Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminni Föstudagur 9. september 1988 Mikil brögð aö því aö stöðumælar hafi veriö skornir af uppistööum og stolið: UTIÐ UPP UR ÞVIAD HAFA, EN MIKIÐ TJÓN Hættutíminn er genginn í garð „Það má segja að gengið hafi yfir bylgja síðan um 23. ágúst sl.,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson deildarverk- fræðingur hjá embætti gatnamála- stjóra í samtali við Tímann, en mikil brögð hafa verið að því undanfarið að stöðumælar hafa verið skornir af uppistöðunum og stolið. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg í samr- áði við lögregluyfirvöld komið á fót sérstakri vaktsveit til að koma í veg fyrir frekari skemmdarverk af þessu tagi. Frá því að þessi bylgja sem nú stendur yfir hófst hefur rúmlega 80 stöðumælum verið stolið. Ásgeir sagði að eftir litlu væri að slægjast, þar sem stöðumælarnir væru tæmdir daglega, þannig að aldrei væri meira en 200 til 400 krónur í hverjum stöðumæli. Þó svo að peningarnir í stöðumælinum séu ekki miklir, þá er kostnaðurinn við að endurnýja mæl- ana mjög mikill. Hver stöðumælir kostar á bilinu 15 til 30 þúsund, eftir því hvort um einfaldan eða tvöfaldan mæli er að ræða. Kostnaðurinn við endurnýjun og uppsetningu á þeim mælum sem búið er að stela, er á bilinu I til 2 milljónir króna. Ef mælarnir finnast eftir að þjófarnir hafa farið höndum um þá, eru þeir svo illa farnir að í mesta lagi er hægt að nota úr þeim í varahluti. Ásgeir sagði að svæðið væri mjög stórt sem stöðumælaþjófarnir færu yfir og væru mælarnir sem teknir væru í hvert skipti frá einum og upp í sjö. „Okkur hefur ekki gengið mjög vel til þessa, að hafa eftirlit með mælunum, enda er takmarkað sem einn maður getur komist yfir. Hins vegar höfum við fengið gott orð hjá lögreglustjóra um hertara eftirlit með mælunum," sagði Ás- geir. Helstu svæðin sem stöðumæla- Þessa dagana eru skólarnir einn af öðrum að hefja starfsemi sína og börnum í umferðinni fjölgar til mikilla muna. Á sama tíma eykst bílaumferð og akstursskilyrði versna. f tilkynningu frá Umferðarráði kemur fram að við ofangreindar aðstæður hefja mörg þúsund skóla- börn sjálfstæða þátttöku í umferð- inni. Þá reynir á, annars vegar foreldra barnanna og hins vegar ökumenn en hér er meira og minna um sama fólk að ræða. Ökumenn eru ekki þeir einu ábyrgu, heldur er ábyrgðin ekki síður í höndum foreldra og skóla. Til að auðvelda fræðslu um þetta efni hefur umferðarráð í samvinnu við menntamálaráðuneytið sent öll- um börnum sem eru að hefja skóla- göngu í fyrsta sinn, bæklinginn „Á leið í skólann" og veggspjald um sama efni, þar sem finna má ýmsar ráðleggingar um umferðina. For- eldrum er m.a. bent á' að fylgja börnunum fyrstu skóladagana og finna með því öruggustu leiðina til og frá skólanum. í tilkynningunni segir að löggæsla í nágrenni skóla hafi verið efld til mikilla muna, en slíkt eftirlit þurfa ökumenn, ekki að óttast, aki þeir eins og þeir vilja að aðrir aki í nánd við börnin sín. - ABÓ Ófögur sjón við Austurvöll í fyrradag.Greinilegt er að stöðumælaþjófar hafa haft meðferðis öflugan rörsltera og „hreinsað“ mælana af staurunum. Timamynd:P|etur. þjófarnir hafa verið á til þessa eru á Tjarnargötu, Skúlatúni, Bergstaða- stræti, Túngötu, Grettisgötu og Kirkjustræti svo dæmi séu tekin, en athyglisvert er, sagði Ásgeir að þetta er aldrei gert um helgar. - ÁBÓ Bæklingurinn „Á leið í skólann“. Nafnvextir 15-20% lægri en fyrir tveim mánuöum á algengum inn- og útlánum: Vaxtaíækkun um 10%á10dðgum Algengt er að bankarnir hafí lækkað helstu nafnvexti í kringum 10% og þaðan af meira frá 21. 'ágúst til 1. september, ekki hvað síst á innlánum. Á s.I. tveim mánuðum (1. júlí 1. sept.) hafa nafnvextir lækkað um allt að 20%. Þá er athyglivert að vextir á almennum sparisjóðs- bókum, víxlum og skuldabréfum eru orðnir eða að verða nær þeir sömu í flestum eða öllum innlánsstofnunum. Frá 1. september eru vextir á öllum bönkum og sparisjóðum frá almennum sparisjóðsbókum 11- 12% (11,7% meðaltal) samanborið við 21-22% (22,5 m.t.) í flestum bönkunum tíu dögum áður og 24-26% (24,5% m.t.) þann l.júU. Vextir á skiptikjarareikningum eru nú mjög mismunandi frá einum banka til annars. Ársávöxtun 1. september er að meðaltali 18,4% samanborið við 32,7% tíu dögum áðurog32,2% í júlíbyrjun. Lækk- unin er því tæplega 20% að vegnu meðaltali. Ársávöxtun á þessum reikningum er nú mjög mismun- andi, eða allt frá 12,4% upp í 22,1% milli banka. Eitt verð á víxlum En hver er svo vaxtalækkunip fyrir þá sem skulda? Forvextir á víxlum eru 23,5% í 1. september. Þeir voru 33,7% að meðaitali (33-34%) tíu dögum áður og 38,5% fyrir tveim mánuð- um. Helmingur bankanna og spari- sjóðirnir höfðu lækkað vexti í 25% á almennum skuldabréfum þann 1. september og hinir fara niður í sömu prósentu um næstu helgi. Þessir vextir voru 39,3% að meðal- tali tíu dögum áður og 40,4% fyrir tveim niánuðum. Vextir á skulda- bréfum til uppgjörs vanskila cru jafnan 2% hærri. Vaxtalækkunin er þvt' í kringum 15% að meðaltali á víxlum og skuldabréfum frá 1. júlí s.l. Vextir á afurðaiánum í íslensk- um krónum voru afar mismunandi nú 1. september, eða frá 23% upp t 34% (27,4% að m.t.) en verða væntanlega á bilinu 23-28% frá næstu helgi. Meðaltalið var 37,2% þann fyrsta júlí, Erlendu vextirnir Hækka Vextir á afurðalánum í erlendum myntum hafa hins vegar hækkað um allt að 3% síðustu tvo mánuði ogeru nú SDR 9,1%, USD 10,5%, sterlingspund 13,l%ogþýskt mark 7%. Hlutfallslega sama hækkun hefur orðið á innlánsvöxtum á gjaldeyrisreikningum, nema hvað þeir eru um 3% lægri en borga þarf af gjaldeyrislánunum. Raunvextir af verðtryggðum krónum eru þeir einu sem hreyfast hægt. Engin breyting er á innláns- vöxtunum en útlánsvextirnir hafa sigið úr 9,5% niður í 9,1% að meðaltali s.l. tvo mánuði. Verð- bólga má ekki fara yfir 14-15% til þess aö þcssir „áhættulausu" (fyrir bankana) verðtryggðu vexir verði ekki hærri heldur en nafnvexir sem alltaf hlýtur að fylgja nokkur áhætta bæði hjá lánveitanda og lántakanda. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.