Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.04.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 28. apríl 1988 12 Tíminn PARÍS - Mitterrand forseti Frakklands hefur 14% forskot á Chirac forsætisráðherra í fyrstu skoðanakönnun sem gerð er eftir fyrri umferð for- setakosninganna i Frakklandi, en Frakkar munu kjósa á milli þeirra tveggja í síðari umferð- inni sem fram fer 8. maí. NIKÓSÍA - Iranar segja að Saudi-Arabar hafi slitið stjórn- málasambandi við sig vegna hræðslu um mótmæli í hinni heilögu borg Mekka, en á síð- asta ári brutust út óeirðir milli íranskra pílagríma og saudi- arabískra öryggissveita á Haj hátíðinni með þeim afleiðing- um að 400 íranar létu lífið. KABÚL - Sex menn létust I og fjörutíu og níu særðust í öflugri sprengingu í miðborg Kabúl. Talið er að islamskir skæruliðar hafi komið sprengj- unni fyrir til að trufla hátíðar- R höld sem haldin eru í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá valdatöku kommúnista í Af- ganistan. KIRYAT SHMONA, ISRAEL - Tveir skæruliðar sem komust yfir landamærin í norðurhluta landsins voru' skotnir til bana af ísraelskum hermönnum, en áður höfðu þeir skotið ísraelskan borgara til bana. MOSKVA - Vikublaðið Moskvutíðindi hefur staðhæft að hópur manna innan sov- éska hersins og kommúnista- flokksins hafi samið skjal sem nú er formlega fordæmt sem yfirlýsing andstæðinga Mikha- els Gorbatsjovs. SEOUL - Fyrrverandi for- sætisráðherra Suður-Kóreu Kim Jong-Pil sem er leiðtogi íhaldsflokksins hafnaði tillögu forseta landsins, Roh Tae- Woo, um að íhaldsflokkurinn myndi stjórn með flokk Woos, j en hann missti meirihluta sinn j á þingi í kosningum á dögun- | um. íhaldsflokkurinn hefur lyk- ■ ilstöðu á þinginu þó hann sé 1 lítill. f KRAKÁ - Stáliðnaðarverka- |. menn sem nú eru í verkfalli kröfðust kauphækkana fimm milljóna Pólverja á öðrum degi verkfallsins sem lamar stærstu verksmiðju Póllands. Stjórn- ; völd óttast að verkfallið breiðist > út um landið. ÚTLÖND lillliiPiill llllllllllllll Frakkar senda sérþjálfaðar hersveitir til Nýju Kaledóníu til að eiga við skæruliða aðskilnaðarsinna: Franska ríkisstjórninn sendi sérþjálfaðar hersveitir til Nýju Kaledóníu í gær eftir að skæruliðar tóku fleiri gísla. Vegna ástandsins í Nýju Kaie- dóníu ákvað franska ríkisstjórn- in að senda sérþjálfaða franska hermenn til þessarar Kyrrahafs- eyju. Fimm herflutningavélar með hermenn og hergögn innan- borðs voru sendar til eyjarinnar í gærkvöld. Hermennirnir bæt- ast í hóp þeirra fjögurþúsund frönsku hermanna og sérþjálf- uðu lögreglumanna sem fyrir eru á eyjunni. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun eftir að skæruliðar Kanaka á Nýju Kaledoníu tóku í gíslingu í gær sjö menn sem hugðust reyna að ná samningum um að Kanakarnir slepptu þeim sextán frönsku lög- reglumönnum sem þeir höfðu haft f haldi frá því á föstudag. Einn af gíslunum er yfirmaður frönsku sér- sveitanna sem berjast gegn hryðju- verkamönnum. Gíslarnir sextán hafa verið í haldi skæruliða frá því á föstudag. í>á gerðu skæruliðar Kanaka árás á höfuðstöðvar frönsku lögreglunnar í Oueva, drápu fjóra og tóku tuttugu og sjö í gíslingu. Kanakarnir slepptu ellefu gíslum á sunnudag en halda enn hinum sextán. Þrjúhundruð manna sérsveit úr franska hernum hefur frá því á föstudag fínkembt þessa Kyrrahafs- eyju sem er undir stjórn Frakka í von um að ná að brjóta á bak aftur uppreisn aðskilnaðarsinna Kanaka og frelsa gísla þeirra. Fréttir liafa borist af átökum milli sérsveitanna og skæruliða Kanaka, en ekki er vitað um mannfall. f>ó er ljóst að sérsveitirnar brutu á bak aftur þriggja daga umsátur skæruliða Kan- aka um höfuðstöðvar frönsku lög- reglunnar í bænum Canala, en þar höfðu um eitt hundrað evrópskir landnemar leitað hælis. Útvarp aðskilnaðarsinna útvarp- aði fréttum um að tugur Kanaka hafi fallið í átökum. f>að hefurekki verið staðfest. Hins vegar var kanösk stúlka skotin til bana af frönskum lögreglumönnum um helgina, aðeins klukkustund eftir að frönsk yfirvöld fyrirskipuðu að tekið yrði af fullri hörku á vopnuðum skæruliðum Kan- aka. Tíu Kanakar sem taldir eru úr hópi árásarmannanna á höfuðstöðv- ar frönsku lögreglunnar hafa nú verið kærðir fyrir morð, uppreisn og mannrán. Fjórir þeirra liggja særðir á sjúkrahúsi, en lögreglan hefurekki gefið upp hvernig mennirnir særðust, né hvernig lögreglan náði tangarhaldi á Kanökunum. Forkosningamar í Bandaríkjunum: „The Duke“ burstaði Jackson Menn eru sammála um að Mike Dukakis „The Duke“ hafi tryggt sér útnefningu sem forseta- efni demókrata eftir stórsigur sinn í forkosningunum í Pennsyl- vaníu sem fram fóru á þriðjudag. Dukakis burstaði Jesse Jackson, hlaut 66% atkvæða en Jackson 28%. Jackson hyggst þó halda baráttu sinni áfram, en óvíst er hvort hann stefni á varaforseta- embættið. Miklar vangaveltur eru uppi um hvern Dukakis muni velja sem varaforsetaefni sitt. Helst hefur nafn Sam Nunn öldunga- deildarþingmanns frá Georgíu, sem hefur mikið fylgi í suðurríkj- unum og var á tímabili talinn einn af líklegri forsetaframbjóð- endum demókrata, borið á góma. Líkur eru þó á að Jesse Jackson reyni að nota aðstöðu sína til að koma í veg fyrir það því Nunn er mjög íhaldssamur demókrati á meðan Jackson er einn af þeim allra frjálslyndustu. Dukakis sjálfur vill ekkert gefa út um það hvern hann kjósi helst sér við hlið sem varaforsetaefni. „Ég útiloka engan í því samb- andi“. Sprengjutil- ræðihjáSaudi Sprengja sprakk á skrifstof- um saudiarabíska flugfélagsins Saudi í Kúvait í gær, sólarhring eftir að Saudi-Arabar slitu stjórnmálasambandi sínu við írana. Talið er að skæruliða- hópur hliðhollur írönum beri ábyrgð á sprengingunni. Einn maður særðist, en vegna hins heilaga Rahmadan mánaðar liggur athafnalíf niðri frá sólar- upprás til sólarlags í Kúvait. Saudi-Arabar segjast hafa slitið stjórnmálasambandi vegna endurtekinna árása íranskra fallbyssubáta á saudi- arabísk olíuflutningaskip. Palestínumenn á hernumdu svæðunum vilja að stofnað verði íslamskt ríki Palestínumanna þar. Palestínumenn vilja stofna íslamskt ríki Stærsti hluti íbúa á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdan vill að þar verði stofnað íslamskt ríki Palestínumanna. í skoðana- könnun sem gerð var af Bir Zeit háskólanum í Ramallah kom í ljós að um 60% aðspurða vildu hafa þennan háttinn á. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar, sem gerð var til að kanna útbreiðslu íslams meðal Palestínu- manna, voru birtar í háskólanum í Tel Aviv í síðustu viku. Úrtakið í könnuninni var 1100 manns sem er talið gefa góða mynd af viðhorfum fólksins. 59% þeirra sem tóku af- stöðu vildu íslamskt lýðveldi, 33% kusu heldur lýðræðisríki á vestræna vísu og 7% vildu sósíaliskt ríki svipað og tíðkast í Austur-Evrópu. Nær engir vildu einveldisríki. ísraelskir sérfræðingar treystu sér ekki til að skera úr um hversu öruggar niðurstöður þessarar könnunar eru þar sem hún var gerð í andstöðu við vilja ísraelskra yfir- völda, auk þess sem uppreisn undan- farna mánaða gæti hafa haft tíma- bundin áhrif á viðhorf Palestínu- manna. Islamshreyfingin meðal Palestínu- manna varð ekki ógnun við ísraels- ríki fyrr en líða tók á síðasta áratug. Fram að þeim tíma höfðu ísraelar frekar stutt við bakið á íslömskum hreyfingum meðal Palestínumanna í von um þar væri afl sem gæti unnið á móti palestínskum þjóðernissinn- um. Sérstaklega voru ísraelar hlið- hollir íslömskum hreyfingum meðal Palestínumanna vegna þess að yfir- völd í Egyptalandi og í Jórdaníu gerðu allt sitt til að halda þeim niðri. Að undanförnu hefur hin íslamska hreyfing átt sífellt meira fylgi að fagna, eins og reyndar kemur fram í skoðanakönnuninni. „Ein ástæða þess hve árangur íslamskrar hreyf- ingar meðal Palestínumanna hefur verið góður er sú staðreynd að ólíkt ofsatrú og afturhaldi íslamskrar trúar Khom- einis, þá gerir íslam Palestínumanna ráð fyrir nútímalegu samfélagi og nútímalegri trú sem þjóni mismun- andi hópuni í samfélaginu,“ sagði dr. Eli Rekhes þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Hann telur einnig að hin íslamska hreyfing muni fá mik- inn stuðning meðal ísraelskra Palest- ínumanna í næstu kosningum í Isra- el. HM/Jerusalcm Post

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.