Tíminn - 11.08.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 11.08.1988, Qupperneq 11
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ' Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur: Landsliðið náði að hefna íslenska landsliðið í handknattleik náði fram hefndum gegn Frökkum í landsleik í Frakklandi í gærkvöld. Eftir mjög óvæntan ósigur í fyrra- kvöld komu íslcnsku strákarnir ákveðnir til leiks í gær og upp- skáru fjögurra marka sigur, 26-22. íslendingar höfðu yfirleitt frum- kvæðið í leiknum, þó aðallega í síðari hálfleik. í leikhléinu var stað- an jöfn, 12-12. Strax í upphafi síðari hálfleiks náðu íslensku strákarnir tveggja til þriggja marka forystu og juku forskotið upp í 4-5 mörk þegar lengra leið á leikinn. Þegar upp var staðið var munurinn fjögur mörk, 26-22. I leiknum í gær voru það einkum varamennirnir sem fengu tækifæri og þeir gripu það fegins hendi. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu allan leikinn og stóð sig mjög vel, hann varði alls 14 skot. Júlíus Jónasson og Sigurður Gunn- arsson áttu einnig báðir góðan leik, en þeir höfðu lítið fegið að leika fram að þessu í ferðinni. Mikill munur var á leik íslenska liðsins frá því í leiknum í fyrrakvöld, enda getur liðið vart leikið verr en það gerði í þeim leik. Frakkarnir léku ekki verr í gær en í fyrrakvöld, betur ef eitthvað var, að sögn Guð- jóns Guðmundssonar liðsstjóra ís- lenska liðsins. Greinilegt var á leik liðsins í gær, að mikil þreyta situr í mönnum eftir erfitt ferðalag og marga erfiða leiki á stuttum tíma að undanförnu. Landsliðið heldur heimleiðis frá Frakklandi í dag. Mörkin í gær skoruðu: Kristján Arason 6, Júlíus Jónasson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Sigurður Gunn- arsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Jakob Sigurðsson 2 og Guðmundur Guð- mundsson 1. BL Alfreð Gíslason í landsleik gegn Frökkum í Laugardalshöll. Frá Erni Þórarinssyni fréttamanni Tímans: Bikarkeppnin í knattspyrnu kvenna: Enn mætast ÍA og Valur í úrslitum bikarsins „Getum gert beturM „Það er Ijóst að við getum leikið betur en við gerðuni í þessari ferð. Við töpuðum til að mynda tveimur lcikjum sem við áttum að vinna,“ sagði Guðjón Guðmundsson lið- stjóri íslcnska landsliðsins ■ hand- knattlcik, í samtali við Tiinann í gærkvöld, eftir að liðið lék síðasta lcik sinn í keppnisfcrö uin Spán og Frakkland. „Sigurinn í gær hefði átt að vera stærri, þaö fór mikið af dauöafær- um i súginn. Við klikkuðuin til dæmis á 21 sókn, bara í fyrri hálfleik. Þeta licfur verið löng og crfið ferð, en samt góð og leikmenn eru rcynslunni ríkari efiir. Þrátt fyrir fjóra tapleiki í siðustu sex lcikjum þá telja þessir leikir ekkert, það eru leikirnir í Seoul sem tclja. Þar ætlum við okkur að standa okkur vel. Nú er Flugleiða- mótið framiindan og þar niunum við leggja okkur allu fram til að ná góðum úrslilum," sagði Guöjón að lokum. BL heima lenti í útistöðum við framkvæmda- stjóra Rangers, Graeme Souness í fyrravetur og Souness sagði þá að Roberts mundi ekki leika oftar fyrir Rangers. Rangers lék á þriðjudaginn æf- ingaleik á móti Bordeaux og sigraði 3-1. Terry Butcher, sem fótbrotnaði í nóvember sl. lék nú aftur með Rangers og skoraði eitt marka liðs síns. BL Skíðamenn æfa í Fljótum Landslið íslands í skíöagöngu dvaldi fyrir skömmu í Fljótum við æfingar og er það í þriðja skipti á nokkrum mánuðum, sem landsliðið dvelur við æfingar, undir stjórn sænska gönguþjálfarans Mats Ves- terlund. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar í norrænu-greinanefnd SKÍ, æfir ákveðinn kjarni göngumanna allt árið. í sumar kemur hópurinn saman einu sinni í mánuði og æfir á fullu tvisvar á dag í viku tíma í senn. Yfir sumarmánuðina er einkum æft á hjólaskíðum og hlaupið. Hins vegar verða gönguskíðin tekin fram um leið og snjóar í haust. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar er stefnt að því að í Fljótum verði æfingamiðstöð göngulandsliðsins í framtíðinni. Til þess eru ýmsar ást- æður, t.d. mun óvíða á landinu hægt að æfa eins mikið á snjó, þá er í framtíðinni fyrirhuguð bygging mannvirkja vegna skíðaíþróttarinn- ar og síðastliðinn vetur var tekinn í notkun snjótroðari, sem gerbylti allri æfingaaðstöðu skíðagöngu- fólks. Síðari leikur undanúrslita í bikar- keppni kvenna í knattspyrnu var í 100 ára afmælismót Ármanns í kvöld vcrður haldið á Laug- ardaLsvelli 10ö ára afmælismót Ármanns í frjálsum íþróttum. Keppt vcrður í 15 grcinum og er 6 keppendum boðið í hverja grein. Mótið hcfst kl. 18.30 og því lýkur um kl 20.00. BL Leikurinn er í kvöld Þau mistök urðu að í blaðinu í gær var sagt frá þvi að leikur Víkings og Vals ætti að fara fram í gærkvöld, miðvikudag, en hið rétta er að lcikurinn er i kvöld, fimmtudagskvöld. Tirninn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Lcikurinn hefst kl> 19.00 í kvöld á Vík- ingsveilinum við Stjörnugróf. BL gærkvöld. Stjarnan og ÍA léku á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Skaga- stelpurnar höfðu betur og leika til úrslita gegn Valsstúlkunum, enn eina ferðina, sunnudaginn 21. ágúst. Akranesstelpurnar mættu mjög ákveðnar til leiks, staðráðnar í að komast í bikarúrslitin. Ásta Bene- diktsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir ÍA og í síðari hálfleik bætti hún öðru marki við. Um 10 mín. fyrir leikslok minnkaði Guðrún Vala Ásgeirsdótir muninn fyrir Stjörnuna með hörkuskoti. Þar við sat, 2-1 fyrir lA, og þær mæta því bikarmeisturum Vals í úrslitaleik keppninnar. BL ' ~~~ - \ • I tj ^a/ mw u Hodge til síns Tottenham Hotspurs hefur selt fyrrum enska landsliðsmanninn, Steve Hodge til Nottingham Forest, þar sem hann hóf sinn feril, fyrir 575 þúsund pund. Hodge var seldur til Tottenham í demember 1986 frá Aston Villa fyrir 650 þúsund pund, en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu. Mikil breyting hefur orðið á liðsskipan Tottenham síðan T' ry Venables tók við liðinu í F imber sl. Clive Allen, Nico Claesen og Neil Ruddock eru einnig á bak og burt, en Paul Gascoigne og Paul Stewart eru komnir í staðinn. „Það eru allir að tala um hvað ég eyði miklum peningum í kaup á nýjum leikmönnum, en við fáum peningana til baka með því að selja menn í staðinn,“ sagði Terry Vena- bles framkvæmdastjóri Tottenham. Greham Roberts er farinn frá Rangers í Skotlandi til Lundúnaliðs- ins Chelsea. Rangers fékk 470 þús- und pund fyrir Roberts, en hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.