Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 9. september 1988 Verðlaunamynd, Radek Sikorski, sem ber titilinn „Fórnarlömb“. Myndin sýnir fórnarlömb sprengjuárásar í Afghanistan. Kona með tvö börn sín hafði leitað skjóls í kjallara í íbúðarhúsi. Dómnefndin lét þess getið þegar myndin var valin til fyrstu verðlauna að hún minnti á fórnarlömbin ■ borginni Pompei á Ítalíu. MAR SH seldi 186,5 Hin árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo verður opnuð í Listasafni ASÍ laugardaginn 10. september n.k. kl. 14.0».- Árið 1956 bundust nokkrir hollenskir frcttaljósmyndarar samtökum urn að efna til alþjóðlegrar samkeppni um bestu blaðaljósmyndirnar. Tilgangurinn var m.a. að vekja áhuga almennings á fréttaljósmyndun og einnig var þetta liöur í baráttu fyrir frjálsri fréttamiðlun í heiminum, og þar með auknum skilningi manna og þjóða í milli. Þessi óformlegu samtðk urðu smárn saman að stofnuninni World Press Photo Foundation, sem árlega gengst fyrir þessari fréttaljósmyndasamkeppni. Stofnunjn dreifir einnig farands- ýningum á verðlaunamyndum, og var Listasafn ASÍ einn af fyrstu aðilunum til þess að halda slíkar sýningar. í ár bárust í keppnina 9.202 myndireftir 1.215 ljósmyndara frá 64 löndum. Veitt voru vcrðlaun í 9 efnisflokkum, en auk þess hlutu allmargar ljósmyndir sérstaka viöurkenningu. Auk verðlauna í hinum ýmsu flokkum cr árlega valin fréttaljósmynd ársins. Ennfremur eru veitt verðlaun kennd við Oskar Barnack, upphafsmann Leicamyndavélarinnar, fyrir þá ljósmynd, sem besl túlkar mannúöarhugsjón og samband manns og umhverfis. Pá eru einnig veitt sérstök verðlaun Búdapestborgar fyrir ljósmynd sem sýnir jákvæðar aðgerðir til varðveislu lífs á jörðinni. Aö þessu sinni eru 159 ljósmyndir á sýningunni. Hún verður opin alla virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. ^Sýningunni lýkur 25. septcmber. tonn í Bremerhaven GUÐMUNDUR KRISTINN SU 404 seldi tæpt 51 tonn í skipasölu í Grimsby 30. ágúst fyrir samtals tæp- ar 4 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 77,53. SIGUREY BA 25 seldi um 92 tonn þann 31. ágúst á samtals tæpar 8,2 milljónir króna og var meðalverð á kíló kr. 88,71. OTTO WATHNE NS 90 fékk kr. 74,71 á kíló fyrir þau 168,3 tonn sem hann seldi í skipasölu fyrir samtals tæpar 12,6 milljónir króna, 1. þessa mánaðar í Grimsby. ÓSKAR HALLDÓRSSON RE 157 seldi í Huil þann sama dag tæp 84 tonn á samtals tæpar 6,8 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 80,89. ÞORRI SU 402 seldi tæp 47,8 tonn í Grimsby 2. þessa mánaðar á rúmar 4,3 milljónir króna og var meðalverð á kító kr. 88,82. Samtals voru rúm 325,3 tonn seld í skipasölu dagana 28.8.-2.9. í Bret- landi, fyrir samtals 27,5 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 84,63. Tæpar 4,5 milljónir króna fengust fyrir 47 tonn af ýsu og var meðalverð á kíló kr. 95,51. Þá voru rúm 27,3 tonn af karfa seld á samtals unt 1,4 milljón króna. Meðalverð á kíló var kr. 52,19. Meðalverð á kíló af ufsa var kr. 29,98 og voru 15,7 tonn seld á tæp 471 þúsund krónur. Tæp 21,2 tonn af blönduðum afla voru seld á 1,3 milljónir króna og var meðalverð kr. 61,19. I gámasölu seldust 226,4 tonn af þorski fyrir samtals 17,8 milljónir króna. Meðalverð á kíló var kr. 78,49. Um 119,5 tonn af ýsu voru seld fyrir 9,5 milljónir og var meðal- verð kr. 79,80. í>á fengust 7,9 rrflll- jónir króna fyrir tæp lOOtonn af kola og var meðalverð kr. 78,98 á kílóið. Um 54,6 tonn af blönduðum afla +++ NOTAÐAR *++ HEYBINDIVÉLAR CLAAS M-65 árg. 1987, sem ný. kr. 390.000,- IH. 435 árg. 1980, ný yfirfarin . kr. 195.000,- IH. 435 árg. 1980, ný yfirfarin . kr. 185.000,- GÓÐ GREIÐSLUKJÖR BÚNAÐARDEILD ÁRMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 voru seld á 5,2 milljónir króna og var meðalverð kr. 95,16. Tæp 12 tonn af grálúðu voru seld á kr. 74,45 að meðaltali fyrir kílóið og var söluverð tæp 890 þúsund krónur. Minna var selt af ufsa og karfa. MAR SH 127 seldi 186,5 tonn í Bremerhaven í Þýskalandi 30. ágúst fyrir 9,7 milljónir króna og var meðalverð kr. 51,81 á kíló. H APPA- SÆLL KE 94 seldi rúm 90 tonn í Cuxhaven 31. ágúst fyrir3,9 milljón- ir króna og var meðalverð kr. 43,07 á kíló. Sama dag seldi HAUKUR GK 25 136,5 tonn í Cuxhaven fyrir 8,3 milljónir króna og var meðalverð kr. 60,78 á kílóið. Langmest var selt af karfa í Þýska- landi dagana 29.8.-2.9., rúm 250 tonn á tæpar 15 milljónir króna. Meðalverð fyrir karfa var kr. 59,59 kílóið. í>á voru 116,7 tonn af ufsa seld á kr. 44,29 að meðaltali fyrir kílóið. Söluverð var 5,2 milljónir króna. Samtals voru tæp 16 tonn af þorski seld fyrir rúma milljón króna. Meðalverð var kr. 63,93. Þá voru 24.5 tonn af blönduðunt afla seld fyrir tæp 510 þúsund krónur og var meðalverð kr. 20,78 kílóið. Aðeins 5.5 tonn af ýsu voru seld, á meðal- verð kr. 63,93. JIH yUMFBKWR Gefum okkur táina í umferðinni. Leggjum tímanlega af stað!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.