Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. apríl 1988 Tíminn 19 Inés de la Fressange Eini olympíu-gullverðlaunahafi Svíþjóðar - 94 ára skautadrottning: Hef ekki farið á skauta í ár Hún Magda Julin gengur alltaf með gullverðlaunapeninginn í festi um hálsinn, sem hún fékk þegar hún varð Noregsmeistari í list- hlaupi á skautum - í Kristianíu (Oslo) árið 1919 ! Magda er eini olympíu-gullverðlaunahafi Sví- þjóðar, en hún hlaut þau verðlaun 1920. Olympíu- gullverðlaun hlaut hún í Antwerpen fyrir 68 árum," ...en sá verðlaunapeningur er of stór til að ganga með hann, og svo er hann alls ekki úr ekta gulli", segir Magda Julin sem er að verða 94 ára. Nýlega var viðtal við hana í sænsku vikublaði. Þegar blaða- maður og Ijósmyndari komu í heimsókn til hennar var hún uppi í stiga að pússa kristalsljósakrónu í stofunni sinni. „Ég hef ekki verið neitt á skaut- um í ár, en í fyrra fór ég í smá-skautaferð og gekk bara vel,“ sagði hin hressa gamla kona við fjölmiðlafólkið sem heimsótti hana. Hætti keppni árid 1921 Magda fékk ein olympíuverð- laun, tvisvar varð hún Norður- landameistari og þrisvar Svíþjóð- armeistari, en þá hætti hún keppni. - Það var árið 1921. Þegar hún hafði verið meistari í sínu landi þrisvar sinnum fékk hún ekki tæki- færi til að keppa þar meir. Það fannst henni ekki sanngjarnt og segir að sér finnist ekkert réttlæti í því að meistari fái ekki að verja sinn titil. Klíkuskapur í íþróttunum - Þetta er eintómur klíkuskapur í íþróttunum, - en þú mátt helst ekki skrifa það, sagði Magda við blaðamanninn, sem auðvitað skrif- aði það strax niður. Magda Julin er enn þekkt hjá áhugafólki um skautaíþróttina. Hún var t.d. fyrir sl. jól boðin til Þýskalands, en hún afþakkaði heimboðið. Þá var blaðamaður sendur til að taka við hana stórt viðtal, þar sem hún rifjaði margt upp frá liðnum dögum. Magda Mauroy hét hún áður en hún giftist. Hún hefur tvisvar verið gift - og í bæði skiptin varð hún frú Julin, því eiginmenn hennar voru bræður. Hún eignaðist tvö börn og á sex barnabörn og átta barna- barnabörn. -Ekkert þeirra er í skautaíþróttinni, segir Magda döpur. „Enn eru „strákar“ að skrifa mér“ Magda hefur enn geysilegan áhuga á íþróttum og fylgist með í sjónvarpi og útvarpi. Fyrir utan skautahlaup, þá er skíðaíþróttin ofarlega á blaði hjá henni og sömu- leiðis fylgist hún vel með fótboltan- um. Ingmar Stenmark skíðakappi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá gömlu konunni. Enn fær hún bréf frá aðdáend- um. „Já, það detta stundum inn um bréfalúguna hjá mér bréf frá „strákum" í öllum heimshornum, sem vilja fá eiginhandaráritun mína,“ sagði Magda Julin glettnis- lega í lok viðtalsins. Magda Julin á fyrstu hvítu skauta- skónum sínum. Hún vann olym- píuverðlaunin á gömlum svörtum skautaskóm, sem eru nú á íþrótta- safni í Malmö Sýningarstúlkan Inés de la Fressange í nýrri Chanel-dragt, - ljósmynduð af Karl Lagerfeld. Uppáhaldssýningarstúlkan hans Karls Lagerfeld, tískuljósmyndara: (82-59- Varla hefur nokkurri sýningar- stúlku skotið hraðar upp á stjörnu- himininn en Inés de la Fressange. Fyrir fjórum árum tók tísku- kóngurinn og ljósmyndarinn Karl Lagerfeld að sér að vinna fyrir Parísartískuhúsið Chanel, og þá hófst um leið framaferill Inés de la Fressange. Nú er hún orðin mest ljósmyndaða og eftirsótta fyrirsæta í tískuheiminum. í franska tímaritinu „Marie Claire" segir Karl Lagerfeld, að Inés sé sín heilladís og hann lof- syngur hana sem hina fullkomnu fyrirsætu ljósmyndarans. „Hún er hin týpíska Parísardama," segir Lagerfeld. Inés de la Fressange er fædd í St. Tropez í Suður-Frakklandi 11. ág- úst 1957 og var fjölskylda hennar vel stæð. Faðir hennar var kaup- hallarspekúlant, André de la Fres- sange en móðirin var frá Argen- tínu. Inés de la Fressange er 1.81 sm á hæð, 55 kíló og „málin“ eru: brjóst 82, mitti 59 og mjaðmir 87. Það má segja, að farið sé að líta á Inés de la Fressange sem nokkurs konar arftaka hinnar frægu Coco Chanel, sem lést 1971. Fjölmiðlar eru stöðugt á eftir Inés, og frétta- menn útvarps, sjónvarps og blaða vilja fá álit hennar og skoðanir á margs konar málum - ekki aðeins tískunni - heldur málum eins og vinnudeilum, fjármálum og stjórn- málum, svo eitthvað sé nefnt. Inés hefur færst undan að koma þannig fram opinberlega, sökum þess að hún vill ekki hætta vinsæld- um sínum í það að koma fram í •87 sm) umdeildum málum. Hún segir: „Þá færi ég að taka sjálfa mig of alvarlega. En ef til vill sér fólk aðeins að ég er eðlileg og létt í lund Claire Maire, og eiginmaður hennar, Johnny, eru trúðar að atvinnu, - og ekki nóg með það að bæði hjónin séu „sirkusfólk" - heldur er Cara litla, fimm ára dóttir þeirra, orðin vinsæll trúður! „Cara er hinn fæddi senuþjóf- ur,“ segir mamma hennar. „Áhorfendur klappa og hrópa þegar hún kemur hlaupandi inn á sviðið, þar sem við, foreldrar hennar, höfum verið að gera gamlar trúðakúnstir. Við fáum oft smáhláturgusur og klapp hjá áhorfendum, en það er ekkert á við það þegar Cara leikur listir sínar. Cara finnur alltaf upp á ein- hverju nýju sem hún bætir inn í „númerin" sem hún hefur æft með okkur,“ segir Claire, mamma hennar og bætir því við, að stundum komi hún svo á óvart með uppátækjum sínum, að þau sjálf ætíi að springa úr hlátri á sviðinu. Nú hefur hróður litlu stúlkunn- ar borist víða, og hún hefur og líkar þess vegna vel við mig. Það segir kannski: Inés hefurspjar- að sig og orðið fræg, - en hún er þó bara venjuleg stúlka." fengið tilboð frá kvikmyndafyrir- tækjum í Evrópu um að leika í kvikmynd. Claire Maire trúður og dóttirin Cara skemmta sér ekki síður en áhorfendurnir. Litla myndin sýn- ir þær mæðgur utan leiksviðs. Trúða-fjölskyldan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.