Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. september 1988 Tíminn 13 ÚTLÖND Utanríkisráðherrar Norðurlanda með sameiginlega áskorun á Sameinuðu þjóðirnar: SÞ kanni efnavopna- hernað gegn Kúrdum Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hafa skorað á Sameinuðu þjóðirnar að samtökin rannsaki hvort ásakanir um að írakar noti efnavopn í árásum á þorp Kúrda ættu við rök að styöjast. Sameiginleg áskorun ráðherranna var send til Perez de Cuellar aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Fóru utanríkisráöherrarnir fram á inga í nafni samtakanna. Skæruliðar Kúrda fullyrða að ír- að sérfræðingar á vegum Sameinuðu NúeruumfimmtíuKúrdarbúsett- akskir hermenn hafi drepið og sært þjóðanna verði sendir til írak og ir í Svíþjóð í hungurverkfalli til að þúsundir óbreyttra borgara í efna- rannsaki málið og hafa Svíar fyrir vekja athygli á árásum Iraka á árásum undanfarna mánuði. írakar sitt leyti boðist til að senda sérfræð- Kúrda í norður írak. hafa vísað þeim ásökunum á bug. Þjóðverjar spurðir spjörunum úr: Sjónvarpsstöðvar í kynlífsstríði Kynlífsstríð hefur nú brotist út milli vesturþýskra sjónvarpsstöðva. Tele 5 sem er kapalstöð að nokkru leyti í eigu ítalska fjölmiðlakóngsins Siívio Berlusconi reið á vaðið með þættinum „Kynlífskvöld'*. Þátturinn cr sendur út seint á þriðjudagskvöld- unt og er hann samansettur úr lítt siðprúðum myndböndum og létt- bláum kvikmyndum. Þetta framtak Tele 5 varð til þess að forsvarsmenn RTL Plus sjón- varpsstöðvarinnar risu upp og ákváðu að senda út eigin kynlífs- dagskrár. Einn þátturinn „Kynlífs- glópska" er spurningaþáttur með nýstárlegu sniði. Ef þátttakendur svara spurningum rangt þá verða þeir að klæða sig úr spjör. Þannig er fólk beinlínis spurt spjörunum úr við mikinn fögnuð áhorfenda. Sam- kvæmt áhorfendakönnunum hefur gláp á RTL sjónvarpsstöðina aukist um 10% eftir að þessi nýbreytni var tekin upp. Fylkisstjóra New Yorks ríkis er margt til lista lagt: Cuomo hleypur uppi töskuþjóf Mario Cuomo ríkistjóri New York fylkis brá fyrir sig betri fætinum í gær þar sem hann átti leið um hið illræmda Harlem hverfi New York borgar og hljóp uppi töskuþjóf ásamt vopnuðum bílstjóra sínum Mary Ellen Fitzpatrick. Cuomo sem nú er 56 ára að aldri var á yngri árum liðtækur körfu- knattleiksmaður og var greinilegt að hann hefur haldið sér í góðu formi. Cuomo var á leið á fund þegar hann sá töskuþjóf á flótta. Cuomo beið ekki boðanna heldur rauk út úr bílnum og skipaði Mary Ellen að elta þjófinn með sér. „Flann rauk út úr bílnum án þess að við gætum stöðvað hann,“ sagði John Iaccio sérlegur aðstoðarmaður ríkisstjórans. „Fitzpatrick tók af sér háhæluðu skóna, dró upp byssuna og þau hlupu saman yfir götuna". Þau skötuhjúin náðu að hlaupa þrjótinn uppi og var hann handtek- inn í skóbúð þar sem hann hugðist leita sér hælis. Skrúfað frá barnakrananum í Kína: Bændur mega nú geta tvö börn Nú hefur á ný verið skrúfað frá barnakrananum í Kína, því nú mega kínverskir bændur geta tvö börn, en eins og kunnugt er hefur um árabil verið bténdakvóti á Kínverja. Hver hjón hafa einungis mátt eignast eitt barn. Með þessu hafa Kínverjar reynt að halda fólksfjölgun í skefjun, en nú er vel rúmur milljarður Kín- verja á rölti um þetta víðfeðma ríki. Reyndar fæddust 22 milljónir kín- verskra barna á síðasta ári, afurð „barnasprengingarinnar" sem varð í Kína á sjötta áratugnum þegar gífur- lega stórir árgangar sáu dagsins Ijós. Ástæða þess að bændum er nú leyft að eignast tvö börn er sú að útburður stúlkubarna hefur tíðkast í sveitum landsins allt fram á þennan dag, enda er það rótgróin hefð í Kína að drengur sé það eina sem máli skiptir í hamingjusamri fjöl- skyldu. Til að koma í veg fyrr slíka harmleiki hefur þeim 800 milljónum bænda er nú búa í Kína verið leyft að reyna aftur ef fyrsta barn er stúlkubarn. Flugslysið í Ramstein: Tvö fórnar- lömb létust ínótt Enn fjölgar fórnarlömbunum í hinu hræðilega slysi á flugsýning- unni í Ramstein 28. ágúst síðast- liðinn. í nótt létust tveir áhorf- endur af sárum sínum og hafa því fimmtíu og sex manns látist af völdum þessa harmleiks þegar þrjár ítalskar herþotur skullu saman á flugsýningu og logandi brak dreifðist yfir áhorfendur. Nú eru hundrað og sextíu manns enn á sjúkrahúsi og eru ekki allir komnir úr lífshættu. Tvö fórnarlömb flugslyssins í Ramstein létust í nótt og hafa því 56 látið lífið. Hér sést ein þotan falla til jarðar. ÚTL UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍ KUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða starfs- menn í eftirtalin störf. Loftlínulagnir/götuljós. Óskað er eftir rafvirkjum eða línumönnum. Gagnavinnsla. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu við tölvuvinnslu. Bókhald. Óskað er eftir starfsmanni í bókhald með bókhaldsþekkingu. Aðstoðargjaldkeri. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu í skrifstofustörfum. Birgðavörður. Óskað er eftir starfsmanni með rafvirkjamenntun. Rafmagnseftirlit. Krafist er menntunar rafiðn- fræðinga. Rafmagnsveita Reykjavíkur býður upp á gott starfsumhverfi í tæknivæddu fyrirtæki. Mötuneyti á staðnum. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 19. sept. n.k. og ber að skila umsóknum til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar að Suður- landsbraut 34. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 686222 kl. 10-12 alla daga. Starfsmannastjóri. Evrópuráðið býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og verðandi verkmenntakennara á árinu 1989. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu fargjalda milli landa og dagpeningum fyrir hálfan mánuð eða allt að sex mánuði. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26-50 ára og hafa stundað kennslu við verkmenntaskóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrirtæki í að minnsta kosti þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Um- sóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. október 1988. Menntamálaráðuneytið, 7. september 1988. NýlegurVOLVO F1225 til sölu. Upplýsingar í síma 91-73045 eftir kl. 20.00. Amoksturstæki óskast Trima 1220 eða 1420 tvívirk. Upplýsingar á auglýsingadeild Tímans sími 686300. Vantar starfsmann á fuglabú, góð laun fyrir samviskusaman mann. Upplýsingar í síma 98-66053. t Eiginmaður minn Sigurður Þórðarson bóndi, Tannastööum verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðin, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir um að láta Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. F.h. aðstandenda Halldóra Hinriksdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.