Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminni FRÉTTAYFIRUT DHAKA - Flóðin í Banglah- desh eru nú loks í rénun að sögn. Hjúkrunarfólk berst nú! með kjafti og klóm til að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu sjúk- dóma og reynir að hjálpa þeim • þúsundum sem nú liggja fár- veikir eftir flóðin. Almenn hung-, ursneyð vofir nú yfir því fæða' er mjög af skornum skammti þrátt fyrir að fyrstu hjálpar- gögnin hafi nú náð til mestu hörmungarsvæðanna. PARÍS — Bandaríkjamenn hafa farið fram á að fundur vestrænna ríkja sem haldinn verður í Washington í lok mán- aðarins verði útvíkkaður svo Japanar, Ástralar og Nýsjá- lendingar fái að taka þátt í fundinum. MOSKVA — Sovéski geim-1 farinn sem hætt var kominn i geimfari ásamt Afgana nú á dögunum telur að lendingar- búnaður geimfarsins hafi bilað vegna rangra skipana frá stjórnstöð á jörðu. JERÚSALEM — Hermenn Israela á vesturbakka Jórdan' skutu einn Palestínumann tili bana og særðu annan í átök-i um við grímuklædda mótmæl-j endur sem vopnaðir vorui hnífum, steinum og bareflum,! að sögn talsmanns hersins. PEKING — Kínverjum, heppnaðist að koma á loftj gervihnetti með nýrri tegund eldflaugar sem þeir hyggjast bjóða til sölu á alþjóðamarkaði. Eldflauginni var skotið frá Ta- iyuan í norðurhluta Kína. DIYARBAKIR, tyrk LANDI -Tuttugu og tveir menn hafa fallið í átökum við skæru- liða Kúrda í suðausturhluta Tyrklands undanfarna þrjá sól- arhringa. Tíu hinna látnu voru hermenn, þrír lögreglumenn, sex þorpsvarðmenn og þrír. skæruliðar Kúrdíska verka-( mannaflokksins sem berst fyrir sjálfstjórn hinna átta milljón Kúrda er búa í Tyrklandi. Umi 60 þúsund írakskir Kúrdar hafa nú flúið yfir landamærin til Tyrklands undan hermönnum íraka sem hafa sótt gegn Kúrd- um af mikilli hörku undanfarnar vikur. Tyrknesk dagblöð telja að um 100 skæruliðar Kúrd- íska verkamannaflokksins hafi komið með flóttamönnum frá| írak. Föstudagur 9. september 1988 IHIIIIIIIIIIIIIIIIl UTLÖND IHIHHIIIIIIL: - Illllllllllllli Illlllll ■.:|!i!llllllllllllllll!|l:.:. Illlllllllllllllll: . ::'!llllllll Leiðtogi PLO leggur fram friðarhugmynd í málefnum Palestínumanna: SÞ fái umsjón með hernumdu svæðunum Frelsissamtök Palestínu hafa farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að samtökin taki tímabundið við eftirliti og stjórnun hcrnumdu svæð- anna á vesturbakka Jórdan og Gaza. „Við förum fram á alþjóðlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi pal- estínsk almennings og að hernumdu svæðin verði undir umsjá Sameinuðu þjóðanna um ákveðinn tíma,“ sagði Farouk Kaddoumi leiðtogi stjórn- máladeildar PLO á fundi utanríkis- ráðherra samtaka óháðra ríkja sem nú stendur yfir á Nikosíu. Sendifulltrúar telja að ræða Kadd- ounti verði fyrsta skrefið í pólitískri herferð PLO á alþjóðavettvangi þar sem reynt verður að beina sjónum manna að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Talið er að Yassir Arafat eigi eftir að fylgja ræðu Kaddoumi eftir á þingi Evrópuráðsins í Strassborg eftir helgina. Kaddou.mi sagði að PLO muni leita ýtnissa leiða í málefnum her- numdu svæðanna áður en Þjóðarráð Palestínu, sem er útlagaþing Palest- ínumanna, muni komasaman í Alsír fyrstu viku októbermánaðar. Embættismenn PLO hafa einnig sagt að til greina komi að koma á fót útlagastjórn Palestínumanna. Þá herma heimildir Palestínu- manna að Arafat sé nú að undirbúa sögulegt sáttartilboð þar sem PLO muni hugsanlega viðurkenna tilveru- rétt Ísraelsríkis ef á móti kæmi- stofnun Palestínuríkis. Israelar hafa hins vegar varað Palestínumenn við að koma á fót einhverskonar ríkisstjórn á her- numdu svæðunum og segjast munu nota járnhnefa til að brjóta slíkar tilraunir á bak aftur. Reyndar hafa ísraelar verið iðnir við að handtaka meinta uppreisnarmenn á hernumdu svæðunum og skutu reyndar Palest- ínumann til bana í átökum þar í gær. í ræðu sinni ásakaði Kaddoumi ísraela fyrir að hunsa almenningsá- litið í heiminum og tilraunir Samein- uðu þjóðanna til að kom á friði í Miðausturlöndum. Líkti hann fjöldahandtökum ísraela á Palest- ínumönnum á hernumdu svæðunum við aðgerðir nasista í útrýmingar- búöunum á stríðsárunum. Friöargæslumaður SÞ á verði í Líbanon. PLO vill senda hann til hernumdu svæðanna því PLO vilja að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér umsjá hernumdu svæðanna um stundarsakir til að tryggja öryggi almennings. Átök urðu milli lögreglu og róttækra stúdenta í Seoul í gær. Stúdentarnir voru að mótmæla ólympíuleikunum sem hefjast 17. september þar í borg. Rán oggripdeildirvirðastúrsögunni í Burma í bili: Hálf milljón manna mótmælti í Rangoon Talið er að um hálf ntilljón manna hafi tekið þátt í kröfugöngum í Rangoon í gær og var það að líkind- um stærsta kröfuganga sem farin hefur verið í Burnta. Kröfuganga þessi fór friðsamlega fram og hafði yfir sér blæ hátíðargöngu frekar en mótmælagöngu. Má það furðu sæta því hún var farin aðeins sólarhring eftir að algjör upplausn virtist blasa við vegna rána og gripdeilda í borg- inni. Aðgerðir hersins og skipulagðra hópa munka og stúdenta til að koma í veg fyrir meiri gripdeildir hafa greinilcga borið árangur og komið í veg fyrir algera upplausn, en her- mönnum var skipað að skjóta ræni- ngja á staðnum. Vitað er að fimm manns voru drepnir, sex særðust og áttatíu og átta voru handteknir. Að venju krafðist fólkið afsagnar Maung Maung forseta og ríkisstjórn- ar hins fyrrum einráða sósíalista- flokks landsins. Fólk hrópaði í sí- fellu „lýðræði, lýðræði" og virðist ekki ætla að láta deigan síga. Fjöldi húsmæðra gekk um göturnar og sló sleifum í potta sína með tilheyrandi hávaða. Hcrmenn sem voru á verði á öllum ntikilvægum stöðum í borg- inni horfðu hamingjusamir á aðfar- irnar og gripu ekki inní, enda stjórn- in sem í raun er úr leik, gefið út að hernum verði ekki beitt gegn frið- samlegum mótmælagöngum. I Mandalay næst stærstu borg landsins fóru einnig fram friðsamleg- ar mótmælagöngur. Borgin er nú undir stjórn Búddamunka sem hafa náð að halda uppi lögum og reglum, enda hafa engar gripdeildir orðið þar. Ólympíuleikamir valda ólgu í Suður-Kóreu: Átök lögreglu og stúdenta í Seoul Hundruð róttækra stúdenta í Suð- ur-Kóreu áttu í hörðum átökum við óeirðarlögreglu í Seoul í gær eftir mótmælagöngu gegn ólympíu- lcikunum sem hefjast í borginni 17. september. Stúdentarnir köstuðu eldsprengjum og grýttu lögregiu- mennina, sem útbúnir voru kylfum, skjöldum og hjálmum. Hinir svarthjálmuðu lögreglu- ntenn beittu kylfum sínum óspart til að hindra göngumenn að í komast að Shilla hótelinu sem eru nú tíma- bundið höfuðstöðvar Juan Antonio Samaranch forseta ólympíunefndar- innar. Lögreglan beitti þó ekki tára- gasi á stúdentana, en því var þó beitt á tvær minni mótmælagöngur í gær. Stúdentarnir hrópuðu slagorð gegn Roh Tae-woo forseta Suður- Kóreu og sökuðu hann um að hindra þátttöku Norður-Kóreumanna í leikunum með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna: Norður-Kóreu- menn staðfestu það í síðustu viku að þeir myndu sniðganga leikana þar sem upp úr slitnaði í viðræðum ríkjanna um að standa sameiginlega að ólympíuleikunum. Stúdentarnir kröfðust einnig að stjórnvöld léttu hinu tímabundna banni sem sett hefur verið á mót- mælafundi í stærstum hluta borgar- innar. Sambærileg mótmæli fóru fram í borginni Kwangju þar sem ýmsar greinar ólympíuleikanna fara fram. Þar beitti lögregla táragasi til að leysa upp gönguna. Sovétmenn neita st&öhæfingum Pakistana um aö afganskar þotur hafi rofiö lofthelgi Pakistans: Afgönsk þota var ekki skotin niður Sovétmenn hafa neitað því að Pakistanar hafi skotið niður afg- anska herþotu yfir Pakistan í fyrra- dag og hafa farið fram á óháða rannsókn á alvikinu. Pakistanar sögðust hafa skotið afganska her- þotu niður og hrakið aðrar á ný yfir til Afganistans eftir að þær höfðu gert sprengiárás á þorp í Pakistan. „Afganskar flugvéiar hafa ekki gert sprengiárásir á pakistöhsk þorp og þær hafa ekki rofið pakist- anska flughelgi, þur af leiðandi geta þæ'r ekki hafa verið skotnar niður yfir pakistönsku lands- svæði," sagði talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins á blaða- mannafundi í gær. „Til að koma í veg fyrir þessar lygar í eitt skipti fyrir öll, frá sovéskri hlið og eftir því sem ég bcst veit afganskri hlið einnig, þá erum við tilbúnir að taka þátt f óviihallri rannsókn á þessurn ásök- unurn," sagði hann einnig. Talsmaðurinn sagði að rann- sóknarnefndin gæti samanstaðið af Afgönum, Sovétmönnum, Pakist- önum og Bandaríkjamönnum und- ir stjórn sérlegs sendimanns Sam- einuðu þjóðanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.