Tíminn - 09.09.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 09.09.1988, Qupperneq 3
Föstudagur 9. septembei^ 1988J Tífrtinh 3 Tillögur Framsóknar að niðurfærsluleið Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, lagði fyrir ríkis- stjórnina tillögur um framkvæmd niðurfærsluieiðarinnar. Tillögurnar eru eftirfarandi: „Lagt er til að ríkisstjórnin ákveði tiltækum ráðum m.a. hallalausum ríkisbúskap, samdrætti í opinberum framkvæmdum, samdrætti í fram- kvæmdum sveitarfélaga, takmörkun á erlendar lántökur og frestun hús- næðislána eins og frekast er unnt. Jafnframt fái ríkisstjórnin með lög- um heimild til þess að leggja fjárfest- ingarskatt á nýjar framkvæntdir. 9. Viðurlög hert. 10. Gildistími lögbundinna niður- færsluaðgerða verði sex mánuðir." Hestum stolið úr fangelsi Tveim hestum var stolið úr vörslu vörslumanns borgarinnar í fyrrinótt. Vörslumaður hefur þann starfa með höndum meðal annars, að taka í vörslu sína óskilahross sem eru að valsa um í landi borgarinnar. Hafði hann komið höndum yfir þessi óskilahross og voru þau geymd í hesthúsi í Víðidal. I morgun þegar menn koniu þar að, hafði verið stunginn upp gluggi og farið inn í hesthúsið og hrossin numin á brott. Talið er að eigandinn hafi þarna frelsað hross sín úr prísundinni til að slcppa við að greiða geymslugjald sem að sögn er óverulegt. -sá niðurfærslu vaxta, verðlags og launa samtímis til lausnar þeim vanda sem er í efnahagsmálum þjóðarinnar. í því skyni verði: 1. Verðlag allrar opinberrar þjón- ustu, ríkis og sveitarfélaga lækkað unt það sent nemur lækkun launa, aðfanga og fjármagnskostnaðar. Petta verði gert með lögum þar sem nauðsyn krefur. 2. Vöruverð og gjaldskrár lækkað um það sem nemur lækkun launa, aðfanga og fjármagnskostnaðar og það stutt með lögum. 3. Vextir, bæði nafnvextir og raunvextir lækkaðir nteð tilskipun Seðlabankans ef nauðsynlegt reyn- ist, t.d. þannig að hámarksávöxtun innlánsfjár verði ákveðin 1 eða 2 af hundraði og vaxtamunur verði ákveðinn. Ef heimildir í 9. gr. Seðla- bankalaga eru ekki taldar nægja verði aflað viðbótarheimilda með lögum. 4. Lánskjaravísitala og allar aðrar vísitölutengingar afnumdar eigi síð- ar en mánuði eftir að niðurfærslan er framkvæmd, eða verðbólga orðin minni en 10 af hundraði. 5. Verðbréf öll skráningarskyld þannig að fylgjast megi með eig- endaskiptum. 6. Fjármagnstekjur umfram þá ávöxtun sem Seðlabankinn hefur ákveðið, skattlagðar t.d. með því að halda eftir ákveðnum hundraðshluta af vaxtagreiðslum. Innlánsstofnanir verði skyldaðar til að veita skattayf- irvöldum nauðsynlegar upplýsingar. 7. Laun færð niður um 9 af hundr- aði með lögum. 8. Úrþenslunnidregiðmeðöllum För Steingríms til Ungverjalands: Heimsókn frestað Steingrímur Hermannsson hefur frestað fyrirhugaðri opinberri heim- sókn sinni til Ungverjalands, vegna óvissuástandsins í efnahags- og stjórnmálum landsins. Heimsóknin var fyrirhuguð dag- ana 12.-14. september n.k.. Óvíst er hvenær af henni getur orðið. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins: Einn frestar - annar fer Vegna óvissuástandsins í efna- hags- og stjórnmálunum hefur Birgir ísleifur Gunnarsson frestað för sinni til Seoul á Ólympíuleikana. Matthías A. Matthiesen heldur hins vegar sínu striki og lagði af stað í morgun eins og fyrirhugað hafði verið. -sá NISSAN SUNNY ÁRGERÐ 1989 NISSAN SUNNY ER FÁANLEGUR SUNNY 3ja dyra — SUNNY 4ra dyra bæði framhjóla- ogf jórhjóladrifinn SUNNY 5 dyra - SUNNY COUPE, sportbíll og SUNNY skutbíll bæði framhjola- og f jorhjoladrifinn VERÐ FRÁ KR. 517.000,- GETUM AFGREITT STRAX - JAFNVEL Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Komdu og spjallaðu við okkur, því kjörin eru hreint ótrúleg Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Ingvar Helgason hf Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.