremst mannrétt- indavandamál, þó að Michael Dukakis og Jesse Jackson virðist halda það Itka. Þegar kaþólskir og mótmælendatrúar stjórnmála- menn reyndu að stjórna Ulster í sameiningu fyrir 15 árum, fór IRA í sína stórbrotnustu sprengjuher- ferð til að ganga örugglega af hugmyndum um sameiginlega stjórn dauðum. Hin harkalega staðreynd er að Ulster er „land- nema“vandamál, en það er atriði sem amerískum fréttamönnum virðist ofviða að skilja. Mótmælendumir hafa verið í Ulster í 300 ár Mótmælendurnir í Ulster hafa verið þar í 300 ár - lengur en Bandaríkin hafa verið til og lengur en margar kaþólsku ættirnar, sem fluttust frá suðurhluta landsins í iðnbyltingunni á öldinni sem leið. Mótmælendurnir eru líka í meiri- hluta í Ulster, sem gerir það að verkum að lausnin sem Jesse Jack- son stingur upp á - „sjálfsákvörð- unarrétt" - er hlægileg. Ulster- búar njóta sjálfsákvörðunarréttar í hvert sinn sem þeir ganga til kosn- inga. Og þeir nýta sér þann rétt, öðrum Bretum til ama, til að kjósa með yfirgnæfandi meirihluta fram- bjóðendur sem vilja að Ulster verði áfram hluti af Bretlandi. Breski herinn er ekki frekar hernámslið en lögreglan í New York getur kallast hernámslið í Bronx. Herliðið er friðarsveit, sem reynir að halda frið milli tveggja ósættanlegra þjóðernis- og trúar- bragðahópa, þar sem sá fjölmenn- ari vill að Ulster verði áfram hluti Bretlands en sá fámennari kýs heldur að sameinast hinum hluta írlands (þó að draumurinn um sameinað Irland sé heldur að dofna beggja vegna trsku landamær- anna). Undir þessum kringum- stæðum yrði lítið um frið ef breski herinn yfirgæfi Ulster. Á sömu andrá yrði Belfast sem önnur Beir- út og áður en langt um liði yrði Irland allt vígvöllur blóðugrar borgarastyrjaldar. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ríkisstjórnirnar í London og Dublin skilja til fulls, þó að þær séu ekki sammála um einstök atriði stefnumörkunar hvorannarrar. Og það má segja stjórn Reagans undanfarin átta ár til hróss að hún hefur líka áttað sig á þessum stað- reyndum. En of margir amerískir stjórnmálamenn þrjóskast við að sjá Ulster-vandamálið í Ijósi ný- lenduvandamáls, sem ekki er fyrir hendi, og þeir eru hvattir til að viðhalda þeim hugsunarhætti af amerískum fjölmiðlum þar sem fréttaflutningur frá Ulster hefur oft verið fullur af fordómum og ósannindum - og ber þar hæst fréttir af hungurverkfalli Bobbys Sands 1981. f grundvallaratriðum er áhugi Bandaríkjamanna á írlandi ekki af hinu illa. Auður Bandaríkjanna kann einn góðan dag að eiga þátt í að gera þetta dapra land að betri stað. En ef amerískir stjórnmála- menn vilja veita hjálp verða þeir að hætta að setja sig í stellingar hins alvitra og fara að læra. LEIKLIST Hamlet í nútímanum Leikfélag Reykjavíkur: HAMLET eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikgerð: Leikstjórinn og hópurinn. Það er eiginlega merkilegt að Hamlet skuli ekki hafa verið settur á svið hérlendis í aldarfjórðung, frá því Þjóðleikhúsið sýndi hann með Gunnar Eyjólfsson í aðalhlutverki 1963. í allri þeirri grósku sem hér hefur verið í leikhúslffi síðustu ár má merkilegt heita að frægasta leikrit allra leikrita skuli ekki hafa freistað leikhúsfólks. En hitt kemur ekki á óvart að það skuli einmitt vera Kjartan Ragnarsson sem ræðst þar til atlögu, einn okkar snjallasti og fjölhæfasti leikhúsmaður. Því að verk Kjartans er það sem yið leiddum augum í Iðnó á sunnudags- kvöldið. Leikgerðin er auðvitað hans verk þótt „hópurinn" sé líka skráður fyrit því að nútíma atvinnu- lýðræðishætti. Og Kjartan skilar sýn- ingunni með miklum sóma: hún var vönduð, stílhrein og hugvitsamleg, verk sem er hugsað og útfært af smekkvísi og næmleik. Hamlet má auðvitað setja á svið með ýmsum hætti. Ólíkar áherslur einstakra leikstjóra geta birst í smáu jafnt sem stóru, leikendavali, sviðs- búnaði, búningum. Þetta á auðvitað við um hvaða leikrit sem er, en af því að Hamlet er sem djúpt fljót sem aldrei verður grynnt í til fulls reynir hér meir á skyn og skilning hvers leikstjóra en ella. Eitt er fyrir sig að verkið er svo langt að það verður að stytta verulega. Kjartan hefur skorið miskunnarlaust. Einna umdeilanleg- ast mun vera að hann sleppir Fortin- brasi alveg, á þeirri forsendu að mér skilst að hann sé óþarfur sem mót- vægi Hamlets þar sem Laertes er það. En Fortinbras er sá sem kemur skipan á heiminn eftir að bylgjur harmleiksins hafa skolað á braut þeim fjölskyldum sem í greip hans lentu. Þar með fær harmleikurinn allur annan svip, er tekinn úr sam- hengi, sviptur framtíðarsýn til lífs að baki hörmungunum. Mér fannst lokaatriðið þar sem salurinn myrkvast í því að Hamlet segir: „Og síðan þögnin" og deyr, ekki vera „rétt“, alls ekki að hyggju þeirrar lífsskoðunar sem verk Shakespeares láta uppi. Kannski rétt að nútíðarskilningi. Hér hefur sem sé ekki annað gerst en tvær ólánssamar fjölskyldur hafá hnigið til grunna. Að nútíðarskilningi, sagði ég. Auðvitað sér hver ný tíð Hamlet í sínu ljósi. Okkar tíð er ékki róman- tísk og fremur jarðbundin. I sam- ræmi við það er sýning Kjartans: Fjölskylduólán,-fýsnir og ástríður úr skorðpm gengnar, brostnar taugar. Að sönnu er pólitískur þáttur vak- andi hér Ifka og kemur aðallega fram í því að Kládíus kóngur líkist helst nasistaforingja, með SS-menn- ina Rósinkrans og Gullinstjarna til að vinna fyrir sig snúningana. Búningarnir eru nútíðarlegir. Allt í lagi að færa Hamlet út úr Elísabet- artímanum. En best held ég að gera sýninguna tímalausa og hafa bún- inga samkvæmt því. Það færi líka best við hina einföldu sviðsmynd, langs eftir Iðnó að þessu sinni. Myndin er svört, ljós notuð mjög markvisst og stílfærð tónlistin átti góðan þátt í að magna steminguna. I leiksýningunni er hinn mannlegi þáttur sem sé dreginn fram, sumpart á gróteskan hátt, þarsem Kládíus og Geirþrúður eru hér að drykkju og kynsvalli þegar Pólóníus færir þeim tíðindi af hegðan Hamlets. Og fer þá allur hátíðleiki út í veður og vind. Allt er hér sem sé fært niður á jörðina. í samræmi við það velur Kjartan ungan og lítt reyndan leikara tii að fara með hlutverk Hamlets. Þröstur Leó Gunnarsson er hinn álitlegasti leikari og fór með hlutverkið af vaxandi valdi og næm- leika er á leið. Hann er umfram allt drengilegur ungur maður sem á við að stríða einhvers konar sálræna lömum sem aftrar honum frá að hefjast handa við föðurhefnd. Aftur á móti finnst manni Hamlet hvorki vera heimspekingur né skáld eins og hann kemurfram hér. Textameðferð Þrastar var góð og eintalið fræga, „Að vera eða ekki að vera“ fór hann ágætlega með. Enn betri var Ófelía Sigrúnar Eddu Bjömsdóttur og hef ég ekki séð hana gera betur í annan tíma. Hlutverkið var erfitt í meira lagi, einkum í þeim atriðum þar sem hún er viti svift og þar gerir Sigrún Edda ágætlega af fyllstu hófsemi, við ör- ugga handleiðslu leikstjóra. Annars var samleikur þeirra Þrastar Leós eitt hið besta í sýningunni, gæddur þokka og spennu, löðun og firringu í senn. Steindór Hjörleifsson fór stillilega og fremur góðlátlega með hlutverk Pólóníusar, - skorti á að refskap karlsins væri til skila haldið. Aftur á móti náði Sigurður Karlsson tölu- verðri vídd í Kládíusi og verður hann býsna „mannlegur" í samhengi við allan heildarsvip sýningarinnar. Grynnri varð Geirþrúður Guðrúnar Ásmundsdóttur og atriðið með henni og Hamiet í svefnsal drottn- ingar veikara en skyldi. -Valdimar Örn Flygenring er vel valinn í hlut- verk Laertesar, hins unga einbeitta manns sem á að mynda andstæðu við vingulinn Hamlet. Eggert Þorleifs- son er drengilegur Hóras. Af öðrum leikendum í smærri hlutverkum skil- uðu Andri Örn Clausen, Kjartan Bjargmundsson, Jakob Þór Einars- son og Eyvindur Erlendsson sínum hlutverkum eftir hætti: Eyvindur var einkar farsæll í sínum þremur hlut- verkum: Vofan drungaleg, grafarinn kaldhæðinn og leikarinn metfé: Það atriði var afar skemmtileg lát- bragðslist. Annars er svona einkunnagjöf út í hött og aldrei fremur en þegar maður horfir á vel hugsaða og sam- Rósinkrans, Gullinstjarna og Ham let í jakkafötum og Ofelía á háhæl- uðum skóm. fellda sýningu eins og þessa þar sem mark og mið leikstjórans er jafnglöggt. Sýningin er nútímaleg túlkun á Hamlet Danaprinsi, ein af mörgum mögulegum. Það má vel vera að leikhúsgestir felli sig misjafn- lega við hana, séu þeir í huganum of bundnir af eldri túlkunum. Kannski finnst einhverjum Hamlet eiga að vera skáldlegri, háleitari, grimmari en þetta. En svona hefur Kjartan Ragnarsson leyst sitt verkefni og enginn þarf að vera svikinn á að meðtaka sýninguna og njóta hennar, hreinlega skynrænt, því að sjónrænir þættir verksins eru afar vel af hendi leystir, eiginlega aðdáanlegt hversu möguleikar Iðnó eru nýttir hér. Oþarft er að lofsyngja þýðingu Helga Hálfdanarsonar svo oft sem það hefur verið gert. Mál hans er svo auðugt og lipurt að með ólíkindum er og nútímalegri uppfærslu hæfir auðvitað nútímaleg þýðing: þannig er þýðing Helga þótt skáldlegum eigindum textans sé vel fylgt. Hið mikla þýðingarstarf Helga er auðvit- að forsenda þess að Shakespeare verði sýndur með góðum árangri á íslensku leiksviði. Tel ég þó að þýðingar Matthíasar eigi allan sóma skilinn. Annars birtist í Andvara í fyrra merkileg ritgerð um Hamlet- þýðingu Helga, eftir Ástráð Ey- steinsson, og leyfi ég mér að vísa í hana. Það er venjuleg tugga út úr blaða- mönnum og öðrum fjölmiðlungum að spyrja þá sem setja upp klassísk verk hvort þau „eigi erindi við okkur núna“. Af margri fjölmiðlaheimsku finnst mér þessi einna verst því að í henni felst barnaleg hugmynd um að við byggjum nýja jörð og verk fyrri kynslóða séu úrelt dót. En andspæn- is Hamlet er spurningin óvenjufrá- leit, því að leitun er á meiri nútíma- manni. Hann er andhetja á öld sem gengin er úr liði, rétt eins og okkar, hann er efasemdamaður sem reynir það að „heilabrotin gera oss alla að gungum.“ Við hreinsum hugann og horfumst í augu við eigin vanmátt þegar við virðum þessa eilífu manns- mynd fyrir okkur. Þökk sé þeim sem gefa okkur nú kost á því í Iðnó. Gunnar Stefánsson. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.