Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Vöruflutningabíll fer yflr Oddsskarð. Læknafélag Austurlands skorar á yfirvöld aö halda Oddsskaröi opnu: Stórt öryggismál fyrir Austfirði Aðalfundur Læknafélags Austurlands samþykkti þ. 20. október að skora á ráðuneyti vega- og fjármála að Oddsskarði verði haldið opnu vegna legu Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað. Að sögn Eggerts Brekkan yfir- læknis sjúkrahússins á Neskaupstað er það gífurlega mikilvægt öryggis- atriði fyrir nágrannabyggðarlögin að Oddsskarði sé haldið opnu allan ársins hring. Eggert sagði að þó ekki væri um marga daga á ári að ræða þar sem ófært væri með öllu væri það brýnt að reyna að hafa þá sem fæsta og benti hann á að oft á tíðum væri um litla fyrirstöðu að ræða þar sem mokstur væri fljótunninn. Eggert sagði einnig að það gæti vissulega komið upp sú staða að erfitt eða illmögulegt væri að halda veginum opnum sökum veðurs og við það yrði að una en hinsvegar væri það brýnt að yfirvöld íhuguðu hversu mikið öryggisatriði það væri fyrir Austfirðinga að moka Oddsskarð oftar en tvisvar í viku. Sigurður Hauksson hjá Vegagerð- inni sagði að Oddsskarð væri venju- lega mokað tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum. Hann sagði einnig að þó reglan væri sú að moka Skarðið tvisvar í viku væri það opnað oftar ef þörf krefði. Sem dæmi tók Sigurður að síðastliðinn vetur hefði Oddsskarð verið lokað samtals í fjórtán daga og þá væri átt við þá daga sem algjörlega væri Iokað, suma daga væri reyndar um það að ræða að aðeins stórum bílum og jeppum væri fært yfir Skarðið. Til samanburðar nefndi Sigurður að Fjarðarheiði hefði síðastliðið ár ver- ið lokuð í tuttugu daga og Öxnjidals- heiði í fjóra. -áma Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandi eystra: Stuðningur við fjárlagafrumvarp Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur sent frá sér stjórn- málaályktun sem er svohljóðandi: Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, dagana 4. og 5. nóv- ember 1988, lýsir yfir fullum stuðn- ingi við ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Þingið leggur áherslu á að höfuð- verkefni hinnar nýju ríkisstjórnar er, að treysta grundvölf atvinnulífs- ins og rétta stöðu landsbyggðarinn- ar. Atvinnurekstur í landinu á nú í mjög miklum erfiðleikum - og er þá sama hvert litið er. Útflutningsfyrir- tæki eru komin í rekstrarþrot og fjölmörg þjónustufyrirtæki, sérstak- lega á landsbyggðinni, riða til falls. Þessir erfiðleikar hafa keðjuverk- andi áhrif á allt atvinnulífið í landinu og munu, ef ekkert verður að gert, valda stórfelldari byggðaröskun en dæmi eru um áður - og atvinnuleysi á borð við það sem þekktist á fjórða áratugnum. Ástæður fyrir því ástandi sem er að skapast, eru marg- víslegar, en óheft markaðshyggja og rangt verðmætamat þjóðarinnar vega þar þungt. Þingið lýsir stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar, að fjárlög ríkisins fyrir árið 1989 verði samþykkt með tekjuafgangi og lánsfjárlög miði að því að lækka erlendar skuldir, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Til þess að ná þessu markmiði, er nauð- synlegt að gæta ýtrasta aðhalds í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Þingið lýsir þeirri skoðun sinni, að leggja beri aukna skatta á stóreigna- og hátekjufólk. Kjördæmisþingið lýsir vonbrigð- um sínum yfir þætti Seðlabankans í stjórn efnahagsmála undanfarin ár, og telur einnig að ef bankinn styður ekki stefnu ríkisstjórnarinnar, beri hiklaust að endurskoða hlutverk hans. Þá ályktar kjfedæmisþingið að ríkistjórnin skuli kanna rækilega grundvöll fyrir orkujöfnunarsjóði, sem Iið í þeirri baráttu að jafna aðstöðumun dreifbýlis og þéttbýlis. Á það er einnig bent í þessu sam- bandi, að þrjár af hverjum fjórum krónum í byggingariðnaði fara á Stór-Reykjavíkursvæðið. Því álykt- ar þingið að ríkisstjómin beiti sér fyrir sérstöku átaki við byggingu leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Ennfremur leggur kjördæniisþing- ið áherslu á mikilvægi þess, að Framsóknarflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmál- um, og væntir þess að honum takist í anda stefnu sinnar og hugsjóna, að- skapa betra og réttlátara þjóðfélag. 200 tonn af rækju til Sigló hf. 200 tonnum af óunninni rækju frá Danmörku var skipað upp á Siglu- firði í gær og er þetta annar farmur- inn sem Sigló hf. á Siglufirði kaupir af Dönum á þessu ári. Þá hefur fyrirtækið einnig keypt rækju frá Noregi og úr grænlenskum togara á árinu. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Sigló hf. sagði í samtali við Tímann að ástæðan væri fyrst og fremst treg rækjuveiði á miðunum hér við land á árinu. „Okkur vantaði hráefni og því leituðum við út fyrir landsteinana með það. Við kaupum þetta frá Danmörku núna, en þetta er rækja sem er veidd við Kanada," sagði Guðmundur. Þessi rækja er mjög svipuð að stærð og sú rækja sem veiðist hér við land. Hjá Sigló hf. hafa um 2000 tonn af rækju verið unnin á árinu, sem er 1000 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Guðmundur sagði að verðið væri mjög hagstætt á rækjunni sem keypt væri frá Danmörku, en ekki vildi hann gefa upp verðið. Þegar búið er að vinna rækjuna hér er hún seld m.a. til Danmerkur, Þýskalands og Englands. Sem stendur eru um 40 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu og vinna allir í rækjuvinnslunni. -ABÓ Ferðagagnabanki í burðarliðnum „Upphafið er það að í sambandi við útgáfu Ferðahandbókarinnar Lands hafa safnast saman miklar upplýsingar um ýmis konar þjónustu við ferðamenn og aðra og þeim hefur verið komið á gagnagrunn í tölvu og flestar greinar ferðamanna- þjónustu þar flokkaðar og aðgreind- ar,“ sagði Hilmar H. Jónsson fram- kvæmdastjóri Ferðalands h.f. Rætt var við Hilmar vegna þess að stofnaður hefur verið gagnabanki yfir ferðaþjónustu innanlands. Bankinn verður fyrst um sinn rekinn þannig að hægt verður að hringja í Ferðaland h.f. til að leita upplýsinga og verður hægt að fá svör á ensku, þýsku, dönsku og auðvitað íslensku, en auk þess verður hægt að fá senda í pósti útprentun úr bankan- um yfir ýmsa þætti, til dæmis hótel á íslandi, á ákveðnum stöðum á land- inu, eða td. hótel sem kosta undir einhverri umbeðinni upphæð hvar sem er á landinu. í bankanum verða mjög víðtækar upplýsingar af slíku tagi yfir allt sem tengist þjónustu við ferðamenn og þær upplýsingar tiltækar hverjum sem eftir sækist án endurgjalds. Allir þeir sem veita þjónustu við ferðamenn innanlands verða skráðir í bankann og sú þjónusta sem þeir veita. Þjónustuaðilarnir geta síðan fengið sendan í pósti diskling mán- aðarlega. Bankinn verður endurnýjaður stöðugt og verður vírus á disklingun- um sem þjónustuaðilarnir fá, sem eyðileggur sjálfvirkt upplýsingarnar eftir ákveðinn tíma. Þetta er ekki að sögn Hilmars vegna fjárplógsstarfsemi, heldur til að þjónustuaðilar liggi ekki með úrelt gögn og gefi ferðafólki þannig rangar upplýsingar samkvæmt þeim. Þjónustuaðilarnir fá disklinginn sendan gegn greiðslu kostnaðar- verðs hans og afritunarinnar á hann. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að slá upplýsingar inn í bankann og viðræður eru hafnar við aðila í Færeyjum og á Grænlandi um aðild að honum. Ætlunin er að sfðar verði hægt að tengjast bankanum um símakerfið enda mun bankinn að öllum líkind- um tengjast ferðabönkunum stóru í Evrópu, Amadeusi og Galileo. -sá F.v. Kristján Jóhannsson, sr. Gunnar Kristjánsson, Páll Stefánsson og Haraldur J. Hamar. Gengið í út er komin glæsilega mynd- skreytt bók um kirkjur og kirkjulist á íslandi. Kemur bókin út samtímis á íslensku og ensku. íslenska útgáfan heitir Gengið í guðshús og er gefin út af Almenna bókafélaginu. Á ensku ber bókin heitið Churches of Iceland og er í útgáfu Iceland Re- view. Höfundur textans er séra Gunnar Kristjánsson, myndirnar tók Páll Stefánsson, hönnuður er Björgvin Ólafsson. Bókin er 112 bls. í stóru broti, öll litprentuð, myndimar langt á annað hundrað. Gerð bókarinnar var í höndum Iceland Review, sem seldi íslensku útgáfuna í hendur Almenna bókafélaginu. Efni bókarinnar snertir flesta þætti kirkjunnar á íslandi: sögu, húsagerð og list. Þama er fellt saman gamalt og nýtt, hið litríka svið kirkjunnar í íslenskri menningu. Bókin skiptist í tvo meginkafla. Annars vegar ritgerð höfundar um kirkjuna að fomu og nýju í íslensku guðshús samfélagi. Hins vegar eru valdar 24 kirkjur og þeim gerð skil í myndum og texta. „Þær 24 kirkjur, sem sérstaklega er um fjallað, em valdar með það í huga að gefa sem besta yfirsýn yfir íslenskar kirkjur að fornu og nýju, í bæjum og sveitum, stórar og smáar, timburkirkjur, steinkirkjur, torf- kirkjur,“ segir höfundur í eftirmála. Hann fór sjálfur í allflestaj kirkjur á landinu áður en hann hóf verkið. „Hver einstaklingur sér yfirleitt mjög fáar kirkjur, þessvegna er bók af þessu tagi upplýsandi og eiguleg. Hún er líka litrík og falleg. Menn sakna sjálfsagt ýmissa kirkna, en í slíkri úttekt verður að takmarka fjöldann - fyrst og fremst að gera höfuðkirkjum skil, svo og þeim, sem em dæmigerðar fyrir ýmsa megin- þætti. Þetta er fýrsta bók sinnar tegundar hérlendis, það hefur verið ánægjulegt að fást við þetta verk- efni,“ segir séra Gunnar Kristjáns- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.