Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 10
10 iTíminn
Laugardagur 6. ágúst 1988
Dýrðartímar uppanna í New York á enda:
Veitingahús, sér-
verslanir og önnur dýr
þjónusta á hausnum
Veitingahús stefna í gjaldþrot, lúxusbúöir loka dyrum
sínum fyrir fullt og allt og skrifstofurými stendur autt í
stórum stfl. Upparnir eru aö verða peningalausir og þessir
dýru þjónustustaðir missa viðskiptavinina.
Þetta er lýsing á ástandinu í New York á því herrans ári
1988 og er því lýst nánar í grein í Spiegel nýlega. Ef lýsingin
minnir einhvern á ástandið hér á landi nú þá er það kannski
ekki svo fjarri lagi.
Fjögurra stjarna
tískuveitingastaður
ieggur upp laupana
Það var alltaf fullt út úr dyrum á
veitingahúsinu „Maxwell Plum“
þegar uppdubbaðir auglýsinga-
teiknarar og fjármálamenn, giæsi-
legar flugfreyjur og ungar konur á
uppleið á vinnumarkaði þyrptust á
veiðilendurnar eftir vinnutíma,
glæsilega veitingahúsið með Tiff-
any-lömpunum og skilrúmunum úr
blýinnlögðu mislitu gleri. Árum
saman var „Maxwell Plum“ eftir-
sóttasti samkomustaður þeirra sem
voru einir á ferð en vildu gjarna
hitta einhverja sem þeir gátu
blandað geði við.
Nú er öldin önnur. Það er orðið
kyrrt og hljótt á staðnum sem varð
þess heiðurs aðnjótandi að vera
upptökustaður fyrir klúbb einsam-
alla á ferð í kvikmyndinni „Leitin
að hr. Goodbar" og var handhafi
fjögurra stjarna hins virta mat-
þekkjara Craig Claiborne, sem
lengi skrifaði í New York Times
um veitingastaði og gaf hæstu eink-
unn einmitt fjórar stjörnur.
Eigandi staðarins tilkynnti
starfsfólki sínu, 155 manns, einn
góðan veðurdag ekki alls fyrir
löngu að veitingahúsinu yrði lokað
eftir kvöldverðinn það sama kvöld
og ekki opnað aftur. „Ég hef enga
ánægju af þessu lengur," sagði
hann.
Ástæðan til þess að eigandinn er
búinn að tapa allri ánægju við
reksturinn er sú sama og margra
annarra í fyrirtækjarekstri þessa
dagana. Viðskiptin ganga treglega
fyrir sig. Verðfallið á kauphöllun-
um í fyrrahaust hefur skilið eftir sig
djúp spor hjá musterum tóm-
stundaiðkana og skemmtanalífs.
Á fyrstu fimm mánuðum ársins
1988 tilkynntu 46 veitingahús í
New York sig gjaldþrota. Pað er
50% aukning frá sama tíma í fyrra
og fimm sinnum fleiri veitingahúsa-
gjaldþrot en 1986.
Fínustu verslanagöturnar
minna nú á draugabæi
„Villta vestursins“
Við Columbus Avenue, sem á
undanförnum 10 árum hefur orðið
að nokkurs konar úrvalsverslana-
götu milli 72. og 86. strætis, hafa
áhrif þessa samdráttar tekið á sig
sérlega dapurlega mynd. Heilu
húsaraðirnar bera skilti þar sem
stendur „Til sölu“ eða „Lokað".
Og mílulangi spottinn á West Side
á Manhattan, þar sem sérverslanir
hönnuða höfðu hreiðrað um sig
minnir nú einna helst á draugabæi
„Villta vestursins".
M.a.s. fyrirtækið „Benetton“, sem
hefur teygt anga sína víða, hefur
orðið að lúta í lægra haldi fyrir
kreppuástandinu í tískuverslunum
New York borgar.
skemmtun en að fara á tískuveit-
ingahús og borða dýra máltíð þar
sem aðaltilgangurinn er að sýna sig
og sjá aðra. „Hungur New York-
búa í glæsileg veitingahús virðist
mettað," stóð í New York Times.
Umskiptanna til nægjusemi, sem
stundum voru gerð af ásetningi en
stundum vegna efnahagslegra
þrenginga, varð fyrst vart í veit-
ingahúsum, sem staðsett eru fjarri
íbúðarhverfum og njóta þar með
ekki viðskipta fólks úr nágrenninu
heldur gesta sem keyrðir eru um í
leigubílum.
Biðraðir New York-búa sem eru
með á nótunum, sem í eina tíð
biðu þolinmóðir við yfirfull tísku-
veitingahús, eru orðnar styttri eða
jafnvel úr sögunni. Viðskiptavinir
halda sig heima við eða fá sér snarl
í næstu sjoppu.
Mottóið var „Vogun
vinnur, vogun tapar“
- og nú hafa þeir tapað
Margir tískuverslanaeigendur
voru líka háðir skammlífum tísku-
bylgjum og velviljaðri umfjöllun í
fjölmiðlum borgarinnar. Þeir seldu
varning sinn, sérhannaðan
klæðnað, yfirleitt á útbólgnu verði
til að geta staðið í skilum með
leiguna. Þeir lifðu margir sam-
kvæmt lögmálinu: vogun vinnur,
vogun tapar - og töpuðu.
„Viðskiptavinirnir á Columbus
Avenue eru dæmigerðir uppar sem
verða að vera með í öllu sem er í
tísku,“ segir eigandi einnar lúxus-
búðarinnar. Og hann bætir við:
„Það sem þessir viðskiptavinir geta
leyft sér nú, þegar þeir eru búnir
að borga afborganirnar af íbúðinni
sinni, er einn ís á sunnudögum,
búið og basta.“ Afleiðingin er sú,
að hvorki þessi verslunareigandi
né nágrannar hans geta nú sjálfir
staðið í skilum með þá himinháu
leigu sem tíðkast hefur á þessum
slóðum. Hann hefur þess vegna
skellt versluninni sinni í lás og selt
leigusamninginn einhverjum bjart-
sýnismanni, sem stendur í þeirri
meiningu að hann geti rekið fyrir-
tæki þar með svo miklum ágóða að
honum verði leikur einn að borga
leiguna.
Einn nágranni þessa fyrrum
verslunareiganda fór að reikna út
lífsmöguleika síns fyrirtækis. Hann
verslaði með herratískuvörur. Til
að standa skil á leigunni, sem var
300.000 dollarar á ári, hefði hann
þurft að selja vörur fyrir a.m.k.
þrjár milljónir dollara á ári, ef
hann átti að ætla sjálfum sér smá-
vegis laun. Til að ná þessari veltu
hefði hann þurft að selja 300 buxur
á 200 dollara parið á viku, en það
markmið er allsendis óraunhæft
eins og viðskiptum er nú háttað á
þessari fyrrum dýru verslunargötu.
Einu búðirnar sem bera sig á
Columbus Avenue þessa dagana
eru þær sem versla með ódýran
fjöldaframleiddan varning.
Núvilja
leigusalar lækka leiguna
- en það dugir ekki til
Reyndar eru húsnæðiseigendur,
sem leigja út verslunar-, veitinga-
húsa- og skrifstofuhúsnæði nú til
viðtals um að lækka leigugjöldin til
að reyna þó aðeins að hamla gegn
hruninu í þessum atvinnugreinum.
En það er bara of seint. í New
York er boðið upp á alls 28 ferk-
ílómetra af skrifstofuhúsnæði, sem
gæti hýst samanlagðar skrifstofur í
miðborgum stórborganna Atlanta,
Detroit, Memphis, Phoenix og San
Jose, ef fyrirtækin hefðu hug á að
flytjast um set til New York. Af
þessum 28 ferkílómetrum standa
13% auð.
Verðhrunið á hlutabréfamark-
aðnum er þó ekki nema nýjasta
stórslysið sem hefur átt þátt í allri
þessari eymd. En tortímingaráhrif
áfallsins á Wall Street urðu enn
meiri þar sem það hitti fyrir í New
York efnahagsástand sem þegar vó
salt.
New Yorkbúar súpa
seyðið af ráðstöf unum til
að bjarga fjárhag borg-
arinnar á síðasta áratug
Sú þróun hafði hafist þegar um
miðjan síðasta áratug þegar borg-
aryfirvöld gripu til aðlaðandi
endurnýjunaráætlunar til að koma
í veg fyrir að borgin yrði gjald-
þrota. Yfirvöldum tókst að laða
stórfyrirtæki til stórborgarinnar
með því að bjóða upp á skattaíviln-
anir og langtíma leigusamninga.
Þrátt fyrir að mettímar væru í
byggingariðnaði æddu upp leigu-
gjöld á verslana-, íbúða- og skrif-
stofuhúsnæði svo að brjálæði var
næst. Útreikningar braskaranna
gátu gengið upp á meðan atvinnu-
rekendur og launaháir íbúar borg-
arinnar litu svo á að fyrirtækið
þeirra ætti meiri líkur á því að vaxa
og dafna ef ímynd þess væri góð út
á við og þeirra einkalifnaðarhættir
væru um leið auglýsing um góða
stöðu þeirra í þjóðfélaginu.
En þegar nokkrum mánuðum
áður en hrunið varð á hlutabréfa-
markaðnum brast flótti í liðið sem
sest hafði að í New York. Mikil
skattbyrði og hár lifikostnaður rak
fjöldann allan af stórfyrirtækjum,
s.s. olíurisann Mobil Oil og stór-
verslunina J.C. Penney til að flytja
höfuðstöðvar sínar frá New York.
Endurskodað
verðmætamat uppanna
hefur valdið miklu
Þegar svo gengi hlutabréfanna
Fyrrum var þéttsetinn bekkurinn á
tískuveitingahúsum New York og
komust færri að en vildu. Nú er
öldin önnur og veitingahúsin leggja
upp laupana hvert af öðru.
fór kollhnís og verðbréfafyrirtækin
í Wall Street ein sögðu upp 20.000
starfsmanna sinna, jókst hraðinn
niður brekkuna í táradalinn. Veit-
ingamenn og verslanaeigendur sem
höfðu veðjað á áframhaldandi
svimandi veltu, lentu í erfiðleikum.
Viðskiptavinirnir sem áður höfðu
verið tóku til við að endurskoða
verðmætamat sitt og létu hjá líða
að gera stórinnkaup, s.s. á BMW-
bílum og eigin íbúðum, fjármögn-
uð með dýrum lánum.
Þessi endurskoðun uppanna
hafði víðtæk áhrif. „Skyndilega
uppgötvaði fólk að það gat farið á
ókeypis útitónleika í Central Park.
Það gat líka bara haldið kyrru fyrir
heima og getið börn,“ segir veit-
ingamaður einn. Fólk fór að leita
sér að gamni sem vegur létt á
peningaveskinu og gefur jafnframt
fyrirheit um að vera síst síðri