Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 28. apríl 1988
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177
Keflavík GuðriðurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði DavíðÁ. Guðmundsson Hjallagötu 1 92-37675
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grundarfjörður Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friöþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673
Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503
Bildudalur HelgaGísladóttir TjarnarbrautlO 94-2122
Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hölmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi BaldurJessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Reykjahlið lllugi Már Jónsson Helluhraun 15 96-44137
Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Einar Ólafur Einarsson Hamrahlið32 97-31124
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350
Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626
Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239
Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 99-4389
Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 99-3813
Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198
Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerðiö 99-3211
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172
Vík PéturHalldórsson Sunnubraut5 99-7124
|f! Félagsstarf
'V aldraðra í
Reykjavík
Námskeið í gömlum dönsum
fyrir eldri borgara
Gömlu dansarnir rifjaðir upp og kennd ýmis
afbrigði.
Kennt verður alla þriðjudaga í maí kl. 17.00 til
18.00 að Norðurbrún 1 og kostar námskeiðið kr.
500.-
Innritun og nánari upplýsingar í síma 686960
daglega frá kl. 10-16.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Landbúnaðarráðuneytið tilkynnir varúðarráðstafanir og
aðgerðir vegna hringskyrfis undir Eyjafjöllum:
Gripahús merkt
í bak og fyrir
Gripið hefur verið til varúðarráð-
stafana og aðgerða vegna hringskyrf-
is undir Eyjafjöllum. Tíminn greindi
frá því nýlega að þessi sveppasmit-
sjúkdómur hafi gert vart við sig á
fjórum bæjum undir Eyjafjöllum og
þurfti m.a. að lóga 44 hrossum og
tryppum á bænum Miðgrund, í ör-
yggisskyni. Hrossin höfðu verið í
snertingu við kálfa sem sýking var í.
Leggst hringskyrfi á fé, gripi og
menn og er bráðsmitandi.
Að tiliögu yfirdýralæknis hafa nú
verið settar reglur um varúðarráð-
stafanir og aðgerðir vegna hring-
skyrfis. Stefnt er að því að uppræta
sjúkdóminn hvar sem hann finnst.
I reglunum felst m.a. einangrun
húsdýra á þeim bæjum sem hring-
skyrfi hefur gert vart við sig. Líf-
gripaflutningur að og frá hringskyrf-
isbæjum er bannaður. Ríkissjóður
mun kosta nýjar vörslugirðingar sem
yfirdýralæknir telur nauðsynlegar til
að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Á
hringskyrfisbæjum verða gripahús
merkt með áberandi hætti: „Smit-
sjúkdómur, óviðkomandi bannaður
aðgangur."
Álgjört bann er við flutningi hús-
dýra nema hrossa til lífs og dvalar frá
bæjum, til bæja og milli bæja á
hættusvæðinu, svonefnda. Leita þarf
leyfis héraðsdýralæknis vegna
hrossaflutnings og umferðar með
hross. Hættusvæðið er skilgreint
þannig: Austustu bæir í V.-Eyja-
fjallahreppi frá og með Núpi og
Indriðakoti að mörkum Eyjafjalla-
hreppa. Bændur á hættusvæðinu
skulu merkja og skrá öll geldneyti
fyrir 1. maí og stefnt verður að
merkingu allra geldneyta í Eyja-
fjallahólfi.
Fjáreigendum á hættusvæðinu er
heimilt, nema annað sé ákveðið, að
taka fé sitt heim eins og verið hefur.
En fjáreigendur utan hættusvæðisins
mega hins vegar ekki sækja fé sitt
þangáð nema með leyfi búfjársjúk-
dómanefndar (riðunefndar).
Eigendur húsdýra í Eyjafjallahólfi
(svæðið milli Markarfljóts og Jökuls-
árlínu á Sólheimasandi) skulu til-
kynna héraðsdýralækni strax og
grunur vaknar um hringskyrfi í dýr-
um sem þeir eiga eða hafa umráð
yfir. Samþykki héraðslæknis þarf til
flutnings á húsdýrum öðrum en
hrossum til lífs og dvalar inn og út
Ferskfisksölur erlendis:
Lélegt verð
í Bretlandi
Það var heldur lélegt verðið sem
fékkst fyrir íslenska fiskinn í Bret-
landi í síðustu viku. Þrír bátar,
Ljósafell SU, Börkur NK og Þorri
SU, seldu allir afla sinn þar í landi
og var meðalverðið ekki nema 59,59
krónur. Ljósafellið seldi tæp 147
tonn, fékk fyrir 8,8 milljónir, eða
meðalverð 59,94 krónur. Börkur
seldi tæp 148 tonn, fékk fyrir 9,5
milljónir, eða 64,35 krónur á kílóið.
Þorri seldi svo 83,8 tonn fyrir 4,2
milljónir, eða meðalverð upp á 50,55
krónur. Heildarsalan var því 378,7
tonn og fyrir það magn fengust 22,6
milljónir, eða fyrrgreint meðalverð,
59,59 krónur. Mest varselt af þorski,
313 tonn og var meðalverð hans
61,68 krónur. Rúmlega 21 tonn var
af ýsu sem fór á 81,59 krónur hvert
kíló. 38,5 tonn voru af ufsa, sem
seldist á 29,04 krónur.
1.225 tonn voru seld í gámum til
Bretlands í vikunni sem leið og
fengust 76,2 milljónir fyrir það
magn. Heildarmeðalverðið var
62,21 króna. Mest, eða 512,3 tonn
voru af þorski og fór kílóið á 61,69
krónur. 374,6 tonn voru af ýsu og
seldist kílóið af henni á 68,33
krónur. 122,2 tonn voru af kola, sem
seldist á 65,04 krónur, 58,8 tonn af
ufsa seldust á 26,41 krónur hvert
kíló og loks voru 57 /onn af grálúðu
sem seldist á 56,18 k/ónur hvert kíló.
Þýskalandsmarkaðurinn var ekki
mikið líflegri. Eitt skip seldi þar í
síðustu viku. Snorri Sturluson RE
landaði og seldi 280,4 tonn á rúmar
12 milljónir. Meðalverðið var því
42,96 krónur. Mest var af karfa, 219
tonn og var meðalverð hans 42,18
krónur. 4,6 tonn/voru af þorski, sem
fór á 49,33 krónur. Tæp 50 tonn voru
af ufsa, en kílóverð hans var 44,69
krónur. -SÓL
Fimm seglskip
til íslands
Fimm seglskip, að minnsta kosti,
munu að öllum líkindum hafa við-
dvöl hér á landi í byrjun sumars,
vegna 50 ára afmælis sjómanna-
dagsins sem haldinn verður hátíð-
legur 5. júní.
Skipin fimm eru frá Danmörku,
Færeyjum og Sovétríkjunum, en
ekki hefur enn sem komið er
fengist vilyrði frá öðrum löndum
um að senda hingað seglskip í
tilefni dagsins.
Ætlunin er að skipin sigli í
samfloti til hafnar 5. júní og opni
þannig hátíðahöldin á sjómanna-
daginn. -ABÓ
úr Eyjafjallahólfi og á milli Austur-
og Vestur-Eyjafjallahreppa. Flutn-
ingur sauðfjár er þó bannaður eins
og verið hefur. Bændur úr Eyja-
fjallahólfi skulu forðast að hýsa búfé
frá öðrum bæjum. Skylt er að til-
kynna eiganda, hreppstjóra eða hér-
aðsdýralækni ef stórgripir sjást utan
girðinga. Eytt skal hundum og kött-
um sem lent hafa í sérstakri smit-
hættu og heimilt ergegn bótum, sem
landbúnaðarráðuneytið ákveður, að
lóga stórgripum eða sauðfé, sem
lendir á svæðum þar sem gripir
sjúkir af hringskyrfi eru eða hafa
verið.
Sérákvæði er um A.-Eyjafjalla-
hrepp. Þar segir að tilkynna skuli
búfjársjúkdómanefnd um fyrirhug-
aða flutninga á nautgripum milli
bæja í hreppnum. Hún heldur um
það skrá og tilkynnir héraðsdýra-
lækni eftir ástæðum. Tilkynna skal
líka eiganda, hreppstjóra eða búfjár-
sjúkdómanefnd um stórgripi sem
sjást utan girðinga í hreppnum.
Fleiri ákvæði eru í reglunum en
hér hefur verið fjallað um þau
helstu. JIH
Tímamynd ÖÞ
Sæluvikuskákmótiö:
Róbert
sigraði
Meðan Sæluvika Skagfirðinga
stóð yfir hélt Taflfélag Sauðár-
króks sitt árlega Sæluvikuskák-
mót.
Keppendur á mótinu voru að-
eins tíu talsins og átti óhagstæð
veðrátta sinn þátt í að þátttaka
varð minni en oftast áður. Tals-
verður hópur skákmanna frá
Reykjavík og Akureyri hefur oft-
ast tekið þátt í mótinu.
Úrslit á mótinu urðu þau að
Róbert Harðarson úr Reykjavík
sigraði með 8'/2 vinning af níu
mögulegum. í öðru sæti varð
Bragi Halldórsson úr Reykjavík
með 7‘A vinning og í þriðja til
fjórða sæti urðu Páll Á. Jónsson,
Siglufirði og Páll L.. Jönssoni
Skagaströnd, með 6V2 vinning.
Fimmti varð Pálmi Sighvatsson,
Sauðárkróki, með 6 vinninga.
Damixa umboðið styrkti móts-
haldara mjög myndarlega með
því að gefa öll verðlaun sem veitt
voru á mótinu. Einnig veittu
nokkur fyrirtæki á Sauðárkróki
styrk vegna mótsins. Skákstjóri
var Stefán Haraldsson.
ÖÞ, Fljótum