Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 9
Tíminn 9 sú aö í vestrænum lýðræðisríkj- um, ekki síst á Norðurlöndum, er mikill hljómgrunnur fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Þótt tölfræðin kunni að styrkja þá kenningu að íslendingar séu eftirbátar annarra á Norður- löndum í því að fullnægja ýms- um markmiðum kvennabarátt- unnar að svo komnu, þá er ekki ástæða til að oftúlka slík gögn eða leggja þau út á versta veg fyrir íslendinga. Á íslandi hefur orðið mikil breyting til batnaðar á afstöðu manna til jafnréttis- baráttu. Til þess að sannfærast um það er einfaldast að athuga sögulegar staðreyndir og bera saman einstök tímabil í okkar eigin sögu. Óslitin saga í 100 ár Hér verður ekki ráðist í það að fara langt aftur í tímann og þræða allar stiklur kvennabar- áttu á íslandi í meira en 100 ár, þótt það sé merkileg saga. Kvennabaráttan á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld var í rauninni miklu erfiðari og háð við verri skilyrði, meiri and- stöðu, tómlæti og skilningsleysi en nokkru sinni hefur verið í jafnréttisbaráttu síðustu ára og áratuga. Þótt þessi gamla bar- átta hafi verið hörð og ekki mætt miklum skilningi oft og einatt, þá er það viðurkennd staðreynd að í henni náðust ýmsir áfanga- sigrar miðað við þeirra tíma skilning á markmiðum barátt- unnar. Ef horft er til jafnréttisbaráttu samtímans þá er ekki ýkja langt að rekja upphaf hennar. Hins vegar væri það ranglæti gagnvart þeim baráttukonum sem á und- an fóru og brúuðu bilið milli kvennabaráttu Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og jafnréttishreyf- ingar í skilningi samtímans, ef sagt væri að enginn hafi haldið uppi málstað kvenréttinda fyrr en jafnréttisbarátta síðustu ára verður til. í raun og veru á kvennabaráttan sér langa og óslitna sögu hér á landi. Hún hefur verið rekin með lýðræðis- legum baráttuaðferðum, sem haldið hefur við stöðugri þróun í þessum efnum þar sem greina má áfangasigra rétt eins og gerst hefur í annarri réttindabaráttu og sókn til jafnréttis og lýðræðis. Sjálfsagt er að viðurkenna það að janfréttisbarátta síðustu 10- 15 ára hefur verið markviss og borin uppi af meiri fjölda en áður var. Það má einnig vera ljóst, eins og áður hefur fram komið, að vænlegur árangur hef- ur orðið af þessari myndarlegu kvennabaráttu samtímans. Því ber að fagna, enda ætti forystu- sveit þessarar baráttu - sem reyndar er dreifð víða um þjóð- félagið - að halda sigrum sínum á loft fremur en að láta í það skína að ekkert hafi áunnist. Þróun löggjafar Það er ástæða til að hald^ frarh þessari staðreynd íslands- sögunnar um hina óslitnu kvennabaráttu og alla áfanga- sigrana sem unnir hafa verið í 100 ár í þeirri baráttu. Ef það er ekki gert verkar kvennabaráttan á ýmsa lýðræðissinna, jafnt kon- ur sem karla, eins og hver önnur þráhyggja. Það er m.a. ljóst að samfélagið er af margvíslegum ástæðum móttækilegra fyrir nú- tíma-jafnréttisbaráttu en áður var. Jafnréttishugmyndin á sér í raun og veru víðtækan hljóm- grunn í þjóðfélaginu eins og það er nú saman sett. Ekkert sannar það betur heldur en þróun jafn- réttislöggj afarinnar. Með samþykkt laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla vorið 1985 hafa íslending- ar náð því stigi á löggjafarsviði um jafnréttismál sem best gerist. Þau lög áttu að sjálfsögðu sinn aðdraganda. í fyrsta lagi höfðu áður verið sett ýmis lög sem þokuðu jafnréttismálum áfram að sínu leyti og voru merkir áfangar í kvenna- og jafnréttis- baráttunni. Þessi lög úreltust sem ekki er óeðlilegt eða reynd- ust ná skemmra en til var ætlast. Það átti m.a. við um lög nr. 78/1976, um jafnrétti kvenna og karla. Eftir að þau lög höfðu gilt í nokkur ár var hafist handa um víðtæka endurskoðun þeirra. Núgildandi jafnréttislög eru fyrst og fremst árangur þeirrar endurskoðunar. Allar umræður um jafnréttismál ættu að svo komnu að fjalla um framkvæmd þeirra laga. Forgangsmál samkvæmt lögum Með jafnréttislögunum frá 1985 er af Alþingis hálfu mörkuð stefna um það hvemig ná skuli fullu jafnrétti milli kynja hér á landi. Það er ekki einasta að lögin hafi að geyma almenna stefnuyfirlýsingu um jafnrétti, heldur eru bein fyrirmæli í lögunum um markvissa fram- kvæmd laganna. Lögin verða ekki skilin á annan hátt en þann að þau feli í sér skyldu ríkisstjórnar að takast á við jafnréttismál sem forgangsmál á sviði félagsmála. 122. gr. jafnréttislaganna seg- ir að félagsmálaráðherra skuli leggja fyrir ríkisstjómina fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn og svo fyrir mælt að við áætlunargerðina skuli hann hafa hliðsjón af tillögum (áætlunum) Jafnréttisráðs. Hvað varðar framkvæmd laganna er ástæða til að benda á það óvenjulega ákvæði í 13. gr. að „Jafnréttis- ráð skuli annast framkvæmd lag- anna“. Hér er ráðinu nánast fengið ráðherravald a.m.k. eftir orðanna hljóðan! Ákvæðin um hið víðtæka verksvið Jafnréttis- ráðs og hlut þess varðandi „framkvæmd" laganna er síst af öllu dæmi um það að Alþingi, æðsta valdastofnun þjóðarinnar, sé íhaldssamt í jafnréttismálum. Þvert á móti verður að segja að Alþingi sé frjálslynt í jafnréttismál- um og á engan hátt eftirbátur annarra þjóðþinga í þvf efni. Frjálslyndi Alþingis í jafnréttis- málum endurspeglar almenn viðhorf í þjóðfélaginu að þessu leyti. Af þessu leiðir að raunhæf jafnréttisbarátta felst fyrst og fremst í því að tryggja fram- kvæmd gildandi jafnréttislaga. Það á að vera uppistaða jafnrétt- isumræðunnar hér á landi, en ekki langsóttar lýsingar á kúgun kvenna í bronsaldarþjóðfélög- um eða sviðsetning á löngu gleymdum kirkjuþingum og öðru ámóta dramatísku efni. Framkvæmd jafnréttislaga Ráðstefna Norðurlandaráðs í Ósló um jafnréttismál var að sjálfsögðu tímabær. En ráð- stefnur eru umræðuþing en ekki vettvangur mælsku og einhliða áróðurs, enda verður því ekki beinlínis haldið fram hér að svo hafi verið. Hér verður því heldur ekki haldið fram að íslendingar hafi náð nú þegar öllum mark- miðum, sem stefnt er að í jafn- réttismálum. Hins vegar ber að leggja áherslu á að lagður hefur verið lagagrundvöllur undir markvissa sókn í þeim efnum. Jafnréttibaráttan hvílir á laga- grunni, ef svo má segja, fram- kvæmd gildandi jafnréttislaga skiptir höfuðmáli hvað varðar árangur af þessari baráttu. Því miður verður þess allt of lítið vart í umræðum um jafn- réttismá! að hér á landi gildi yfirleitt nokkur lög um þetta efni. Ekki getur slíkt talist virð- ingarvert í lýðræðislegri umræðu og er málefninu síst til fram- dráttar. Yfirdrepsskapur af þessu tagi er vísbending um öfgar, sem mörgum gest illa að og verður fremur til þess að fæla fólk frá því að taka þátt í jafnréttisumræðunni en laða það að henni. Sú staðreynd að jafnréttislög- in frá 1985 eru gjarnan gerð að einhvers konar leyndarmáli þeg- ar um þetta efni er rætt, kann að stafa af því að Kvennalistinn tók í rauninni afstöðu gegn lögunum þegar þau voru til meðferðar á Alþingi. Kvennalistakonur létu þá svo ummælt að slík löggjöf um jafnréttismál væri gagns- laus. Það er þessi skoðun Kvennalistans sem látin er ráða alltof miklu í umræðum enn í dag. Þessi skoðun Kvennalistans er í eðli sínu öfgafull. Áhugafólk um skynsamlega framkvæmd jafnréttismála ætti að vara sig á þessari skoðun og láta Kvenna- listakonur ekki leiða sig í ógöng- ur neikvæðrar umræðu með slík- um málatilbúnaði. Kynningarskylda ráðherra Allir sem um þessi mál fjalla þurfa að átta sig á því að gildandi jafnréttislög eru mikilvægur áfangi í jafnréttisbaráttunni. Lögin bjóða upp á möguleika til þess að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þessi lög þarf að kynna almenningi betur en gert hefur verið. Þar hefur fél- agsmálaráðherra og Jafnréttis- ráð skyldum að gegna, Tíma- bært er að félagsmálaráðherra efni til ráðstefnu um jafnréttis- lögin og framkvæmd þeirra. Það væri verðugt framhald af hinni stórbrotnu för íslenskra kvenna til Óslóar. Upp úr þeirri för mætti það einnig koma betur fram að jafnréttisbaráttan er og á að vera áhugamál beggja kynja. Einkum ættu stjórnmála- flokkar og samtök launafólks að beina þróuninni inn á þá braut. Nóg er að Kvennalistinn sundri jafnréttisbaráttunni með sér- viskulegri kynferðispólitík sinni og einhæfum áróðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.