Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. september 1988 Tíminn 15 llllílllllHl MINNING ...................................jllllllílil ...lllllllllllllllilllHlll......lllllll....Illlllilllllllillllllllllll.llllllll.lllllll......lllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illllllillllllllll Alda Rafnsdóttir Fædd 26. júlí 1963 Dáin 3. september 1988 Alda var dóttir hjónanna Karenar Gestsdóttur og Rafns Vigfússonar. Móðuramma hennar, María Frið- bergsson, er frá Færeyjum, svo Alda var af góðu íslensku og færeysku bergi brotin. - Alda Rafnsdóttir fæddist 26. júlí 1963, en þá bjuggu foreldrár hennar að Hafnardal í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Hún var þriðja í röð fimm systkina en hin eru Anua Ósk, Hafni Már, Gylfi Engilbert og Guðni. Fjölskyldan flutti frá Hafnardal haustið 1964 að húsinu Dílum í austanverðum Kópavogi. Þangað var ætíð gott að koma til Karenar, Rabba og barnanna. Húsið var vina- legt timburhús, afsíðis frá hinni almennu bæjarbyggð og minnti þau aðeins á sveitina, sem komið var frá. Þetta athvarf þessarar fjölskyldu brann til kaldra kola þann 21. maí 1970. Hús og innbú var lágt vátryggt og þung raun hefur verið fyrir fjöl- skylduna að standa uppi með nánast tvær hendur tómar. Þau fluttu eftir þetta að Nýbýlavegi 38a, sem var byggt á sínum tíma af Guðmundi G. Hagalín og hann nefndi „Fílabeins- höllina". Á Þorláksmessu 1973 flutti fjöl- skyldan inn í hálffrágengið einbýlis- hús að Lyngheiði 14. Mótlætið hafði ekki beygt þau, heldur blasti við sú framtíðarsýn að eiga öruggt heimili allar götur sfðan farið var frá Hafn- ardal. Þröngt var þó um þau fyrstu nóttina, börnin sváfu öll í hjóqarúm- inu og hjónunum varð ekki svefn- samt þá nótt. Tíminn leið, heimilið fylltist meiri fegurð og búið var í haginn sem best. Alda Rafnsdóttir óx úr grasi í faðmi fjölskyldunnar við þessar að- stæður. - Enn er þess minnst, er Alda og Anna Ósk fóru að vinna í fiski ungar að árum, þær komu báðar með fyrstu launaumslögin sín til pabba síns og báðu hann að nota aurana upp í skuldir. Alda gekk sína skólagöngu í Digranesskóla, gagnfræðastig í Víg- hólaskóla og síðan veturna 1978 og 1979 í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði. Síðast liðin rúm tvö ár starfaði hún sem deildarritari á deild 12 A, á Landspítalanum í Reykja- vík. Þann 3. september 1981 eignaðist hún Alda sinn mesta sólargeisla á skömmum lífsferii. Það var drengur og hlaut hann nafnið Vilberg Rafn. Hans faðir er Hans Vilberg Guð- mundsson. - Alda var drengnum sínum hlý og góð móðir til hinstu stundar endar er söknuður drengsins mikill við móðurmissinn. - Hún var í sambúð með æskuvini sínum, Jó- hanni Ólafi Jóhannssyni um tveggja ára skeið. Þótt þeim auðnaðist ekki að ganga lífsveginn saman, voru þau tryggir vinir til hins síðasta. Jóhann Ólafur sýndi trygglyndi sitt ekki síst er hann kom í heimsókn til litla drengsins á Lyngheiðinni laugardag- inn þann 3. sept. s.l., á afmælisdag- inn. Ég fylgdist með lífsferli þessarar dóttur fósturbróður míns og Karen- ar alla tíð. Mér þótti ákaflega vænt um hana og það var gagnkvæmt. Hún var traust stúlka og ákveðin, hlý og glaðbeitt. Hún var reglusöm og setti sínu lífi ákveðnar skorður, en að sjálfsögðu skemmti hún sér með vinum sínum eins og ungs fólks er háttur og það átti við. Ég kenndi henni undir ökupróf og allur hennar ökuferill var áfallalaus. - Ég minnist þess oft, er hún var lítil að hún hringdi til mín og bað mig að setja mömmu sína undir stein. Mamma hafði skammað hana fyrir eitthvað og hún vildi rétta sinn hlut. Af því ég var í lögreglunni hafði hún eitt- hvað heyrt talað um stein. - Síðasta skiptið sem ég hitti hana var nú fyrir þremur vikum, er hún kom í Mos- fellssveitina ás imt Önnu Ósk systur sinni og þær k >mu með lítinn kett- ling til okk. Alda setti hann í kjöltu mér og ið mig að gæta hans vel. Þegar litli i. ígurinn hennar var skírður, bað m okkur hjónin að vera guðforeldra hans. Síðar minnt- ist hún á það að ef eitthvað kæmi fyrir sig, hefðum við þeim skyldum að gegna að gæta hans vel og fylgjast með honum. Nú hefur það gerst. Alda var heimilisföst hjá foreldrum sínum að Lyngheiði 14. Þar hafði faðir hennar útbúið smekklegt hús- næði fyrir hana og litla drenginn. Hann fær áfram að vera í faðmi afa síns og ömmu og systkina móður sinnar, þess fólks sem hann þekkir og hefur umgengist mest. Sá þáttur er ekki áhyggjuefni hvað varðar drenginn. Þessum skrifum hér við endann á lífshlaupi Öldu Rafnsdóttur fylgja kveðjur frá heimilisfólkinu að Halls- stöðum við ísafjarðardjúp. Hún átti þar vandamenn og vini sem víða annarsstaðar. - Er éggekk um híbýli Öldu nú eftir lát hennar veitti ég athygli litlu Ijóði innrömmuðu. Hún hafði gaman af kveðskap og setti sjálf saman vísur. Ég leyfi mér að láta þetta ljóðabrot fylgja hér með sem kveðju frá mér og minni fjöl- skyldu: Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Að endingu sendi ég samúðar- kveðjur að Lyngheiði 14, til allra annarra aðstandenda og vina, enn- fremur til þeirra sem um sárt eiga að binda af öðrum ástæðum vegna þessa atburðar að Lyngheiði 14. Gylfí Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ Þegar ég hugsa til þess að leiðir okkar Öldu eigi ekki eftir að liggja saman í bráð verð ég döpur. Þó erfitt sé verð ég nú að reyna að horfast í augu við lífið og gera mér grein fyrir að við deilum ekki saman okkar sorgum og gleði í lífinu lengur. Þó ég hafi ekki þekkt Öldu lengi, finnst mér að ég hafi þekkt hana alla tíð. Hún var lifandi, litrík og skemmtilegurpersónuleiki. Hún var Ifka sannkölluð vinkona, alltaf svo jákvæð og horfði björtum augum á framtíðina. Á þann hátt streymdi frá henni jákvæð orka og þó ég kæmi til hennar döpur þá leið ekki á löngu þar til hún kom mér í gott skap og við hlógum saman. Það voru góðar stundir sem ég hef átt með Öldu og fjölskyldu hennar á Lyngheiðinni. A þetta skemmtilega heimili var ég alltaf velkomin, þar var ég frjáls og mér leið vel og einhver bönd í huga mínum drógu mig oft að Lyngheið- inni. Alltaf kom ég þaðan út betri manneskja. Það er ekki nema mán- uður síðan við komum saman úr sumarfríi frá Mallorca ásamt sjö ára syni hennar Villa Rabba og þar áttum við við margar góðar stundir sem urðu til að styrkja vináttubönd okkar enn frekar. Ég mun ávallt minnast Öldu sem traustrar og góðr- ar vinkonu. Þeirrar manneskju sem Alda geymdi verður ávallt sárt saknað. Ég vil að lokum votta litla syni hennar Villa Rabba, fjölskyldu og ástvinum mína dýpstu samúð f von um Guðs blessun alla framtíð. Farþú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt. Helena Brynjólfsdóttir Það er skrýtið að þurfa allt í einu að kveðja Öldu hinsta sinni. Ekki óraði okkur fyrir né nokkurn annan sem hana þekkti að hún hyrfi úr tölu okkar lifandi svo ung. Flún sem var varla byrjuð að láta ljós sitt skína eins og hún hafði áform um að gera svo rækilega. Reyndar fórum við sem þekktum Öldu alls ekki varhluta af þeirri birtu og krafti sem oftlega stafaði frá henni. Alda var manneskja sem þorði að taka af- stöðu til mála þegar þau snertu hana enda skapmikill karakter með sterka réttlætiskennd. Stundum gat hún verið ögrandi. Það fer oft fyrir brjóstið á þeim sem ekkert skap hafa og vilja finna auðveldustu og gjarnan ódýrustu leiðina út úr öllum hlutum. Slíkt fólk hefur varla mikið að gefa eða miðla til annarra. Alda var þannig að við sem þekktum hana náið fórum ekki varhluta af örlæti hennar. Hún gaf ekki til þess að láta þakka sér. Það er mannkostur sem alltof fáir búa yfir. Elsku Alda hún fékk varla að lifa nógu lengi til að gefa af sjálfri sér. Hún átti sína drauma en fékk ekki tíma til að láta þá rætast. Muna skUlum við að dauðinn er aðeins áfangi að ein- hverju öðru og meiru sem er ofar skilningi okkar mannanna. Við trú- um því að hún fái annað tækifæri. Annað tækifæri til þess að öðlast enn meiri þroska svo hún geti kannað betur djúp sálar sinnar, til þess að hún megi þiggja meira frá lífinu næst þegar hún fæðist. Orka eyðist aldrei, hún bara umbreytist. Við munum lengi sjá ásjónu Öldu í hugskoti okkar því hennar fallega bros mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. ... „Og þannig hefur það alltaf verið að ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinn." (Úr Spámanninum) Frændsystkini úr Laugarnesinu Verið þið sæl þið sólarbörn þið sofið til vorsins rótt. Þið hurfuð mér öll í einum svip á einni kaldri nótt. (Bjarni Jónsson) Elsku Öldu móðursystur minni þakka ég fyrir alla þá ást og um- hyggju sem hún hefur veitt mér á. minni stuttu ævi. Megi lífsorka mín fylgja Öldu á hennar braut. Kári Páll Sveinsson Hvers vegna fæðumst við, til hvers deyjum við? Þessar spurningar hafa gerst áleitnar við huga minn frá því að mér var sagt frá dauða frænku minnar hennar Öldu. Hvílíkt reið- arslag, ung kona hrifin frá sjö ára barni og fjölskyldu sinni aðeins 25 ára gömul. Hún sem alltaf frá okkar fyrstu kynnum ætlaði sér allt svo stórt og mikið og svo margt var eftir. Elsku Villi Rabbi, Karen og Rabbi, við Jói vonum að góður guð gefi ykkur kraft og styrk til að standast þessa hræðilegu raun sem á ykkur er lögð. Blessuð sé minning þín, Alda mín. Kom huggari, mig huggar þú, kom hönd, og bind um sárin, kom dögg, og svala sálu nú, kom sól, og þerra tárín kom hjartans heilsulind kom heilög fyrirmynd, kom Ijós, og lýstu mér, kom líf, er æfin þver, kom eilífð, bak við árín. (V. Bríem.) Maja Vala, Jóhannes ívar og börn Síminn hringdi. Mér var tilkynnt sú sorgarfrétt að Alda frænka mín væri látin. Mig setti hljóðan. Hvern- ig getur það verið, að stúlka full af lífsorku sé hrifin brott frá 7 ára gömlum syni sínum og fjölskyldu? Alda var full af fjöri og aldrei var nein lognmolla kringum hana, því kynntumst við mjög vel á okkar fjölmörgu stundum sem við áttum að Lyngheiði 14. - Hennar er sárt saknað og er söknuður sonarins mikill. Alda mín, við Inga, ívar og Óli Páll óskum þér alls hins besta í þínum nýju heimkynnum, því við vitum að þar verður tekið vel á móti þér. Elsku Villi Rabbi, Karen, Rabbi og fjölskylda. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Öldu Rafns- dóttur. Ómar, Inga og strákarnir Er við fréttum að hún Alda okkar væri dáin, gátum við ekki annað en staldrað við. Hvernig er hægt að taka hennar líf svona frá okkur og litla drengnum? Hún sem var svo góð við okkur mæðgur. Alltaf þegar Alda kom var eins og birti á mínu heimili og við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Voru það oft líflegar umræð- ur þvf Alda var mjög víðsýn og skemmtileg viðræðu. Það ríkir mikil sorg hjá öllum hennar vandamönn- um og vinum, við biðjumm því algóðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Saknaðarkveðja, Alma Kristmannsdóttir, Marin Ósk Hafnadóttir Forlög þarna fella dóm sem frekast hrella kunni, en eftir stendur indælt blóm efst í minningunni. Engilbert Guðmundsson Hallsstöðum Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, vilja aðstandendur benda á minningarsjóð Vilbergs Rafns Vil- bcrgssonar. Gíróreikning 77100-7. Auglýsing um enduryreiðslu söluskatts af ábyrgðartryggingu ökutækja í eigu fatlaðra Samkvæmt heimild í lögum um söluskatt hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um endurgreiðslu söluskatts af iðgjöldum ábyrgðartrygginga bifreiða í eigu fatlaðra. Rétt til endurgreiðslu eiga þessir: 1. Örorkulífeyrisþegar (75% örorkumat eða meira). 2. Örorkustyrkþegar lífeyristrygginga og slysa- trygginga (50-74% örorkumat). 3. Foreldrar barna sem njóta barnaörorkustyrkja samkvæmt lögum. 4. Foreldrar barna sem njóta greiðslna samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Umsóknir um endurgreiðslu skulu skráðar á eyðu- blöð sem Tryggingastofnun ríkisins lætur í té. Með umsókn skulu fylgja kvittanir tryggingarfélags fyrir greiðslu iðgjalds ábyrgðartryggingar. Nánari upplýsingar og eintak reglugerðar má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins og umboðum hennar. Reykjavík, 6. september 1988 Fjármálaráðuneytið. Útboð ^RARIK ■k ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 88012 Ræsting á skrifstofuhúsnæði Laugavegi 118. Opnunardagur: Þriðjudagur 27. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105.Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. sept. 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.