Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. apríl 1988 Skýrsla loðnunefndar, vertíðina ’87-’88: Heildaraflinn 838 tonn Ástráður Ingvarsson hjá loðnu- nefnd hefur nú lokið árlegri skýrslu- gerð sinni yfir veiðar, frystingu og móttöku loðnu og loðnuhrogna fyrir vertíðina 1987-1988. I skýrslunni kemur m.a. fram að heildarloðnuaflinn varð 911.838 tonn og er þetta fjórða besta vertíðin frá upphafi. Alls höfðu 49 skip loðnukvóta, og nýttu 48 þeirra sér þau réttindi, en Heimaey Ve 1 framseldi allan kvót- ann til annarra skipa. Fjögur skip kláruðu ekki kvótann, 10 skip veiddu einmitt það sem þau máttu, en 34 skip veiddu eitthvað fyrirfram. Af þeim skipum sem kláruðu ekki kvótann, átti Helga III RE enn eftir að veiða 2.118 tonn, Galti ÞH 23 tonn, Kap II 18 tonn og Þórshamar GK 8 tonn. Eldborgin HF veiddi hins vegar 877 tonn fyrirfram, Jón Finnsson RE 658 tonn, Víkurberg GK 514 tonn og Súlan EA 541 tonn, svo nokkrir séu nefndir. Alls voru 948.622 tonn úthlutuð til skipanna, 41.739 tonn höfðu verið veidd fyrirfram árið áður og 49.200 tonn voru framseld milli báta. Heild- arkvótinn varð því 906.883 tonn. Hjá einstökum verksmiðjum, fékk Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði samtals 94.998 tonn af hráefni á vertíðinni, Síldarverk- smiðja Hraðfrystihúss Eskifjarðar fékk 93.491 tonn, Síldarvinnslan á Neskaupstað 84.180 tonn og Síldar- verksmiðja ríkisins á Seyðisfirði 71.090 tonn. Alls voru fryst á vertíðinni 1.909.610 kíló á 8 stöðum á landinu. Guðmundur VE landaði 245.333 kílóum til frystingar í Vestmanna- eyjum, Júpíter RE landaði 143.284 kílóum í Reykjavík og Börkur NK landaði 133.838 kílóum til frystingar á Neskaupstað. Mest var fryst í Vestmannaeyjum, samtals 828.282 kíló, 388.596 kíló voru fryst í Grindavík og 255.422 kíló voru fryst á Neskaupstað. -SOL Ástráður Ingvarsson sést hér í „loðnuskyrtunni“ góðu. Athugasemd frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka: Um trúnaðarbrest Samband íslenskra viðskipta- banka hefur áhyggjur af skrifum sem birst hafa nú nýlega um að persónulegar upplýsingar um við- skiptamenn bankanna eigi að hafa lekið út. í athugunum bankanna hefur ekkert komið fram sem bendir til að þessar fréttir um vísvitandi trúnaðarbrest banka- manna séu á rökum reistar. Þar sem bankarnir leggja mjög mikla áherslu á fullkomið trúnaðarsam- band milli viðskiptamanna og banka, hafa þær ströngu reglur um bankaleynd, sem öllum starfs- mönnum eru kunnar, verið árétt- aðar. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka ríkir tvímælalaus þagnarskylda allra starfsmanna bankanna um öll við- skipti manna við viðkomandi stofn- un og við ráðningu er starfsmanni skylt að skrifa undir þagnar- og trúnaðarheit. Auk þess eru í gangi mjög víðtæk öryggiskerfi er varða samskipti bankanna og Reikni- stofu bankanna. Ekki er öðrum leyfður aðgangur að upplýsinga- kerfum reiknistofu en deildarstjór- um og öðrum yfirmönnum og þá með sérstökum lykilorðum. Þá er starfandi á vegum Reiknistofu bankanna sérstök öryggismála- nefnd sem tryggja á að engar upplýsingar geti borist frá Reikni- stofu til annarra en viðkomandi banka. Ef slíkt trúnaðarsamband er brotið er það tvímælalaus brott- rekstrarsök viðkomandi starfs- manns. Bankasambandið harmar skrif í æsifréttastíl um viðkvæm mál af þessu tagi samkvæmt einhliða frá- sögnum. Vissulega geta orðið mis- tök í öllum samskiptum og geta bankar ekki frekar en aðrir ábyrgst að þau eigi sér aldrei stað. Athugasemd frá Tímanum Tímanum þykir miður að tal um „æsifréttir" og „einhliða frétta- flutning" virðist vera fyrstu við- brögð bankamanna til að svara alvarlegum fréttum Tímans, um upplýsingaleka úr bankakerfinu til verðbréfasjóða. Getur blaðið ekki annað gert en harmað slíka fram- komu, ef þetta verða einu aðgerðir bankastjórna til að taka á vanda sínum, er upp hefur komið í sam- skiptum starfsmanna þeirra við sölumenn verðbréfasjóða og fjár- festingarfélög. Fréttir Tímans hafa við staðreyndir að styðjast, en byggjast hvorki á óvandaðri blaða- mennsku né óvild í garð banka- manna, nema síður sé. Er það von blaðsins að fréttirnar hafi helst orðið til þess að herða eftirlit með upplýsingaleka og árétta eðlilegar kröfur um tryggingu viðskipta- manna gegn hvers kyns baktjalda- starfsemi einstakra starfsmanna. -fréttastj. Merki Ingólfs Árleg merkjasala Björgunarsveit- arinnar Ingólfs í Reykjavík verður næstkomandi helgi og hefst salan á föstudag. Mun fjöldi sölubarna bjóða merki sveitarinnar til kaups í Reykjavík og er það von sveitar- manna að þeim verði tekið jafn vel og undanfarin ár. Merkjasala þessi er stór þáttur í fjáröflun Ingólfs. Mun merkjasalan hefjast á föstudag, 29.apríl, og standa fram á sunnudag, en það er l.maí. Björgunarsveit Ingólfs starfar í Reykjavík og innan hennar starfa bæði leitarhópar til iandbjörgunar og björgunar á sjó. Sveitin er skipuð um 70 sjálfboðaliðum, sem oft þurfa að leggja sjálfa sig í hættu til björg- unar mannslífum og verðmætum. Má í þessu sambandi nefna að Jón E. Bergsveinsson, nýjasti björgunar- bátur sveitarinnar, hefur sinnt hátt á fimmta tug útkalla á síðasta ári. Enginn plútóníumfarmur um lofthelgi landsins Utanríkisráðherra hefur gefið fyrirmæli um, vegna fyrirhugaðra flutninga á geislavirku plútóníum um norðlæg svæði, að hvorki verði veitt lendingarleyfi á íslandi fyrir flugvélar sem hafa slíkan farm innanborðs, né að þeim verði heimil- að að fljúga um lofthelgi íslands. Þessi tilkynning kemur frá utan- ríkisráðherra vegna fyrirhugaðrar áætlunar Breta og Japana um að flogið verði með plútóníum frá Manchester í Englandi eða Prestvík í Skotlandi, um lofthelgi íslands, Grænlands og N-Kanada til Japans mánaðarlega frá áramótum 1992. Fyrirhugað er að millilending til eldsneytistöku fari fram í Anchorage í Alaska. Stjórnvöld þar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og hefur verið reynt að nota dóm- stóla í Bandaríkjunum til að fá alríkisstjórn Bandaríkjanna til að sjá til þess að eldsneytistakan fári ekki fram í Anchorage. Þá var bent á það, að ef Anchorage félli úr myndinni sem millilendingarstaður, kæmi Keflavíkurflugvöllur til greina. Með þessari yfirlýsingu ráðherra hefur verið komið í veg fyrir að hvorki millilending né flug með geislavirkt plútóníum innan lofthelgi landsins verði leyfð. - ABO Tveir 18 ára drengir bak við lás og slá: Stálu dínamíti og skutu í sundur hús Rannsóknarlögreglan í Keflavík lét loka tvo átján ára drengi inni í fangelsi í fyrrinótt, en þeir urðu uppvísir að því, að hafa stolið átta kílógrömmum af dínamíti og 104 hvellhettum. Annar er úr Keflavík en hinn úr Njarðvíkum. Þeir höfðu þá sprengt um 100 grömm af dína- míti og nokkrar hvellhettur uppi á Stapa og ekki verið hættulegir öðr- um en sjálfum sér. Annar þeirra, sem hafði sprengi- efnið í fórum sínum, varð hræddur þegar hann sá í fréttum, hve hættu- legt svo mikið magn af dínamíti væri. Hann tók því það til bragðs að fleygja efninu í sjóinn. Kafarar fundu dínamítið og hvellhetturnar um hádegið í gær eftir ábendingu drengsins. Drengjunum var sleppt í gær eftir yfirheyrslur, en auk þessa kom í ljós, að þeir áttu mikinn hlut að því að skjóta í sundur heilt hús í Júnkar- agerði í Höfnum fyrir fáeinum dögum. Voru þeir fjórir saman í það skiptið, en umræddir drengir skutu af tveimur haglabyssum. Allt, sem þeir réðu við, var brotið og bramlað í Júnkaragerði. Enginn hefur búið í húsinu um alllangt skeið. þj „Tímaskekkja í skattalógunum" Nokkrir þingmenn úr öllum flokkum fengu sent bréf þar sem vakin er athygli á misrétti í skatta- lögunum. Hrönn Eggertsdóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, báðar frá Akranesi sendu bréfið. Bréfið fjallar um ónýttan per- sónuafslátt við skattlagningu ung- linga, 16 ára og eldri. Þar segir m.a. að fáir unglingar hafi nægar tekjur yfir suinartímann til eigin framfærslu yfir árið. Það kemur því í hlut foreldra, eða forráða- manna, að sjá um framfærslu þeirra. Þrátt fyrir það falla barna- bætur niður er barn nær 16 ára aldri, svo og frádráttur á sköttum einstæðra foreldra. Unglingar sem stunda nám mestan hluta ársins ná ekki að nýta persónuafslátt sinn og það geta foreldrar hans ekki heldur. Segir í bréfinu að þetta komi sérstaklega illa við einstæða foreldra. Mælst er til að þessari „tíma- skekkju“ í skattalögunum verði breytt. Lögin leyfa að annað hjóna nýti persónuafslátt hins sem vinnur lítið eða ekki utan heimilis. Það er því ekki réttlætanlegt að lögin geri upp á milli sambýlisaðila sem eru hjón og annarra sambýlisaðila, t.d. mæðgna eða feðgina, þar sem báðir aðilar teljast fullorðnir. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.