Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. september 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Landbúnadarráðuneytið hefur iátið frá sér fara tillögur um fækkun sláturhúsa. Stefnt skuli að því að leggja niður nær öll minni sláturhús á ýmsum stöðum í dreifbýlinu og færa alla slátrun búfjár til stærri sláturhúsa á fáum stöðum. Þetta er rökstutt með hagræðis- og hagfræðisjónarmiðum. Með því verði slátrunarkostnaður minni og aukið heilbrigð- iseftirlit til öryggis neytendum. Við þetta er margt að athuga og margs að gæta. Full ástæða er til að vara við að flanað sé að þessu ráði. - Sauðfé í landinu hcfur fækkað samkvæmt valdboði og á enn eftir að fækka, ef svo fer fram sem horfir. Við það hefursláturfé fækk- að og samdráttur orðið hjá slátur- húsum í smærri landbúnaðarhér- uðum landsins og einnig hjá hinum smærri sláturhúsum dreifbýlisins, þar sem engum er þyrmt við fækk- un sauðfjár án tillits til afkomu- möguleika. Þann rekstrarvanda, sem við þetta skapast hjá stóru sláturhúsunum, á að bæta þeim upp með því að leggja niður slátur- hús í dreifbýlinu og færa þá slátrun til þeirra stærri. - Þetta er varhuga- verð ráðstöfun og rétt að gera sér grein fyrir hvað vinnst og hvað tapast. - Niðurfelling einstakra sláturhúsa getur átt fullkominn rétt á sér. Ástæðulaust er að halda uppi flokkspólitískum sláturhúsum þar sem önnur eru fyrir í almennings eign. En eigi hin stærri landbúnað- arhéruð, sem að mestu búa að mjólkurframleiðslunni, ekki einnig að taka í sinn hlut megnið af sauðfjárframleiðslunni, til hag- ræðingar, þá er full þörf fyrir minni sláturhús víðsvegar um landið, sem taki mið af landsháttum og aðstæð- unt hinnar dreifðu byggðar, meðan hún er ekki moluð niður með margvíslegum aðgerðum stjórn- valda, sem gætir í æ ríkara mæli á fjölmörgum sviðum, þrátt fyrir tal, jafnvel sömu manna, um nauðsyn á tilveru dreifbýlisins og jafnvægi í byggð landsins. - Þar stangast æði oft á orð og athafnir. Sú stefna í málurn sláturhúsa, sem hér hefur verið drepið á, er eitt dærni þess. Og unt það má segja: „Þar heggur sá er hlífa skyldi.“ Af tilefni þessara framkomnu hugmynda hefur Halldór Þórðar- son, bóndi á Laugalandi í Nauteyr- arhreppi, skrifað tvær stuttar en athyglisverðar greinar í Tímann. Aðra þann 18. og hina þ. 24. þ.m. Haltdór gagnrýnir með sterkum rökum þessar tillögur og sýnir fram á haldleysi þeirra og jafnvel augljós öfugmæli. Hann færir rök að því að stóru sláturhúsin séu dýrari og óhagkvæmari í rekstri en hin litlu, sem eiga að hverfa. Sláturkostnað- ur sé þar meiri en í hinunt smærri. Neytendur fái þaðan síst betri framleiðslu sláturfjárafurða, séð frá heilbrigðis- og hollustusjónar- miðum. Engin trygging sé fyrir því, jafnvel þó starfandi dýralæknir sé á staðnum, og rekur dæmi þess. Hann bendir einnig á, að með því að leggja niður hin litlu og dreifðu sláturhús sé verið að taka þýðingar- mikla atvinnu frá þeim, sem hefðu hennar helst þörf vegna lífsafkomu sinnar við skerta framleiðslu og færa hana til annarra staða. Jafn- framt sé með þcim aðgerðum unn- ið að því að draga úr kjötsölu á þessum stöðum og sölu sláturmatar í sláturtíðinni til heimamanna og nærliggjandi byggðar. Veigamikil rök Allt eru þetta veigamikil rök gegn áformum landbúnaðarráðu- neytisins og annarra sem eru inni á þessari línu. Ég vil því eindregið hvetja menn til að lesa þessar greinar Halldórs og hugleiða rök hans. Þau eru byggð á heilbrigðri skynsemi og þekkingu á aðstæðum. Hér er um stórt byggðamál að ræða, sem einkum snertir Vest- firði, Austfirði og ýmsa aðra staði dreifbýlisins, þó að ég þekki þar minna til. - Minni sláturhúsin eru víða þýðingarmikill hlekkur og kjarni í sinni heimabyggð og undir- staða tilveru þeirrar byggðar. Því er full ástæða til að hlynna að þeim með skaplegum hætti svo þau geti þjónað hlutverki sínu hér eftir sem hingað til, í stað þess að uppræta þau eins og ætlunin er með þessum fyrirhuguðu tillögum landbúnaðar- ráðuneytisins. Þessar ráðagerðir og margt ann- að benda til þess að á hærri stöðum sé unnið að því af ráðnum hug að rýja hina dreifðu byggð landsins því sem hún hefur haft og hefur gefið henni gildi, létt lífsbaráttu hennar og gefið fólkinu, sem þar býr, sjálfsvitund og sjálfsákvörð- unarrétt, án þess nokkuð komi í staðinn annað en tómarúm og tilgangsleysiskennd, sem leiðir til uppgjafar og eyðingar byggðar. Hér er ósvikin stofuspeki og skrif- stofuhagfræði sem ræður, án skiln- ings á mannlegu eðli og hversdags- lífi fólksins sem í landinu býr. - Þessu er helst að Ifkja við vef kórigulóarinnar, sem spinnur vef sinn umhverfis fórnardýr sitt og hefur lokið því áður en það gerir sér grein fyrir hættunni og á, þegar svo er komið, engra úrkosta völ annarra en bíða dauða síns. Margt bendir til að þetta og annað sé með ráðum og undirferli gert í þeim tilgangi að útrýma bændum og leggja íslenskar byggðir í auðn, á sem hljóðlátastan hátt. Undir þetta falla stöðugt hertar kröfur, til sláturhúsa, stórra og smárra, sem allar hníga að auknum kostnaði við slátrun og meðferð sláturvara og rýra þar með hlut framleiðenda og valda hækkuðu verði til neytenda. Þetta dregur úr sölu og neyslu þessarar alíslensku afurðar og greiðir fyrir innflutningi og sölu og neyslu á drasli, byggðu á erlendum innflutningi að mestu eða öllu leyti. Margt af þessum kröfum er aðeins sýndarmennska, sem litlu eða engu máli skiptir fyrir vöruvöndun og hollustu. Sumt gengur út í hreinar öfgar og smá- munasemi, sem ómögulegt er að taka til greina. Þar standa misvitrir og mislyndir aðilar að, oft og tíðum, sem fengið hefur verið nær ótakmarkað vald til að þjóna duttl- ungum sínum í þessu efni. Sumt af þessum kröfum er til þess gert að hampa því framan í erlenda gesti sem engra hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi, t.d. Bandaríkja- menn, sem aldrei hafa keypt skrokk af okkur. og svo er með fleira. - Það er samviskusemi og árvekni þeirra sem sláturstörfin vinna, sem mestu eða öllu ræður um þá þætti er mest ríður á. Jafnvel formaður félags dýralækna verður að viðurkenna að nærvera dýralæknis ráði þar engum úrslit- um, því enginn sjái með berum augum þann ógnvald sem hafður er fyrir Grýlu í þessu sambandi. Og hverjum skyldi vera betur trú- andi til að leggja sig lram um að fara vel og hreinlega með þær matvörur. sent hann handleikur í sláturhúsi, en þeim sem eiga fram- leiðsluna og eiga persónulegra hagsmuna að gæta í meðferð hennar. Slíku er ekki eins til að dreifa í hinuni stærri sláturhúsum. Á flestum þeim smærri og dreifðu sláturhúsum, sem ráðgert er að leggja niður, hefur heilbrigðiseftir- litið verið í höndum ólærðra (?), samviskusamra heimantanna, sem jafnframt eru starfsmenn slátur- hússins, eða aðkominna manna, annaðhvort í umboði dýralæknis eða á eigin ábyrgð. Þetta hefur gefist vel og ekki komið fram að það eftirlit hafi brugðist eða óhöpp hlotist af. - Þetta er í sjálfu sér ekki svo vandasamt starf að hver sam- viskusamur maður geti ekki annast það, án háskólamenntunar. Það kemur fljótt í ljós í vinnslu- keðjunni ef eitthvað er að eða frábrugðið. Sú vitneskja er orðin á allra vitorði þeirra sem verkin vinna samstundis. Það er því auð- velt fyrir eftirlitsmanninn að fylgj- ast með og úrskurða hvað gera skuli. - Nú orðið er engin ástæða til að hætta á nokkuð í því efni, lieldur úrskurða skrokkinn og það sem honum tilheyrir í úrgang. Kjöteklu er ekki lengur til að dreifa og flestir meira en nýta sinn fullvirðisrétt. Útilokað að slátra Mér er sagt, að vegna þeirra reglna og krafna, sem gerðar eru í þessu sambandi, sé svo komið að í heilum landsfjórðungum (Vest- fjörðum o.v.) sé útilokað að slátra kálfi eða öðrum stórgripum í þeim sláturhúsum sem fyrir eru. Því verði að aka nteð þá landsfjórð- unga í milli, og á enda, til að fá þeim slátrað með löglegum hætti. - Sumir segja austur á Hellu. - Sé þetta rétt eru menn, með slíkum kreddum, neyddir til að fara á bak við allt lögboðið kerfi og slátra gripum sínum hcima og koma þeim á almenningsmarkað eftir ýmsum krókaleiðum til að fá eitt- hvert verð fyrir þá. - Þá er ekki spurt um hættu af salmónellusýkl- um, eða hvort sláturstaðurinn hafi verið flísalagður rándýrum flísum. Og engin dæmi eru um sýkingu cða slys af þeim sökum. - Þannig geta krcddur hinna skriftlærðu snúist upp í andhverfu sína og gert heið- arlega menn að lögbrjótum, gegn vilja sínunt. Halldór bendir réttilega á hverja þýðingu litlu sláturhúsin í dreifðri byggð landsins hafi fyrir markað og sölu kjöts og sláturs í sfnu nágrcnni. - Hér er um þýðingar- mikið mál að ræða, sem verðskuld- ar að því sé rækilegur gaumur gefinn. - I heimabyggð þar sem sláturhús starfa, í sveitum og sjáv- arþorpum, selst mikið af fram- leiðslunni upp í sláturtíð. Heimilin birgja sig upp með kjöt og slátur upp á veturinn. Með því sparast flutningskostnaður. Hver neytandi getur valið sér kjöt og annað eftir sínum smckk og mciri sala næst en annars mundi vcra. Hvað varðar sölu sláturmatar skiptir þctta þó mestu máli. Sé það ekki selt á staðnum er slátur og annar innmat- ur orðinn verðlaus og svarar varla koslnaði að hirða hann, að því mér er sagt. Þó er næstum ógerlegt að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru um meðferð þcss. En fólk á staðnum og næsta nágrenni notfær- ir sér þetta í verulegum mæli og viðheldur þeim þjóðlega og holla sið að gera sér slátur til matar- og búdrýginda þegar hægt er að fá það nærtækt. En hver myndi leggja á sig erfiði og ferðalög til að afla sér þessa? - Ég get tekið nærtækt dæmi: Ef sú slátrun, sem frani fer hér á Norðurfirði, og hefur verið um áratugi, legðist niður og væri færð til Hólmavíkur. Hvaða heim- ilisfaðir eða húsmóðir mundi leggja á sig þá fyrirhöfn að sækja slátur til matargerðar, þó ekki séu nema rúmir 100 km í milli? - Svarið er einfalt: Enginn mundi gera það. - Þar með væri sá holli matarsiður úr sögunni og í staðinn komið eitt- hvert matardrasl makað rotvarnar- efnum og annarri óhollustu. Slík matarbreyting væri síst til þess fallin að auka hag heimila eða þjóðar. Það liggur í augum uppi. Kannski er þetta of smátt atriði til þess að menn í háum stöðum gefi því gaum? Enn er einn þáttur þcssa máls, sem ástæða er til að fara um nokkrum orðum. Með fækkun slát- urhúsa aukast fjárflutningar um langar leiðir. Þeir flutningar eru dýrir og gera sitt til að auka kostnað við slátrun sauðfjár og gera sitt til að draga enn frekar niður hlut bóndans og gera fram- leiðsluna dýrari og ósamkeppnis- Itæfari á markaði matvæla. Engum getur dulist að hér er um stórt atriði að ræða, fjárhagslega, sem verkar neikvætt fyrir alla hlutað- eigendur, nema ef vera skyldi eig- endur stóru sláturhúsanna. En auk þess hljóta slíkir flutningar að hafa ill áhrif d andlega og líkamlega líðan sláturgripanna þegar ckið er um langleiðir á misjöfnum vegum við misjöfn akstursskilyrði. Ég dreg engan efa á að þetta hafi alvarlegar afleiðingar fyrir líðan fjárins og komi frarn í kjötgæðum gripanna þegar til geymslu og neyslu kemur. Féð þarf langan tíma til aðjafna sigcftir þá andlegu og líkamlegu áreynslu, sem það hefur orðið fyrir á löngum keyrsl- um. Og ég tel óvíst að sláturhús, þó stór séu, hafi skilyrði til að leysa úr þcim vanda, sem þetta skapar, cða hugsað sé fyrir því. Þreyta í sláturfé Fyrir nokkrum árum taldi ég mig hafa rökstuddar sannanir fyrir því, að þreyta í sláturfé af ógætilegum akstri, m.a. hcfði í för með sér stóraukna hættu á huppablæðing- um í dilkaskrokkum. Er hér þó ekki um ncina langvegi að aka. Við hristing og hnjask í flutningi verður skepnan fyrir miklu álagi. Háræðar springa og blóð hleypur út í huppa og vöðva og storknar þar. Við þcssu er varað í reglugerðum og fyrirskipað að stimpla slíkt kjöt mcð stimpli 2, sem þýddi stóra verðfellingu á viðkomandi skrokkum. - Því skemmri sem akstursleiðin er því minni hætta er á að þetta komi að sök. - Nýlega sá ég í blaði álitsgerð sérfróðra manna, sem rannsakað höfðu áhrif „streitu“ sláturfjár á gæði kjötsins. Fyrri skoðun mín styrktist við að sjá þessa álitsgerð. Því tel ég fulla ástæðu til að gefa þessum óhag- kvæma þætti tilkostnaðar fullan gaum. Sé það gert styður hann almenn og heilbrigð viðhorf til þessara mála og er veruleg viðvör- un gegn löngum og óþörfum flutn- ingum sláturfjár og sláturgripa annarra tegunda. Með þeim orðurn, sem ég hefi hér sett á blað, hefi ég reynt að vekja athygli á framkomnum skoð- unum og varnaðarorðum Halldórs á Laugalandi um leið og ég þakka honuni árvekni og skelegga máls- vörn fyrir þá bændur og búalið, sem berjast fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður og sjá þá jörð sem þeir hafa ræktað og erjað sjálfum sér og afkomendum sínum til batn- andi Itags, skríða undan fótum sér og þeir standi eftir ráðþrota og verði að ganga frá öllu sínu slyppir og snauðir sem bónbjarga lýður. - Olnbogabörn hinna svokölluðu „æðri“ stétta. Og horfast í augu við það að þar heggur margur sem hlífa skyldi. Þeir menn, sem þar standa að, hafa kannski ekki allir gert sér grein fyrir afleiðingum ráðagerða sinna og gerða, enda við ramman reip að draga. - Við þá menn vil ég að endingu segja: „Eigi skal höggva." Bæ, 30. ágúst 1988, Guðmundur P. Valgcirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.