Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. ágúst 1988 Tímin'n' '3 Sigurður Helgason, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu: Heimavistir tæmast vegna batnandi vega Ungum námsmönnum á heimavistum hefur fækkað um meir en helming á síðustu fimmtán árum og er útlit fyrir að enn eigi þessi þróun eftir að halda áfram í eitt til tvö ár. Sigurður Helgason, deildarstjóri grunnskóladeiidar mennta málaráðuneytis, segir að bylting í vegagerð og samgöngumálum okkar eigi stærstan þátt í þessari þróun og foreldrar hafi mikinn áhuga á að fá börnin heim á hverjum degi. Nú eru börn sótt á hverjum degi allt aö þrjátíu km vegalengd til skólasóknar. Skólaakstur er því að taka við af heimavistinni og ekki vcrða aðrir eftir á heimavist en þeir sem langt eiga þurfa að fara eða sækja skóla frá öðrum byggðarlög- um. Nokkrar heimavistir standa algerlega tómarog á flcstum hérað- skólum og grunnskólum með heimavist hefur þróunin orðið sú að fáir nemendur dvelja í stórum og miklum hcrbergjaálmum. Lík- legt er að þessi mikla fjárfesting í byggingum sem farið var út í á árunum 1960-74 sé að mestu orðin úrelt og óþörf og er þá verið að tala um hundruð milljónir króna á núvirði. Tveir skólar eru nú alveg án nemenda í heimavist og er öllum ekið til og frá skóla. Á Heiðarskóla í Borgarfirði hefur verið gripið til þess ráðs að breyta heimavistar- álmunni í kennslurými, en í Húna- vallaskóla hefur ekki vcrið farin sú leið að því er Tímanum er kunnugt. Fjöldi skóla stendur frammi fyrir þvl að nemendum sem dvelja á heimavist fer fækk- andi á hverju ári. Sigurður Helgason, deildar- stjóri, segir að þetta hafi þróast í þessa átt og hafi foreldrar sýnt því mikinn áhuga að fá börnin heim að loknum skóladegi. Þá viti hann ekki betur en skólanefndir og skólastjórnir séu þessu einnig mcð- mæltar. Stærsti þátturinn í þessari þróun verði þó að teljast sú mikla bylting sem orðið hefur í vegamál- um íslendinga. Nú er ckki lengur tiltökumál að aka börnum og ungl- ingum til og frá skóla á hverjum degi. Til dæmis hafi það verið alveg óhugsandi dæmi fyrir 1980 svo einhver ártöl sé hægt að nefna. Ein hliðin á þessari þróun er líka mannfækkun sem orðiö hcfur til sveita. Nú verða t.d. ekki reknir nema sex héraðskólar af átta næsta vetur. Annar þessara skóla er reyndar Reykjaskóli en þar verða reknarskólabúðir í vetur. Byggjast þær á því að skólabörn koma víðs vegar að af landinu til námsdvalar að Reykjum. Þar verða kennarar til að annast kennslu þeirra auk bekkjakennara sem fylgja hvcrjum hóp. Fjöldi skóla sem áður hafa verið reknir sem heimavistarskólar að mestu leyti hafa nú verið að taka upp skólaakstur að miklu leyti. Flúðaskóli í Hrunamannahreppi er einn þeirra og einnig má nefna Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi, Laugabakkaskóla í Miðfirði og grunnskólann á Kirkjubæjar- klaustri. í þessum tilfellum gista aðcins fáeinir nemendur á heima- vist þar sem áður voru tugir nem- enda. Af skólum sem stcfnt er að því að leggja niður heimavist og taka nær alfarið upp daglegan akstur, má nefna Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Benti Sigurður á að einn kostur væri þessari þróun fylgjandi sem ekki mætti sleppa að minnast á. Sagði hann að áður fyrr hafi nem- cndur orðið að skiptast á að vera í skólanum, en það var á meðan skólar þessir stunduðu svokallaða víxlkcnnslu. Þá voru nemendur við nám og dvöldu á heimavist eina viku í senn, en voru í heimahúsum aðra hverja viku á móti. Nú fái nemendur jafnari kennslu allan veturinn. Þegar litið cr yfir farinn veg í þróun skólabygginga um allt land, verður ckki hjá því komist að velta fyrir sér hversu margir tugir millj- óna króna hljóta að hafa farið í súginn vegna bygginganna. Eftir standa tómar eða vannýttar heima- vistir og hálftóm skólaeldhús af fullkomnustu gerð. Ef tekið er dæmi af Laugagerðisskóla, sern nefndur var hér framar, kemur í Ijós að hann kostaði um 24 milljón- ir í gömlum krónum þegar hann var fullbúinn árið 1965. Þetta eru um 112 milljónir á verðlagi í dag og er þá miðað við þróun bygging- arvisitölu. Um helmingur af upp- hæðinni cr talinn vera vegna bygg- ingar heimavistar og fullkominnar eldhúsaðstöðu vegna heimavistar- innar. Sé sú raunin að milli 40-60 milljónir liafi farið sérstaklega í að byggja aðstöðu til heimavistar, hlýtur upphæðin að vclta á hundr- uðum milljóna króna. Þegar slíkar reikningskúnstir voru bornar undir Sigurð, sagði hann að það væru vafalaust stórar upphæðir sem þarna hafi verið varið í byggingar heimavista víða um land. Hins vegar væri á það að líta að reikningsdæmið væri stórt og mikil handavinna gæti farið í að taka opinberar tölur saman um þennan kostnað. Sagöi hann að þótt þetta væri alveg rétt, bæri einnig að skoða þá staðreynd að þessar byggingar og þessi stefna var mjög skynsamleg á sínum tíma og þó sérstakiega vegna þeirra aðstæðna sem þá voru í samgöngu- málum. Þá hafi hið opinbera geng- iö fram í því að hvetja hrcppa til að samcinast um byggingar héraðs- skólanna. KB Davíð Oddsson, borgarstjóri, um framtíðarskipan innanlandsflugs: Keflavíkurflugvöllur ekki vænlegur kostur „Ég hef aldrei séð jafn ómálefna- lega, ómaklega, ódrengilega eða ó- smekklega fyrirsögn eins og þá sem birtist í Tímanum í gær,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í sam- tali við Tímann, um frétt Tímans um staðsetningu Reykj avíkurflugvallar. Þar spyr Alfreð Þorsteinsson, full- trúi Framsóknarflokksins í Skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar: „Er þörf á stærra slysi svo borgarstjóri vakni?“ f viðtali við Alfreð gagnrýn- ir hann harðlega afstöðu sjálfstæðis- manna til þeirrar slysahættu sem staðsetning vallarins hefur í för með sér. Davíð sagðist hvorki telja ástæðu til að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, né til að færa innanlandsflug þaðan til Keflavíkurflugvallar. „Þetta hefur raunar verið svo margrætt fyrirbæri í gegnum árin, að það er varla ástæða til að ræða það frekar í smáatriðum. Ég lít á þetta sem mál ríkisins, það er ríkið sem byggir flugvöll til að tryggja sam- göngur við landsbyggðina. Ég sé ekki að aðilar í þjóðfélaginu líti á það sem vænlegan kost, að það þjóni þessu hlutverki að færa þessar sam- göngur til Keflavíkur," sagði Davíð. Fjarlægðin milli Keflavíkur og Reykjavíkur virðist einkum standa í mönnum og sagði Davíð slysatíðn- ina miklu meiri á Reykjanesbraut en í fluginu og að aukin umferð hefði síst vænleg áhrif þar á. Hann taldi hugmyndir um einteinunga langsótt- ar og að slíkt fyrirtæki mundi ekki bera sig hér, þar sem það geri það ekki einu sinni í Japan. Nú stendur til að færa Hringbraut- ina enn nær flugbrautinni, sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur- borgar. Er ekki ástæða til að endur- skoða þessa áætlun í ljósi flugslyssins sem varð þar fyrr í vikunni? „Þessar áætlanir eru ekki aðeins gerðar vegna aðalskipulagsins, þær eru gerðar samkvæmt samningi við ríkið fyrir 14 árum, þar sem Hring- brautin fer í gegnum lóð Landspítal- Davíð Oddsson borgarstjóri Reykja- víkur. Islenskur kennari áheimsmælikvarða Prófessor Svanhvít Egilsdóttir kennir um þessar mundir við sumarakademíuna í Salzborg. Svanhvít er fyrrverandi háskóla- kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg og er þetta í annað skipti sem hún kennir við sumar- akademíuna í Salzborg. Mikill heiður er að fá að kenna við akademíuna, en þar kenna ýmsir heimsfrægir listamenn svo sem Fournier, Maurice Gendron, Hans Hotter, Hans Leygraf, Ester Rethy, Charles Spencer, Karlheinz Stockhausen, Gerald Souzay, Eberhard Wachter og Erik Werba. Austurríska-íslenska félagið í Vínarborg segir Svanhvíti vera álitna kennara á heimsmælikvarða. ans. Ríkisvaldið hefur ekki farið fram á beytingar á þessum áætlun- um.“ Davíð taldi þær forsendur sem lágu að baki þeim samningi ekki hafa breyst það mikið að ástæða væri til að breyta áætlununum. „Reyndar færist Hringbrautin ekki svo mikið nær að það breyti neinu. Menn eiga ekki að einblína eingöngu á þennan eina stað þar sem slysið varð, eins og að þar verði bara slysin." Davíð sagðist ekki hafa orðið var við það að Framsóknarflokkurinn hefði beitt sér fyrir endurskoðun á tilhögun innanlandsflugsins, né áætl- unum þessum í gatnagerð, þegar hann var í meirihlutastjórn borgar- innar árin 1978-1982. JIH Allrahanda ökuþórar á Þingvöllum Stór hópur ökuþóra hyggst sýna glæsikerrur sínar að Þingvöllum sunnudaginn 7. ágúst. Fornbílaklúbburinn, Sniglarnir, Kvartmíluklúbburinn, Ferða- klúbburinn 4x4 og Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur ætla að leggja upp í ferðina frá Rafveitu- húsinu við Suðurlandsbraut klukk- an 13.45 og aka um Keldnaholt til Þingvalla þar sem safnast verður saman við Almannagjá klukkan 15.00. Frá Almanngjá verður ekið að Hótel Valhöll og þaðan að þjón- ustumiðstöðinni, þar sem ökutæk- in verða til sýnis milli klukkan 15.30 og 16.30. Kristinn Snæland formaður ferðanefndar Fornbílaklúbbsins sagði Tímanum að mikill áhugi væri fyrir ferðinni en bætti við að miserfitt væri hins vegar fyrir öku- þórana að halda í slíka ferð. „Það verða fjölmargir fornbílar í ferðinni og eins mjög mörg mót- orhjól og kvartmílubílar. Rallbíl- arnir eru hins vegar yfirleitt sund- urtættir á milli þess sem þeir eru að keppa svo það er erfiðara fyrir eigendur þeirra að fara í ferðina. Núna er jafnframt aðalferðatími jeppaeigenda svo þeir verða kannski ekki fjölmennir," sagði Kristinn. IDS Fallegir garoar fá viðurkenningu Umhverfisráð Kópavogs, Lions- klúbbur Kópavogs, Kiwanislúbb- urinn Eldey, Rotaryklúbbur Kópa- vogs og Lionsklúbburinn Muninn veittu í gær viðurkenningar ársins 1988 fyrir fagurt og snyrtilegt um- hverfi í Kópavogi. Alls voru veittar 6 viðurkenningar. Tvær á vegum Umhverfisráðs, fyrir snyrtilegt um- hverfi fjölbýlishúsa og atvinnu- húsnæðis. Klúbbarnir veittu hús- ráðendum fjögurra einbýlishúsa í bænum viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða. Umhverfisráð veittu íbúum fjöl- býlishúsanna að Álfatúni 17-25 viðurkenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi fjölbýlishúsa og fspan hf. fyrir snyrtilegt umhverfi atvinnu- húsnæðis. Kiwanisklúbburinn Eldey veitti Sunnevu Guðjónsdóttur og Guð- mundi Snæholm viðurkenningu fyrir garðinn að Þinghólsbraut 11. Lionsklúbbur Kópavogs veitt Guðrúnu Ástu Þórarinsdóttur og Birgi Guðjónssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Hjallabrekku 28. Rótaryklúbbur Kópavogs veitti Guðrúnu Erlendsdóttur og Ásgeiri Þ. Ásgeirssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Hlíðarvegi 49. Loks veitti Lionsklúbburinn Muninn Ólöfu Sigurðardóttur og Þórði G. Guðlaugssyni viðurkenn- ingu fyrir garðinn að Kársnesbraut 87. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.