Tíminn - 23.09.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 23.09.1988, Qupperneq 3
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 3 Ástráður hjá loðnunefnd segist ætla að afsanna að mánudagar séu til mæðu: Loðnan byrjar á mánudag „Þetta byrjar á mánudaginn. Ætli ég fari ekki í skyrtuna strax eftir helgi. Það er sagt að mánudagar séu til mæðu og því best að afsanna það,“ sagði Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd í samtali við Tímann, aðspurður hvenær loðnan færi að veiðast. „Ég er nýkominn frá Eng- landi, var í fríi, enda hefur ekkert verið að gerast." Eins og lesendur Tímans vita hefur Ástráður haldið þeirri kenn- ingu á lofti að engin loðna veiðist, nema hann sé í loðnuskyrtunni, sem hann kallar svo, eða að móttökur séu hjá Halldóri Ásgrímssyni í Sjáv- arútvegsráðuneytinu. Móttökurnar í ráðuneytinu, vegna stjórnarmynd- unarviðræðnanna eru hins vegar af öðrum toga og Ástráður í fríi, þann- ig að ekki er nema von að engin loðna veiðist. Eru margir orðnir langeygðir eftir því að Ástráður komi heim úr fríinu og klæðist loðnuskyrtunni góðu. Ástráður sagði að 10 til 12 vindstig hefðu verið á miðunum í gærdag þar sem bátarnir fjórir héldu sig, djúpt norður af Kolbeinsey og búast mætti við að stormurinn héldi eitthvað áfram. „Ég gæti best trúað því að skipin færu í var, á meðan stormur- inn gengur yfir,“ sagði Ástráður. í gær hafði Jón Kjartansson frá Eski- firði fengið 300 til 400 tonn, en hin skipin, Hólmaborgin frá Eskifirði, Skarðsvíkin frá Hellissandi og Börk- ur frá Norðfirði höfðu lítið sem ekkert fengið. Örninn frá Keflavík var á leiðinni á miðin og var búist við að skipið kæmi á miðin með kvöld- inu, eða í nótt. Ástráður sagði það ekkert vafa- mál að hægt yrði að standa við gerða samninga. „Það fer allt á fullt á mánudag. Hún fiefur dreift sér svo mikið þegar hún kemur upp, en á mánudag fer hún að lagast," sagði Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd segir ballið byrja á mánudag. Ástráður, „þá fara líka fleiri bátar af mars. „Ég skal segja þér hvaða dag stað, enda bíða margir í startholun- henni lýkur, þegar komið er fram á um.“ Hann sagði að búast mætti við miðja vertíð," sagði Ástráður. að vertíðin yrði búin í endann á -ABÓ 4000 manna allsherjaratkvæðagreiðsla boðuð af þeim sem eftir eru í stjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík: Bíður með afsögn fram yfir heildar atkvæðagreiðslu Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík hefur ákveðið að sam- þykkt nýlegs safnaðarfundar um vantraust á hendur henni, sé með öllu marklaus og verður því ekki við áskorun um að segja af sér störfum. Hér er þó ekki um að ræða nema hluta stjórnarinnar þar sem formað- ur og einn stjórnarmaður hafa þegar gengið úr sætum sínum vegna áður- nefndrar samþykktar. Bar formað- urinn upp tillögu á stjórnarfundi að öll stjórnin segði af sér, en það var fellt með 4 atkvæðum gegn 2. Þau sem eftir eru í stjórninni hafa samt sem áður ákveðið, eins og málum er komið, að nauðsynlegt sé að söfnuð- urinn fái að tjá hug sinn í allsherjar- atkvæðagreiðslu kosningarbærra meðlima dagana 1.-2. október nk. Mun stjórnin hlíta. niðurstöðum at- kvæðagreiðslunnar. Að sögn Bertu Kristinsdóttur, varaformanns, eru um 4000 manns með atkvæðisrétt í söfnuðinum, en eitthvað á sjötta þúsund eru þar í heild. Sagði hún jafnframt að nokk- uð hafi borið á úrsögnum úr söfn- uðinum eftir áðumefndan safnaðar- fund í Gamla bíói. Sr. Gunnar hefur nú ákveðið að freista þess að fá uppsögn sinni hnekkt með fógeta- valdi, en bíða ekki eftir því að stjómin segi af sér. Stjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hin samþykkt áðurnefnds fundar, um ógildingu uppsagnar sr. Gunnars, að uppsögnin byggi á ótví- ræðum ákvæðum 21. greinar safnað- arlaganna. Vill stjórnin einnigbenda á að framkvæmd uppsagnarinnar er í fullu samræmi við erindisbréf það sem fríkirkjupresturinn undirritaði eftir að hann var endurráðinn árið 1985 að fengnum sáttum í „hinu fyrra uppsagnarmáli", eins og það er jafnan kallað. Ástæður þess að núverandi stjórn, sem skipuð er af Bertu Kristinsdótt- ur, varaformanni, ísak Sigurgeirs- syni, Guðmundi Hjaltasyni ogSigur- borgu Bragadóttur, telur ekki ástæðu til að fara frá að afstaðinni van- traustsyfirlýsingu eru byggðar á laga- túlkun. Segir í bréfi frá stjórninni að aðeins standi brot atkvæðisbærra • manna að baki samþykkt fundarins. Þá álítur stjómin að almennur safn- aðarfundur sé ekki bær um að víkja stjórninni frá, enda sé samþykktin einungis í áskorunarformi. Éinnig skorti að umræður og tillögugerð í þessa átt hafi komið fram í auglýs- ingu um fundinn. Berta Kristinsdóttir, var að því spurð hver framkvæmd stjórnarinn- ar væri varðandi ráðningu fríkirkju- prests en staða hans var auglýst laus til umsóknar til 15. september sl. Sagði hún að hún vildi ekkert tjá sig um neitt í sambandi við auglýsingar þessar þar til eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lægju fyrir í byrjun næsta mánaðar. KB Leiðrétting í leiðara í gær (fimmtudag) féll niður eitt orð, sem nauðsyn er að leiðrétta. Standa átti: „Þótt þeir (þ.e. landsbyggðarþingmenn Sjálfstæðisflokksins) séu tiltölu- lega fjölmennir í þingflokknum, þá em þeir daufir í hugsjónarbar- áttu, þótt að öðm leyti.“ amm ... ■ ■..•... . . ; ; handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þmar tölur ekki vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.