Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tíminn 3 Ekiðá konu Kona varð fyrir bifreið á Miklubraut, á móts við Engihlíð, um 8.05 í gærmorgun. Handan götunnar er strætisvagnabiðstöð og var konan að fara yfir þegar bíll kom aðvífandi og var ekið á hana. Hún var flutt á slysadeild, með meiðsli á fæti. -ABÓ Hafið samband við söiumenn okkar eða umboðsmenn. G/obusíf Einkaumboð fyrir FIATAGRI á Islandi Lágmúla 5, sími: 91-681555 Sigurvon ST-54 á strandstað skammt austan við svokallaða Viðlagavík í gærdag, vel skorðuð milli steina í fjörunni. Tímamynd SGG FIAT dráttarvélar: ÞÆR MEST SELDU í VESTUR-EVRÓPU Bera hæst í harðri samkeppni. Mannbjörg varð þegar Sigurvon ST strandaði við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn í gærmorgun: Losnaði á f lóðinu Sigurvon ST-54 í eigu Rækjunnar hf. á Hólmavík strandaði skammt austan við svokallaða Viðlagavík, sem er rétt sunnan við innsiglinguna í Vestmannaeyjum, um hálf sjö í gærmorgun. Fjögurra manna áhöfn Sigurvonar var bjargað um borð í gúmmíbáta björgunarsveitanna í Eyjum skömmu eftir strandið. Skipstjórinn fékk höfuðhögg við strandið og var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum, en aðra áhafnarmeðlimi sakaði ekki. Á flóðinu um klukkan 16.00 losnaði báturinn og var hann dreginn út, svo til óskemmdur. Sig- urvon er 62 tonna eikarbátur smíð- aður 1957. Loftskeytastöðin tilkynnti um strandið klukkan 6.36 og fóru með- limir Hjálparsveitar skáta og Björg- unarfélags Vestmannaeyja þegar á staðinn. Björgunarsveitirnar fóru að Sigurvoninni bæði á sjó og á landi og tókst að bjarga fjögurra manna áhöfn um borð í gúmmíbáta björg- unarsveitanna, og var hún síðan flutt í land. Báturinn var að koma af veiðum þegar hann strandaði í ágætu veðri og var hann að sögn lögreglu vel skorðaður milli steina í fjörunni. Á tímabili var talin hætta á að olía tæki að leka úr bátnum, og voru gerðar ráðstafanir til að tæma olíutanka Sigurvonarinnar. En í grennd við strandstaðinn er fiskeldi og hefði olíumengun getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir eldisfiskinn. Til þess kom þó ekki, að tæma þyrfti olíu- tanka bátsins, þar sem hann hafði skorðast mjög vel milli steina og var sem hann stæði í slipp, að sögn heimamanna. Vegur liggur um 100 metrum frá þeim stað sem Sigurvon- in strandaði og var ruddur slóði til að komast að bátnum á bílum og gröfu til að auðvelda undirbúning þess að draga bátinn á flot á flóðinu Það er áreiðanlega vandfundinn traustari gæðastimpill á dráttarvél en sá að hún skuli vera sú mest selda í Vestur-Evrópu. Samkeppnin er hvergi harðari en einmitt á því markaðssvæði. Það er heldur engin tilviljun, þegar höfð er íhuga öflug rannsóknar- og þróunarstarfsemi FIAT verksmiðjanna í 60 ár. Uppskriftin að velgengniFIATdráttarvélanna liggur í framúrskarandi fjölhæfni þeirra, rekstrarhagkvæmni og þeirri miklu áherslu sem lögð er á þægindi og öryggi stjórnandans. Afar fjölbreyttur búnaður er innifalinn í verðinu á FIAT dráttarvélunum, s.s.: 1. Læst framdrif 2. Tveggja hraða aflúttak 3. Lyftutengdur dráttarkrókur 4. Tvö tvívirk vökvaúttök 5. 12 hraðastig áfram /12 aftur á bak 6. Yfirstærð á dekkjum 7. Hljóðeinangrað ökumannshús 8. Utvarp og segulband 9. Veltistýri og m.fl. Verð án söluskatts: FÍAT 60-90,60 hö. kr. 967.000.- FÍAT 70-90 DSC, 70 hö. Verð frá kr. 1.091.000.- FÍAT 80-90 DSC, 80 hö. Verð frá kr. 1.183.000.- (Verð er miðað við gengi 25/10 ’88.) og dæla olíunni úr honum ef þörf krefði. í flóðinu um klukkan 16.00 hafði flætt það vel undir bátinn að ráðlegt var talið að draga hann á flot og tókst það. Báturinn er svo til óskemmdur. -ABÓ Björgunarmenn unnu að því í gær að undirbúa björgun bátsins áflóðinu um miðjan dag. Lagður var vegur að s'trandstað til að auðvelda björgunarstörf. Tímamynd SGG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.