Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 9v september 19881
Að loknum sögulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna um
áframhaldandi samstarf og hugsanlegar aðgerðir í efnahagsmálum:
Sídasti frestur er
nú orðinn 8 dagar
Forsætisráðherra lýsti því yfir
á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun
að við ríkjandi aðstæður væri
brýnt að taka ákvarðanir. Undir
þetta sjónarmið hafa báðir hinir
formenn stjórnarflokkanna tek-
ið og reyndar bætti Steingrímur
Hermannsson því við, eftir þing-
flokksfund síðar í gær, að það
hafi verið brýnt nokkuð lengi.
Niðurstaða þingflokksfundar
framsóknarmanna, sem fram-
kvæmdastjórn flokksins sat
einnig, var sú að gefa forsætis-
ráðherra frest í fáeina daga fram
yfir helgi til að koma fram með
heilsteyptar efnahagstillögur,
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur liafnað víðtækri niður-
færsluleið, sem einna lengst hef-
ur verið komin í útfærslu og
undirbúningi. Herma heimildir
Tímans að dagsetning á endan-
legu uppgjöri innan stjórnar sé
bundin við fundarboð mið-
stjórnarfundar Framsóknar,
sem verður 17. september nk.
Forsætisráðherra hefur því frest
fram yfir helgi til að bjarga
stjórninni frá falli, en hámarks-
tíminn er níu dagar miðað við
dagsetningu miðstjórnarfundar-
ins.
Þorsteinn á
eftir að tala mikið
Það voru sjálfstæðismenn sem
voru skemmstan tíma inni á þing-
flokksfundi í gær og komu fram, að
sögn formannsins Þorsteins Pálsson-
ar forsætisráðherra, með einhuga
afstöðu um að fara þá leið sem
mörkuð verður í framhaldi af hug-
myndum hans frá því um morgun-
inn. Var Þorsteinn ekki tilbúinn að
gefa neina dagsetningu á það hvenær
tillögur að efnahagsaðgerðum verða
tilbúnar, en viðurkenndi að tala
þurfi við mjög marga aðila, reikna
mikið og tala mikið. Hann sagðist
halda að vel kynni að koma til þess
að haft verði samráð við verkalýðs-
hreyfinguna í sambandi við hug-
myndir þær sem þingflokkurinn hef-
ur nú lagt blessun sína yfir.
' Skylda forsætisráðherra
að koma með tillögur
Formaður Framsóknar, Stein-
grímur Hermannsson, sagði að lokn-
um sínum þingflokksfundi að flokk-
urinn áteldi að ríkisstjórnin hljóp frá
niðurfærslunni. „Við teljum að nú sé
það skylda forsætisráðherra að
leggja fram heilsteyptar tillögur, sem
leysa þann vanda sem orðinn er í
efnahagsmálum," sagði Steingrím-
ur. Var það niðurstaða fundarins að
þær tillögur sem fram kunna að
koma verði skoðaðar, enda komi
þær fljótt og samræmist ákveðnum
grundvallaratriðum, sem fram koma
hér á síðunni.
Tíminn löngu runninn
En hvaða gefur Steingrímur þessu
langan tíma?
„Tíminn er í raun og veru löngu
runninn frá okkur, þannig að ég hef
grun um að forsætisráðherra ætli að
vinna þessa hluti núna um helgina.
Umkringdir fréttamönnum
Okkur sýnist hins vegar að hjá
honum sé afar mikið óunnið. Það er
reyndar ekkert þannig útfært í hans
tillögum að hægt sé að taka til þess
afstöðu." Sagði hann að t.d. vantaði
algerlega tillögur til að tryggja undir-
stöður framleiðslugreinanna eða
hvernig lækka eigi fjármagnskostn-
aðinn með lækkun raunvaxta. f því
sambandi benti hann á ákvæði 9.
greinar Seðlabankalaganna sem
beita mætti án sérstakrar lagasetn-
ingar. Þá vantaði einnig tillögur um
það hvernig dregið verður úr þensl-
unni.
Stjórnarsamstarfi
þegar slitið
Á þingflokksfundi Framsóknar
kom fram töluvert vonleysi og töl-
uðu menn þar alveg sérstaklega um
þau orð sem forsætisráðherra lét
falla í sjónvarpsfréttum kvöldið
áður. Að sögn Steingríms litu sumir
fundarmenn svo á að Þorsteinn hefði
í raun slitið stjórnarsamstarfinu í
þeim töluðu orðum. Sagðist Stein-
grímur ekki sjá að til væri meiri
frestur en þessi lokafrestur sem nú
væri gefinn.
Alþýðufiokkurinn fjallaði
mest um eigin tillögur
Alþýðuflokksmenn sátu manna
lengst á sínum þingflokksfundi og
héldu ráðherrarnir sérstakan fund
eftir að þingmennirnir voru farnir úr
Alþingishúsinu. Á formanni þeirra,
Jóni Baldvin Hannibalssyni, var það
helst að skilja að umræður hafi
aðeins snúist um tillögur þær sem
Alþýðuflokkurinn lagði fram á ríkis-
stjórnarfundinum þá um morgun-
inn. Þær tillögur voru afgreiddar
þannig á þingflokksfundinum að
ráðherrum var gefið fullt og óskorað
vald til að fylgja þeim eftir og útfæra
þær frekar.
Uppkast að lögum
Samkvæmt heimildumTímanseru
þær tillögur komnar næst því að
kallast tilbúnar af öllum þeim sæg
tillögugerða sem litið hafa dagsins
ljós undanfarnar vikur. Mun Jón
Baldvin hafa haft tilbúið uppkast að
bráðabirgðalögum sem fylgja þyrftu
með þeim efnahagstillögum. Þessar
vinnutillögur alþýðuflokksmanna
voru ekki samþykktar af framsókn-
armönnum þar sem þær eru mjög í
samhljóman við þær hugmyndir Þor-
steins Pálssonar sem þeir hafa ekki
getað lagt lið vegna gengisfellingar
þeirrar sem í þeim felst. Sjálfstæðis-
menn gátu heldur ekki samþykkt
tillögur Jóns Baldvins enda sjálfir
komnir fram með hugmyndir.
Hvað tekur hann upp?
Það gæti því farið svo að tillögur
alþýðuflokksmanna verði sú leið
sem forsætisráðherra tekur upp um
helgina og gerir að sínum til að
reyna að bjarga stjórninni á síðasta
fresti sfnum. Það ber þó nokkuð á
milli þegar þessar hugmyndir eru
bornar saman og er það helst skoð-
anamunur á því með hvaða hætti
vextir verði lækkaðir og verðlag
hamið. Eru alþýðuflokksmenn þar á
nokkurs konar millileið milli tillagna
Framsóknar um víðtæka niðurfærslu
í stað gengisfellingar og hugmynda
Þorsteins um afnám umsaminna
launahækkana en minnkun verð-
stöðvunar með þeim hætti að áhrif
gengisfellinga verði hleypt inn í
verðlag og eins hækkunum á inn-
flutningsverði vöru. KB
Tillögur Þorsteins
Tíminn hefur komið hönduni yflr þær tillögur um ákvarðanir í
efnahagsinálum sem Þorstcinn Pálsson, forsætisráðherra, lagði
fyrir ríkisstjórnina í gærmorgun. Tillögur Þorsteins eru eftirfar-
andi:
tækja. Aðhaldsáðgerðir í ríkisfjár-
„Við ríkjandi aðstæður er brýnt
að taka ákvarðanir sem leggja
grundvöll að efnahagslegum
stöðugleika. Þær ákvarðanir eru
forscnda þess að takist að ná
ntarkmiðum ríkisstjórnarinnar um
hjöðnun verðbólgu, lækkun vaxta
og bctri afkomu útflutnings- og
samkeppnisgreina atvinnulífsins.
Forsenda þcss að lagður verði
traustur grunnur að stöðugleika í
efnahagslifinu á næstu 12-18 mán-
uðum er að fjárlög ársins 1989
verði afgreidd án rekstrarhalla og
að lánsfjárlog einkcnnist af ströngu
aðhaldí með erlendum lántökum.
Gerð fjárlaga og lánsfjárlaga sctn
hafa jafnvægi að markmiði hlýtur
að vera höfuðverkefnið á sviði
efnáhagsmála á næstunni.
Mcginviðfangsefni við fjárlaga-
geröina verður aö beita auknu
aðhaldi að gjaldahlið fjárlaganna.
Hins vegar kemur til greina að falla
frá því tckjuafsali íyrir rtkissjóð
sem upptaka yirðisaukaskatts á
miöju ári 1989 fæli í sér. Til grcina
kæmi því að fresta framkvæmd
þessarar skattkerfisbreytingar.
Ákvarðanir á sviði lánsfjármála
þurfa annars vegar að lúta að því
að draga verulega saman erlendar
lántökur á næsta ári og hins vegar
að skapa heilbrigða umgjörö með
almcnnum rcglum á þessu sviði.
Þar á meðal eru ákvarðanir um
ábyrgð rfkisins á lántökum lána-
stofnána, ríkisbanka og opinbcrra
fjárfestingarlánasjóða.
Samhliða ákvörðunum á sviði
ríkisfjármála og peninga- og láns-
fjármála þarf að taka ákvarðanir
unt stöðugleika í launa- og verð-
lagsmálum. Á sviði launamála er
um að ræöa frystingu launa sem
fæli í sér afnám samningsbundinna
og lögákveðinna áfangahækkana
og að komið verði í veg fyrir
hækkun launa vegna samningsák-
væða unt svonefnd rauð strik.
Verðstöðvunin sem ákveðin var
26. ágúst sl. hefur lánast vcl m.a.
vegna þcss að hún hefur mætt
skilningi innan atvinnulífsins fyrir
það að vera tímabundin aðgerö.
Hins vegar leyfir verðstöðvunin
ekki að tckið sé tillit til hækkana á
innflutningsverði cða verðbreyt-
inga vegna gengisbreytinga á al-
þjóðlegum gjaldeyrismarkaði svo
aö dæmi séu ncfnd. Hætta er því á
að framlenging verðstöðvunar yrði
ómarkviss aðgerð vegna þess hve
óraunhæf hún væri og græfí því
undan tiltrú á aðhaidsstefnu ríkis-
stjórnarinnar í verðlagsmálum.
Taka þarf ákvörðun um strangt
aðhald með verðlagsþrótm í fram-
haldi verðstöðvunar sem ákveðin
var til loka scptember.
Hjöðnun verðbólgu, sem nú þeg-
ar er hafin' og halda mun áfram
verði fylgt þeirri stefnu sem hér
hefur verið lýst, mun leiða af sér
áframhaldandi lækkun nafnvaxta
og bætta greiösluafkomu fyrir-
málum skapa grundvöll fyrir lækk-
un vaxta á skuldabréfum ríkissjóðs
og skapa skilyrði lyrir almennri
raunvaxtalækkun í framhaldi af.
því.
Athugun fer nú fram, m.a. í
Þjöðhagsstofnun og Seðlabanka, á
skilyrðum fyrir því að taka upp
vcrðjðfnun á frystum fiskafurðum
í framhaldi af vcrðfalli erlendis. Til
greina kemur að Seðlabankinn
leggi frystideild Verðjöfnunarsjóðs
til lán í þessum tilgangi, en slíkri
lánveitingu yrði að fylgja samsvar-
andi aðhaldsaðgerð til uö koma í
veg fyrir peningaþenslu. í Þjóð-
hagsstofnun cr unnið að endur-
skoðun á uppsöfnuöum söluskatti
í sjávarútvegi. í framhaldi af þess-
um athugunum og nteð hiiðsjón af
horfum um fiskafla á næsta ári þarf
að taka ákvarðanir um aðgerðir til
að trcysta rekstrarstöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreina. Þar á
meðal þarf að taka ákvörðun um
hvort og hvernig heimild Seðl-
abankans til 3% breytingar á gengi
krónunnar verði nýtt.“