Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tíminn 15 ÁRNAÐ HEILLA Áttræður Björn Ingi Stefánsson Fyrir mörgum áratugum sagði mér Björn Ingi Stefánsson frændi minn, þá sögu, að eitt sinn að morgni 10. nóvember, þegar hann var í barna- skóla hafi kennarinn spurt þau krakkana, hvort þau vissu um ein- hverja merka menn, sem hefðu fæðst á þessum mánaðardegi og mun þá líklega hafa átt við þá Martin Luther og Friedrich von Schiller. Bjöm hafði einhverja hugmynd um það, en taldi rétt að nefna sjálfan sig fyrst. Fetta svar vakti að vonum kátínu hjá bekkjarfélögum hans, en kennarinn lét sér fátt um finnast. Og nú í dag, 10. nóvember 1988, er hann 80 ára, þessi merkismaður, og ber það nafn með rentu. Björn fæddist í Winnipeg, í Kan- ada, en ólst uppá Hólmum í Reyðar- firði. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir, fædd í Rauðseyjum í Breiðafirði og Stefán Björnsson, prófastur á Eskifirði, fæddur á Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði. Björn stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfar- •arprófi vorið 1933. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga. Það tók til starfa í ágúst 1933 og var Björn kaupfélagsstjóri þess frá upphafi og þar til í júní 1946. Auk fram- kvæmdastjórastarfsins vann hann ötullega að ýmsum félagsmálum á Fáskrúðsfirði. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík í júlí 1946 við eftirlits- störf og var oft settur kaupfélags- stjóri í forföllum, m.a. í Vestmanna- eyjum, á Hornafirði, í Stykkishólmi og á ísafirði. Síðustu ár hefur hann verið fulltrúi í fjármáladeild Sam- bandsins. Björn hefur verið gæfumaður í einkalífi. Á vordegi árið 1934 steig hann hamingjuspor, er hann kvong- aðist Þórunni Sveinsdóttur, mikilli mannkostamanneskju, sem reynst hefur góð eiginkona og móðir. Hún ól honum 6 börn og bjó honum gott og myndarlegt heimili. Barnabörnin eru nú 20, barnabarnahópurinn 13 og fer þar mikið mannval. Þáu hjón hafa ávallt verið samhent í einstakri gestrisni og hjálpsemi, ekki síst við þá, sem minna mega sín. Það er því ekki að ástæðulausu, að þau eru vinsæl með afbrigðum. Sjálfur kynntist ég þeim báðum vel, þegar ég var barn að aldri. Þau létu sér annt um mig og voru mér afar góð. En Björn hefur einnig verið mjög farsæll í starfi og notið óskoraðrar virðingar jafnt meðal viðskipta- manna kaupfélaganna, starfsfólksog forystumanna samvinnuhreyfingar- innar. Auk þess er hann mikið llllllllllllllHlllllll MINNING Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Fædd 29. september 1902 Dáin 1. nóvember 1988 Hún Þorbjörg frá Grund er dáin. Það kom nú ekki svo á óvart, enda aldurinn orðinn hár. Samt hafði hún verið svo hress fram undir það síðasta, en þá birtist líka þræll sláttumannsins slynga, sá geigvæn- legasti, sem fáum þyrmir, og sýnt var að hverju fór. En skiptir það annars nokkru í dag þótt gömul sveitakona falli í valinn? Kona sem hafði verið mann- dómsár sín húsfreyja í afskekktri byggð, norður við ysta haf. Á ekki að ganga af bændum dauðum? Þess- um bagga á velferðarþjóðfélaginu. Það gleymist aðeins við gónið á amerískt sjónvarpsefni og annað slíkt að menning okkar hefur verið bændamenning. Bændur komu hing- að frá Noregi, bændur voru Skalla- Grímur, Egill og Snorri, Jón Lofts- son og fleiri slíkir, svo og niðjar þeirra öld eftir öld, og hafi verið hér keltneskt þjóðarbrot fyrir, voru það bændur. í sveitum landsins er fjöregg þjóð- arinnar enn varðveitt - menningin. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var fædd að Eiði á Langanesi 29. sept- ember 1902, dóttir Gunnlaugs Jón- assonar, bónda þar, og Þorbjargar Daníelsdóttur, konu hans. Börn þeirra voru mörg, ellefu fædd og níu sem upp komust og tvö fósturbörn. Af þeim Eiðishjónum er mikill ætt- bogi kominn. Já, þá var margt um manninn þar, ekki aðeins húsbænd- ur, hjú og heimaböm, líka skólaböm og unglingar, því að þar var lengi farskóli sveitarinnar til húsa eða á fimmta áratug. Heimilið stóð á gömlum merg. Daníel Jónsson, afi Þorbjargar, sem einnig bjó þar, hafði verið stórbóndi, búmaður, forsjáll og framsækinn. Þar var mikill myndarbragur og verkmennt öll og dugnaður í heiðri höfð. Þorbjörg giftist 9. nóvember 1935 frænda sínum, Sigvalda Sigurðssyni á Gmnd. Þau vom systkinaböm. Hófu þau búskap þar ög farnaðist vel, sambúð góð og virðing á báða bóga. Eg kom oft á heimili þeirra, allt frá því ég fyrst man, og aldrei heyrðist þar styggðaryrði. Það var gaman að koma að Grund. Þorbjörg heitin var ein af þeim hljóðlátu í landinu. Hún var mikil húsmóðir. Heimilið, börnin og eiginmaðurinn voru henni allt. Hún gerði gott úr öllu og var mannasættir. Konur sem hún em hornsteinar hvers þjóðfé- lags. Gmnd var ekkert stórbýli en þar var vel búið. Það hallaðist ekki á með þeim hjónum, Sigvalda og Þor- björgu. Hann var hið mikla snyrti- menni. Hjá honum var allt í röð og reglu með listrænu handbragði góð- bóndans, æmar hornskelltar, stálið í stabbanum slétt og annað eftir því. Hjá Þorbjörgu var sama snyrti- mennskan. Þar var ekki óreiða á hlutunum eða sofið á verðinum, gólfin hvftþvegin og bömin vel til höfð. Það var tápmikill myndarhóp- ur, Grundarbörnin, en þau vom sex. Elst þeirra var Þorbjörg, þá Sig- urður, Gunnlaugur, Aðalbjörg, Ein- ar og Þorbjöm. Tvö þeirra létust ung, Þorbjörg og Einar, bæði 8 ára. Þau þekkti ég best, voru á heimili foreldra minna um tíma. Það voru mikil efnisbörn, bráðmyndar- og mannvænleg. Að þeim var mikil eftirsjá. Missinum tóku Sigvaldi og Þor- björg eins og við mátti búast af þeim - með æðruleysi. Þorbjörg heitin var ekki þeirrar gerðar að hún bæri harm sinn á torg. Hún var mikil geðprýðiskona. Börn Sigvalda og Þorbjargar er upp komust eru þessi: Sigurður, húsasmíðameistari, bú- settur í Kópavogi, maki Rósa Odds- dóttir. Gunnlaugur, skrifstofumaður í Reykjavík. Aðalbjörg, húsfreyja á Akranesi, eiginmaður Sverrir Eð- valdsson, skipstj óri. Þau eiga 4 börn. Þorbjörn, húsasmíðameistari á Húsavík, kvæntur Magneu Ing- ibjörgu Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. Þorbjörg og Sigvaldi brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur haustið 1965 og bjuggu að Hraunbæ 22. Starfaði Sigvaldi hjá Sambandinu meðan kraftar og heilsa leyfðu en Þorbjörg hélt heimili fyrir hann og synina, Sigurð og Gunnlaug, uns Sigurður stofnaði sitt eigið. Gunn- laugur keypti síðar íbúð í grennd við foreldra sína, en var hjá þeim í fæði og þjónustu og jafnframt stoð þeirra og stytta í ellinni. Rúm tuttugu ár bjó Þorbjörg heit- in í Reykjavík. Ég hygg hún hafi unað hag sínum vel. Þar átti hún margt frændfólk og vini - óvini átti hún aldrei. Það var gott til hennar að koma sem forðum að Grund, gestrisnin sú sama og heimilið vistlegt. Þangað lagði margur Langnesingur leið sína. Þegar kraftarnir þurru naut hún aðstoðar eiginmanns og sona og ekki má gleyma Rósu Oddsdóttur sem reyndist henni vel. Ég kveð Þorbjörgu Gunnlaugs- dóttur með þakklæti og söknuði, óska öllum hennar blessunar og huggunar. Góð kona og grandvör er gengin. Hjörtur Jónasson. ......... 'III!................ .....................................""........................................................... snyrtimenni og má segja, að allt ieiki í höndunum á honufn Hann er höfðinglegur maður í sjón og raun og sópar að honum hvar sem hann fer. Hvort sem er í fámennum hópi skyldmenna eða á fjölmennari sam- komum er hann hrókur alls fagnað- ar. Hann segir einstaklega vel frá og er gæddur næmri kímnigáfu. Gam- ansemi hans er þó ávallt græskulaus. Bjöm Ingi er hlýr persónuleiki og drengur góður. Björn er hið mesta tryggðartröll og ræktarsemi hans einstök við skyldfólk sitt, ekki síst gamla fólkið. Ég mæli fyrir munn okkar systkina, þegar ég segi, að við teljum öll Björn Inga mikinn uppáhaldsfrænda. Við erum honum og Þórunni konu hans einstaklega þakklát fyrir það, hve vel þau reyndust foreldrum okkar alla tíð. Faðir minn og Björn voru mjög góðir vinir. Við kona mín sendum þeim heiðurshjónum, Birni og Þórunni bestu afmæliskveðjur. Megi hann sem lengst halda sinni góðu andlegu og líkamlegu heilsu. Við hlökkum til að hitta þau næsta nýársdag. Unnsteinn Stefánsson. Auglýsing frá Borgarskipulagi *•* «s '|f Kvosarskipulag - Lóð Happdrættis Háskóla íslands 1. Tillaga aö breytingu á staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar er hér með auglýst samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Uppbygg- ing lóðanna Suðurgata 3 syðri hluta, Suðurgata 5 og Tjarnargata 8 breytist vegna sameiningu lóðar. 2. Landnotkun í deiliskipulagi miðbæjarins verði í samræmi við staðfest Aðalskipulag Reykjavík- ur 1984-2004 þ.e. miðbæjarstarfsemi. Uppdrættir og greinargerð verða almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar- túni 3, frá fimmtudeginum 10. nóv. til fimmtu- dagsins 22. des. 1988, alla virka daga frá kl. 8.30-16.00. Athugasemdum, ef einhverjar eru skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 16.15, fimmtudaginn 5. jan. 1989. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir breytingunni. Reykjavík, 10. nóvember 1988. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3,105 Reykjavík. t Faðir okkar, Halldór Bjarnason áður bóndi i Króki í Gaulverjabæjarhreppi sem lést 1. nóvember, verðurjarðsunginn í Villingaholti laugardaginn 12. nóvember. Athöfnin hefst kl. 14.00. Börn hins látna t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu Borghildar Tómasdóttur Brekku, Þykkvabæ fer fram frá Hábæjarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 13. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hábæjarkirkju. Runólfur Þorsteinsson Sverrir Runólfsson Björg Sveinsdóttir Þóra Kristín Runólfsdottir Ágúst Helgason Fjóla Runólfsdóttir Kristinn Guðnason og barnabörn t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar Sigríðar Guðbjörnsdóttur frá Hólmavík, Langholtsvegi 28 Anna Guðbjörnsdóttir Kristbjörg Guðbjörnsdóttir Elín Guðbjörnsdóttir Guðrún Guðbjörnsdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Guðbjörnsdóttir Torfi Guðbjörnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.