Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 20
, Yfindráttur Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fýrir þig Okeypis þjónusta Tíminn STRUMPARNIR F*'XT*snul HRESSA KÆTA Tíminn Búist við fjörlegum umræðum í þingsölum í kvöld: Traust tekið til umræðu Þingmenn stíga á stokk í sölum Alþingis í kvöld og tjá sig um „tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar“, en sú tillaga er flutt að tilstuðlan Alþýðubandalags, en Borgaraflokkur og Kvennalisti auk Stefáns Yalgeirssonar f.h. Samtaka jafnréttis og félagshyggju skrifuðu síðar upp á tillöguna og teljast þar með meðflytjendur. Tillagan, sem formlega er flut! Vantrauststillaga er síður en svo af þingmönnunum Steingrími J. daglegt brauð í umræðunni á Al- Sigfússyni, Júlíusi Sólnes, Þórhildi þingi. Slík tillaga hefur ekki komið Þorleifsdóttur og Stefáni Valgeirs- syni, er á þennan veg: „Með hliðsjón af því alvarlega ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, versnandi kjörum launafólks og vaxandi misrétti í launamálum, verkföllum sem lama viðskipti og valda heimilunum ómældum erfið- leikum, óheyrilegum fjármagns- kostnaði, gífurlegum viðskipta- halla og skuldasöfnun, erfiðleikum atvinnuveganna og stórfelldri byggðaröskun, sem á að verulegu leyti rætur sínar að rekja til rangrar stjórnarstefnu, ályktar Alþingi að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn- ina.“ Umræðan í kvöld verður vænt- anlega liðug upphitun fyrir árlegar eldhúsdagsumræður um þjóðmálin í næstu viku. Flokkunum verður skammtaður jafnlangur tími í um- ræðunum samkvæmt þingsköpum. fram síðan árið 1984, þegar stjórn- arandstaðan stóð að vantrauststil- lögu á ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Leið til umræðna Þórhildur Þorleifsdóttir, þing- flokksformaður Kvennalista, sagði í samtali við Tímann að vantrausts- tillagan væri fram komin vegna beiðni Alþýðubandalags, en það hefði síðan orðið að samkomulagi að stjórnarandstaðan stæði öll að henni. „Auðvitað er þarna lögð fram vantrauststillaga, en ég held að fólk sé ekki í neinum blekking- arleik með það að stjórnin hefur afgerandi meirihluta á Alþingi og því vart að búast við að tillagan verði samþykkt. Þetta er leið til að koma af stað umræðu og skoðana- skiptum. Það eru ýmsar leiðir til Páll Pétursson. þess, en þessi ereinna áhrifarfkust. í yfirlýsingu um að leita eftir van- trausti felst ákveðin afstaða stjórn- arandstöðu um það að stjórnin hafi ekki staðið sig sem skyldi," sagði Þórhildur. Hún sagði aðspurð að slíkar umræður hefðu vart áhrif á stefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Nú efast maður mjög mikið um að skoðanaskipti á Alþingi Þórhildur Þorleifsdóttir. yfirleitt breyti stefnu eins eða neins, en það er ekki síður mikil- vægt að miðla þessum skoðana- skiptum til þjóðarinnar, því að hún er jú kölluð annað slagið til leiks og verður þá að vita eftir einhverj- um leiðum hvað hver og einn flokkur eða þingmenn vill eða ætlar,“ sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir. Vanraust best í hófi Páll Pétursson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði að samkvæmt þingsköpum væri vantrauststillaga aðferð sem stjórnarandstaða gæti beitt á hverj- um tíma, ef henni þætti ástæða til að skamma ríkisstjórn. „Þetta er það sem stjórnarandstaðan gerir nú án þess þó að hafa neina von um að vantrauststillagan verði samþykkt. Að vísu var þessi leið stjórnarandstöðu til að ræða þjóð- málin að mínu mati óþörf, þar sem innan fárra daga er ráðgerð eldhús- dagsumræða samkvæmt þingsköp- um. Vantraust er aðferð sem menn mega ekki misnota og verða að gæta hófs um, því annars yrði þetta máttlaust kák. Slík umræða vekur alltaf meiri athygli ef hún fer fram á margra ára fresti. Mér finnst tíminn til að setja fram þetta vantraust vera mjög illa valinn. Ef ég hefði verið forystu- maður í stjórnarandstöðu hefði ég stokkið á ríkisstjórnina t.d. eftir jólin, eða að minnsta kosti að fá fram stórpólitíska umræðu fyrr á vetrinum," sagði Páll Pétursson. -óþh Tölvuhönnun í bíl CADCAM r mr. 'Nsfmm-r »-"r * roa I l’l I VERKSTADSTEKNISK • I <1 fORSKMUG Þeir sem sjá um kynningu á fækjabúnaði vagnsins. F.v. Páll Kr. Pálsson, forstj. Iðntæknistofnunar, Per-Johan Wahlborg, Jónas Jónas- son, Dick Lindquist og Guðni Ingimundarson. Framkvæmdir við ráðhúsið: FRESTAÐ TIL SUNNUDAGS Davíð Oddsson, borgarstjóri, lét til leiðast í gær og frestaði framkvæmdum við grunn ráð- hússins til riæst komandi sunnu- dags, nema Bygginganefnd Reykjavíkur afgreiði byggingar- teikningar ráðhússins endanlega fyrir þann tíma. Bygginganefnd fundar í dag og mun þá fjalla um teikningarnar sem og kæru íbúa við Tjarnargötu vegna graftar- leyfisins. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hafði óskað þess að framkvæmdum yrði frestað þar til um kæruna hefði verið fjallað. Skipulagsstjórn Reykja- víkur flýtti fyrirhuguðum fundi sínum sem átti að vera 4. maí n.k. að beiðni ráðherraogfjallaði um kæruna í gær. Að fenginni umsögn skipulags- stjórnar og umsögn bygginga- nefndar sagði Jóhanna að kæran yrði afgreidd innan þriggja daga. Það er því heldur knappur frestur sem borgarstjóri veitir félags- málaráðuneytinu, yfirstjórn skipulagsmála, og ljóst að mikið liggur á. Að sögn Hallgríms Dalbergs, ráðuneytisstjóra í fé- iagsmálaráðuneytinu, er lítið um málið að segja fyrr en umsagnirn- ar liggja báðar fyrir. JIH Vodkaskortur? Iðntæknistofnun mun í maí- mánuði standa fyrir nýstárlegri kynningu á svokallaðri HAT/ FAT (CAD/CAM) tækni, en skammstöfunin stendur fyrir hönnun með aðstoð tölvu/fram- leiðsla með aðstoð tölvu. Ekið verður með festivagn sem í er fullkominn tölvubúnaður til hönnunar og framleiðslu, og haldin námskeið fyrir starfs- menn fyrirtækja, tæknimenn, stjórnendur og iðnaðarmenn, víðs vegar um landið. Búnaðurinri í vagninum er móð- urtölva og þrívítt hönnunarkerfi, sem vinnur með grindarlíkön og yfirborðslíkön og er tengt við tölvu- stýrða fræsivél, sem einnig er í vagninum. Með þrívídd er átt við að hægt er að byggja upp í tölvunni líkan með ákveðinni hæð, breidd og dýpt. Mynd af líkaninu kemur fram á skjánum og hönnuðurinn getur snúið henni á alla kanta og fram- kvæmt þrívíða reikninga. Þegar hluturinn er fullhannaður er hægt að láta hönnunarkerfið búa til forrit fyrir fræsivélina, sem síðan tekur við 1 og vinnur hlutinn. Þessi hugbúnaður er mjög öflugur þegar verið er að vinna með flókin yfirborð, t.d. í mótasmíði og smíði á steyptum hlutum, en einnig til að teikna vélarhluta, samsetningar og : vinna stykkjalista, svo einhver dæmi séu tekin. Hönnunarkerfið býr yfir , ýmsum fleiri möguleikum, m.a. i svokallaðri „parametric" hönnun og er þá hægt að teikna upp samsetta og ósamsetta hluti og málsetja teikning- una með breytum. Þegar framleið- Tölvuslýrða fræsivélin og mól af skiptilykli, sem fræst var í vélinni, eftir forskrift frá töivubúnaðinum. Tímamynd: Gunnar. andi fær verkpöntun þarf aðeins að slá inn mál samkvæmt óskum kaup- enda og kerfið sér um nauðsynlega útreikninga á efnismagni, þyngd, kostnaði og svo frv. Festivagninn með hugbúnaði og tækjum er fenginn að láni frá Institu- tet för Verkstadsforskining í Gauta- borg í tilefni Norræns tækniárs og tíu ára afmælis Iðntæknistofnunar í maí á þessu ári. Hann er 33 fermetr- ar að stærð og verður fjöldi nám- skeiða haldinn í vagninum, en með námskeiðunum ætlar Iðntæknistofn- un að kynna þessa hönnunar- og framleiðslutækni þannig að menn geti gert sér grein fyrir hvað í henni felst og hvaða möguleika hún gefur. Tveir menn frá sænsku stofnun- inni auk tveggja íslendinga frá Iðn- tæknistofnun munu sjá um nám- skeiðin, sem haldin verða á Akra- nesi, Sauðárkróki, Akureyri, Egils- stöðum, Hvolsvelli, Eyrarbakka og Reykjavík í byrjun maí. -ABO Nokkrar áfengistegundir eru þeg- ar uppseldar á útsölustöðum ÁTVR og er verkfallið því greinilega farið að segja til sín. En það eru stopp hjá skipafélögunum sem valda. Svava Bernhöft, innkaupastjóri, sagðist ekki hafa átt von á verkfalli og að Áfengisverslunin hafi því ekki verið sérstaklega undir það búin. Ástand- ið er þó hvergi orðið alvarlegt og ekki átti hún von á því að svo yrði næstu daga. Farið er að ganga á birgðir nokk- urra fleiri tegunda, að sögn þeirra verslunarstjóra ÁTVR sem Tíminn talaði við í gær, einkum vodkateg- unda, og ljóst er að mikil sala verður nú fyrir Eurovision-helgina miklu. Það gæti því orðið erfitt fyrir menn að fá uppáhaldssopann sinn „en nóg er til fyrir menn að finna á sér af,“ sagði Svava Bernhöft. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.