Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 19
rt.M. i > 11 - .0 i jníib'jvo t Fostudagur 9. september 1988 Tíminn 19 Aðvörun frá Bo Bo Derek er þeirrar skoðunar að brátt þyki álíka fínt að vera fölur og nú um árabil hefur þótt að vera sólbrúnn. Ástæðan er sú að margir kunningjar hennar í Holly- wood hafa árum saman legið og látið sig stikna til að líta sem best út, en eiga nú í alvarlegum vand- ræðum með þurra og skorpna húð, sem leggst í fellingarafþví teygjan- ieiki hennar er brunninn upp. Raunar óttast Bo líka að fá húðkrabba, sem 25 þúsund Banda- ríkjamenn fá árlega, einkum þeir sem búa á vesturströndinni þar sem alltaf er sólskin. - Maðurinn minn hefur gengist undir aðgerð vegna húðkrabba, scgir Bo. -Slíkt er ekki eftirsóknarvert og ef ég þarf að vera í sólskini, smyr ég á mig verndandi kremum. t>að ættu allir að gera. Þess má geta að vissulega hefur ekki alltaf þótt fínt að vera sólbrúnn. Á árum áður var það aðeins lágstéttarfólk, þeir sem þurftu að strita á ökrunum og vinna útiverkin, sem voru brúnir. Fína fólkið gætti þess vandlega að taka ekki lit, slíkt gat bent til að það hefði ekki ráð á að hafa það vinnufólk sem til siðs var. Um Bo Derek og mann hennar er það annars að segja, að næsta kvikmynd þeirra verður tekin upp í Sulitjelma í Norður-Finnlandi. Hún á að fjalla um lífið á eyðilegri veðurathugunarstöð á Suður- skautslandinu. Bo leikur aðalhlut- verkið og gert er ráð fyrir að nokkrir innfæddir og norskir leikarar fái smáhlutverk. Bo Derek gætir þess nú vand- lega aö vera ekki sólbrún. Maðurinn er ruddi Þeir sem sáu „Stríðsvinda" (North and South) á Stöð 2, muna eflaust eftir hinum ruddafengna eiginmanni Madeleine, Jason, sem barði hana sundur og saman fyrir engar sakir og var að öllu leyti vondur maður. Sá sem lék Jason, leikarinn og karatemeistarinn David Carra- Richard Chadbourne III kom ■ heimsókn og sætti barsmíðum. dine, gerði mikið af því í blöðum á eftir, að láta mynda sig með gæludýrum og fjölskyldunni og sagðist í rauninni vera hið mesta ljúfmenni. Ýmsir, sem þekktu kauða, gleyptu það þó ekki hrátt, því vitað er að hann hefur löngum verið laginn við að koma sér í klandur og átt í útistöðum við lögregluna nokkrum sinnum. Þetta kom þó ekki fyrir alheims- eyru fyrr en núna í júlí, þegar nágranni Carradines og fyrrum mótleikari, Richard Chadbourne III, gerði sér lítið fyrir og kærði hann fyrir líkamsárás og krafðist nær 14 milljóna ísl. kr. í skaðabæt- ur. Tildrög málsins voru þau að Richard vissi af illvígum deilum þeirra Carradine-hjóna, án þess þó að skipta sér nokkuð af. Einn daginn datt honum í hug að líta inn, en hitti þá svo illa á, að Carradine var að ganga í skrokk á Lindu konu sinni, rétt eina ferðina, en sneri sér nú að gestinum og ásakaði hann fyrir að njósna um sig á vegum Lindu og lét síðan hnefana dynja á honum. Lögfræðingur Richards segir að Carradine hafi beitt karatehögg- um, sem lærðum mönnum í grein- inni sé stranglega bannað að beita aðra en jafningja sína, sem kunni að verjast þeim. Þannig gekk í nokkrar mínútur, þar til lífvörður Carradines kom á vettvang og tókst að ganga á milli. Þá var farið að skína í tennur Richards gegn um kinnarnar. Sauma þurfti tals- vert á honum andlitið og margar tennur losnuðu. Heimilisvinur hjá Richard lét hafa eftir sér, að Carradine hefði ekki aðeins verið að veita reiði sinni útrás, heldur nyti hann jiess beinlínis að berja fólk og væri stórlega varasamt að verða honum ósammála. Carradine má nú eiga von á dómi eftir þetta tiltæki, en þess má geta að hann hefur áður verið handtekinn fyrir líkamsárás á ann- an nágranna, fyrir að hafa fíkniefni undir höndum og tvisvar fyrir ölv- unarakstur. Þegar verið var að taka upp Stríðsvinda, héldu meðleikarar niðri í sér andanum, þegar nauðg- unaratriðið var filmað. Einn þeirra sagði: -Svei méref maðurinn naut þessa ekki. Eftir á leit Lesley-Anne sannarlega út eins og hún hefði upplifað atriðið í raunveruleikan- um. David Carradine. Lék hann sjálfan sig í Stríðsvinduni? Alison Moyet og Jason sonur hennar. Alison lofthrædd Allir vita að söngkonan Alison Moyet syngur hreint stórkostlega vel með sinni miklu og sérkenni- legu rödd. En það er sitthvað sem aðeins fáir vita um hana og aðdá- endum til fróðleiks skal hér getið nokkurra atriða. Stúlkan fæddist í Basildon í Essex þann 18. júní 1961 og hlaut nöfnin Geneviewe Alison. Gælunafnið Alf hefur lengst af fylgt henni. Nú býr hún ásamt eiginmanni sínum og synin- um Jason í Radlett í Hertfordshire. Áður en hún varð fræg, var hún hárgreiðslunemi, en var rekin fyrir að taka sér frí og hitta hljómsveit, sem hún tók gjarnan lagið með. Hún kom fyrst frarn opinberlega árið 1977 með hljómsveitinni The Vandals. Þeir söngvarar sem Alison metur mest eru Sam Cooke og Billie Holiday. Eftirlætishljómsveit hennar núna er Shalamar. Eftir- lætismatur hennar er unghæna soð- in í rauðvíni og marengs með sítrónubragði á eftir. Alison ekur bíl af gerðinni Austin Montego. Hún fyrirlítur kartmenn sem halda að koma eigi fram við konur eins og hunda, með því að kjassa þær og klappa. Hún vill ekki gefa upp þyngd sína, sem hún segir alltof mikla, en lætur þó uppi að hún noli brjósta- höld númer 48DD og kjóla nr. 26. Sinn stærsta galla telur hún vera að hún er skelfilega skapstór og á til að stökkva upp á nef sér út af engu. Það sem hún vildi helst losna við úr fari sínu er hins vegar áköf lofthræðsla. Hún vill helst ekki gera annað en syngja og væri nákvæmlega sama þó að hún þyrfti aldrei framar að þvo upp og vinna heimilisverk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.