Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. apríl 1988 Tíminn 3 (búðaverð aðeins einu sinni komist hærra en í árslok 1987: íbúðaverd hækkaði 20% umf ram verðbólgu 1987 Raunverð fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík á síðasta fjórðungi ársins 1987 var um 20% hærra en í sama ársfjórðungi 1986 og var nú fyrir síðustu áramót orðið hið hæsta sem mælst hefur á því 20 ára tímabili sem Fasteignamat ríkisins hefur yfírlit yfír, með einni undantekningu. Aðeins á síðari hluta ársins 1982 hafði það komist nokkru hærra. Síðustu mánuði ársins 1987 hafði raunverð fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík hækkað (hækkun umfram láns- kjaravísitölu) um 36-37% frá því það fór lægst, á fyrri hluta ársins 1986. Þessar gífurlegu sveiflur á raun- verði eigna þýða m.a., að þeir sem voru svo heppnir eða klókir að leggja í kaup notaðra íbúða (án þess að selja á móti) framan af árinu 1986 hafa aukið eigið fé í þeim íbúðum um hundruð þúsunda umfram verðtryggingu. Með sama hætti geta þeir sem keyptu á hinu háa verði í lok ársins 1987 (eða jafnvel enn hærra síðan) misst góðan hluta eigin fjár í þeint eign- um ef þeir verða eða kjósa að selja þegar/ef raunverð lækkar aftur. Til grundvallar verðútreikning- um sínum notaði Fasteignamatið kaupsamninga 1.560 fjölbýlishúsa- íbúða í Reykjavík á árinu 1987. Söluverð þessara íbúða var samtals um 4.750 milljónir króna, eða t.d. álíka upphæð og öll útlán Bygging- arsjóðs ríkisins á sama ári. Þar sem rætt er um raunverð hér að framan er átt við meðaltal allra íbúðastærða í fjölbýlishúsum. En mjög er misjafnt hvenær og hvernig þær hafa hækkað. Þegar nýja lána- kerfið tók gildi síðla árs 1986 olli það fyrst lang mestum verðhækk- unum á 4ra herbergja íbúðum og stærri. Framan af árinu 1987 tók síðan við lang mest hækkun 3ja herbergja íbúðanna. Um síðustu áramót var það sú íbúðastærð sem hækkað hafði lang mest í verði hvort sem miðað var við eitt ár eða frá því að verðið fór lægst vorið 1986. Á síðustu mánuðum ársins 1987 var hins vegar komið að 2ja her- bergja íbúðunum. Lang flestar seldar íbúðir voru þá af þeirri stærð, sem olli því að verð þeirra fór aftur að hækka meira en á stærri íbúðum. Verður ekki annað séð cn að þessi þróun lýsi glöggt „gengisfalli" nýju húsnæðislánanna. Þ.e. aðþótt lánsupphæðin hafi hækkað í takt við lánskjaravísitöluna (verðbólg- una) þá hefur íbúðaverðið hækkað miklu meira, eins og að framan er sagt. Lánsupphæðin verður því alltaf minni og minni hluti íbúða- verðs, sem leiðir til þess að lántak- ar kaupa minni og minni íbúðir. Rifja má upp að hámarkslán til kaupa á notaðri fyrstu íbúð dugði fyrir 55% af verði 4ra herbergja íbúðar haustið 1986 en ekki nema fyrir 55% af verði 3ja herbcrgja íbúðar haustið 1987. Slíkt há- markslán er nú (apríl-júní) 2.046 þús. kr., þ.e. 55% af verði íbúðar sem kostar 3.720 þús. krónur. -HEI Skarð sem bæjarlækurinn við Læk rauf í Þorlákshafnarveginn, sem nú er lokaður. Hringvegurinn rofinn í Langadal vegna vatnavaxta í Blöndu. Skarö í Þorlákshafnarveg: Slitlagið er eins og harmoníkubelgur Mikil þíða er um land allt og árnar að ryðja sig. Þegar við bættist úrhellisrigning í Ölfusi aðfaranótt þriðjudags flæddi Varmá yfír bakka sína og flóð hljóp í bæjarlækinn við Læk. Þorlákshafnarvegur, frá Hvera- gerði til Þorlákshafnar, liggur yfir lækinn og brotnaði í hann skarð, sem er góð seiling manns að dýpt. Þrjátíu metra langt stálrör og tveir og hálfur metri að þvermáli, sem ræsti vatni gegn um veginn, sviptist undan lengd sína. í gær vann Vega- gerðin að viðgerðum á veginum, en einnig var bætt við ræsið, svo það þoli meira flóð í framtíðinni. Það vakti athygli vegavinnu- manna, að urmull seiða var í læknum, og grunaði þá, að þau hefðu sloppið úr seiðastöðvum í Ölfusi, - hvort sem það hafi gerst í flóðinu umrædda nótt eða áður. Víða hefur komið til þess, að lögregla hefur takmarkað öxulþunga á þjóðvegum. Meðal annars er leyfi- legur öxulþungi á Svínvetningabraut 7 tonn, en þá leið verða vegfarendur að fara nú, eftir að Blanda ruddist Ræsið sviptist undan veginum lengd þoli meiri flóð í framtíðinni. yfir Norðurlandsveg í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Gífurlegar skemmdir hafa orðið þar á þjóðveg- inum og hringvegurinn er nú rofinn. Formaður Almannavarna á Blöndu- ósi lýsir því svo, að „slitlagið sé eins og harmoníkubelgur". „Það eru geysilegar skemmdir þarna fram frá og allt lokað,“ sagði sína. Það verður framlengt nú svo það (Tíminn: Pjetur) lögreglumaður á Blönduósi. „Þarna eru miklar leysingar og Blanda ryður íshröngli yfir veginn og tún eru umflotin víða. Bærinn Æsustaðir er alveg innilokaður og heimilisfólk kemst ekki leiðir sinnar öðru vísi en gangandi. Svo er mikill jakaburður á túnum Ártúna við Svartá. Þetta fer þó vonandi að sjatna.“ þj Rannsókn á Vopnafjarðarmálinu: Skothylkið ber merki byssunnar Rannsókn á Vopnafjarðarmálinu hefur leitt ótvírætt í ljós, að hagla- byssan, sem lá við hlið Tryggva Gunnars Ingþórssonar, þar sem hann hafði svipt sig lífi á vinnustað sínum, er sama vopn og Gunnar Ingólfsson var skotinn með á heimili hans að Hámundarstöðum skammt frá Vopnafirði. Við frumrannsókn á vettvangi fannst skothylki í skafli á krossgötum skammt frá Hámundar- stöðum. Það ber sömu merki og skothylkið, sem var enn í byssunni á vinnustað Tryggva Gunnars þegar hún fannst. Þórir Oddsson, aðstoðarrann- sóknarlögreglustjóri, segir, að um hugsanlega orsök voðaverksins verði ekkert gefið út. „Þegar hvorugur er til frásagnar verða það einungis tilgátur hjá okkur. Við getum ekkert sagt um það,“ sagði Þórir. Það hefur komið fram, að hagla- byssan var ekki í eigu Tryggva Gunnars Ingþórssonar, heldur ann- ars manns á Vopnafirði. Tryggvi Gunnar hafði tekið hana til handar- gagns í leyfisleysi eiganda. þj Útspil frá Hótel Sögu í slag danshúsanna í Reykjavík um dans- og baráhugamenn: Boðsmiði til leikhúsgesta Samkeppni veit- inga/danshúsanna í Reykjavík harðnar stöðugt. Fróðir menn telja að tvær höfuðástæður liggi þar að baki, í fyrsta lagi fjölgun veit- ingahúsa á síðustu mánuðum, og hins- vegar sú staðreynd að æ færri höfuð- borgarbúar bregða sér á danshúsin í tjútt og á barbrölt. Það nýjasta í frumlegheitum veitingahúsanna til að laða að fólk má án efa eigna Súlnasal Hótels Sögu, en á þeim bæ hefur síðustu tvær helgar verið brugðið á það ráð að afhenda leikhúsgestum í Leik- skemmu Leikfélags Reykjavíkur við Meistaravelli, boðsmiða fyrir tvo á dansleik í Súlnasal. Halldór Skaftason, einn af veit- ingastjórum í Súlnasal, sagði þessa „aðgerð“ svar þess veitingastaðar við aukinni samkeppni. Hann segir að erfitt sé að meta árangurinn af þessu eftir reynslu tveggja helga, en trúlega hafi um 20% leikhús- gesta í Leikskemmu skilað sér á ball í Súlnasal að sýningu lokinni. „Við tengjum þetta tilboð leiksýn- ingum Leikfélags Reykjavíkur hér í Vesturbænum. Við viljum með þessu halda fólki áfram í Vestur- bænum eftir sýningu,“ sagði Halldór. Hann sagði aðspurður að auk leikhúsgesta í Leikskemmu LR, hefði hótelið boðið stórum gestahópum, sem þar gisti, upp á sömu kjör. Þess má geta að helgar- rúllugjald í Súlnasal er nú 550 krónur, þannig að þetta boð hljóð- ar í raun upp á 1100 krónur. Halldór sagðist ekki draga dul á að danshúsin stæðu fremur illa að vígi þessar vikurnar, og Hótel Saga væri þar engin undantekning. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.